Morgunblaðið - 08.05.1981, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.05.1981, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981 Stríðið sára við Suðurgötu Pétur Pétursson safnar upplýsingum um tíðindi þau sem urðu útaf komu rússneska drengsins. Allir muna eftir rússneska drentnum. Nathan Friedmann, sem Olafur Friðriksson hafði með sér fjórtán ára gamlan úr Rúss- landsför haustið 1921. Dreniíur- inn hafði misst föður sinn i borgarastyrjöldinni í Rússlandi. (>K var ætlan ðiafs að taka dreng- inn með sér og ala hann upp hér á landi. En Nathan litli var með auKnsjúkdóm sem trachoma heit- ir. <>k er smitandi. ok hafði ekki áður orðið vart við hann hérlend- is. Lagði landlæknir til, að drenKnum yrði visað úr landi ok úrskurðaði landstjórnin svo. að pilturinn skyldi fara strax utan. Eftirleikinn þekkja allir, Suður- KötuhardaKann. liðssafnað <>k handtökur. hernaðarástand <>k utanför piltsins. Mál þetta allt, svo merkilegt sem það er, hefur ekki fengið teljandi umfjöllun hjá sagnvísinda- mönnum. Það er því áhugamaður um sagnfræðileg efni, sem hefur safnað ógrynni af frumheimildum, talað við næstum 100 manns um málið, staðið í bréfaskriftum við ótal manna og hyggur jafnvel á grúsk í erlendum söfnum. Þessi maður er Pétur Pétursson þulur í hljóðvarpi. — Það byrjaði með því, segir Pétur, að ég vann að útvarpsþætti um þá stórmerku götu, Suðurgötu, en staðnæmdist æ ofan í æ við húsið númer 14. Það er svo mikil saga tengd því húsi, en þar bjó Ólafur er atburðir þessir gerðust. Svo kom nú þetta af sjálfu sér. Það er til gífurlega mikið af skjölum, skeytum, fundargerðum, bréfum og í þessu hef ég verið að grúska. En það er furðulegt hvað mikið af alls konar gögnum er núorðið týnt og tröllum gefið. Jafnvel fundargerðarbækur verkalýðsfé- laganna eru týndar eða í einka- vörslu, og ég vil beina því til ráðamanna í verkalýðsfélögum, að halda vel utan um sín skjöl og bækur, og ljósrita þetta svo það sé aðgengilegt þessum fáu fuglum sem vilja grúska. í þessari söfnun minni hef ég lagt áherslu á að safna frumheim- ildum, öllum staðreyndum í mál- inu. Eg hef enga afstöðu aðra en safna frumgögnunum, og reyna að setja mig inn í tíðarandann. Það hefur farið mikill tími í þetta, en honum hefur verið vel varið. Drengurinn var sendur utan með Gullfossi, og þeir Eimskipafé- lagsmenn könnuðust aðeins við tvo núlifandi menn, sem fóru þá ferð, en ég fór í skipshafnarskrána, og fann þar 18 ára gamlan skipsþjón og fletti svo upp í þjóðskránni og mikið rétt, hann var í fullu fjöri og hefur sagt mér margt. Og seinna fann ég annan mann, sem hafði farið til Danmerkur í einkaerind- um þessa ferð. Eins og kunnugt er kom strákur seinna til landsins í heimsókn, þá orðinn 25 ára gamall. Það var haustið 1931 og er hann skráður þá í manntali í Reykjavík, og bjó i Austurstræti 1 hjá frú Friðriks- son. Þá voru þau skilin hún og Ólafur. Hann bjó víst einnig að Pétur Pétursson ásamt fjórum mönnum Ólafs í Suðurgötubar- daganum. þeim Hjalta Gunn- laugssyni, Kristmanni Guð- mundssyni, Jafet Ottóssyni og Valdimar Stefánssyni. Þeir voru handteknir, en alls sátu 28 inni. Myndin er tekin 1. maí á heimili Péturs, en þá bauð Pétur þeim fjórmenningum til sin i kaffi. Ólafur Friðriksson Laugavegi 36, þar sem Hljóðfæra- húsið var. Ég væri þakklátur fyrir allar upplýsingar um veru hans þar. Eins væri ég þakklátur fyrir allar upplýsingar, sem fólk getur veitt mér um málið, hvort sem það er lítil saga, bréf þar sem minnst er á atburðinn eða myndir. Semsé allar upplýsingar og skiptir engu máli í hvorri fylkingunni menn stóðu, og heldur ekki hvort þeir hafi átt heimili útá landi þetta ár, því atburðurinn var á allra vörum. — Það er ekki langt síðan, segir Pétur, sem ég brá mér inní Borg að kaupa mér sviðakjamma og sé þá einn á líklegum aldri, vík mér að honum og segi: Þú ert maðurinn sem mig vantar! Hvað getur þú sagt mér af Ólafi Friðrikssyni. — Ja, segir maðurinn, ég var nú útsölumaður Morgunblaðsins á EKKl BARA ÓDÝRARI HELDUR LÍKA BETRI GREffiSWKJÖR Á litsjórwarpstœkjum ITT Litsjónvarpstæki eru þekkt fyrir gæði og góða endingu. Ekkert hefur breyst, nema að nú geturðu fengið eitt af bestu litsjónvörpunum frá Vestur-Þýska- landi, á sérstöku gjafverði, og á sérstökum greiðslukjörum sem allir ráða við. Komdu í heimsókn á Bræðraborgarstíg 1, og kynntu þér hvort tveggja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.