Morgunblaðið - 31.05.1981, Page 1

Morgunblaðið - 31.05.1981, Page 1
68 SÍÐUR 120. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ráðist á aðal- stöðvar lögreglu San Salvador. 30. mai. AP. VINSTRISINNAÐIR skæruliðar Kerðu leifturárás á aðalstöðvar löKreKlunnar i San Salvador, höfuðborK E1 Salvador. Hundruð hermanna studdir skriðdrekum þustu á staðinn og til harðra átaka kom. Sjónarvottar segjast hafa séð að minnsta kosti 10 sundurskotin lík. Svo virðist sem fórnarlömbin hafi verið óbreyttir borgarar, sem áttu leið um. Talsmaður Rauða kross- ins sagði, að tveir starfsmenn hefðu særst alvarlega í átökunum. Kínverjar sýna Taiwan vinahót IVking. 30. mai. AP. STJÓRN kommúnista í Kina bauð í dag forseta þjóðernissinnastjórnarinnar á Taiwan (Formósu) og öllum syrgjendum á Taiwan að mæta í Peking við útför frænku hans, frú Sun Yat-Sen. Þetta er mesta friðartilboð sem Peking-stjórnin hefir sent Taiwan- stjórninni. Kínverjar tilkynntu að flug- vélar flugfélags Taiwans mættu lenda á flugvöllunum í Peking eða Shanghai og alþýðulýðveldið mundi greiða allan kostnað við lendingarnar. Kínverjar hafa aldrei sýnt slík vinahót síðan 1949. Frú Sun var ekkja mannsins sem er kallaður faðir Kína Dágóð laun bankamanns New York, 30. mai. AP. ROGER E. Anderson, forstöðu- maður Continental Illinois- bankastofnunarinnar i Chi- cago, var hæstlaunaðasti hankamaður Bandarikjanna á siðastliðnu ári, að sögn timarits bandariskra bankastarfs- manna. Anderson hafði 710,440 dollara í árslaun, eða sem svarar 5,1 milljón króna. Forstöðumaður Citicorp bankasamsteypunnar er var hæstlaunaðasti bankamaður Bandaríkjanna 1979 var aðeins í 18. sæti á lista yfír hæstlaunuð- ustu bankamenn í fyrra. Hann þáði 639,285 dollara í laun 1979, en 507,207 dollara í fyrra, og lækkaði því í launum um 21%. Tekjur Citibank, næststærsta banka Bandarikjanna, lækkuðu um 6,8% í fyrra. nútímans og hún var um 30 ára skeið handhægt tákn um sam- starf kommúnista við ættjarð- arvini sem tilheyrðu engum stjórnmálaflokkum. Stjórn Kína sendi stjórnum Bandaríkjanna, Taiwan og Hong Kong samúðarskeyti vegna frá- falls frú Sun aðeins nokkrum klukkustundum eftir lát hennar. Skeyti var einnig sent ekkju Chiang Kai Shek, fyrsta forseta þjóðernissinna og eindregins andstæðings kommúnista. Ekkja hans er yngri systir frú Sun og býr á Long Island, New York. Kínverjar sendu einnig skeyti til annars sonar Chiang Kai Shek, Chiang Wei-kuo, sem er yfirmaður herafla Taiwans. Talsmaður hans sagði að hann mundi ekki mæta við útförina á miðvikudaginn og aldrei ganga í „gildru" samfylkingar kommún- ista. Frú Sun sneri á sínum tíma baki við auðugri og voldugri fjölskyldu sinni sem flúði til Taiwan og Bandaríkjanna eftir sigur kommúnista 1949. „Öllum ættingjum og vinum félaga Soong Ching Ling er velkomið að mæta við minn- ingarathöfnina um hana,“ sagði kínverska fréttastofan. Ungir Hafnfirðingar að veiðum i bliöunni i vikunni. Ljósm. Snorri Snorrason. Forseti Bangladesh myrtur í uppreisn Nýju Delhi, 30. maí. AP. FORSETI Bangladesh, Zia ur Rahman, var myrtur í morgun í haínarborginni Chittagong. Abdus Sattar varaforseti tók við stjórn- inni og lýsti yfir neyðar- ástandi. Útvarpið í Dacca kenndi „óþrjótum" undir forystu Manz- ur hershöfðingja um tilræðið og sakaði hann um tilraun til stjórnarbyltingar. Yfirmaður heraflans bað Manzur að gefast upp án tafar og sagði að svokall- að „byltingarráð" hefði lagt und- ir sig útvarpsstöðina í Chitta- gong, en aðrar deildir heraflans héldu tryggð við ríkisstjórnina. Sattar sagði í útvarpsávarpi til þjóðarinnar að neyðarástand- Barátta boðuð gegn Samstöðu Varsjá, 30. maí. AP. SOVÉZKA verkalýðsblaðið „Trud“ sagði i dag að tími væri kominn til að Pólverjar hæfu baráttu gegn verkalýðshreyfingunni Samstöðu. „Æ fleira heiðarlegt fólk gerir sér þess glögga grcin að ósættanleg stéttabarátta er háð i Póllandi og að i þeirri baráttu er ekki aðeins nauðsynlegt að finna svigrúm, heldur einnig að heyja miskunnarlaus- ar orrustur,“ sagði Trud. Fréttaritari blaðsins sagði að margir pólskir kommúnistar væru sammála um eitt: að tími væri kominn til að „gera árás“, að „hætta öllum afsökunum", að „hætta undanhaldi frá hverju virkinu á fætur öðru“ og „hætta uppgjöf" fyrir nýjum „varnar- mönnum þarfa verkamanna", „ævintýramönnum" sem „ógnuðu ekki aðeins örlögum Póllands, heldur alls heimsins". Yuri Vasilikov greinarhöfundur heldur því fram að æ vaxandi fjöldi óbreyttra félagsmanna Samstöðu geri sér grein fyrir því út í hvaða ógöngur ævintýramenn úr KOR og öðrum andsósíalískum hópum hafi ýtt Póllandi. Vasilikov sagði í annarri grein að andófsmenn úr KOR fylgdu eftir „ósanngjörnum verkalýðs- kröfum" til að „grafa undan sósí- alistakerfinu" í Póllandi. Og Iz- vestia sagði að nýboðuð verkföll Samstöðu hefðu „grafið undan yfirvöldum" í Póllandi og „valdið auknum glæpum“, sem „gætu leitt til stjórnleysis". „Trud“ sakaði leiðtoga Sam- stöðu um að beita „glæpsamlegum aðgerðum" gegn gagnrýnendum sínum. Blaðið sagði að Pólland hefði þegar goldið „mistök og skyssur fortíðarinnar" dýru verði, en ítrekaði að ókyrrðin í Póllandi hefði „staðið nógu lengi" og „tími væri kominn til“ að „herða taum- haldið“ á Samstöðu. ið væri nauðsynlegt, þar sem „innanlandsókyrrð hefði grafið undan öryggi alþýðulýðveldis- ins“. Hann nam öll mannréttindi úr gildi samkvæmt 12 greinum stjórnarskrár Bangladesh og bannaði fólki að leita réttar síns fyrir dómstólum. Indverska fréttastofan hefir eftir „áreiðanlegum heimildum" að „öfl fjandsamleg ríkisstjórn- inni“ hafi setzt um Chittagong og rofið allt samband milli hafnarborgarinnar og höfuð- borgarinnar Dacca. Heimildir í Nýju Delhi herma að Zia hafi verið skotinn til bana. Þær herma einnig að útgöngubann hafi verið sett á í Dacca. Þingið hefir ekki verið rofið og kemur saman á mánu- dag að sögn ríkisútvarpsins. All- ir aðrir fundir hafa verið bann- aðir og fólki er bannað að koma saman. Þinginu er heimilað að setja bráðabirgðalög samkvæmt und- antekningarákvæðum stjórn- arskrárinnar, en þau má draga í efa sem stjórnarskrárbrot fyrir dómstólum að sögn útvarpsins. Sattar sagði að allir milliríkja- samningar yrðu virtir. Ríkisstjórnir grannríkjanna Indlands og Pakistan hörmuðu fráfall Zia. Indira Gandhi for- sætisráðherra Indlands lét í ljós samúð sína og sagði: „Ég hef alltaf fordæmt morðpólitík.” Utanríkisráðuneytið í Islamabad sagði að Bangladesh hefði orðið fyrir „óbætanlegu tjóni". Skv. upplýsingum indversku stjórnarinnar var Zia skotinn til bana kl. 4.30 að staðartíma í gestahúsi ríkisstjórnarinnar í Chittagong. Tveir aðstoðarmenn Zia og sex lífverðir voru einnig myrtir í árásinni samkvæmt þess- um fréttum. Zia ur Rahman Banna mótmæli Bolfast. 30. mai. AP. IIUMPIIREY Atkins. N-ír- landsmálaráðherra hrczku stjórnarinnar. hefur bannað göngur mótmælcnda og kaþ- ólikka um hclgina. Kaþólikk- ar hugðust ganga til stuðn- ings IRA-mönnunum. sem nú cru í mótmadasvelti í Maze- (angelsinu. Til átaka kom i Londonderry, næststærstu borg N-írlands. í morgun. Kastað var benzínsprengjum og grjóti að hermönnum, sem svöruðu með því að skjóta gúmmikúlum að óeirðaseggj- um. Lögregla fann í gær sprengju á skrifstofu Fianna Fail-flokksins í Castleblaney, skammt frá landamærum írsku rikjanna, skömmu áður en Charles Haughey, forsæt- isráðherra írlands var vænt- anlegur þangað. Öryggisgæzla um Haughey var aukin i morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.