Morgunblaðið - 07.06.1981, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ1981
INNGANGUR
Það hefur alltaf þótt tíðindum
sæta þegar kvika hefur brotið sér
leið upp á yfirborð jarðar og
myndað svört eyðileg hraun. Hér-
lendis hafa atburðir sem þessir
gerst æ algengari hin síðari ár,
þannig að jafnvel áhugamönnum
um eldgos hefur þótt nóg um. En
oft vill gleymast að eldvirkni er
einnig til víða erlendis og er sú
eldvirkni oft af öðrum og mikiu
hættulegri toga en hérlendis.
Hættulegustu eldgos sem menn
þekkja eru yfirleitt bundin þeim
svæðum þar sem tvær plötur
rekast saman (t.d. Japan, Alaska,
Suður-Ameríka). Mörg þeirra
máetti eflaust kalla hamfaragos,
en þeim fylgir venjulega mikið
eignatjón og önnur eyðilegging,
dauðsföll, landslagsbreytingar og
jafnvel hugsanlega veðurfars-
breytingar. Þetta mikla tjón staf-
ar af mikilli sprengivirkni, en þá
myndast hlutfallslega mikið af
vikri og ösku í stað hrauna. Þessi
sprengivirkni stafar svo aftur af
eiginleikum og efnasamsetningu
kvikunnar, en hún er yfirleitt
kísilrík (súr eða ísúr), gasrík og
köld (900—1000°C), og er því mun
kaidari og seigari en við eigum að
venjast t.d. frá Kröflueldum.
Vegna mikillar seigju kvikunnar á
gasið, sem uppleyst er í henni,
mjög erfitt með að sleppa burtu og
safnast því fyrir. Gasþrýstingur-
inn í kvikunni undir fjallinu vex
því gífurlega, þar til kvikan og oft
fjallið fyrir ofan, svo að segja,
springur í loft upp.
Eldvirkni á Islandi er oftast
mun hættuminni en sú eldvirkni
sem hér var lýst, enda er hér
miklu meira af þunnfljótandi bas-
ískri kviku en víða erlendis. Hér á
landi einkennist eldvirknin af því
að mislangar sprungur opnast og
heit (1050—1150°C), kísilsnauð
(basísk) kvika streymir með mikl-
um hraða úr sprungunni. Kvikan
er þunnfljótandi og gasið streymir
auðveldlega úr henni, eins og sést
í fallegri kvikustrókavirkni slíkra
eldstöðva, t.d. Kröflu. Meðan gasið
sleppur svona auðveldlega úr kvik-
unni er sprengihætta lítil og
öskumyndun því hverfandi.
Mannskaði er yfirleitt enginn, en
mesta hættan liggur í því að
sprungur opnist beinlínis undir
fótum manna eða þeir verði undir
HIMINN
og
JÖRÐ
margar eldfjallastöðvar víða um
heim, m.a. í Bandaríkjunum, Sov-
étríkjunum, Ítalíu, Japan og síðast
en ekki síst á íslandi, þ.e. Norræna
eldfjallastöðin. Framfarir í eld-
fjallarannsóknum hafa oft komið í
stökkum í kjölfar einhvers af-
drifaríks eldgoss. Sem dæmi um
fræg eldgos sem stuðlað hafa að
mikilli aukningu rannsókna á
eldfjöllum eru t.d. gosið í Krak-
atoa 1883, Mt. Pelée 1902 og
Katmai 1912. Við skulum nú líta á
gosið í Mt. Pelée 1902, en það er
trúlega eitt frægasta eldgos síðan
Vesúvíus gaus árið 79 e. Kr.
GLÓANDI ELDSKÝ
Eyjan Martinique í Karabíska
hafinu er hluti af eyjakeðju, sem
nefnist Minni-Antillaeyjar, og er
hún um 400 km norður af Suður-
Ameríku. Eins og aðrar eyjar í
keðjunni er Martinique hlaðin upp
í eldgosum og nyrst á eynni er
eldfjallið Mt. Pelée (1450 m), sem
hlaut heimsfrægð 8. maí 1902,
þegar glóandi eldský frá fjallinu
fór yfir bæinn St. Pierre og
grandaði á svipstundu um 30.000
manns. Jarðfræðingar höfðu
Glóandi eldský streymir í sjó
fram í gosinu í Mt. Pelée 16.
desember 1902. Skýið nær
um 4 km í loft upp.
Franski eldfjallafræðingurinn
Lacroix kallaði þetta fyrirbæri
„nuée ardente" (glóandi ský), en á
íslensku hefur þetta ýmist verið
nefnt glóandi eldský, gjóskuskriða
eða jafnvel helský. Við frekari
rannsóknir í Mt. Pelée kom þó í
ljós að nafngiftin var dálítið
villandi, þar sem skýið reyndist
ekki vera mikilvægasti hluti „nuée
ardente", heldur glóðheit skriða
sem flæðir niður fjallshlíðarnar
undir skýinu. Skýið sjálft, sem er
brennheit blanda af gasi, vikri og
ösku, myndast við uppstreymi og
útþenslu á gasi frá skriðunni.
Glóandi eldský geta myndast
þegar gígrás stíflast meðan á gosi
stendur. Seig kvikan undir fjallinu
mettast af gasi, og gas tekur að
losna úr kvikunni og þrýsta á
tappann sem stíflar gígrásina.
Tappinn getur gefið sig skyndilega
og brýst þá út 1000°C heit blanda
af gasi og kviku, sem flæðir niður
hlíðar fjallsins með ofsahraða. Við
það að sleppa út lækkar þrýsting-
urinn mjög umhverfis kvikuna,
þannig að heitt gas streymir
látlaust úr kvikunni og tætir hana
sundur í „freyðandi grjótmola",
sem sumir eru úr föstu bergi en
aðrir að hluta bráðnir. Útþensla
gassins í skriðunni veldur því að
grjótmolarnir í skriðunni snerta
ekki hver annan, heldur umlykur
gaspúði alla molana, þannig að í
raun flæðir skriðan áfram á loft-
púða. Það er því ekki að furða að
þessi 1000°C heita skriða (og
eldský) nái allt að 200 km hraða á
hraunstraumi, sem oft streymir
með allt að 60 km hraða á
klukkustund nálægt eldstöðinni.
Þetta er hin almenna mynd, en að
sjálfsögðu geta margar eldstöðvar
hérlendis spillt lífi og landi í
öflugum sprengigosum (t.d. Hekla
og Öræfajökull).
Rannsóknir á virkum eldstöðv-
um eru nauðsynlegar og síðast-
liðin 100 ár hafa sprottið upp
Þessi mynd er tekin í mars
1903 og sýnir rústir borgar-
innar St. Pierre. í bakgrunni
sést eldfjallíð Mt. Pelée og
stendur gígtappi upp úr fjall-
inu.
aldrei séð glóandi eldský og
þekktu fyrirbærið ekki, en síðar í
þessu gosi fylgdust þeir með
öðrum eldskýjum og gátu þannig
áttað sig á eðli þeirra og uppruna.
í dag viðurkenna jarðfræðingar
glóandi eldský, ásamt eðjustraum-
um og jökulhlaupum, sem hættu-
legasta og jafnframt einn
mannskæðasta hluta allrar eld-
virkni.
Nærmynd af gígtappanum á toppi Mt. Pelée, tekin 15. mars
1903. Örvarnar benda á menn í forgrunni myndarinnar.