Morgunblaðið - 17.05.1981, Síða 1

Morgunblaðið - 17.05.1981, Síða 1
Sunnudagur 17. maí Bls. 41—72 Ég hef lokið minu dagsverki Texti: Jakob F. Ásgeirsson Myndir: Emilía B. Björnsdóttir o.fl. Guðmundur Pétursson hefur unnið um dagana. Og þeir mennirnir sem byrja vinnu á unglings- árum og vinna sleitulaust framá gamalsár, eyða ekki tíma sínum í kjaftæði. Þess vegna er þátturinn af Guðmundi Péturssyni stuttur og Guðmundur vill hafa hann stuttan. Hann er Strandamaður og danskur frammí föðurætt. Fað- ir hans var Pétur Ólason Ólasonar Viborg, sem kallaður var „hinn ríki“ og átti jarðir miklar. Eru Viborgarar orðnir fjölmenn ætt og dreifð, en ættarnafnið lítið notað fyrr en Guðmundur Pétursson tók það upp fyrir börn sín: — Ættin mín er Viborg, segir hann. Og mér er ekkert sérstaklega illa við Dani, og skýrði börnin mín Viborg. Guðmundur er fæddur á Bæ í Trékyllisvík. Móðir hans var Elísabet Rakel Jóhannsdóttir. — Við vorum fimm systkinin, sem komumst til fullorðinsára, en fæddumst níu. Faðir minn var aldrei búandi maður og bjuggu foreldrar mínir hjá bróður hans á Bæ, að þau fluttu til Jakobs Thorarensens, kaupmanns að Kú- víkum. Við bjuggum fyrst útaf fyrir okkur, en ^ftir að móðir mín lést af barnsförum, fluttum við í hús kaupmannsins. Mér leið vel að Kúvíkum, og fátækt veit ég ekki hvað er. Það var alltaf nógur matur á kaupmannsheimilinu. Uppeldi mitt var að þeirra tíma hætti, ég var alinn upp við vinnu- semi og nýtni, guðsótta og góða siði. Mína fyrstu uppfræðslu fékk ég hjá gamalli konu, sem gekk á milli bæja í sveitinni og kenndi börnum. Nokkrum árum eftir lát móður minnar, tók faðir minn saman við stúlku sem Sigrún hét og var Guðmundsdóttir, og áttu þau saman fimm börn. Árið 1902 var mikið ísaár. Þá fylltist allur flóinn og Reykja- fjörður fraus. Rétt útaf höfninni að Kúvikum var veiddur hákarl uppum ísinn og veiddist vel. Mér þótti gaman að fylgja þeim sem vitjuðu um og drógu hákarl- inn uppum vökina, og einn daginn, þegar veiðin var tekin að minnka, vorum við sendir tveir strákar á líkum aldri að vitja um. Þegar við drógum upp vaðinn kom aðeins haus af hákarli í ljós, en annar hékk nú í honum og var hann orðinn þó nokkuð étinn af félögum sínum. Þegar við drógum hann stakk upp stórum hákarlshaus, þeim þriðja, sem var að elta bráð sina og við náðum að koma ífærum í hausinn á honum, en hann var svo stór að við réðum ekki við hann og þurftum að kalla á hjálp. Þetta var stærsti hákarl- inn sem veiddist. Þetta vor fór ég til ísafjarðar. Þar var þá bróðir minn sestur að og búinn að stofna heimili. Eiginmaður systur minn- Guðmundur smiður Pétursson gæti verið sextugur. — Nei, góði minn, segir hann og hlær. Ég er fæddur 1891 og svo getur hvur reiknað út. Hann er semsé níræður. En þó hann sé brattur, þá finnst honum stundum hann hafi lifað nóg. — Ég er búinn að lifa 68 ár með minni konu, samhentu lífi. Og nú er hún dáin. Börnin uppkomin og sjálfstætt fólk, 24 barnabörn og yfir 30 barnabarnabörn, og nú er ég orðinn langalangaafi. Ég hef lokið mínu dagsverki, og býst ekki við að verða maður héðan af, segir hann mæðulega. En hann verður bara að gera sér að góðu, kallinn, að lifa. Hann er svo bráðhress til líkama og sálar. Og þegar við röltum um ganga Hrafnistu, mætum við gamalmenni mjög hrumu: — Já, segir Guðmundur og klappar á öxl gamlingjans, ég þekkti nú afa hans þessa ... ar, sonur Guðmundar á Reykjum í Hrútafirði, var þá staddur í bæn- um og leist honum á mig sem smala. Ég gerðist þess vegna smali og sat yfir allt sumarið hjá 50—60 rollum á Reykjahálsi. Mér þótti gott að vera smali. Eftir árs dvöl að Reykjum kom ég mér fyrir hjá síra Eyjólfi Jónssyni í Árnesi, og fermdist þaðan. Þar hvarf mér myrkfælnin í nábýlinu við kirkju- garðinn. Eyjólfur var ekkjumaður og stóð dóttir hans fyrir búinu og var ég notaður til vinnu eftir getu. Á prestsetrinu æfði ég mig í skrift og reikningi og lærði kverið. Það er allur minn lærdómur. En meiningin var að verða sjómaður. Ég stefndi því aftur til bróður míns inná ísafjörð. Það var árið 1906. Við fórum landveginn til ísafjarðar, og var það góður gangur. Við ætluðum með skipi frá Reykjafirði, en skipið kom ekki á tilsettum tíma og þegar við höfðum beðið í viku, og engar fréttir bárust af skiþinu, tókum við okkur til og lögðum af stað fótgangandi. En skipið kom auð- vitað daginn sem við hófum göng- una. Það var blómlegt á ísafirði, mikið af skipum og menn komu af Guðmundi urssyni, níræðum þangað á vorin í leit að vinnu. En sjómennskan mín varð endaslepp. Ég var svo heiftarlega sjóveikur. I tvo mánuði var ég á skakskútu og alltaf máttlaus. I þokkabót vildi fiskurinn ekki bíta á hjá mér. Aðbúnaður var eins og allir eldri menn þekkja á skútu, og var ég fullsáttur við að fara alfarinn í land. Eg fór í byggingarvinnu hjá trésmiðum á ísafirði, og kunni strax betur við mig. Við reistum Edinborgarbygging- una. Þar kynntist ég Norðmannin- um Amundsen. Hann þóttist tala íslensku, var annars skínandi maður og fjölhæfur. Ég fór með honum í byggingu trésmíðaverk- stæðis í bænum, átti að vera verkamaður og hræra sementið á bretti, en hann tók mig á öðrum degi með sér í uppstillinguna. Verkstæðið tók svo til starfa með vorinu og réðist ég þangað. Fyrsta árið var ég með 30 krónur á mánuði, en þegar kom fram á annað árið, sagðist ég ekki geta verið lengur uppá þau býti, orðinn fatalaus og allslaus, og fékk þá 3ja ára samning. Kaupið hækkaði og komst upp í 62 krónur. Þá taldi ég mig orðinn það burðugan, að ég treysti mér til að fara að búa og fékk mér konu. Það var árið 1911 og var ég þá tvitugur að árum. Hún hét María, konan mín, og var Hálfdánsdóttir Örn- ólfssonar í Meiri-Hlíð, hrepp- stjóra og oddvita þeirra Bolvík- inga. Hjónaband okkar varði 68 ár og það var ekki oft sem okkur varð sundurorða í okkar búskap. Ekki festum við rætur á ísa- firði. Að vorlagi 1912 bauðst mér gðð vinna á Flateyri og fluttumst við þangað. Þá voru Þjóðverjar að reisa beinamjölsverksmiðju á Sól- bakka við Önundarfjörð, þá fyrstu hérlendis. Þetta voru ágætir menn og samdi mér vel við þá, sérstak- lega vélamanninn, en ég þóttist tala við hann þýsku og hann við mig íslensku, og skildi hvorugur hinn. Unnum við saman þar til stríðið braust úr 1914, að þeir voru kallaðir heim. Ég hafði fyrst 80 krónur yfir mánuðinn, svo 90 krónur, og þótti það gott kaup í þennan tíma. En það var dýrleiki í stríðinu og eldiviðarskortur mik- ill. Við lifðum samt sæmilega og settumst að á Flateyri og vann ég þar að allslags smíðum, viðgerðum og byggingum. Ekki var ég fastur í sessi á Flateyri. Alltaf á eilífu flandri. Nokkru eftir 1930 var keyptur í plássið bátur, og var ég sendur norður á Strandir í minn hrepp, Víkursveit, að skoða bátinn. Þá var ég samskipa manni, sem var á leið til Djúpuvíkur að mæla þar fyrir bryggju. Komst hann að því, að ég hafði smíðað nokkrar bryggjur, eins og á Sól- bakka og Flateyri, og ræddum við mikið bryggjusmíði. Svo skildu nú leiðir og maðurinn fór til Djúpu- víkur og svo til Reykjavíkur með sína útreikninga. Nokkru seinna segja mér tveir kunningjar á Flateyri, að það hafi verið hringt til þeirra úr Reykjavík og þeir spurðir hvurslags maður ég væri. Þeir báru að ég væri hinn ábyggi- legasti og uppúr þessu fæ ég símhringingu frá þessum manni, sem var samskipa mér og mældi fyrir bryggjum. Hann réði mig til Djúpuvikur í bryggjusmíði og var ég þar á annað ár með menn mína. Þá var mikið líf á Djúpuvík. Ég kom þangað fyrir nokkrum árum og þá stóðu þær raunar enn, bryggjurnar mínar, en orðnar ansi framlágar. Ég hef, skal ég segja þér, haft gaman af því að færa til þunga hluti, segir Guðmundur íbygginn á svip. — Varstu sterkur? — Nei, ég var ekki sterkur og brúkaði ekki krafta. Ætli það mætti ekki heldur kalla það lagni. Sólbakkaverksmiðjan endaði sem ríkisverksmiðja, og árið 1936 kynntist ég þar manni, sem hafði keypt stóran gufuketil norður á Sauðárkróki, og mæltist okkur svo til að ég færi norður og fleytti katlinum til Raufarhafnar, sem ég gerði og kom honum á sinn stað. Ári seinna kaupa síldarverksmiðj- urnar á Siglufirði ketil einn mik- inn frá Noregi, sem sagður var 50 SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.