Morgunblaðið - 17.05.1981, Page 6
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ1981
nesi frá stofnun þess, og sneri ég
mér til hans varðandi upplýsingar
um fjárhagshlið saltverksmiðj-
unnar og hversu dýrt verði að
reisa saltverksmiðju er framleiði
40.000 tonn á ári.
— I frumvarpi því, sem fram
hefur verið lagt á Alþingi, er gert
ráð fyrir að þegar í sumar verði
hafist handa um byggingu 8.000
tonna áfanga og gæti byggingu
hans verið lokið næsta vetur, sagði
Finnbogi. Þannig er ráðgert að
framleiða 8.000 tonn á ári þar til
rekstur 40.000 tonna verksmiðju
hefst — en það gæti orðið um
áramótin 1984—1985.
Með framleiðslu 8.000 tonna
verksmiðjunnar gefst kostur á
markaðsþróun sem er mjög æski-
leg — einnig frekari þjálfun
starfsmanna og síðast en ekki síst
fæst nokkur viðbótarreynsla á
hluta verksmiðjubúnaðar áður en
til framkvæmda við 40.000 tonna
áfangann kemur.
Stofnkostnaður við fram-
kvæmdir 1981, þ.e. 8.000 tonna
áfanga o.fl., er talinn nema um 18
milljónum kr. Langmestur hluti
þessara framkvæmda nýtist
áfram í 40.000 tonna verksmiðj-
unni, sem framleiða mun 38.000
tonn fisksalts, 2.000 tonn fínsalts,
250 tonn matarsalts, 9.000 tonn
kalsíumklóríðs, 4.000 tonn kalí,
115 tonn bróm og 725 tonn af
vítissóda og klór, miðað við 300
daga framleiðslu á ári. Þá er
einnig gert ráð fyrir rafmagns-
framleiðslu, miðað við 300 daga
framleiðslu á ári. Stofnkostnaður
er áætlaður 158 millj. kr. en árlegt
söluverðmæti áætlað 35 millj. kr.
Þess má geta að framkvæmdin
er mjög hagstæð að því leyti að
hægt verður að smíða meginhluta
alls vélabúnaðar saltverksmiðj-
unnar hérlendis og þarf því mjög
lítið að flytja inn til hennar.
Hvernig er samkeppnishæfni
saltverksmiðju þarna háttað?
— I áætlunum hefur verið gert
ráð fyrir að fisksalt seljist á 490
kr. tonnið — jafnaðarverð á land-
inu úr skipi. Er það svipað og verð
innflutts salts við skipshlið.
Samkeppnisaðstaða suðvestan-
lands verður að teljast góð, en
lakari með tilliti til þess magns
sem flytja verður út á land. Gert
er ráð fyrir að um helmingur
saltframleiðslunnar seljist hér
suðvestanlands. Innflutningur
fisksalts nam á síðastliðnu ári
u.þ.b. 100.000 tonnum. Mikil aukn-
ing hefur orðið m.a. vegna
breyttra aðstæðna í sölu sjávaraf-
urða.
Fram hafa farið margar fisk-
söltunartilraunir með salt frá
tilraunaverksmiðjunni og sýna
þær að innlenda saltið er ekki
lakara en hið innfl'utta. Undanfar-
ið höfum við verið að þreifa okkur
áfram með notkun mismunandi
mikils magns kalsíumklóríðs í
salti og gert frekari söltunartil-
raunir. Er fiskur úr Reykjanes-
salti losminni og ljósari en fiskur
úr öðru salti.
Ég held þó að eitt stærsta
atriðið sé að Reykjanessaltið er
roðagerlasnautt — en sem kunn-
ugt er hafa roðagerlar í innfluttu
salti valdið fiskverkendum og út-
flytjendum ómældu tjóni á liðnum
árum.
Kalíumframleiðsla (4.000 tonn)
er fyrirhugað að bjóða Áburðar-
verksmiðjunni sem notar, að því
er mig minnir, um 6.000 tonn af
því á ári.
Ég hygg að hentugustu markað-
ir fyrir kalsíumklórið (9.000 tonn)
séu í Noregi og Bretlandi, en þessi
lönd fluttu inn um 70.000 tonn á
árinu 1979 og alls nam útflutning-
ur til þeirra landa sem næst liggja
150.0()0 tonnum árið 1979. Kalsí-
umklóríð er mest notað til ryk-
bindingar vega en einnig til íseyð-
ingar. Notkunin innanlands hefur
verið 4—5 hundruð tonn á ári.
Varfærnislegar áætlanir sýna
að hægt er að framleiða allar
afurðir verksmiðjunnar á fyllilega
samkeppnishæfu verði og að hún
skili hagnaði.
Hvernig verður fjármögnun
framkvæmda við saltverksmiðj-
una háttað?
— Gert er ráð fyrir því að
hlutafé verði a.m.k. 50 millj. kr.
Auk þess er gert ráð fyrir að tekin
verði lán sem nemi allt að 105
millj. kr.
Ég hef áður bent á að ekki er
talið að um erfiðleika verði að
ræða við að selja afurðir verk-
smiðjunnar. En hinu má ekki
gleyma að bygging sjóefnaverk-
smiðju á Reykjanesi er ótvíræður
grundvöllur og okkur Islendingum
hvati til frekari verkefna er
byggja á afurðum saltverksmiðju.
Eins og fram kemur í frumvarp-
inu er slíkt fyrirtæki ákveðin
lyftistöng fyrir ýmsan annan iðn-
að. Má þar nefna vinnslu natríum-
klórats, magnesíumklóríðs, kísils,
lítíum o.fl.
Þá gerum við okkur vonir um að
unnt verði að selja rafmagn sem
er umfram eigin þörf. Hve mikið
það verður er ekki vitað með vissu,
— til þess þarf frekari rannsóknir
og þá hejst með borunum. Um
rafmagnsframleiðslu verður þó
ekki að ræða nema öðrum þáttum
framleiðslunnar sé það að mein-
lausu.
Að lokum sagði Finnbogi: Und-
irbúningsfélag saltverksmiðju á
Reykjanesi hf. hefur verið starf-
andi allt frá árinu 1977. Þar af
hefur tilraunarekstur saltvinnslu
verið starfandi á Reykjanesi á
vegum félagsins um þriggja ára
skeið. Málefni saltverksmiðjunnar
hafa fengið mjög ítarlega meðferð
m.a. hjá saltvinnslunefnd þeirri
sem skipuð var af iðnaðarráðu-
neytinu og unnið hefur gott starf.
Að dómi þeirra sem um hafa
fjallað er þetta fyrirtæki þjóð-
hagslega þýðingarmikið.
Til þess að menn nú ekki missi
skrið er mjög nauðsynlegt að
málið nái fram að ganga á þessu
þingi. Ég vildi nota þetta tækifæri
til að bera fram þá ósk til
þingmanna, að þeir sjái til þess að
svo verði þótt fullljóst sé að í mörg
horn er að líta við þinglok.
— bó.
Félagsstarf eldri
borgara í Reykjavík
Sumarstarf 1981
Dagsferdir og orlofsdvalir
Orlofsdvalir að Löngumýri hafa nú veriö ákveðnar
eftirtalin tímabil: 22. júní til 3. júlí, 6. júlí til 17. júlí, 20.
júlí til 31. júlí, 24. ágúst til 4. sept. Verö kr. 1000.
Dagsferðir sumariö 1981 hafa einnig veriö ákveönar.
Uppl. og pantanir í síma 86960 aö Noröurbrún 1.
Sérstök 2ja daga ferö verður til Akureyrar og
Mývatns dagana 14. og 15. júlí. Flogiö er fram og til
baka og þarf aö panta þessa ferö sem fyrst. Verö kr.
780 meö ferðum, fæöi og gistingu.
Prentuð dagskrá mun liggja frammi á næstunni aö
Norðurbrún, Lönguhlíö og í Furugeröi.
Félagsmálastofnun Reykjavíkur
REPORT DE LUXE: LÚXUS FYRIR LÍTIÐ
Rafritvél með fisléttum áslætti,
áferðafallegri skrift, dálkastilli
28 eða 33 sm valsi.
Vél sem er peningana virði
fyrir jafnt leikmenn sem
atvinnumenn.
Fullkomin viögeröa-
og varahlutaþjónusta.
Leitió nánari upplýsinga.
&
gr r c w j
1
\
o Olympia
KJARAINI HF [
ÁRMULI 22 - REYKJAVÍK - SÍMI 83022
Verðbréfamarkaðurinn
auglýsir
Höfum opnaö veröbréfa- og fyrirgreiðsluskrifstofu
aö Hafnarstræti 20 R.
(Nýja húsiö v. Lækjartorg.).
Höfum kaupendur að 2ja og 3ja ára skuldabréfum og
ennfremur vöruvíxlum.
Vcnllircfa-
áUniÍBMliiriim
Lck|«tor|l 99 12222
ÞJÓNUSTUBÍLL
FRÁ MERCEDES-BENZ
FERUM LANDID
Dagana 18/5-3/6
Hann fer norður og austur um. Þeir sem áhuga hafa á þessari
þjónustu hafi samband við skrifstofu okkar sem fyrst.
Verður þá reynt að haga ferðum bílsins samkvæmt því.
RÆSIR HF.
Skúlagötu 59 sími 19550