Morgunblaðið - 31.05.1981, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1981
Um 20 milljónir kr.
eru enn í umferð
af gömlu myntinni
ENN ERU ta-pleiía 20 milljónir
króna i umferð af Kkrónunni.
15,4 milljónir i seðlum ok 4
milljónir í mynt. Hlutfall tckrona
í umferð miðað við seðlaveltu í
upphafi árs. er Kjaldmiðilsskipt
in fóru fram. cr nú 6.7% seðlar og
55.6% myntar. Sé hins vejjar
miðað við það fjármaKn. sem er
nú i umferð. er hlutfall Kómlu
seðlanna 4.4% ok myntarinnar
22.6%. Allar þessar tölur miðast
við uppKjör á myntskiptum um
siðustu mánaðamót. apríl-mai.
Víkurbúar
vinna að gerð
tjaldsvæðis
Litla llvammi. Mýrdal. 25. mai.
UNDANFARNA daKa hefur
verið unnið að hyKKÍnKU á
tjaldsvæði í Vík í Mýrdal. Er
það austur með Víkurhömr-
um ok um 200 m frá þjóð-
vegi. Verður gerð þarna að-
staða fyrir um 100 tjöld ok
bílastæði, hreinlætisaðstaða
oK leikvöllur ásamt leiktækj-
um.
Hefur fólk á öllum aldri
unnið að þessu, allt frá 10 ára
aldri og fram undir sjötugt.
Allt er unnið í sjálfboðavinnu
auk fyrirtækja er lagt hafa
fram vélavinnu að nokkru
endurgjaldslaust. Nánar verð-
ur getið um þessa fram-
kvæmd þegar hún verður af-
hent til afnota.
Fréttaritari.
Samkvæmt upplýsingum Stef-
áns Þórarinssonar, starfsmanna-
stjóra Seðlabankans, munu við-
skiptabankar hætta að skipta
fyrir viðskiptavini sína hinn 1. júlí
næstkomandi, þar sem gamli
gjaldmiðiilinn fellur úr gildi á
miðnætti aðfaranótt þess dags. Er
fólki sérstaklega bent á, að nú er
aðeins rúmur mánuður til stefnu.
Nái menn hins vegar ekki að skila
inn gamla gjaldmiðlinum, er ekki
öll nótt úti, því að Seðlabankinn
sjálfur mun halda áfram að skipta
fyrir fólk til ársloka 1982.
Stefán Þórarinsson sagði, að í
árslok 1982 myndi það peninga-
magn, sem ekki hefði skilað sér af
gamla gjaldmiðlinum, verða af-
skrifað. Enn væri útilokað að
segja til um, hve mikið það fé yrði
að vöxtum, en hann kvað unnt að
gera ráð fyrir því, að eitthvað
hefði farizt í tímans rás af gömlu
myntinni, þar sem hún hefði verið
gjaldgengur gjaldmiðill í tvo ára-
tugi.
„Við erum mjög ánægðir með
það, hvernig gjaldmiðilsskiptin
hafa farið fram,“ sagði Stefán, „og
engar kvartanir hafa komið upp.
Fólk hefur verið fljótt að átta sig
á breytingunni." Þá sagði Stefán,
að enn hugsuðu allmargir í gkrón-
um. Það kvað hann í raun ekki
óeðlilegt, þar sem fólk hefði staðið
í því að vera að gefa upp til skatts,
þar sem allt væri miðað við
gkrónur og enn hefðu skattskil
fyrirtækja ekki að fullu farið
fram.
Að lokum skal þess getið, að
allar fjárhæðir í upphafi þessarar
fréttar eru í nýkrónum.
LjÓHm. Árnl Sæberg.
Stjórnlaus strætisvagn
niður Breiðholtsbraut
Hilun varð i stýrisbúnaði strætisvagns á leið úr Breiðholti í
gærmorgun. Stýrið mun hafa farið úr samhandi er vagninn var á
leið niður Breiðholtsbrautina. Eftir að hafa rásað nokkuð á
veginum fór vagninn út af hægra megin. Þar varð ljósastaur á vegi
vagnsins og kubbaðist staurinn i sundur. Vagninn hélt áfram
nokkurn spöl áður en hann stöðvaðist á réttum kili. Farþegar voru
í flestum sætum vagnsins, en engir standandi. Ekki var vitað um
meiðsli á farþegum nema hvað ein kona slasaðist lítillega á fæti.
bykir mildi að aðrir vegfarendur. hús eða tæki skuli ekki hafa
orðið á vegi hins stjórnlausa vagns.
Minningarsjóður
um dr. Jón Gíslason:
Á að hlynna
að iðkun hug-
vísindagreina
EINS OG fram kom í Morg-
unblaðinu í gær hefur verið
stofnaður minningarsjóður
um dr. Jón Gíslason, fyrrum
skóiastjóra Verzlunarskóla
íslands. Frumkvæði að stofn-
un sjóðsins höfðu 25 ára
stúdentar en að stofnuninni
standa allir afmælisárgang-
ar nú allt frá árinu 1946 til
1976. Sjóðurinn er stofnaður
í virðingar- og þakklætis-
skyni fyrir ómetanlegt starf
dr. Jóns Gislasonar í þágu
Verzlunarskóla íslands.
Tilgangur sjóðsins er að hlynna
að iðkun hugvísindagreina í skól-
anum. Einkum skal lögð rækt við
þær greinar, sem dr. Jón Gíslason
kenndi og lagði skerf til á sinni
tíð.
Veitt voru við skólauppsögn í
fyrradag 6 verðlaun úr sjóðnum,
en gert er ráð fyrir að sjóðurinn
veiti í framtíðinni verðlaun og
styrki samkvæmt nánari ákvörð-
un sjóðsstjórnar og er heimilt að
styrkja þá, sem nám stunda í
Verzlunarskólanum eða lokið hafa
prófi frá skólanum, ennfremur
stjórnendur og kennara.
Sjóðsstjórnina skipa 3 menn, en
sjóðurinn starfar á vegum Stúd-
entasambands Verzlunarskóla ís-
lands. ___
JNNLEN-T
Frá aðalfundi Sölustofnunar á Hótel Loftleiðum síðastliðinn miðvikudag.
Aðalfundur Sölustofnunar lagmetis:
Hagnaður á rekstrinum
í fyrsta skipti í fyrra
IIAGNAÐUR varð á rekstri Sölustofnunar lagmetis á
síðasta ári og nam hann 2,2 milljónum gkróna. Er þetta
í fyrsta skipti í sögu stofnunarinnar, sem hagnaður
verður af rekstrinum án nokkurra styrkja eða framlags
frá opinberum aðilum. Aðalfundur SL var haldinn
síðastliðinn miðvikudag og í fréttatilkynningu segir, að
söluhorfur séu góðar í ár og fyrstu fjóra mánuði ársins
hafi sala aukizt um 113% miðað við sama tíma í fyrra.
Ellefu lagmetisiðjur áttu aðild
að útflutningi SL síðastliðið ár, en
fjórar verksmiðjur framleiddu þó
meginhluta alls útflutnings SL,
eða 93,2%, þ.e. K. Jónsson og co.
hf. á Akureyri, Norðurstjarnan hf.
í Hafnarfirði, Lagmetisiðjan
Siglósíld á Siglufirði og Fiskiðjan
Arctic hf. á Akranesi. Nokkrar
nýjar vörutegundir komu fram á
síðasta ári. T.d. hóf Norðurstjarn-
an framleiðslu á síld í fjórum
sósutegundum og tilraunafram-
leiðslu á þekktum saltfiskrétti,
Bacalao a la Vizcaina.
Heimir Hannesson, fram-
kvæmdastjóri, gerði grein fyrir
reikningum SL og Þróunarsjóðs
lagmetisiðnaðarins. Nokkur verð-
mætaaukning varð í útflutningi
SL á síðasta ári og svaraði aukn-
ingin til 8 milljóna Bandaríkja-
dollara á meðalgengi síðasta árs.
Eiginfjárstaða Þróunarsjóðsins er
góð og hefur farið batnandi á
undanförnum tveimur árum segir
í tilkynningunni.
Stjórnarformadur SL, Sigurður
Björnsson, flutti skýrslu stjórnar
og við stjórnarkjör samkvæmt
nýjum lögum voru eftirtaldir
kjörnir í stjórn: Sigurður Björns-
son, Kristinn Ó. Guðmundsson,
Kristján Jónsson, Þorsteinn
Jónsson og Einar Sigurjónsson.
Sauðárkrókur:
Heimsókn formanns Sjálf-
stæðisflokksins tókst vel
SauAárkróki. 30. mal.
GEIR Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins var fram-
sögumaður á almennum stjórn-
málafundi. sem Sjálfstæðisfélag
Sauðárkróks boðaði til i Safnahús-
inu hér siðastliðinn fimmtudag.
IJmra'ðuefni fundarins var: Er
atvinnuöryggi stefnt í voða. stöðn-
un 1 góðæri. Jón Áshergsson,
formaður sjálfstæðisfélagsins,
setti fundinn, en fundarstjóri var
Sigurður Hansen lögreglumaður.
í framsöguræðu sinni rakti Geir
Hallgrímsson þróun þjóðmála und-
anfarið og ræddi framtíðarhorfur.
Kom hann víða við í ræðu sinni og
leiddi rök að því, að þrátt fyrir
hagstæð ytri skilyrði ríkti stöðnun
í þjóðlífinu. Væri vart við öðru að
búast, þegar kommúnistar réðu
ferðinni og hefðu úrslitaáhrif á
gang mála. Þeirri ánauð yrði að
létta sem fyrst og lýðræðissinnar
að taka höndum saman til lausnar
aðsteðjandi vandamála. Núverandi
ríkisstjórn væri þess algerlega van-
megnug, enda reist á sundrungu og
gæti því ekki sameinað þjóðina til
átaka.
Ræðu Geirs var ágætlega tekið
af fundarmönnum, sem voru um 70
talsins. Fyrr um daginn sat Geir
fund með trúnaðarmönnum flokks-
ins hér, en einnig skoðaði hann
fyrirtæki og hitti ýmsa menn að
máli. Heimsókn formanns Sjálf-
stæðisfiokksins til Sauðárkróks
þótti takast í alla staði vel og
sjálfur sagðist hann hafa haft
mikla ánægju af komunni hingað.
- Kári
Miklar kalskemmd-
ir á Snæf ellsnesi
BorK, Miklaholtshrrppi. 29. mai.
SAUÐBURÐUR er nú víðast langt
kominn hér um sli'tðir og hefur hann
KenKÍð áfallalítið. Frjósemi fjórins
er með mesta móti.
Tíðarfar hefur verið sæmilegt, en
nokkuð þurrt og kalt síðustu vikurnar.
Hefur tíð þó verið góð fyrir unglömbin
og er gróðurlítið ennþá. Greinilegt er
að jörðin er orðin svo þurr, að væti
ekki horfir til hálfgerðra vandræða
með gróðurleysi. Frost er enn í
raklendum túnum.
Útlit með gras er nokkuð slæmt, en
miklar skemmdir eru í túnum af kali.
Greinilegt er að stór stykki eru
algjörlega ónýt. Eru kalskemmdir
með almesta móti um langt árabil á
sunnanverðu Snæfellsnesi og á slétt-
um og fallegum melatúnum eru stórar
spildur dauðar svo hekturum skiptir.
Páll