Morgunblaðið - 07.06.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ1981 fltovgtiiililfifrife Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið. Niðurstöður voru birtar í tveimur skoðanakönnun- um á föstudaginn, í þeim báðum kemur fram vantraust á meirihluta vinstri manna í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir spurði Reykvíkinga að því, hvaða flokk þeir myndu kjósa, ef nú væri gengið til borgarstjórnakosninga. Sé. mið tekið af þeim, sem tóku afstöðu til stjórnmálaflokk- anna fengi Alþýðuflokkurinn 6,6% atkvæða, Framsóknar- flokkurinn 5,3%, Sjálfstæðis- flokkurinn 71% og Alþýðu- bandalagið 17,1%. Vinstri meirihlutinn væri kolfallinn samkvæmt þessu. Dagblaðið spurði Reykvíkinga að því, hvort þeir teldu að næst bæri að færa byggð í Reykjavík út til Rauðavatnssvæðisins eða Keldnalands. Sé aðeins tekið mið af svörum þeirra borgar- búa, sem tóku afstöðu til þessarar spurningar, eru niðurstöðurnar þær, að 55% telja Keldnaland, sem sjálf- stæðismenn mæla með, heppilegri kost en Rauða- vatnssvæðið, sem er kjörland vinstri meirihlutans. Skipulagshugmyndir vinstri manna eru einu veiga- miklu tillögurnar, sem þeir hafa kynnt á stjórnarferli sínum í Reykjavík. Þær hug- myndir njóta ekki stuðnings meirihluta borgarbúa, ef marka má könnun Dagblaðs- ins. Raunar þarf engan að Reykjavíkurborgar og nær dregur kosningum. Nú er tæpt ár til sveitar- stjórnakosninga og er sú and- úð, sem Reykvíkingar hafa á meirihluta vinstri manna með ólíkindum. Sjálfstæðis- menn hafa ræktað tengsl sín við borgarbúa, til dæmis efndi Davíð Oddsson oddviti þeirra í borgarstjórn til hverfafunda á liðnum vetri og ræddi við menn á vinnustöð- um þeirra. Vinstri menn hafa hins vegar látið sem svo, að þeir einir viti. Þeir þurfi ekki að ræða neitt við hinn al- menna borgara, heldur sé nóg fyrir menn að bíða eftir fyrirmælum að ofan. Ibúa- samtök hafa verið virt að vettugi. Forseti borgarstjórn- ar, Sigurjón Pétursson, neit- aði að skrifa undir beiðni til stuðnings Viktor Kortsnoj. Björgvin Guðmundsson for- nefnda er svokallað punkta- kerfi, sem vinstri menn fundu upp og á að vera eins konar sjálfvirk sía við lóðaúthlutan- ir í borginni. Auðvitað var fljótlega gripið til þess ráðs að mismuna borgarbúum með því að búa til undantekn- ingar, ekki þurfa allir að fara í gegnum sjálfvirku síuna. Hinum er síðan svarað á þann veg, að punktakerfið útiloki þá. Því miður geti enginn hróflað við niðurstöðum þess, allir borgarbúar séu með því dregnir í dilka og verði að dúsa í þeim. Punktakerfið er dæmigert afsprengi glund- roðakenningarinnar. Til að komast hjá togstreitu sín á milli ákváðu vinstri flokkarn- ir að verðmerkja borgarbúa, ef þannig má að orði komast. Undir stjórn vinstri meiri- hlutans hefur borgin staðnað. Hvergi hafa komið fram Vantraust á vinstri menn undra það, því að hér er um skipulagsslys að ræða. Veiga- mikil rök mæla gegn því að byggð rísi á Rauðavatnssvæð- inu, eins og sjálfstæðismenn hafa rækilega haldið á loft. Við frekari kynningu á hug- myndum vinstri manna í skipulagsmálum mun fylgi borgarbúa við þær minnka en alls ekki aukast. Þetta mál á því enn eftir að draga úr fylgi vinstri flokkanna, þegar hiti færist í umræður um málefni ystumaður Alþýðuflokksins í borgarstjórn, beitti valdi sínu til að komast í forstjórastöðu hjá Bæjarútgerð Reykjavík- ur. Framsóknarflokkurinn, litli bróðir í meirihlutanum, hefur dinglað með og reynt að skara eld að sinni köku eftir bestu getu. Einkenni á stjórnarháttum vinstri manna í borgarstjórn hefur verið tillitsleysi við borgarbúa og tilhneiging til að skjóta sér undan ábyrgð. Skýrasta dæmið um hið síðar- ferskar og skynsamlegar hug- myndir. Helsta ástríða meiri- hlutans hefur verið sú að hækka skatta. Rúmt ár er síðan Sigurjón Pétursson gekk með betlistaf í hendi á fund samflokksmanna sinna, þeirra Svavars Gestssonar fé- lagsmálaráðherra og Ragnars Arnalds fjármálaráðherra, til að fá þá til að beita sér fyrir því, að heimildir sveitar- stjórna til að leggja á útsvar yrðu rýmkaðar. Meirihluti ríkisstjórnarinnar á Alþingi varð auðvitað við þessum til- mælum. Sé niðurstaðan í skoðana- könnun Vísis metin frá póli- tískum sjónarhóli, sést að með öllu eru ástæðulausar furðukenningar stjórnarmál- gagnsins Dagblaðsins um að nauðsynlegt sé að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í Reykja- vík til að hann endurheimti aftur meirihluta sinn. Þær vangaveltur sýnast settar fram til að skaða Sjálfstæðis- flokkinn en ekki efla. Stjórn- arsinnar á Dagblaðinu og annars staðar verða auðvitað að gera það upp við sig fyrr en seinna, hvort þeir ætla að eiga samleið með hinum mikla fjölda, sem fylkir sér um Sjálfstæðisflokkinn eða róa á sömu mið og vinstri menn. Þá hljóta vinstri menn einnig að hugsa sinn gang. Hafa framsóknarmenn og kratar áttað sig á því, hve alvarleg áhrif samstarfið við kommúnista í borgarstjórn Reykjavíkur hefur haft á stöðu flokka þeirra? Ætla oddvitar þessara flokka í borgarstjórn að láta eins og allt leiki í lyndi? Æskilegt væri að fá sem fyrst að vita, hvort vinstri flokkarnir ætla að ganga til kosninga með þá stefnu að vinna saman að þeim loknum. Kommúnistar eru auðvitað talsmenn óbreytts ástands á þessu sviði sem öðrum — en ráða þeir einnig kosningastefnu hinna flokkanna í borgarmálum? Miðað við niðurstöðuna í könnun Vísis hlytu sjálfstæð- ismenn að fagna því, ef vinstri menn gengu samein- aðir til næstu borgarstjórn- arkosninga. Rey kj aví kurbréf Laugardagur 6. júní Almenna bóka- félagiö Aðalfundur Almenna bókafé: lagsins var haldinn fyrir nokkru. I skýrslu stjórnarformanns félags- ins, Baldvins Tryggvasonar, kom fram, að á liðnu ári gaf félagið út samtals 41 nýja bók og að auki 61 bók, sem ýmist hafði verið endur- prentuð eða endurunnin á árinu. Það voru því 102 bækur, sem AB gaf út á árinu 1980. Baldvin Tryggvason lýsti auknum umsvif- um með þessum orðum: „Er hér um verulega aukningu að ræða frá fyrra ári, sem sést kannske best á því, að árið 1980 voru bundin inn 164.659 bindi nýrra og eldri bóka, en árið 1979 voru bindin 115.135 að tölu. Aukningin er rúmlega 43%.“ Árið 1974 stofnaði Almenna bókafélagið fyrsta raunverulega bókaklúbbinn hér á landi, þar sem félagsmönnum gefst færi á að kaupa bækur á tiltölulega lágu verði, sem yfirleitt eru ekki fáan- legar á almennum markaði. Félag- ar í klúbbnum eru nú orðnir yfir 10 þúsund og þar hafa margar góðar bækur verið gefnar út. Má þar sérstaklega nefna íslenskt Ijóðasafn, úrval íslenskra ljóða og þýddra ljóða undir ritstjórn Kristjáns Karlssonar, bókmennta- fræðings. Á aðalfundi AB á dög- unum skýrði Baldvin Tryggvason frá því, að á þessu hausti kæmi út fyrsta bindi í nýju safnriti á vegum bókaklúbbsins, íslensku smásagnasafni, einnig undir rit- stjórn Kristjáns Karlssonar. Af stórútgáfum Almenna bóka- félagsins á þessu ári má nefna, að væntanlegt er ritsafn Tómasar Guðmundssonar skálds í 10 bind- um. í ritsafninu verða verk þjóð- skáldsins bæði í bundnu og óbundnu máli. Þá hlýtur það að teljast til merkra tíðinda, að í haust koma út hjá AB tvö fyrstu bindin af hinu heimsfræga rit- verki Don Kikoti eftir spænska skáldið Cervantes, en allt verkið verður í 8 bindum og hefur Guðbergur Bergsson rithöfundur annast þýðingu á þessu mikla verki. Vonandi stígur Almenna bókafélagið frekari spor á sömu braut og kynnir íslendingum í vönduðum þýðingum fleiri meist- araverk heimsbókmenntanna. í ræðu sinni á aðalfundinum boðaði Baldvin Tryggvason þau áform félagsstjórnar að hefja í haust útgáfu á nýju tímariti, sem helgaðyrði menningarmálum. Var ákvörðun um tímaritið tekin á síðasta ári, þegar þess var minnst, að 25 ár voru Iiðin frá stofnun Almenna bókafélagsins. Samdráttur í bóksölu Fá fyrirtæki auglýsa fram- leiðslu sína meira en bókaútgáf- urnar. í hugum margra eru aug- lýsingar þeirra nátengdar jóla- undirbúningnum. Löngum hefur verið um það rætt, að óheppilegt sé, að meginþorri allra íslenskra bóka komi út á haustin. Af og til verður þess vart, að bókaútgáfu- fyrirtækin reyni að brjótast út úr þessari venjubundnu hringrás. Ástæðan til þess, að áhugi á því er ekki almennari en raun ber vitni, er sú, að það hefur til þessa ekki verið arðbært að gefa út bækur á öðrum tíma. Ekkert fyrirtæki ber sig, sem gefur út bækur, er enginn hefur áhuga á að kaupa eða lesa. Fram hjá þessari staðreynd verð- ur ekki komist, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Því miður eru bókaútgáfufyrir- tæki almennt ekki rekin fyrir opnum tjöldum, ef þannig má að orði komast. Það er að segja, almenningur á ekki beinan aðgang að upplýsingum um hag þeirra og afkomu. Þetta á þó ekki við um Almenna bókafélagið, því að á aðalfundi þess er gerð nákvæm grein fyrir fjárhagslegri afkomu, reikningar lagðir fram og skýrðir. í skýrslu Brynjólfs Bjarnasonar framkvæmdastjóra á aðalfundi AB kom fram, að afkoma félagsins hefði verið góð á síðasta ári, þótt almennt hafi sala bóka í landinu dregist saman um 10—15%. Sagði hann, að ekki færi á milli mála, að bóksalar væru tiltölulega óánægð- ir með söluaukninguna á síðasta ári. Um ástæðurnar fyrir þessu sagði Brynjólfur Bjarnason, að í fyrsta lagi hefði kaupmáttur launa minnkað á síðasta ári og þar með kaupgetan. í öðru lagi væri ekki ólíklegt, að deilan um veit- ingu bóksöluleyfis til Hagkaups í desember hafi spillt fyrir bóksölu. Og í þriðja lagi hefðu bækur hækkað meira fyrir jólin 1980 en verðbólgan. Almenna bókafélagið á og rekur Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og í yfirliti Brynj- ólfs Bjarnasonar yfir afkomu hennar kom fram, að þar hafði sala íslenskra bóka aðeins aukist um tæp 40% á árinu 1980, þegar verð hækkaði um 55—60%. Væri því um magnminnkun að ræða. Fróðlegt væri að fá viðhorf annarra útgefenda til þessa máls. Sé um samdrátt í sölu bóka á íslensku að ræða, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir orsökum hans. Skýringar Brynjólfs Bjarna- sonar eiga vafalaust við rök að styðjast. Ekki er víst, að þær séu tæmandi. Hvað um hlut hljóm- platna á gjafamarkaði? Er notkun myndbanda (video-tækja) orðin svo mikil, að hún dragi úr áhuga á bókum? Hvað um stærri helgar- blöð? Og þannig mætti lengi telja. Nýir tímar í skýrslu Brynjólfs Bjarnasonar framkvæmdastjóra kom fram, að á árinu 1980 hafi Almenna bókafé- lagið greitt 60 milljónir gkróna í höfunda- og ritlaun. Á árinu 1979 greiddi félagið 28 milljónir í slík laun og var hækkunin á milli ára því 111%. Þessi mikla hækkun á rætur að rekja til þess, að nýtt fyrirkomulag á greiðslu ritlauna hefur verið að komast í fram- kvæmd. Má rekja það til samn- ings, sem gerður var milli Félags íslenskra bókaútgefenda og Rit- höfundasambands íslands árið 1975 og þó sérstaklega til samn- ings, sem tók gildi á síðasta ári. Samkvæmt þessum samningum fylgir Almenna bókafélagið þeirri meginreglu að greiða höfundum ákveðna prósentu af söluverði hverrar bókar. Samhliða þessum breytingum á höfundagreiðslum hafa almennar bóksölureglur verið að breytast, það er að segja uppgjörið milli bókaútgefenda og bókaverslana. Verslanirnar kaupa nú bækur í meira mæli en áður, en hér hefur til margra ára gilt sú regla, að bókaútgefendur ættu bækur í verslunum, þar til þær skila inn svokallaðri bókaleifaskrá einu sinni á ári. Bækur hafa því verið seldar í umboðssölu. Nú munu vera um 100 bókaverslanir um land allt og má rekja fjölda þeirra til þessa kerfis. Brynjólfur Bjarnason skýrði frá því, að í könnun, sem nýlega var gerð á Norðurlöndunum hafi komið í ljós, að í Danmörku væru 1,2 bóka- verslanir á hverja 10 þúsund íbúa, 0,6 í Svíþjóð og 1 í Noregi en hér á landi taldi hann vera 4,4 bóka- verslanir á hverja 10 þúsund íbúa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.