Morgunblaðið - 17.05.1981, Síða 29

Morgunblaðið - 17.05.1981, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1981 69 Fiat 127 árg. ’80 til sölu Þ»essir hringdu . . . Til fegurð- arauka Þröstur skrifar: „Velvakandi minn. Um daginn brá ég undir mig betri vængnum og tók flugið vestur yfir borgina okkar góðu. Þá tók ég eftir grænu svæði meðfram Faxaskjólinu sem nauðsyn- legt er að hreinsa og græða upp, til fegurðarauka fyrir alla þá er fram hjá fara. Svæðið nær u.þ.b. frá núm- er 72—94. Og svo kemur fjaran, Grímsstaðavör, allt að Lambhóli. Mig langar til að fara fram á það við borgarstjórn og borgarráð, að þetta verði tekið til athugunar." Komum í veg fyrir slys og þjáningar Ómar Ragnarsson Frábær Kverkfjalla- myndin hjá Ómari Náttúruunnandi hafði sam- band við Velvakanda og lét í ljós aðdáun sína á Kverkfjallamynd Ómars Ragnarssonar og félaga: — Hann Ómar var þarna allt í senn: skemmtilegur ferðafélagi, rögg- samur og fróður fararstjóri og skáld. Hann er margreyndur og víðförull ferðagarpur og þekkir landið eins og lófa sína. Fyrir utan það að vera vel glöggur á hann svo létt með að koma frá sér því sem máli skiptir. Mér finnst það í rauninni furðulegt að hafa hvergi rekist á neinar umsagnir um þessa velheppnuðu Kverkfjallaferð þeirra félaga. Þarna er þó sjón- varpið á réttri leið og vona ég svo sannarlega að áframhald verði á því. Kærar þakkir. En brjóttu ekki í mér bein Þórunn Kristinsdóttir hringdi og sagði: — Þegar ég var barn að aldri kom gamall maður oft í heimsókn á foreldraheimili mitt. Aldrei brást að hann hafði yfir litla vísu, sem ég er viss um að margir kannast við, en hins vegar veit ég ekki hver ort hefur, hvort fleiri vísur hafa fylgt þessari, né hvert tilefnið hefur verið. Vísan er svona: Drottinn minn dýri. draKÓu mÍK upp úr mýri; Iukkóu mÍK á stein. en brjóttu ekki í mér bein. Gaman væri ef einhver lesenda þinna gæti upplýst þessi atriði. Ein sem ailtaí notar bílhelti skrifar: „Til Velvakanda. I tilefni frumvarps um lög- leiðingu bílbelta langar mig til þess að leggja orð í belg. I umræðum og umfjöllun fjöl- miðla hefur að mínum dómi verið gert allt of mikið úr því hvort fólk heldur lífi fyrir til- stuðlan beltanna eða ekki. En minna hefur verið gert úr því hve beltin geta dregið úr slysum eða meiðslum. Örin hverfa aldrei Það þarf ekki mjög harðan árekstur til þess að ökumaður eða farþegi í framsæti skelli með andlitið í rúðuna sem stundum heldur undan þunga höggsins og stundum ekki. Ef framrúðan brotnar hlýtur við- komandi í flestum tilfellum skurð á andlitið. Ég þekki unga stúlku sem er stórlega lýtt í andliti vegna þess að hún er með stóran skurð yfir kinnina og í kringum nefið. Þessi stúlka var farþegi í framsæti þegar bíll sem hún var í lenti í árekstri við annan bíl. Hún var beltislaus og skall með andlitið í rúðuna. Önnur meiðsl hlaut hún ekki og heldur ekki bílstjórinn, ef frá eru taldir marblettir eftir stýr- ið. Það er fyrir löngu búið að gera við bílinn og marblettirnir eru horfnir, en örin í andlitinu hverfa aldrei. Hvers vegna get- um við ekki lært af reynslu annarra þjóða og notfært okkur hana til góðs? Erum við íslend- ingar eitthvað öðruvísi en aðrar þjóðir? LöKleiðum notkun bílbelta Ég las það einhversstaðar í blaði að slysum með meiðslum hefði fækkað um 30% í Finn- landi þegar þeir lögleiddu notk- un bílbelta. Af hverju getum við Islendingar ekki fylgt fordæmi þeirra? Umferðarslys eru alltof mörg hér á landi og mörg þeirra væri hægt að koma í veg fyrir með notkun bílbelta. Ennþá hef ég ekki komið auga á neitt í skrifum manna sem sannar að bílbeltin hafi frekar orðið til ills en góðs. Sum slys eru þess eðlis að enginn mannlegur máttur getur þar bjargað, hvorki bíl- belti né annað. En aftur á móti eru mörg slys þess eðlis að bílbelti geta bjargað. Þess vegna segi ég: Lögleiðum notkun bíl- belta og komum með því í veg fyrir óþarfa slys og þjáningar." FRl M\ \RI’ \N STKI'M MORKI N \R Stefna hiks og aðger ðarley sis Svrrrtf llrri I »« !.«).• \l|»-«. 1 •» >••!. I lllnrlril I.MMIMM.. urkarrtk TÍ’Í.tL.I 7 sagði Birgir ísleifur 'ÍSí Gunnarsson .1 itflfckwA. þ«*« >r|r md o, o« þvl v»ri frumvarpaA >A þmu Vísa vikunnar Ef stjórnin velur stefnu hiks, sem stofukommar vilja fara, afleiðingar augnabliks árum saman kunna að vara. Ilákur S^5 SIGCA V/öGA fi tíLVE^W ekinn 11 þús. km. Skipti möguleg á ódýrari bíl. Uppl. í síma 36361. Orðsending frá Lífeyrissjóði verslunarmanna Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur sent yfirlit til allra sjóðsfélaga um greiöslur þeirra vegna sjóðsins á síöasta ári, 1980. Yfirlit þessi voru send á heimilisfang, sem sjóöfélagar höfðu 1. desember 1980 samkvæmt þjóðskrá. Þeir sjóðfélagar, sem fengiö hafa sent yfirlit, en hafa athugasemdir fram að færa, svo og þeir sjóðfélagar, sem telja sig hafa greitt til sjóðsins á síðasta ári en ekki hafa fengið sent yfirlit, eru beönir um að hafa samband við viðkomandi vinnuveitanda eða skrifstofu sjóðsins. Lífeyrissjódur verslunarmanna Hvitasunnuferðir með kostakjörum og sérstökum f jöisky Iduafslaetti Gullna ströndin Lignano 22. maí. Verö fró kr. 4.760.- Palma Nova — Magaluf Mallorca 27. maí. Verð frá kr. 5.170.- Portoroz 29. maí. Verö frá kr. 6.170.- AUSTURSTRÆT117, SÍMAR 26611 og 20100. Feróaskrifstofan ÚTSYN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.