Morgunblaðið - 31.05.1981, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 31.05.1981, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ1981 Menn kaupa ekki smiðsauga Halldór Karlsson í Smiðastofunni er gott dæmi um þann þorra athafnamanna á íslandi sem hafa byrjað með tvær hendur tómar, siglt fast og ákveðið eftir sínu striki til þess að sanna að íslendingurinn getur eins og hver annar skilað árangri í þvi sem hann tekur sér fyrir hendur. Halldór á glæsilegt safn tuga listaverka eftir 30 listamenn og annað áhugamál hans er skák. Með langri reynslu rímar hann við tízkuna i smíði og hönnun eldhúsinnréttinga sinna og frá upphafi leit hann á smíðarnar sem liftryggingu. Um áratuga skeið hefur hann smiðað fyrir fólk i öllum landshlutum enda segist hann sækja á mið fjöldans, en skyldi starfið byggjast á hugsjón? Texti: ÁRNI JOHNSEN Myndir: RAGNAR AXELSSON Halldór Karlaaon í Smíðaatofunni. Sýniahorn af aigin hðnnun og framlaiðalu. „Þetta starf er fyrst og fremst lífsbarátta, sem smám saman hef- ur þróast úr vísinum yfir í berið. Ég byrjaði með tvær hendur tómar og hélt áfram. Þetta er eins og að þróa skákina, það þarf vissa seiglu í lífsbaráttunni til þess að verða ofan á. Heppnin fæst ekki ókeypis, hún kemur með þrot- lausri vinnu, því víst er það rétt að Guð bjargar þeim sem bjarga sér sjálfir." „Fékk greitt fyrir- fram upp í væntan- leg vidskipti" „Þegar ég hóf minn atvinnu- rekstur byrjaði ég á því að kaupa mér fyrstu vélina fyrir launin mín, fyrir vinnu hjá Snorra í Húsasmiðjunni við að byggja við- byggingu við Aburðarverksmiðj- una árið 1952. Við byrjuðum tveir ungir strákar við að smíða smá húsgögn, barnarúm og eldhúsborð og stóla. Eg fór siðan yfir í innréttingasmíði á Grimsstaða- holtinu hjá Daníel Tómassyni, góður kall Tómas. Ég réðist í það árið 1956 að byggja lítið verkstæði, tvöfaldan bílskúr heima hjá mér og notaði húsnæðismálalán til þess að kaupa mér vélar og verkfæri og tvö til fimm þúsund krónur fékk ég fyrirfram upp í væntanleg viðskipti hjá ýmsum mönnum sem treystu mér. Skúrinn reis á einum mánuði með hjálp góðs vinar míns, Finns Hermannssonar, sem á hverju kvöldi í heilan mánuð létti mér róðurinn. I þessum bílskúr starfaði ég í ellefu ár, eða þar til leiðin lá niður í Súðavog í 140 fm húsnæði á hæð sem ég keypti þar og var snöggtum betri en skúrinn. Þar lágu átta ár með nokkra pilta í vinnu og fyrir sex árum flutti ég úr því húsnæði í 540 fermetra húsnæðið sem ég er nú í og virðist ekki veita af plássinu. Hjá mér vinna nú sjö smiðir og ein stúlka.“ Reynst mér bezt að búa smiðina til „Mér hefur reynst það best í gegnum árin að búa smiðina til. Flestir minna smiða eru frændur mínir af Austfjörðum og þeir hafa reynst prýðissmiðir. Sá sem hefur verið lengst hjá mér kom fyrir 19 árum. Viðskiptavinirnir eru orðnir margir í gegn um árin, þetta hefur hlaðið utan á sig frá ári til árs og það gerir starfið mjög lifandi og skemmtilegt að kynnast mörgu góðu fólki. Það er heilmikil lífs- reynsla að kynnast fólki úr öllum stéttum og öllum landshlutum og kynnin verða persónulegri með þeim hætti sem ég hef á með því að hafa sambandið við viðskipta- vinina á eigin hendi.“ Gekk með kvíguna yfir Fjarðarheiði „Sautján ára gamall, árið 1947, fór ég frá Seyðisfirði. Ég lærði smíðar hjá frænda mínum af Norðfirði, Stefáni Sigmundssyni. Þá voru erfið ár hér og mér er sérstaklega minnisstætt að maður gat ekki gengið inn í búö og keypt sér tommustokk. Þjóðin var svo fátæk að hún átti ekki gjaldeyri fyrir slíku og á það líklega ekki enn þótt nóg sé til af tommustokk- um nú. Þegar ég fór frá Seyðisfirði hafði ég átt heima um árabil í litlu og hlýlegu húsi inni á Bakka. Grunnfiötur hússins var 24 fm að stærð og í dag er það sama stærð og sum eldhúsin sem ég er að smíða innréttingar í. Á jarðhæð- inni inni á Bakka var eldhús og stofa niðri og tvö herbergi undir súð uppi. Þarna undi sjö manna fjölskylda glöð við sitt. Pabbi var sjómaður og land- verkamaður og hafði búskap fyrir sig og maður reyndi að leggja hönd á plóginn. Þegar ég var fjórtán ára keypti ég kvígu fyrir sumarkaupið mitt og kom með hana gangandi heim yfir Fjarðar- heiði haustið 1944. Þá voru fáir bílar á ferðinni og lítið um að bílferðir féllu til. Aðra kú eignuð- umst við ekki, en hún reyndist vel.“ Getum gert þetta sjálfir „Þú spyrð um minn tón í lífsbaráttunni? Mér finnst að ég hafi verið að byggja upp það sem er þjóðhagslega hagkvæmt, leggja áherslu á að við getum gert þetta sjálfir. Mitt sjónarmið er að við þurfum ekki að vera með neina minnimáttarkennd gagnvart því sem er útlent. Hér heima getum við unnið ekki síðri vöru en boðið er upp á erlendis og það er bæði þjóðhagslega hagkvæmt vinnulega séð og gjaldeyríslega að þetta starf sé unnið hér á landi. Minn Rætt við Halldór Karlsson í Smíða- stofunni tónn hefur fylgt reynslu þess manns sem byrjaði að rækta í litlu koti og síðan taka niðjarnir vænt- anlega við og halda áfram að auka og bæta.“ Hugdarefni til lífsfyllingar „Þótt starfið hafi tekið megnið af mínum tíma, þá tel ég ákaflega heppilegt fyrir hvern mann að eiga sér hugðarefni, lífsfyllingu, svo að starfið taki mann ekki algjörlega. Maður þarf að eiga persónulegt líf sem veitir manni lífsfyllingu og þar hefur skákin verið númer eitt hjá mér frá barnæsku, en síðari árin hefur það veitt mér mikla ánægju að kynn- ast góðum myndlistarmönnum og verkum þeirra, komast inn í þann undraheim sem fylgir þeim. Slíkt gefur manni nýja vídd að loknum starfsdegi." Vilji til að bjarga sér sjálfur Ég spurði Halldór um ágóða- vonina í rekstrinum og hvað sá þáttur léki stórt hlutverk. „Þetta var fyrst og fremst vilji til þess að koma sér upp aðstöðu til þess að bjarga sér sjálfur, geta notað hverja stund til vinnu án þess að vera með vangaveltur um lengd vinnutímans á þessum ár- um. Aðalatriðið var að geta unniö og oft var þetta tvöfaldur vinnu- tími fyrstu árin þótt afraksturinn væri ekki eftir því. Tækjakostur var takmarkaður og efnin erfið, seinlegt að skapa úr þeim hlutina. En það hefur mikið breyst með tilkomu nýrra efna og þróaðra véla. Ég hef ekki haft áhuga á að hafa reksturinn meiri en svo að ég næði sæmilega utan um þetta og þetta hefur þróast upp í að vera fjölskyldufyrirtæki. Eg tel það happasælast að hafa þetta ekki of stórt.“ Hraðar tízku- sveiflur „Jú, samkeppnin hefur aukist hin síðari ár. Þar vegur þyngst erlenda samkeppnin sem við eig- um að geta staðið af okkur með réttum tækjakosti og því að hafa með sér góðan vinnukraft. Með því móti ættum við ekki að þurfa að verða undir í baráttunni. En það eru hraðar tískusveiflur í þessum hlutum og það þarf að fylgjast vel með. Tískan er að vísu innflutt eins og í öðrum þáttum þar sem hún skiptir máli, en maður verður að gæta þess að hafa auga fyrir því sem fólk vill kaupa, finna nýtt form þegar eitt gengur yfir úr takti tískunnar. Okkar lán hefur verið að við- skiptavinunum fer fjölgandi frá ári til árs og það er vandalaust að auka umsvifin með bættri aðstöðu og auknum húsakosti ef maður vill á annað borð.“ Einstefna í samráði við viðskiptavininn „Hvað er það sem þú leggur áherslu á í hönnun þeirra innrétt- inga sem þú lætur smiða eftir þínum eigin teikningum?" „í gegnum árin hef ég yfirleitt hannað mína framleiðslu sjálfur. Þetta hefur verið eins konar einstefna, en þó í samráði við viðskiptavininn hverju sinni. Á hverjum tíma hef ég reynt að sameina hugmyndir viðskiptavin- arins og mínar, hlusta eftir þvi hvað er að baki óskum viðskipta- vinanna, en reynslan hefur þó leitt í ljós að það er nokkur hringrás í þessu. Þetta er eins og í fatatísk- unni, pilsfaldurinn er nokkuð rokkandi. Fyrst og fremst stílar maður þó upp á að smíða góða gripi fyrir hóflegt verð, innrétt- ingar fyrir fjöldann og einmitt þess vegna tel ég viðskiptin hafa aukist ár frá ári. Ég hef gætt þess að halda mig á þeim miðum sem fjöldinn rólar á, reynt að stíla upp á það að framleiðslan á hverjum tíma valdi því að viðskiptavinur- inn finni að hann er að gera góð kaup. Enda hef ég aldrei þurft að stunda auglýsingastarfsemi. Hinn ánægði viðskiptavinur hefur gert það alveg ókeypis að sjá fyrirtæk- inu fyrir nægum verkefnum." Menn kaupa ekki smiðsauga „Þú nefndir áðan að búa til smiði.“ „Já, til þess að geta fengið góða smiði finnst mér best að búa þá til, fá unga menn og þjálfa þá upp. Það tekur mislangan tíma eftir því hve góðum hæfileikum þeir eru gæddir en það er sérstakt happ að vera smiður af Guðs náð og ekki geta menn keypt sér smiðsauga. En þetta gengur í ættir og það er mikið um alls

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.