Morgunblaðið - 17.05.1981, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1981
43
Yfirlit Alþjódahermálastofnunarinnar um þróun mála 1980:
ASSOCIATED PRESS
Imirásí
Pólland
upplausn
Austur-Evrópu
Mynd þessi var tekin & heræfingum VarsjárbandalaKsins i
Póilandi i mars sl.
eftir Gregory
MacArthur
Innrás Sovétríkjanna í Pólland
gæti einmitt leitt til þess ástands,
sem henni yrði ætlað að koma í
veg fyrir, alvarlegrar andstöðu,
jafnvel hernaðarlegrar, gegn yfir-
ráðum Sovétríkjanna í Austur-
Evrópu. Þetta mat kemur fram í
yfirlitsriti um þróun alþjóðamála
frá herfræðilegum sjónarhóli,
sem Alþjóðahermálastofnunin í
London gaf út föstudaginn 15.
maí. Telur stofnunin, „að engin
trygging sé fyrir því, að innrás í
Pólland beri tilætlaðan árangur."
Stofnunin, sem nýtur alþjóð-
legrar virðingar fyrir rit sín og
álitsgerðir veltir því fyrir sér í
yfirlitsritinu „Strategic Survey
1980“, hvort við því sé að búast, að
pólski herinn, sem hafi leitast við
að hafa á sér þjóðernislegt yfir-
bragð, muni snúast gegn sovésk-
um hernaðaraðgerðum. Og segir
síðan, að kæmi til mótspyrnu
pólska hersins kynni það að leiða
til aðgerða gegn sovéskum yfir-
ráðum annars staðar í Austur-
Evrópu — bæði fyrir vestan
Pólland í Austur-Þýskalandi eða í
Tékkóslóvakíu og í Eystrasalts-
löndunum fyrir austan Pólland.
Stofnunin segir, að Sovétmenn
standi frammi fyrir þeim djúp-
stæða vanda, ef stjórnkerfisbreyt-
ingin í Póllandi takist og verka-
lýðsfélögin verði að því þjóðfé-
lagsafli, sem að er stefnt og þegar
blasir við, gæti það orðið vísir að
kerfi í öllum austurhluta sovéska
heimsveldisins og jafnvel innan
Sovétríkjanna sjálfra, þar sem
fleiri en ein stjórnmálaskoðun fái
að njóta sín. Mat stofnunarinnar
er hins vegar, að lítill vafi sé á
því, að Sovétmenn muni ekki hika
við að beita hervaldi „sem síðasta
úrræði", ef allar tilraunir til að
koma Pólverjum aftur undir
óskoraða yfirstjórn kommúnista
mistakist.
í yfirlitinu segir: „Líkur eru
þess vegna á því, að spennan í
Póllandi muni vara enn um nokk-
urn tíma — þar af leiðandi geta
Vesturlönd ekki látið sér nægja
að íhuga, hvernig þau ætla að
bregðast við hugsanlegri innrás."
Þá sé einnig til hins að líta, að í
kjölfar skjótrar og „vel heppn-
aðrar" innrásar, þurfi að takast á
við þau vandamál í Póllandi, sem
alls ekki verða leyst með her-
valdi.og aðstaðan til þeirrar
glímu yrði enn verri eftir hernám
landsins en hún er nú. Stofnunin
dregur upp þessa mynd af ástand-
inu í Póllandi, eftir að Rauði
herinn hefði hertekið landið: And-
staða verkalýðshreyfingarinnar
við sovéska innrásarliðið leiddi til
verkfalla og enn meiri upplausnar
í veiku efnahagslífi Pólverja.
Pólskir stjórnmálaleiðtogar nytu
alls engrar virðingar meðal al-
mennings, fýrir lægi, að Komm-
únistaflokkurinn væri máttvana
og fjárhagslegt gjaldþrot þjóðar-
búsins blasti við.
Alþjóðahermálastofnunin spyr
að lokum: „Ef innrás í Pólland
leiddi til algjörrar pólitískrar,
stjórnarfarslegrar og efnahags-
legrar upplausnar í landinu, hve
lengi gæti Varsjárbandalagið þol-
að slíkar þrengingar og viðhaldið
hernaðarlegri og póltitískri sam-
heldni?“
í yfirlitinu frá Alþjóðahermála-
stofnuninni (International Insti-
tute for Strategic Studies) er
einnig fjallað um stöðu mála í
Afganistan. Þar kemur fram það
álit, að eftir 17 mánaða átök
sovéska hersins við frelsissveitir
and-marxista og múhameðstrú-
armanna, sé um „þrátefli" að
ræða í landinu. Að vísu steðji ekki
bein hætta að yfirráðum Sovét-
manna í Afganistan, hins vegar
hafi þeim ekki tekist að endur-
reisa afganska herinn eða treysta
stöðu ríkisstjórnar Babrak Karm-
als í Kabúl. Niðurstaða stofnun-
arinnar er sú, að Sovétmenn hafi
misst 15 þúsund hermenn í Af-
ganistan síðan í desember 1979,
en þeir halda þar úti 85 þúsund
manna herliði.
Stofnunin segir, að liðsmenn
frelsissveitanna séu illa vopnum
búnar og „óskipulagðar". Frelsis-
sveitirnar hafi ekki neina nýja
ríkisstjórn á takteinunum heldur
helgist barátta þeirra af andstöðu
við innrásarliðið og leppa þess.
Sovétmenn séu þó enn þeirrar
skoðunar, að raunveruleg hætta
sé á því, að and-sovésk ríkisstjórn
nái völdum í Kabúl. Von sovéskra
ráðamanna sé sú, að Pakistanir,
Indverjar og aðrar nágrannaþjóð-
ir muni að lokum sætta sig við
„óbreytt ástand" það er að segja
Afganistan undir stjórn sovéska
hernámsliðsins.
Stofnunin segir í yfirliti sínu,
að Sovétmenn séu ekki einir um
það, að hafa ekki fullt vald á
þróun heimsmála, svipað megi
segja um Bandaríkin. „Jafnvel í
smáríkinu E1 Salvador, þar sem
lengi hafa verið átök, og er í
Mið-Ameríku þ.e á svæði, sem
Bandaríkjamenn telja snerta
hernaðarlegt öryggi sitt, og stjórn
Reagans hefur valið sem fyrsta
tákn utanríkisstefnu sinnar, eru
möguleikar utanaðkomandi afla
til að ráða úrslitum mála tak-
markaðir," segir í yfirlitinu. Það
muni ráðast af getu innlendra
aðila, hvort herforingjastjórninni
takist að friða landið, þrátt fyrir
hernaðaraðstoð frá Bandaríkjun-
um.
Almenn niðurstaða stofnunar-
innar um stöðu alþjóðamála er sú,
að risaveldin verði að endurmeta
meginstefnu sína í öryggismálum,
því að ekki sé lengur unnt að
glíma við alþjóðamál samkvæmt
þeim glöggu og fastmótuðu regl-
um, sem liggja að baki hugmynd-
inni um áhrifasvæði stórveld-
anna. í stað þessara reglna komi
nú umrót vegna spennu í efna-
hagsmálum og upphlaupa í þriðja
heiminum. Bæði risaveldin telji
aðstöðu sína til að ráða gangi
mála verri en áður og bæði líti
þau til reynslu liðinna ára í leit
sinni að leiðum til úrbóta. í þessu
felist ekki, að utanaðkomandi
aðilar geti ekki haft nein áhrif,
heldur hitt, að þeir muni varla
skipta neinum sköpum.
Alvarlegir efnahagserfiðleikar
bæði í austri og vestri hefðu meiri
bein áhrif á hernaðarmátt ríkja
núna en nokkru sinni fyrr frá
lokum síðari heimsstyrjaldarinn-
ar segir í yfirlitinu. Almennt megi
segja, að langdrægur kjarnorku-
vopnaviðbúnaður beggja aðila sé
„trúverðugur" og fæli því risa-
veldin frá áras hvort á annað.
Ekki sé ástæða til að búast við
því, að líkur á kjarnorkuátökum
milli Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna „stóraukist."
International Institute for
Strategic Studies er 22 ára gömul
rannsókna-, upplýsinga- og um-
ræðumiðstöð um öryggis- og af-
vopnunarmál. Hún nýtur ekki
fjárhagslegs stuðnings neinnar
ríkisstjórnar, en er rekin fyrir
tekjur af ritum sínum, styrki frá
einkaaðilum og ársgjöld félags-
manna.
GETUR G JÖRBREYTT
ÚTLITI HEIMILISINS
MEÐ NOKKRUM
LÍTRUM AF KÓPAL
Fáður þér Kópal litakort í næstu málningarbúð. Veldu
síðan fallega liti í rólegheitum heima í stofu.
Þú ert enga stund að velja liti, sem fara vel við teppin,
húsgögnin og gluggatjöldin. Það er alveg ótrúlegt hvað
fáeinir lítrar af Kópal geta breytt miklu.
Komdu fjölskyldu þinni á óvart - málaðu fyrir helgi.
málninghh
k