Morgunblaðið - 17.05.1981, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.05.1981, Qupperneq 20
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ1981 Hjónaminning: Ólafía Ragna Ólafsdóttir og Vilhjálmur Hannesson Fædd 22. júli 1905. Dáin 14. mars 1981. Fæddur 18. október 1895. Dáinn 16. febrúar 1977. Hinn 14. mars síðastliðinn and- aðist amma mín, Ólafía Ragna Ólafsdóttir, á sjúkrahúsinu á Sel- fossi. Útför hennar fór fram í Fossvogskapellu 20. mars í kyrr- þey, að hennar ósk. Hún var fædd 22. júlí 1905 á Brekkustíg 7, Reykjavík. Foreldr- ar hennar voru Ólafur Ólafsson, bókbindari frá Leirum undir Eyjafjöllum, og Ingibjörg Hró- bjartsdóttir, frá Hæðarenda í Grímsnesi. Hún átti eina systur sem' heitir Sigurlaug Hólm og er búsett í Reykjavík. Amma missti móður sína þegar hún var sex ára og systir hennar fjögurra ára. Faðir hennar gifti sig aftur nokkr- um árum síðar Sigurlaugu Jóns- dóttur. Þau áttu tvo syni saman, Halldór og Ólaf. Þeir fluttu ungir til Kaupmannahafnar og hafa búið þar síðan. Amma ólst upp á Brekkustígnum og byrjaði snemma að vinna. Hún vann lengst á Landakotsspítala eða þar til hún fór að búa. Þegar hún vann á Landakotsspítala tók hún kaþ- ólska trú og bætti nafninu Jó- hanna við sitt skírnarnafn. Afi minn, Vilhjálmur Hannes- son, var fæddur 18. október 1895 í Lækjarkoti, Borgarhreppi. For- eldrar hans voru Hannes Vil- hjálmsson, frá Þurustöðum, Borg- arhreppi, og Sigríður Stefánsdótt- ir, frá Litla-Fjalli, sama hreppi. Afi átti tvö hálfsystkini frá fyrra hjónabandi móður sinnar. Þau hétu Ágústína Guðmundsdóttir og Þorbergur Guðmundsson. Al- systkini afa eru Stefán, sem býr í Reykjavík, Valgerður, hún býr einnig í Reykjavík, Rannveig, dá- in, og Karl, sem dó ungur. Foreldrar afa fluttu fljótlega að Tandraseli í Borgarhreppi. Hann ólst þar upp hjá þeim en fór ungur í vinnumennsku á veturna og var heima á sumrin. Hann vann á Mosfelli í Mosfellssveit og einnig á Álafossi við verksmiðjustörf. Hann hafði mikla löngun til þess að læra, en foreldrar hans voru ekki svo vel stæð, að þau hefðu tök á að senda hann í annað byggðar- lag til náms. 1920 fór afi alfarinn að heiman og fór að vinna á Álafossi. Hann gifti sig um 1921 fyrri konu sinni, Láru Sveinsdóttur. Þau áttu sam- an einn son sem heitir Svavar. Þau bjuggu í litlu húsi við Álafoss sem hét Drift. Sumarið 1921 missti afi föður sinn og þá um haustið flutti móðir hans til þeirra að Álafossi. Afi og Lára slitu samvistum eftir nokkurra ára hjónaband og Svavar sonur þeirra ólst upp hjá afa. 1930 fóru afi minn og amma að búa á Brekkustíg 7. Þau áttu þrjár dætur, en ein þeirra dó á fyrsta ári. Dætur þeirra heita Ingibjörg, sem er móðir mín, og Ólöf. Afi vann við sjómennsku og einnig á Elliheimilinu Grund við viðgerðir. Þau byggðu fljótlega hús í Skerjafirði, en bjuggu ekki lengi þar, því afi hafði alltaf sterkar taugar til æskustöðva sinna, Borgarfjarðar. Árið 1942 keyptu þau jörðina Krumshóla í Borgarhreppi og fluttu þangað. Þar bjuggu þau til ársins 1959, en þá fluttu þau í Borgarnes. Afi vann hjá Kaupfélaginu og amma vann fyrstu árin þegar vinna gafst. Síðan fluttu þau til Reykja- víkur 1976 og bjuggu á Ljósvalla- götunni. Þau voru að færa sig nær sínum dætrum og afkomendum þeirra, sem bjuggu þá á Reykja- víkursvæðinu. Meðan þau bjuggu á Krumshól- um áttu foreldrar mínir heima á Hafþórsstöðum í Norðurárdal, sem er innarlega í Borgarfirði. Þá var alltaf gaman að heimsækja ömmu og afa. Við fengum stund- um að vera í nokkra daga hjá þeim, þau gerðu þá allt sem þau gátu til þess að heimsóknin yrði okkur að sem mestri gleði. Amma söng fyrir okkur og kenndi okkur líka fjöldann allan af bænum, en hún var mjög trúuð. Afi las skemmtilegar bækur og sagði okkur frá því þegar hann var ungur. Ámma var afar söngelsk og söng millirödd í kirkjukór, en hún fékk ekki tækifæri á sínum yngri árum til að mennta sig á því sviði. Hún var alla tíð viðkvæm og hjartgóð kona, tók svo nærri sér þegar aðrir áttu í erfiðleikum. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Vegna jaröarfarar, BIRGIS KRISTJÁNS HAUKSSONAR, verða skrifstofur og vörugeymsla lokaðar frá kl. 12 á hádegi, mánudaginn 18. maí. Gudmundur Arason, heildverzlun, Hafnarstræti 5. Borgarsmidjan hf., Hafnarbraut 2, Kópavogi. f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR IKUHHAR Bananar — Ananas — Appelsínur Jaffa — Appelsínur Marokkó — Epli raud — Epli græn — Epli Granny Smith — Perur — Melónur — Vatnsmelónur — Greipaldin Jaffa — Sítrónur Jaffa — Sítrónur hálfkassar. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, simi 85300 Hún var einnig ákaflega fórnfús og hugsaði fyrst og fremst um aðra, leit á sjálfa sig sem aukaat- riði, aðrir höfðu forgang. Þegar við systkinin vorum veik þá kom hún oft langa vegu að liðsinna okkur. Hún sat þá löngum yfir okkur og stytti okkur stundir. Hún hafði jafnan eitthvað í pokahorn- inu meðferðis til að gleðja okkur. Eftir að þau fluttu í Borgarnes var einnig gott að koma til þeirra, þau voru svo innilega ánægð með allar heimsóknir sem þau fengu og gáfu sér góðan tíma fyrir gesti sína. Hjónaband ömmu og afa var mjög gott, þau töluðu mikið sam- an og voru einlægir vinir. Þau voru bæði glaðlynd og skemmti- leg, afi og amma. Mér er ljúft að minnast síðustu stundarinnar sem ég átti með afa mínum. Eg var í heimsókn hjá honum nokkrum dögum fyrir and- látið, hann var svo hress og kátur og lét eina skemmtilega frásögu fjúka í lok heimsóknarinnar, ég vil muna hann eins og hann var þá. Eftir að afi dó fór amma til móður minnar og var hjá henni meira og minna síðustu árin, einnig var hún hjá Ólöfu dóttur sinni og á sjúkrastofnunum. Núna, þegar þau eru bæði farin, grípur mig viss tómleiki, það fyllir enginn þeirra skarð. Ég á margar góðar endurminningar um ömmu og afa sem gleymast ekki. Þetta eru fátækleg orð sem ég hef haft um elsku ömmu og afa en þau eru smá þakklætisvottur fyrir liðna tíð. Guðfinna Þorvaldsdóttir Legsteinn er varanlegt minnismerkl Framleiðum ótal tegundir legsteina. Allskonar stærðir og gerðir. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASONHF STEINSMHUA SKHMMUVEQl 48 SM 76677

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.