Morgunblaðið - 17.05.1981, Page 8

Morgunblaðið - 17.05.1981, Page 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1981 BLOM UMSJON: AB Gróðursetning Meconopsis betonicifolia — er dáð fjölær pianta sem er fremur auðveld í ræktun þó ekki verði hún að jafnaði mjög ianglíf. Hún blómstrar í júií og ber himinbiá blóm, sem mjög líkjast biómum valmúa, enda nefnd „blái valmúinn“ víða um lönd. Ilún þarf svipuð vaxtarskilyrði og valmúi: rakan jarðveg biandaðan iífrænum efnum og vel unir hún sér þar sem nokkurn skugga ber á. Blöðin eru grágræn og sitja að mestu leyti í hvirfingu niður við jörð, en stönguliinn er 50—80 sm hár. Það gctur verið gaman að láta stöngulinn standa eftir blómgun, því jurtin þruskar auðveldlega fræ og þar að auki er fræhúsið mjög sérkennilegt, minnir næstum á austurlenska listsmíð og sómir sér vel í vendi eða skreytingu með þurrkuðum hlómum. Ums. Best er að gróðursetja jurtina sem fyrst, svo rætur nái ekki að þorna. Sé gróður- sett i sólskini, skal varast að láta sól skína á ræturnar, því við það þorna þær og geta eyðilagst á ótrúlega skömm- um tíma. Gæta verður þess að hafa holurnar sem gróð- ursett er í nógu stórar svo hægt sé að koma rótunum fyrir og greiða úr þeim án þess að hnoða þær saman. Séu ræturnar mjög langar er betra að stytta þær ögn, frekar en böggla þeim ofan í holuna. Losa þarf um mold- ina í botni holunnar og jafnvel blanda í hana áburði eða safnhaugamold. Vökva skal vel eftir gróðursetningu, og sé sólskin eða hvassviðri er gott að hvolfa einhverju yfir jurtina fyrstu dagana, t.d. fötu, kassa eða blóma- potti, til þess að verja þær of mikilli útgufun, einkum á þetta við mjög blaðmiklar plöntur. Avallt skal setja jurtirnar álíka djúpt og bær hafa staðið áður, eða eilítið dýpra, og ýta moldinni þétt að rótunum, einkum ef jarðveg- ur er léttur og sendinn. Um fjarlægð milli jurta er erfitt að gefa nokkrar al- mennar reglur. Það fer að sjálfsögðu eftir stærð og vaxtarlagi jurtarinnar hve mikið pláss hún þarf. Það getur verið allt frá 10 sm upp í einn metra. Þetta þurfum Efnileg planta til gróðursetn- ingar. við að kynna okkur vel áður en við hefjumst handa við gróðursetninguna. Sé jurtin ný fyrir okkur, er sjálfsagt að stinga niður hjá henni nafnspjaldi (en nafnið getum við að sjálfsögðu feng- ið í gróðrarstöðinni) á meðan við erum að kynnast henni betur. Því auðvitað verðum við að þekkja allt okkar heimafólk með nafni. Minna má það nú ekki vera! Næst verður sagt frá stað- setningu jurta í garðinum. BLÁSÓL Nýkomiö: Furugólfborö 10 og 22 mm 1. fl. sænsk vara. Pílárar í handriö. Vegg- og loftplötur. Væntanlegt í vikunni: Birkiparket algjörlega ný gerö. Lítiö í sýningar- g!ugga.^^ Páll Þorgeirsson & Co., Ármúla 27 — Símar: 34000 og 86100. ÚJgerðarmenn - Utgerðarmenn Hafiö þiö athugaö aö trollin frá okkur eru vinir sjó- mannsins og stórvinir ykkar. Framleiöum allar geröir trolla og dragnóta úr hinu viöurkennda efni Hampiöj- unnar. Kassatrollin viljum viö helst afgreiöa meö bobb- ingalengju og tilheyrandi. Netagerðin Ingólfur, Vestmannaeyjum, símar 98-1309 — 98-1235. Barnahúsgögn kr. 500 út og kr. 500 á mánuði Geysilegt úrval - lægsta verö. ^ Myndalistar. A- r? r>ca Ul.« BUdshöfða 20 - S (91)81410-81199 Sýningahöllinni - Artúnshöfða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.