Morgunblaðið - 08.05.1981, Síða 29

Morgunblaðið - 08.05.1981, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1981 29 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS l» u.Mjnroi''uœ'n if Blaðamannafundur hjá olíunefnd 1979 Nú er það svart- olíusvart, maður! Ingjaldur Tómasson skrifar: „Orkuyfirvöld og svartolíunot- endur hrukku ónotalega við, þegar einn af reyndustu vélstjórum landsins gaf þá yfirlýsingu, að notkun svartolíu borgaði sig ekki nú, og þess vegna vaeri ákveðið að á Akraborginni yrði aftur skipt yfir í gasolíu. Þessi vélstjóri sagði í viðtali, að bæði hefði svartolían hækkað mikið í verði og auk þess entust vélarnar verr, og margt fleira neikvætt kæmi til greina. Lífskjörum fer hér stöðuRt hrakandi Yfirvöld orkumála ásamt svart- olíunefnd og orkusparnaðarnefnd hafa í langan tíma kyrjað þann söng, að notkun svartolíu sparaði bæði notendum og þjóðinni stórfé, eða jafnvel leysti að verulegu leyti orkuvandamálin. (Eða gæti verkað sem virkjunarkostur nr. 2, lokun álversins nr. 1!!) Það er engu líkara en allar olíu- og orkusparnaðar- nefndirnar og ráðin hafði það eina leiðarljós að sætta þjóðina við olíuokrið og fela þá staðreynd, að meðan við erum háð hinni gífur- legu olíunotkun, þá er það eins víst og dagur fylgir nótt, að lífskjörum fer hér stöðugt hrakandi, og ekki ólíklegt að við getum orðið alþjóða- styrkþegar, líkt og nú er að gerast í Póllandi. Lítið sem ekkert gert til að losna við olíuna Nú hafa mikil tíðindi gerst í Bandaríkjunum: Geimskutlu hefur verið skotið út í gegnum gufuhvolf- ið og inn úr því aftur til jarðar án áfalla. En hvaða eldsneyti gaf þennan gífurlega kraft? Það var að meirihluta undraorkugjafinn vetni. En hvernig í ósköpunum stendur á því, að vetnið er ekki nýtt, bæði í skip, flugvélar og fjölmörg fleiri olíufrek tæki. Olíuveldin eru farin að hlæja að vestrænum iðnríkjum fyrir að gera lítið eða ekkert til að losna við olíuna og nota aðra orkugjafa. Lítið munar um þennan blóðmörskepp í Morgunblaðinu 11. apríl til- kynnir forstjóri Eimskips mikinn sparnað vegna notkunar svartolíu (250 milljónir g.kr.). Þetta er nú engin stórupphæð miðað við veltu félagsins. En fróðlegt væri að fá upplýst hvort þarna er reiknað með minni endingu véla, kostnaði af skiptingu og fleira óhagræði sem svartolía veldur. Og segja má að lítið muni um þennan blóðmörs- Ingjaldur Tómasson kepp í því stórtapi sem kynnt var á síðasta aðalfundi. Þá yrði orkuvandinn íljótlega leystur Ég vil nú endurnýja margítrek- aða áskorun til orkuyfirvalda, stjórenda skipafélaga, Landssam- bands íslenskra útgerðarmanna, forystumanna Aburðar- og Sem- entsverksmiðju (sem báðar eru nú í bullandi tapi), að skipa nú þegar nefnd eða starfshóp, skipaðan hin- um mörgu uppfinningasnillingum, sem við eigum, og útvega þeim fullkomna aðstöðu til að finna hentugustu leið til algerra orku- skipta (vetni og raforka í stað olíu). Ég er þess fullviss, að þá yrði orkuvandinn fljótlega leystur og allir olíunotendur — já, öll þjóðin, myndi anda léttar. Ekkert af þessu verður framkvæmt En það er meira sem gera þarf. Því til vetnisframleiðslu í stórum mæli þarf mikla orku. Nú þegar þarf að byrja á byggingu minnst þriggja stórvirkjana. Þær væru nú eflaust komnar vel á veg, ef núverandi orkudragbítar hefðu ekki komist til æðstu valda á okkar ágæta landi. Austurlandsvirkjun gæti haft nóg verkefni með vetnis- og áburðarframleiðslu, bæði til innlendrar notkunar ekki síst í vanþróuðu löndunum. Áburðar- verksmiðjan í Gufunesi fullnægir varla hálfri áburðarþörf okkar lands, enda er verksmiðjan löngu orðin úrelt og fullnægir alls ekki nútímakröfum. Og heyrst hefur að nú eigi að kákstækka hana í stað þess að reisa stóra nýtískuverk- smiðju, í sambandi við stórvirkjun, sem myndi með nútíma tæknivæð- ingu standa undir stórum hluta virkjunarkostnaðar og lækka áburðarverð verulega. Það liggur nú nokkuð ljóst fyrir, að ekkert af þessu verður framkvæmt, hvorki stórvirkjanir né stóriðja, innlend eða erlend, meðan núverandi stjórn ræður ríkjum hér. En mikil áhersla hefur verið lögð á að byggja upp arðlausa og niðurdrepandi stofnanastóriðju, og inn í hina mörgu glæstu stofnanasali er svo sauðtryggu fylgiliðinu smalað til lífstíðarveislu. Þagnarmúr Nú sér stjórnin að ekki er stætt á öðru en að þykjast styðja stórvirkj- anir, en nú skal beita þeirri aðferð að þegja þær í hel. „Við samþykkj- um virkjanaröðunina, en frestum tímasetningu, segjumst svo bara byrja einhvern tíma síðar, beitum áfram sömu 0 eða öllu heldur + blekkingastefnunni, meðan við höldum stjórnartaumunum." Þagn- arvopninu er líka beitt á Alþingi, gegn óþægilegum fyrirspurnum. Ef til vill er stjórnin farin að byggja um sig eins konar þagnarmúr, eins og austrænir trúbræður hennar eru frægir fyrir." s3^ SioeA v/ogá s 1ilveRaw w aro« m ^loúa vawiq vhttí mv\ VÍLIV Vl\h Til sölu er 8 manna fjallabíll Chevrolet Subaru Upphækkaöur meö 120 hestafla Perkings-dieselvél meö túrbínu, splittaö drif aö aftan og framan. Bíll í sérflokki. Skipti möguleg á sendiferöabíl frá G.M. Uppl. í síma 50828 frá kl. 18.00—21.00. Platan TILF er stór lítil plata frá PURRKI PILLNIKK, en þessi hljómsveit hefur komiö sem spútnikk inn í þessa annarslega gráu tilveru okkar. Platan sem fylgir hljómsveitinni eftir. Tryggöu þér þitt eintak áöur en sá næsti fær þaö. Utgefandi GRAMM Dreifing FÁLKINN EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.