Morgunblaðið - 31.05.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.05.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1981 35 Með 120 tonna stýrimanns- réttindi - en hefnr aldrei komið á sjó ísafirAi. 30. mai. PHILIPPE Richard heitir 18 ára Frakki, sem kom til íslands í fyrsta sinn i auúst á siðasta ári, á veKum AFS. Nú 9 mánuð- um síðar er hann að útskrifast sem stúdent frá Menntaskólan- um á ísafirði, dúx i tveim föKum auk þess að taka 120 tonna stýrimannspróf við iðnskólann, vefnaðarnámskeið hjá hús- mæðraskólanum Ósk. í tóm- stundum málaði hann svo ok hélt málverkasýnintfu í bóka- safninu á Isafirði auk þess. sem hann hefur myndskreytt eina ljóðabók. Fréttaritari Morgunblaðsins hitti þennan fríska unga mann á heimili Ólafar Jónsdóttur, full- trúa AFS á ísafirði og ræddi lítillega við hann um Frakkland, skólann og AFS. Philippe er frá þorpinu Genlis í Bourgogne héraði í suðaustur Frakklandi um 600 km frá sjó. Þar ólst hann upp og gekk í skóla og lauk þaðan stúdentsprófi sl. vor. Hann langaði til að hleypa heimdraganum og þegar hann sá auglýsingu frá AFS um árs dvöl erlendis, sótti hann um. Hann var einn af fáum sem sótti um dvöl á Norðurlöndum. Að eigin sögn, var hann svo heppinn, að fá úthlutað eins árs dvöl hjá fjöl- skyldu á íslandi. Hann kom til íslands 16. ágúst sl. Eftir skamma dvöl í Reykjavík fór hann vestur til ísafjarðar til foreldra sinna um eins árs skeið, þeirra Péturs Sigurðssonar for- seta ASV og Hjördísar Hjartar- dóttur fúlltrúa hjá almanna- tryggingum. Það er venja í AFS- kerfinu að tala um foreldra og börn meðal skiptinema og við- komandi fjölskyldu. Að sögn Philippe voru erfið- ustu fögin í Menntaskólanum þessi sérislensku fög, haffræði, jarðfræði og veðurfræði. Þá var mjög erfitt að þurfa að læra fög á öðrum málum s.s. dönsku, sænsku og ensku. Það var líka gaman að læra um franskar bókmenntir á íslensku. Svo eru Rœtt við franskan skiptinema sem er að Ijúka stúdentsprófi fráMenntaskólanum á Isafirði nokkur hljóð sem ekki eru til í frönsku t.d. ár segir hann og tekur í hár sitt. L, ég get ekki sagt 1 eða þ. En gefum Philippe nú orðið: „Ég byrjaði að mála 13 ára og hef málað síðan. Það komu margir á málverkasýninguna mína í bókasafninu. Næsta haust fer ég í listaskóla í Frakklandi. >\SKÖIINN ISAHRDI Phillppt h*r»v 1 oltl« pröfur' í gr*ín»j» 1. ®týri»«s»n.» kói «>tvíí>ir.r, «*S; éjnkunr.u*: mi sig; r 9 Ai*un#«rmöi n U.b 5 a*.*Uo««r**Íur 6 Sjdrítvur 7.5 £mr«fmei 9 3k.íp«*er-e 9 S'áMn&*k* 10 tbiflr9i. Það sem mér þótti einkenni- legast á íslandi er, að hér eru engin tré. Fólkið er mikið sjálf- stæðara en í Frakklandi og hér giftist fólk mikið fyrr. í Frakk- landi klára menn fyrst nám og koma sér fyrir svo giftast þeir svona um 25 ára aldurinn. Hér er líka það öðruvísi að allir þekkja alla og allir eru jafnir. Én íslendingar drekka öðruvísi en Frakkar, hér verða allir blind- fullir. Ég held að við drekkum meira í Frakklandi, en við verð- um aldrei fullir. Það var gaman á vefnaðar- Pt tur Sigurðsson og Hjördís Hjartardóttir ásamt fóstursyninum ~ pp* • 1 —apÉi -—g[ námskeiðinu, ég óf værðarvoð, 7 trefla, borðrefil og gólfdregil allt úr íslenskri ull. Það er kannski svolítið skrítið, en ég hef aldrei á æfinni komið út á sjó, en nú er ég með 120 tonna stýrimannsrétt- indi. Það sem mér finnst best hér á íslandi sagði Philippe Richard er að hér er engin stéttaskipting. Hér eru allir jafnir. Úlíar Þátttaka fleiri íslenskra heimila FRÉTTARITARI ræddi lítillega við fulltrúa AFS International Intercultural Schoolarship á tsa- fjrði þær óiöfu Jónsdóttur og Önnu Karlsdóttur um málefni AFS. Þær sögðu að rekja mætti starfsemi samtakanna aftur til fyrri heimsstyrjaldarinnar að handarískir sjálfboðaliðar fóru til vigvallanna i Evrópu til að líkna særðum. Á milli styrjaldanna lá starfsemin að mestu leyti niðri. en i seinni heimsstyrjöldinni hófst starfið að nýju, með svipuðu sniði. Eftir styrjöldina breyttust starfs- hættir samtakanna i núverandi horf, þ.e. að auka tengsl þjóða i milli með skiptum á ungu fólki til lengri eða skemmri dvalar. Fram- an af var aðeins um að ræða skipti milli Bandaríkjanna og Evrópu. En nú er komin sérstök Evrópuskrifstofa sem sér um nemendaskipti innan Evrópu. Ís- land hefur á seinni árum verið virkur þátttakandi i þessari starfsemi, en nokkuð erfiðlega hefur gengið að fá íslensk heimili til að taka við erlendum skipti- nemum i sama hlutfalli og héðan fara. Þa>r stöllurnar Anna og ólöf vildu hvetja islenskar fjölskyldur til meiri virkni i þessu merka starfi til eflingar skilnings og vináttu þjóða í milli. er nauðsynleg ólöf Jónsdóttir hefur eftirlit með samskiptum nema og heim- ila. F’réttaritari Morgunblaðsins hafði samband við hina íslensku „foreldra“ Philippe þau Hjördísi Hjartardóttur og Pétur Sigurðs- son. Þau voru bæði mjög ánægð með veru hins unga Frakka á heimili þeirra um nálega eins árs skeið. Þau sögðu að sambúð þeirra hefði verið í alla staði mjög ánægjuleg og ekki undan neinu að kvarta. Þau óttuðust það eitt helst að þessi ungi „sonur" þeirra Anna Karlsdóttir fylgist með skólamálunum. ofgerði sér með of mikilli vinnu. Þau hafa áður verið með skipti- nema, en þá til skemmri dvalar. Hjördís sagði, að þetta væri stór- kostlegt upplifelsi og Pétur tók undir það. Hann bætti því við að lokum, að verkefni Philippe í bókmenntasögu hefði verið að greina ljóðið „Dagurinn og vatnið“ eftir Stein Steinarr. Ljóð, sem flestir íslendingar ættu fullt í fangi með að skilja. fj,. Sigríður Hagalin og Gísli Hall- dórsson i hlutverkum sínum i Rommi. Rommí í Kefla- vík og á Flúðum LEIKRITIÐ Rommí hefur nú ver- ið sýnt á annað ár hjá Leikfélagi Reykjavíkur og er enn uppselt á allar sýningar þess. Leikfélagið hyggst nú fara í leikför með Rommí í sumar, og hefur þegar hafið sýningar á því í nágranna- byggðarlögunum. Tvær sýningar voru á Akranesi um síðustu helgi en í kvöld verður leikritið sýnt í Félagsbíói í Keflavík og á mánu- dag á Flúðum. Jafnframt eru sýningar í fullum gangi í Reykja- vík. Nýjungamar fylgja Örugg og tæknilega fullkomin. Ódýr, stílhrein og auöstillanleg. Glæsileg i nýja baöherbergiö og eldhúsiö og auötengjanleg viö endurnýjun á gömlu. Leitiö upplýsinga. Biöjiö um myndlista. & Kaupfélagið Fram Neskaupstað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.