Morgunblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1981 Nítján um- sækjendur ALLS SÓTTU nitján mann.s um stiiðu framkvæmdastjóra Náttúru- vcrndarráös, sem nýleKa var aug- lýst, en Arni Reynisson saxöi starfi sinu lausu fyrir skömmu sem kunnuKt er. Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri menntamálaráðu- neytisins sagði í samtali við hiaðamann Morgunhlaðsins i na r. að Náttúruverndarráð veitti stöð- una. þó menntamálaráðuneytið hafi annast auKlýsinxu starfsins. Hinn nýi íramkva-mdastjóri mun væntanlega hefja störf hinn 1. júli næstkomandi. Einn hinna 19 umsækjenda óskar þess að nafn hans verði ekki gefið upp, en að sögn Birgis eru hinir 18 þessir: Anna Guðrún Þórhallsdóttur, við nám i landbúnaðarháskóla í Noregi, Böðvar Guðmundsson cand. mag. menntaskólakennari, Borgþór Kærnested fréttamaður, Erlingur Bertelsson lögfræðingur, Friðrik Sigurbjörnsson lögfræðingur, Guð- mundur H. Einarsson heilbrigðis- fulltrúi, Hrafn Jóhannsson bygg- ingatæknifræðingur, Jón Gauti Jónsson kennari við Glerárskóla Akureyri, Jón Eldon B.S. í líffræði og starfsmaður á Landspítalanum, Loftur H. Jónsson verslunarmaður, Magnea K. Sigurðardóttur skrif- stofumaður í B.A. námi, Páll Bene- diktsson B.A., Sigfús Jónsson B.S. og menntaskólakennari, Sigrún Helgadóttir, landvörður í Jðkulsár- gljúfrum, Skúli Thoroddsen lög- fræðingur og framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, Stefán Thors skipuiagsarkitekt, Tómas Þorvaldsson stud. jur., og loks Valtýr Sigurbjarnarson B.S. og starfsmaður á Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar. Tók út af Emmu GK MAÐURINN sem drukknaði er hann tók út af vélbátnum Emmu GK 46 á þriðjudaginn skammt fyrir vestan Þorlákshöfn, hét Björgvin Emilsson. Hann var fæddur 16. júlí 1954, til heimilis að Fögrubrekku 1 í Kópavogi. Sigurjón Óskarsson á Þórunni Sveinsdóttur VE Jón Björgvinsson á Jóni á Hofi ÁR Sigurður Bjarnason á Friðriki Sigurðssyni ÁR Þorleifur Þorleifsson á Höfrungi III VR Hörður Jónsson á Suðurey VE Lokasprettur vetrarvertíðar til 15. maí: Sigurjón á Þórunni VE tek- ur forystuna með 1495 tonn ENN EYKST spenningurinn um toppinn á vetrarvertíðinni, því þótt vertiðaraflinn miðist við 15. maí samkvæmt hefð hjá Fiskifélagi íslands um árabil. þá skellur netaveiðibann á í dag, 8. maí. Vertíðarbátar geta þá áfram veitt í troll og önnur veiðarfæri en net. Gamli loka- dagurinn, 11. mai, hefur ekki verið virtur i ein 15 ár. en áður fyrr hættu allir bátar þann dag. í gærkvöldi var Sigurjón Óskarsson á Þórunni Sveinsdótt- ur orðinn aflahæstur yfir landið með 1495 tonn, en Jón á Hofi var þá kominn með 1472 tonn í land, en hann landaði hins vegar ekki i gær þar sem hann rær austur fyrir Eyjar frá Þorlákshöfn. Friðrik Sigurðsson ÁR var kom- inn með 1432 tonn í gær, en hann kom ekki heldur í land, Höfrung- ur III ÁR var með 1420 tonn og Suðurey, Vestmannaeyjum, með 1406. Eyjabátarnir landa dag- lega, en Þorlákshafnarbátarnir hafa róið með ís og koma með þriggja daga afla í dag. Ekki liggur fyrir hvort topp- bátarnir sem allir hafa verið á netum fari á troll eða önnur veiðarfæri út vertíðina til 15. maí, en samkvæmt upplýsingum Ingólfs Arnarsonar hjá Fiskifé- lagi íslands, miðast vetrarver- tíðarafli við þann dag. Fulltrúi skipulagsstjórnar á fundi í skipulagsnefnd: Tel að ekki beri að skerða Laugardalinn með íbúðabyggð Sakaður um skemmdarverk af formanni nefndarinnar FULLTRÚI skipulagsstjórnar ríkisins, Sigurður Thoroddsen, lýsti í bókun á fundi skipulagsnefndar Reykjavíkur þeirri skoðun sinni að ekki ætti að skerða Laugardalinn með íbúðarbyggð, eins og fyrirliggjandi tillaga gerði ráð fyrir. Á þessum fundi skipulagsnefnd- ar, sem haldinn var á mánudag, var skýrð tillaga að deiliskipulagi í Laugardal, en hugur meirihluta skipulagsnefndar stendur til að þétta þar byggð og skerða með því útivistarsvæði. Bókun fulltrúa skipulagsstjórn- yfir að ég er sammála þessari á þennan hátt með íbúðarbyggð. Sigurður Harðarson, formaður skipulagsnefndar, brást ókvæða við þessari bókun og hellti sér yfir fulltrúa skipulagsstjórnar ríkisins þarna á fundinum og sakaði hann um að vinna skemmdarverk og hann væri að semja fyrirsagnir fyrir Morgunblaðið og þar fram eftir götunum,“ sagði Birgir. „Ég held að framkoma Sigurðar Harð- arsonar hafi hneykslað alla sem voru á þessum fundi," sagði Birgir að lokum. ar, Sigurðar Thoroddsens, er svo- hljóðandi: „Ég undirritaður tel að ekki beri að skerða Laugardalinn með íbúð- arbyggð eins og fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir, heldur beri að stefna að því að skipuleggja dalinn fyrst og fremst sem skrúð- garðasvæði, auk þess að gera ráð fyrir eðliíegri þróun þeirrar íþróttastarfsemi sem fyrir er á svæðinu." „Ég get ekki annað en lýst því bókun, ég tel fráleitt að skerða Laugardalinn með íbúðarbyggð, eins og hugur vinstri meirihlutans greinilega stendur til,“ sagði Birg- ir Isl. Gunnarsson, borgarfulltrúi, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég er mjög andvígur þeirri tillögu sem lögð hefur verið fram um þéttingu byggðar í Laugar- dalnum og minni á í því sambandi að mörg þúsund íbúar í nærliggj- andi hverfum hafa eindregið mót- mælt því að dalurinn verði skertur Ályktun stjórnar Samtaka um vestræna samvinnu: Samstaða lýðræðis- flokkanna úyggir sjálf- stæði lands og þjóðar Flugmannadeilan: Samþykktu tUlögu ríkissáttasemjara í TILEFNI af því, að 7. maí 1981 voru 30 ár liðin frá komu banda- ríska varnarliðsins til Íslands, minnir stjórn Samtaka um vest- ræna samvinnu á, að lýðræðis- flokkarnir þrír, Alþýðuflokkur, Frams<»knarflokkur og Sjálfstæð- isflokkur. stóðu einhuga að gerð varnarsamnings íslands og Bandaríkjanna 1951. Með aðildinni að Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamningn- um við Bandaríkin leggjum við íslendingar fram skerf til að tryggja frið og öryggi í okkar heimshluta. Sívaxandi hernaðar- umsvif Sovétmanna í lofti og á legi í nágrenni íslands hafa aukið mikilvægi þessa framlags okkar á undanförnum árum. Nú eins og fyrir 30 árum er samstaða lýðræð- isflokkanna í öryggis- og varnar- málum forsenda skynsamlegrar meirihlutastefnu, sem tryggir með farsælum hætti sjálfstæði lands og þjóðar. DEILUAÐILAR í flugmannadeil- unni féllust á sáttatillögu sátta- semjara ríkisins og virðist þvi i bili séð fyrir endann á þeim mikla óróa. sem verið hefur í samskiptum Flugleiða og flug- manna. Sáttatillagan gerir ráð fyrir, að tveir aðstoðarflugmenn á Boeing- þotu fái stöðuhækkun og verði flugstjórar á Fokker. í stað þeirra fari tveir aðstoðarflugmenn af Fokker og verði aðstoðarflugmenn á Boeing. Þá gerir tillagan ráð fyrir, að Flugleiðir viðurkenni nokkra þá flugmenn, sem næst standa flugstjórastöðu á Fokker á flugstjóralaun, án þess að þeir hljóti stöðuhækkun og nokkrir að- stoðarflugmenn á Fokker fái sams- konar viðurkenningu sem aðstoðar- flugmenn á Boeing, þ.e. laun, en ekki stöðurnar. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði í samtali við Mbl., að Flugleiðir hefðu fyrir sitt leyti samþykkt tillöguna, og vonaðist hann því til að þessi mál væru leyst. — „Það hefur reyndar verið mjög erfitt fyrir okkur að rækja þær skyldur, sem við höfum við landsmenn, vegna þessa deilumáls, svo við lítum nú björtum augum á framtíðina," sagði Sigurður Helga- son, forstjóri Flugleiða ennfremur. „Tillagan nær nokkuð skammt, en við drógumst þó inn á að fara eftir henni, og hún leysir að okkar mati þetta ákveðna vandamál, sem við hefur verið að etja að undan- förnu,“ sagði Kristján Egilsson, formaður Félags íslenzkra atvinnu- flugmanna, FÍA, í samtali við Mbl. „Annars vona ég að þessar mála- lyktir leiði til þess, að menn geti snúið sér að því sem mikilvægast er, þ.e. að rífa félagið upp úr þeim öldudal, sem það hefur verið í. Það hlýtur að vera stærsta hagsmuna- mál allra,“ sagði Kristján ennfrem- ur. Aðspurður sagði Kristján einnig, að hann teldi eðlilegt, að Loftleiða- flugmenn gengju inn í FÍA í kjölfar lykta málsins. Tómas Árnason viðskiptaráðherra: Fljótsdalsvirkjun verði númer eitt „FRUMVARPIÐ um virkjanamál landsmanna var ekki afgreitt á ríkisstjórnarfundi í morgun, það er enn unnið að því. Það er mín skoðun að byggja eigi Fljótsdals- virkjun, Blöndu og Sultartanga- virkjun, í þessari röð, á næstu 10 til 12 árum,“ sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra í viðtali við Mbl. í gær. Næsti rikisstjórnarfundur verður að sögn Tómasar ekki fyrr en á þriðjudag og aðspurður hvort frum- varpið kæmi þá ekki fram á alþingi fyrr en eftir þann tíma sagðist hann ekki vilja tjá sig um það. Þá sagði Tómas: „Ég vil til viðbótar taka fram að ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að þessi virkjanamál séu þjóðmál en ekki eingöngu kjör- dæmamál. Taka verður tillit til þjóðhagslegrar hagkvæmni og niðurstaðan verður auðvitað að byggjast á málavöxtum og skyn- samlegum ályktunum af þeim.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.