Morgunblaðið - 31.05.1981, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1981
Fyrir utan gottnesku miöaldakirkjuna í Pleiben er þetta íburöarmikla minnismerki um
krossfestinguna.
Cap Frehel, rauöi graníthöfðinn, sem skagar út í Ermarsund, 57 metra hár.
Fagrar kirkjur og miðaldahús
í hverjum bæ á Bretagne
3. grein Texti og myndir Elín Pálmadóttir
Dokkrautt ok saía»;rænt eru áberandi litir á Bret-
aRne. I»etta frjósama hérað í Frakklandi, sem tekur við
rökum vindum Atlantshafsins, er eitt mesta landbúnað-
arhérað Frakklands og þar vaxa tegundir jurta, sem
alls ekki ættu að þrífast á svo norðlægum breiddargráð-
um. Af því kemur þessi safaj»ræni Rróskulitur. En
dökkrauðir eru Rranítklettarnir, sem skaga út í hafið
or stinya á stöku stað upp hjörRum inni í landinu. Cap
Frehel eru til dæmis 57 m háir sjávarhamrar, sem rísa
úr sjó á norðurströnd skagans og á honum viti og
veitinRastofa. vel falin í landslaRÍnu til að skemma ekki
hrikaleRa mvndina. Ber^ið raðast þar upp í rauðum
flojíum. víða með Rrænleitri litríkri slikju af ^róðrinum
or sjórinn freyðir við berRKanRa og skúta. Og frá Cap
Frehel sést yfir á hið forna vígi Fort Lattre skammt frá,
vÍRRÍrtan söKulesan kastala á klettahöfða, sem líka má
heimsækja. En upp af landmegin tekur við litskrúðugt
heiðarland í vernduðum þjóðgarði, sem skartar fjólu-
hláum beitilyn>íbreiðum, faKurgulum heiðarjurtum og
háum hurknum þennan síðsumardaR, en brómberin
sýna að seinna sumrar hér hátt uppi á klettunum.
Perros-Quine mun þýða „rauður
steinn“ á bretónamáli, en svo
heitir einn af þessum litlu bæjum
á norðurströndinni með baðströnd
og tugum seglbáta standandi á
þurru á fjörunni. Það er þó í
öðrum litlum bæ skammt frá að
við ferðalangarnir af Islandi rek-
umst á undarlega smíð náttúrunn-
ar, þar sem furðulegum hnöttótt-
um stórbjörffum er hrúgað upp, en
ofan á trónar stytta af „Hinum
eilífa föður", gerð af sannkölluð-
um naivista. Við leggjum bílnum
til að forvitnast um þetta fyrir-
brigði. Og viti menn, undir bjarg-
hrúgunni er um 22x15 m stór
hellir með heilum 500 tonna
þakkletti yfir merkilegu fiska-
safni. Maður fer um göng milli
hnullunganna og kemur út um
sprungu.
Raunar höfum við ekki skilið við
furðuklettana, þótt við snúum inn
í landið, því eftir að hafa ekið um
ræktað land milli hvers kyns
grænmetisakra, kartöflugarða og
fjölbreyttra skóga, komum við að
bænum Huilgoat, sem stendur á
friðsælum árbakka. En þar hefur
fljótið endur fyrir löngu hrúgað
saman stærðar björgum í árfar-
vegi og myndar sérkennilegar
klettaborgir, úr rauðu graníti, sem
ekki eru síður stórkostlegar en
Dimmuborgir. Maður rekur sig
eftir vel merktum smástígum
milli skóga og klettahnullunga
með vatni seitlandi á milli. Upp og
.niður, og snú! Á einum stað er
farið niður til „Helvítis“ og á
öðrum að „Eldhúsáhöldum skess-
anna“ o.s.frv. Við innganginn hef-
ur einhvern tíma verið útileikhús,
en við enda stígsins er nú sölukofi,
þar sem strákur selur m.a. bláu
þykku bretónsku sjómannaúlp-
urnar og að auki íslenzkar lopa-
peysur, komnar frá Danmörku og
Þýskalandi.
Ekki er hægt að skilja svo við
steina á Bretagne að ekki sé
minnst á hina forsögulegu Men-
híra, við litla bæinn Carnac
við Suðurströndina. Þarna standa
í reglulegum eða óreglulegum röð-
um um 3000 steinar, sem reistir
hafa verið upp fyrir 2000 til 5000
árum í einhverjum óþekktum til-
gangi. Enginn veit til hvers, en
svona staðir eru líka til á Bret-
landseyjum og jafnvel á Norður-
löndum. Allt frá 12. öld hafa menn
verið að velta því fyrir sér hvað
þetta geti verið og margar kenn-
ingar komið fram, sumar hafa
haft sínu hlutverki að gegna í
dulspeki og þá ekki síst nútímans.
Menn hafa haldið að þarna gæti
verið um að ræða forna þingstaði,
helgistaði sóldýrkenda, forna
hetjugrafreiti, einhvers konar vís-
indamiðstöðvar og jafnvel fyrir-
rennara tölvunnar og fleira. Hvað
um það, það er undarlegt að reika
mílli þessara steinborga þar sem
reist hafa verið af furðulegri
tækni og flutt upp í 350 tonna
björg. En við förukonur af íslandi
Mandame Hervé rekur af miklum skörungsskap hiö gamla
Hótel Evrópa í Quimperlé. Hún stendur viö barinn í
þjóðbúningnum sínum. Hér er hún í hótelinu meö
fjölskyldu sinni.
vorum þó svo veraldarlega sinnað-
ar, að í lok göngunnar settumst
við niður við útiborð og gæddum
okkur á krepu eða bretónskri
pönnuköku með eplamiði hjá
bóndakonunni sem á þarna land.
Það er sýnilega aukabúgrein þar á
bæ að bera förufólki veitingar út á
hlað.
Sérstæð, þjóðlcj; monninR
Þegar ekið er um Bretagne-
skaga, þorp úr þorpi og frá bæ til
bæjar, fer ekki fram hjá neinum
að þar er fólk með gamla, sér-
stæða menningu og þjóðlega lífs-
hætti, sem á sitt eigið tungumál,
þótt ekki geti nema helmingur
íbúanna lengur talað bretonsku.
Bretagnebúar tala nú flestir
frönsku, en heldur ekkert annað
tungumál. Samferðakona mín leit-
aði í stórum og smáum bókabúð-
um í bæjunum að ensku lesefni
um Bretagne og annað, en fann
ekkert. Bretagnebúar þóttu lengst
af mjög íhaldssamir á sinn gamla
lífsstíl og urðu á eftir í þróun
nútíma tækni og atvinnuhátta,
allt frá lokum 18. aldar og fram
undir 1960. En uppbygging hefur
síðan orðið ákaflega ör og verið
innleidd nútímavinnubrögð í fisk-
vinnslu og iðnaði.
Það er þvi ákaflega heillandi
fyrir ferðamann á Bretagne að
leggja bílnum, þegar komið er inn
í bæ eða þorp og reika um gömlu
hverfin. Varla er til sá bær að ekki
hafi hann varðveitt heilu göturnar
eða a.m.k. mörg hús frá því fyrir
300—400 árum. Og enginn er sá
staður, að ekki sé þar forláta
kirkja frá miðöldum með sínum
steindu gluggum og margvíslegum
helgigripum. Enda eru Bretagne-
búar kaþólskir vel og rækta sína
trú. Kirkjan og kirkjugarðurinn
sjómaöur Iré Bretagne.
eru miðpunktur bæjarins. ófáar
kirkjur skoðuðum við með lista-
verkum sínum, enda frægar stórar
gottneskar dómkirkjur þar 9 tals-
ins, kirkjur sem merkilegar teljast
á heimsmælikvarða yfir 2 tugir og
hundruð annarra smárra og
stórra. Vil ég sérstaklega nefna
gottnesku dómkirkjurnar í
Quimper, Treguir og Pleiben, þar
sem er kirkja með máluðu lofti og
fegursta „Calvaire" eða minnis-
merki um krossfestinguna fyrir
utan. Og í Quimperle er merkileg
rómversk kirkja, sem vert er að
skoða. Hver bær á sér sinn
dýrðling og Bretagnebúar munu
Gömul kona meö stífaöan blúnduhöfuöbún-
aö sveitar sinnar.
eiga fleiri helga menn en nokkur
annar staður. Heigimyndir þeirra
tróna í kirkjunum, skornar í tré,og
dagur dýrðlingsins er frá fornu
fari hátíð þorpsins, þegar farnar
eru skrúðgöngur með hann. í
sjávarþorpunum gengið niður að
skipunum, og þau blessuð, áður en
þau leggja upp á vertíð, eins og
Islandsfararnir í þorpunum norð-
ur á skaganum áður fyrr.
Þá mun sjást mikið af konum í
þessum sérkennilegu bretónsku
þjóðbúningum, svörtum síðum
pilsum og með stífaðan hvítan
blúnduhöfuðbúnað. Hvert hérað á
sinn eigin höfuðbúnað á þjóðbún-
ingnum. Við sáum ekki margar
konur í þjóðbúningum, þó eldri
konur á nokkrum stöðum. Urðum
að láta okkur nægja að kynnast
þessum fjölbreyttu búningum í
safninu í Quimper.
Raunar er Quimper, sem er inni
í landi á suðuvesturhorni skagans,
góður staður til að stanza og
átta sig svolítið á menningu Bret-
ona fyrr og nú. Á torginu við þessa
glæsilegu gottnesku dómkirkju, er
annars vegar að finna mikið
listasafn með myndlist Bretona og
listamanna þaðan frá upphafi og
fram á þennan dag. En áfast
kirkjunni hjns vegar er í gömlu
biskupssetri nokkurs konar þjóð-
minjasafn Bretagnebúa. Það gefur
góða hugmynd um húsbúnað og
daglegt líf í héraðinu fyrr á tímum
og jafnvel nú. Þar má sjá útskornu
skápana og lokrekkjurnar, er síðar
hefur verið breytt í skápa sem
maður sér víða. Svo og risastóru
útskornu kornkisturnar, voldugu
borðstofuborðin og stólana með
strásetunum. Algengt hefur verið
að hafa setubekki með geymslu í
með veggjum fram og framan við
lokrekkjuna. Allt er þetta með
hefðbundnum fallegum útskurði,
og iðulega má sjá rokkhjólið, tákn
Bretagne í útskurðinum. Einnig
eru þarna gömlu verkfærin, spor-
járnin sem notuð eru við útskurð-
inn, sérkennilegu rokkarnir, svo
og búningasýning frá fyrri tíma.
Þar má sjá búninga hvers héraðs
fyrir sig.