Morgunblaðið - 07.06.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.06.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JUNI 1981 5 Sjónvarp á mánudagskvöld: Þar er allur sem unir - breskt sjónvarpsleikrit Á dagskrá sjónvarps á mánu- Þegar Indland hlaut sjálfstæði dagskvöld er breskt sjónvarps- árið 1947, sneru flestir Bretar, leikrit, Þar er allur sem unir, sem btusettir voru í landinu, aftur byggt á sögu eftir Paul Scott. heim til sín. Sárafáir héldu kyrru Handirt Julian Mitchell. Leik- fyrir, en í þeim hópi voru Small- stjóri Silvio Narizzano. í aðal- ey-hjónin, einu Englendingarnir hlutverkum eru Trevor Howard sem urðu eftir í Pankot-héraði. og Celia Johnson. Þýðandi er Kristmann Eiðsson. Trevor Howard og Celia Johnson í hlutverkum sinum i breska sjónvarpsleikritinu „Þar er allur sem unir“, sem sýnt verður á mánudagskvöld, annan i hvitasunnu. Fast þeir sóttu rekann — ný íslensk heimildamynd Á dagskrá sjónvarps kl. 20.30 i kvöld er ný islensk heimilda- mynd eftir Ola Örn Andreassen og Jón Björgvinsson. Myndin lýsir rekaviðarleiðangri með bát frá Reyðarfirði norður undir Langanes. Sagt er frá byggð á Langanesi og rætt við síðasta bóndann þar, Björn Kristjánsson í Skoruvík. Það vcrður Ragnar Bjarna- son sem sest i útvarpsstjóra- sætið i dag kl. 14.00 og ræður dagskránni fram að miðdeg- istónleikum sem hefjast kl. 15, í þættinum Dagskrár- stjóri i eina klukkustund. Sjónvarp í kvöld: Á bláþræði 1. þáttur í norsk- um myndaflokki Á dagskrá sjónvarps i kvöld er fyrsti þáttur af fjór- um i norskum myndaflokki. sem byggður er á skáldsögu eftir Nini Roll Anker (1873- 1942). Sjónvarpshandrit gerði Ase Vikene. Leikstjóri er Eli Ryg. í aðalhlutverkum eru Katja Medböe, Anne Marit Jacobsen, Marie Louise Tank og Kirsten Hofseth. Þýðandi er Jón Gunn- arsson. Sagan gerist á fjórða ára- tugnum og lýsir kjörum nokk- urra kvenna, sem vinna á saumastofu. Katja Medöe sem Karna i norska myndaflokknum „Á bláþræði“. Messur um hvítasunnu Á hvítasunnudag kl. 11.00 er útvarp frá messu í Akureyrar- kirkju. Séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup prédikar, séra Birgir Snæbjörnsson þjónar fyrir altari. Organleikari er Jakob Tryggva- son. Kl. 17.00 sama dag er hvíta- sunnuguðsþjónusta í sjónvarpi. Séra Eiríkur J. Eiríksson, prófast- ur á Þingvöllum, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Selfoss- kirkju syngur. Orgelleikari Glúm- ur Gylfason. Stjórn upptöku Karl Jeppesen. Á annan í hvítasunnu kl. 11.00 verður útvarpað messu í Akraneskirkju (sem hljóðrituð var á hvítasunnudag). Prestur er séra Björn Jónsson. Organleikari Haukur Guðlaugsson. A dagskrá sjónvarps á þriðjudags- kvöld er annar þáttur í breska myndaflokknum Óvænt endalok, og nefnist hann „Spáð í spil“. Þýðandi er Óskar Ingimarsson. Myndin er af Susan Strasberg og Max Gail í hlutverkum sinum í þættinum. Barnatími Á dagskrá hljóðvarps i dag kl. 17.20 er barnatími. Stjórnandi er Guðríður Lillý Guðbjörnsdóttir. Meðal annars les Guðrún Helga- dóttir úr bók sinni „í afahúsi“ og stjórnandinn les sögu Stefáns Jónssonar „Vinur minn Jói og appelsínurnar". Ililmar B. Ingólfsson. skóla- stjóri i Garðabæ. talar i þættinum Um daginn og vcginn i hljóðvarpi á mánudagskvöldið kl. 19.40. Kl. 18.10 í kvöld birtist hann á skjánum þessi, en þá hefst endur- sýning á sænska myndaflokknum um Emil i Kattholti i þrettán þáttum. Myndaflokkurinn er byggður á sögu eftir Astrid Lindgren um hinn hugmyndaríka og framtakssama æringja, Emil í Kattholti, sem er vænsti drengur, en oft dálítið óheppinn. Þýðandi er Jóhanna Jó- hannsdóttir og sögumaður Ragn- heiður Steindórsdóttir. Tvær frábærar ferðir um RÚTUFERÐ um Noreg, Svíþjóð og Finnland 17. júlí - 1. ágúst Einstaklega viðburðarík og skemmtileg tveggja vikna ferð um heimkynni fraenda okkar á Norðurlöndum. Stórbrotið og fallegt landslag heimamanna blasir hvar- vetna við, þröngir firðir og snarbrattir fjall- garðar eru þræddir og stórborgir heim- sóttar. 17. júlí Keflavík - Þrándheimur 18. júlí Þrándheimur 19. júli Sundsvall (Svíþjóð) - Vaasa (Finn- land) 20. júli Vaasa - Seinajoki 21. júli Tampere - Hyvinkaa 22. júli Helsinki - Borgá - Jarvenpá - Hyvinkaa 23. júli Riihimaki - Abo 24. júlí Abo 25. júlí Stokkhólmur 26. júlí Stokkhólmur 27. júli Osló 28. júli Osló 29. júli Gol 30. júlf Bergen 31. júli Bergen 1. ágúst Bergen - Keflavík Áætlað verð kr. 7.200.- Innifaliö: Flug, hótelgisting með morgun- verði, 1/2 fæði í hluta ferðarinnar, rútu- fe/ðir, bátsferðir og íslensk fararstjórn. T0R0NT0 24. júní Hinar ódýru leiguflugsferöir okkar til Toronto fyllast hver af annarri en ennþá eru laus sæti í 3ja vikna ferð 24. júní. Við mælum hiklaust með Toronto - þú finnur þar endalaust ný og spennandi viðfangsefni á hverjum degi. TJALDFERÐ um Noreg og Svíþjóð 17. júll - 1. ágúst Þaö fylgir ævinlega mikíl stemning tjald- ferðunum um Norðurlöndin. í sumar verður efnt til sérstaklega ódýrrar tjald- ferðar í tengslum við flug til Þrándheims 17. júlí og ef við þekkjum tjaldferða- farþegana rétt þá verður ósvikið lif í tusk- unum allan tímann! 17. júli Þrándheimur 18. júli Þrándheimur 19. júlí Ostersund 20. júli Sundsvall 21. júli Stokkhólmur 22. júlí Stokkhólmur 23. júlí Stokkhólmur 24. júli örebro 25. júli Karlstad 26. júli Osló 27. júfí Osló 28. júli Osló 29. júlí Geilo 30. júlí Hardangursfjord 1. ágúst Bergen Áætlað verð kr. 3.800.- Innifaliö: Flug, rútuferðir, greiðsla fyrir tjaldsvæði og íslensk fararstjórn. Þrjár rútuferðir um ÍRLAND 20. júlí - 30. júlí (tengslum við 11 daga ferð til Dublin verða farnar þrjár mismunandi rútuferöir um hin gullfallegu heimkynni (ra. Komið er til fjölmargra sögufrægra staða og sveita- rómantíkin blómstrar hvarvetna. Dvalist er i Dublin í upphafi og lok ferðarinnar, en rútuferðirnar eru 4-5 daga langar. Áætlað verð kr. 4.880,- Innifatið: Flug, gisting með morgunverði, akstur og islensk fararstjórn. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.