Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1981 ITT ÍStgœðjafPStœk' framtíðarinnar Frá afhendingu 2000ustu Zetor-dráttarvélarinnar. Václav Hnizdil (t.v.) afhendir Sigurgeiri Valmundsrsyni vandaðan tékkneskan kristalsvasa að (íjof frá Motokov-verksmiðjunum, en við dráttarvélina stendur Árni Gestsson. framkvæmdastjóri Glóbus hf. Ljósm. rax. 2000asta Zetor dráttarvélin seld: Zetor mest seldu dráttarvélar hér TVÖÞÚSUNDASTA Zetor-dráttarvélin sem selst hefur hér á landi var aíhent hjá Globus hí. sl. miðvikudag. Kaupandinn var Sigurgeir Valmundsson bóndi að Fróðholti, Rangárvöll- um, en viðstaddir afhendinguna voru Árni Gestssson, framkvæmdastjóri Glóbus hf. og Václav Hnízdil, varaforstjóri traktorsdeildar Motokov-verksmiðjanna sem framleiða þessar dráttarvélar, ásamt fréttamönnum og starfsmönnum fyrir- tækisins. Afhenti Hnízdil Sigurgeiri vandaðan tékkneskan kristalsvasa að gjöf frá Motokov-verksmiðjunum við þetta tækifæri. Síðan 1969 hefur íslensk- Tékkneska Verzlunarfélagið hf. — Istékk — annast innflutning og sölu á Zetor-dráttarvélum hér á landi. ístékk er rekið í náinni samvinnu við Glóbus hf. og í sömu húsakynnum, enda eru eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna að mestu leyti þeir sömu. Fyrstu Zetor-dráttarvélarnar sem ístékk flutti inn komu til landsins 1969 og voru þær 17 að tölu. Allar götur síðan hefur innflutningur aukist til muna og í mörg ár hefur Zetor verið mest selda dráttarvélin hér- lendis — árið 1980 voru 53 prósent allra dráttarvéla sem fluttar voru inn af Zetor-gerð. Á þessu ári hófst innflutningur á nýrri gerð er nefnd hefur verið lúxúslínan frá Zetor. Eru það þrjár mismunandi gerðir og stærðir dráttarvéla: gerð 5011 sem er tæp 50 hestöfl, gerð 7011 sem er 70 hestöfl og 7045 sem einnig er 70 hestöfl en með drifi á öllum hjólum. Margvíslegur aukaútbún- aður fylgir vélunum og fullyrða innflytjendur Zetor að engin dráttarvél hafi verið seld hér á landi með eins fullkomnum útbún- aði og þessar nýju dráttarvélar. Til að gefa hugmynd um þennan útbúnað ná nefna hljóðeinangrað hús með miðstöð, útvarpi og öðr- um nýtísku búnaði. Fullyrða að- standendur Istékk að þessar nýju Zetor-dráttarvélar séu að öllu leyti sambærilegar við það bezta sem framleitt er í Vestur-Evrópu. Á síðasta ári hóf ístékk inn- flutning á sláttuvélum frá Tékkó- slóvakíu og voru fluttar inn 50 vélar en áætlað er að flytja 100 inn á þessu ári. Samhljóða álit bænda sem reynt hafa þessar sláttuvélar er að vinnugæði þeirra séu mjög góð og vélin hlaut góða dóma hjá Bútæknideildinni á Hvannevri. Bræóraborgarstíg1-Sími 20080- (Gengið inn frá Vesturgötu) HÚSGAGNASÝNING í dag frá14.00-17.00 Húsgaj’naverslun Gúðmundar Smiðjuvegi 2, Kópavogi Sími:45100 AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.