Morgunblaðið - 08.05.1981, Side 22

Morgunblaðið - 08.05.1981, Side 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1981 Vigdis Sigurðar- dóttir - Minning Einar Sigmundsson þingvörður Minning Fædd 21. desember 1920. Dáin 3. maí 1981. í dag verður til moldar borin Vigdís Sigurðardóttir, Rauðalæk 42 hér í borg, en hún lést sunnu- daginn 3. maí sl. Útför hennar verður gerð frá Hallgrímskirkju kl. 13.30. Vigdís eða Dísa, eins og hún var jafnan kölluð, fæddist 21. desem- ber 1920 að Öxl í Húnaþingi. Hún var dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar frá Öxl og Þuríðar Sigurðardóttur, en þau voru lengi búandi á Litlu-Giljá í sömu sveit og við þann bæ kennd. Dísa var þriðja eist sinna tíu systkina og elst systranna. Kom það því snemma í hlut hennar að taka virkan þátt, í störfum á mann- mörgu heimili. Liðlega tvítug sett- ist hún í Kvennaskólann á Blöndu- ósi, þann merka skóla, sem hún síðar minntist með vinsemd og virðingu. Fljótlega eftir það hleypti hún ’alfarið heimdragan- um og fluttist til Reykjavíkur og starfaði þar við ýmis verslunar- störf. Hinn 18. mars 1950 giftist hún Steinari Björnssyni, sem þá var að hefja nám í lyfjafræði. Með hon- um dvaldi hún í Kaupmannahöfn árin 1952—54 ásamt með tveimur ungum sonum þeirra. Þrátt fyrir kröpp kjör þeirra í Kaupmanna- höfn naut hún kynningar við Dani í ríkum mæli. Steinarr lauk cand. pharm. prófi frá Danmarks far- maceutiske Hojskole í Kaup- mannahöfn 1954. Að prófi loknu fluttust þau heim til Islands á ný og áttu heima lengst af í Kópavogi á árunum 1954—63, en þá fluttist Steinarr í heimabyggð sína, Nes- kaupstað, og gerðist lyfsali þar. Við þeim blasti björt framtíð og þau horfa vonglöð fram veginn, en fjórum árum seinna 1967, dundi ógæfan yfir, er Steinarr lést skyndilega á heimili sínu. Þá stóð Dísa ein uppi með fimm ung börn. Hún lét ekki deigan síga, fluttist til Reykjavíkur og keypti sér ibúð að Rauðalæk 42, þar sem hún bjó börnum sínum hlýlegt heimili. Það er bitur reynsla að missa ástkæran eiginmann frá fimm ungum börum, en hún kostaði huginn að herða og reyndi eftir fremsta megni að koma börnum sínum til manns af litlum efnum. Eftirlifandi börn þeirra Dísu og Steinars eru; Sigurður Hafstein, tæknifræðingur hjá ísa- fjarðarkaupstað sem er elstur, hann á eina dóttur. Þá er Björn Ævarr, B.S. í líffræði, sem er við framhaldsnám í Kiel, hann á tvo syni og eina dóttur. Stefán Gunn- ar, búfræðingur frá Hvanneyri, er næstur í röðinni, starfar sem sjómaður á Höfn í Hornafirði, hann á einn son. Næstyngst er Gerður, húsmóðir í Reykjavík, hún á þrjá syni. Yngstur er Steinarr, nemi í bifvélavirkjun í Reykjavík, hann á tvo syni. Öll eru / þau hið mannvænlegasta dugnað- arfólk, sem þau eiga kyn til í báðar ættir. Eftir að Dísa fluttist suður á ný frá Neskaupstað stundaði hún ýmis verslunar- og þjónustustörf. Arið 1974 barði ógæfan enn að dyrum, er hún kenndi þess sjúk- dóms, sem varð henni að aldurtila sjö árum síðar. Dísa bar þennan harm sinn í hljóði og sinnti þeim störfum sem hún mátti. Aldrei heyrði ég hana mæla æðruorð í sambandi við sjúkdóm sinn. Þess í stað var hún með spaugyrði á vörum, enda var henni ekki fjarri skapi að líf og fjör væri í kringum hana. Þá átti hún það og til að bregða fyrir sig einni eða tveimur húnvetnskum stemmum, sem hún söng með tilheyrandi lögum. Var oft glatt á hjalla í húsi hennar, þegar systkini hennar og aðrir ættingjar komu þar saraan. Flugu þá sögur, stemmur og smástríðni um sali. Ég kynntist þeim hjónum, Dísu og Steinari, árið 1961, er ég kvæntist systur hennar, Elínu Önnu. Ekki urðu kynni okkar mikil fyrstu árin, enda fluttust þau austur á Neskaupstað árið 1963, sem fyrr segir. Kunnings- skapur okkar Dísu endurnýjaðist, er hún fluttist suður aftur.og breyttist smám saman í vináttu sem við bæði ræktuðum hvort á sinn hátt. Mér þótti gott að vera í návist- um við hana í góðum fagnaði, enda var hún hrókur hans, og ég kunni vel að meta hennar góðu kímni- gáfu og frásagnargleði. Ég stend í mikilli þakkarskuld við Dísu fyrir mikla gestrisni og raunsnarskap, sem hún sýndi okkur hjónunum ótal sinnum á heimili sínu. Dísa reyndist okkur vinur í raun, þegar kona mín stóð í baráttu við þann sjúkdóm, sem leiddi hana til dauða sl. haust langt fyrir aldur fram. Mér er um megn að lýsa þakklæti mínu henni til handa hve vel og dyggilega hún studdi okkur á örlagatímum. Nú er hún gengin sömu leiðina líka, þessi greinda, glæsilega og dug- lega kona — enginn má sköpum renna. Vil ég færa börnum hennar, barnabörnum, systkinum og frændfólki mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíli hún í friði. ólafur H. Óskarsson Fæddur 8. maí 1901. Dáinn 7. nóvember 1980. í dag hefði Einar Sigmundsson orðið áttræður. Hann kom kátur og reifur til starfa í haust og auðvitað hvarflaði það ekki að mér, fremur en öðrum, að sam- verudagarnir yrðu svo fáir, sem raun varð á. Samt gafst timi til að glettast, því grunnt var í dillandi hlátur Einars, létt spaug og græskulaust gaman. Svo spurðist það einn daginn, að Einar væri kominn á sjúkrahús, af og til fengum við fréttir af honum og því betri sem á leið. Því kom andlát hans okkur flestum á óvart. Allt í einu vaknaði sú vissa, að góður vinnufélagi væri genginn og aldrei framar heyrist léttur hlátur hans og framar stendur hann ekki brosandi við dyrnar og býður góðan daginn eða segir hlýlega: „Ertu nú komin dúfan mín,“ og þá á svipstundu gleymist amstur og kapp við tímann og tilveran verð- ur mun skemmtilegri. Einar Sigmundsson var gæfu- maður, þó á langri ævi hafi sorgin ekki látið hann afskiptan með öllu. Séð hef ég hryggðina gagn- taka svip hans, er hann minntist látins vinar, en um leið segja með sínu hæglæti og æðruleysi: „Það er nú svona góða mín.“ Hann var ekki gefinn fyrir rauntölur, en sannur í sorg sem í gleði. Einar var af skaftfellskum ætt- um, sonur hjónanna Margrétar Jónsdóttur og Sigmundar Jóns- sonar, sem byrjuðu búskap í Breiðuhlíð í Mýrdal, en fluttust vestur að Saurum í Staðarsveit 1898 og voru þar í eitt ár, fluttu þaðan að Hamraendum í Breiðu- vík og bjuggu þar síðan. Var Einar 6. í röðinni af 11 börnum þeirra hjóna. Elst var Kristín, sem látin er fyrir allmörgum árum, gift Jóhannesi Albertssyni lögreglu- þjóni sem nú er látinn. Þau bjuggu í Vestmannaeyjum. Jón, bjó á Hamraendum, látinn. Var giftur Lovísu Einarsdóttur, sem lifir mann sinn og býr á Hrafnistu í Hafnarfirði. Sigríður, gift Magn- úsi Þórðarsyni, búsett í Reykjavík. Margrét, var gift Sigurgeiri Albertssyni, voru búsett í Reykja- vík, bæði látin. Ingibergur Jó- hann, giftur Ástu Ásmundsdóttur, búsett í Reykjavík. Sigmundur S. Lárus er lést á barnsaldri. Guð- laug Petrún ógift, búsett í Reykja- vík, Sigmunda Lára ógift, búsett í Reykjavík. Kristinn Hermann lést fyrir rúmu ári, giftur Karolínu Kolbeinsdóttur sem lifir mann sinn, búsett í Reykjavík. Sigurjón giftur Emilíu Biering búsett í Reykjavík. Einar var á Hamraendum sín uppvaxtarár en fór ungur til sjós, má segja að hann hafi stundað sjómennsku frá barnsaldri, fyrst með föður sínum, því Hamraendar voru þannig í sveit settir að útræði var stundað jafnhliða búskap og oft var farið eftir langan vinnudag í landi á sjó. Hinn 28. júní 1938 giftist Einar, Elínu Ólafsdóttur frá Hafnarfirði og bjuggu þau að Hamraendum. Hann varð fyrir þeirri miklu sorg að missa hana eftir aðeins fimm ára sambúð. Hún fórst með m/b Hilmi 26. nóv. 1943. Þau eignuðust einn son, Þorstein, sem var aðeins þriggja ára er móðir hans lést, f. 17. okt. 1940. Ólst hann upp hjá föður sínum og föðurfólki á Hamraendum, en er nú skipstjóri og búsettur í Reykjavík, kvæntur Halldóru Hálfdánardóttur frá Bolungarvík og eiga þau tvö börn saman, Einar Eyjólf og Elínu Ósk. Börn áttu þau bæði fyrir hjóna- band, Hálfdán og Siggeir sem alast upp hjá mæðrum sínum. Öllum börnunum reyndist Einar sem besti afi. 4. júní 1954 giftist Einar í annað sinn Hermínu Gísladóttur frá Bíldudal, sem bjó manni sínum fallegt heimili og áttu ættingjar og vinir þar margar góðar stundir. Hermína lést 31. mars 1976, var þá Einari brugðið en lét ekki bugast. Það var honum því mikill styrk- ur að systur hans, Lára og Guð- laug, fluttu til hans og héldu með honum heimili síðustu þrjú árin. Á þessum degi, sem hefði verið heiðursdagur Einars, er hollt að minnast þess, að það er ekki öllum gefið að skilja eftir sig svo ljúfar og góðar minningar í hugum okkar, sem enn sitjum föst í þessu veraldlega og of oft hégómlega vafstri. Eflaust býr með okkur sú dulda von að eiga að heyra sagt hlýrri röddu: Ertu nú komin? Víst er margs að minnast og margt ber að þakka, en nú mest fyrir minningu um góðan mann. Bryndis Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á þvi, að afma lis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með gi'tðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijiið um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunhlaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + KRISTRÚN FRIÐFINNSDÓTTIR, Þórshöfn, Innri-Njarðvík, lést í Borgarspítalanum 30. apríl sl. Jaröarförin fer fram frá Innri-Njarövíkurkirkju laugardaginn 9. maí kl. 14.00. Sígurbjörn Sfefénsson. + Ástkær sonur okkar, BJÖRGVIN EMILSSON, Fógrubrekku 1, Kópavogi, lést af slysförum þann 5. maí. Fyrir hönd aöstandenda. Elín Jónsdóttir Emil Pélsson. Eiginmaður minn og faöir, ÓLAFUR HALLDOR ÞORBJÖRNSSON, Stangarholti 20, lést í Borgarspítalanum aöfaranótt 6. maí. Jóhanna Aradóttir, Asmundur Halldórsson. + Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, VIGDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR, RAUDALÆK 42, fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, föstudaginn 8. maí, kl. 13.30. Sigurður H. Steinarsson, Sigríður Birgisdóttir, Björn Æ. Steínarsson, Vílhelmína Olafsdóttir, Stefén G. Steinarsson, Steinunn Margrét Friðriksdóttir, Geróur Steinarsdóttir, Guðbjartur Lérusson, Steinarr Steinarsson, Ásta Gunna Kristjénsdóttir og barnabörn. + Eiginmaöur minn og faöir, FRIDRIK JÓHANNESSON, fyrrverandi tollvörður, Hlíöargötu 10, Féskrúðsfirði, Verður jarösunginn frá Búöakirkju laugardaginn 9. maí kl. 3. Stefanía Ingólfsdóttir og börn. + Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför konu minnar og móöur, ÞURÍDAR GUOMUNDSDÓTTUR, Hverfisgötu 82, Reykjavík. Jón Guðvarðsson, Walter Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.