Morgunblaðið - 26.06.1981, Page 1

Morgunblaðið - 26.06.1981, Page 1
40 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 140. tbl. 68. árg. FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bretland: Herskipum fækkað fyrir kjarnavopn London, 25. júní. AP. BRESKA rikisstjórnin tilkynnti i daK. að ákveðið hefði verið að fækka herskipum i breska flotan- um um 12 og jafnframt yrði fækkað i sjóhernum um 9000 menn. Jafnframt þessu var til- kynnt um aukin fjárframlög til flughersins og kafbátaflotans. Við þessum niðurskurði hafði verið búist og raunar allmiklu meiri en raun varð á. Höfuðástæðan fyrir þessum samdrætti í breska flotanum eru kaup Breta á nýjum, bandarískum Trident-eldflaugum, sem koma eiga í stað Polaris-eldflauga en á þær þykir ekki lengur treystandi fyrir elli sakir. Endingartími þeirra rennur út snemma á þess- um áratug. Fyrirhugaður niðurskurður á flotanum hefur verið mikið gagn- rýnisefni i Bretlandi að undan- förnu en John Nott, varnarmála- ráðherra svaraði því til þegar hann varði ákvörðun stjórnarinn- ar í neðri deildinni í dag, að meiri vörn væri i einum Trident-kafbáti en nokkru öðru einstöku hern- aðartæki. „A tímum, þegar kjarn- orkuvopn verða ekki sniðgengin, er hér um að ræða öruggustu leiðina fyrir Breta til að verja sjálfa sig og heimsfriðinn," sagði Nott. Spánn: Þjóðyarðliðum birt morðákæra Madrid, 25. júni. AP. ÞRÍR spænskir þjóðvarðliðar, sem sitja á bak við lás og slá, voru i dag ákærðir fyrir morð og þykir það tíðindum sæta fyrir það að þetta er í fyrsta sinn frá dögum borgarastyrjaldarinnar á Spáni, sem þjóðvarðliðar eru sak- aðir um meiriháttar glæp, þótt oft hafi þótt ærin ástæða til. Herlögregla og borgaraleg halda Líbería: Slegist um rússneskan njósnabúnað Monroviu. 25. júni. AP. ÖRYGGISLÖGREGLUMENN í Monroviu. höfuðborg Liberiu, lögðu i dag hald á háþróaðan rafeindabúnað, sem ætlaður hafði verið rússneska sendiráð- inu. Að þeirra sögn kom búnað- urinn með sovésku flutn- ingaskipi og kom til handalög- mála milli rússnesku skipverj- anna og hafnarvarða þegar Rússarnir vildu sniðganga eðli- legt eftirlit með varningnum. Fyrr í þessum mánuði rak líberíska stjórnin úr landi níu sovéska sendiráðsmenn, grun- aða um njósnir, og að sögn stjórnvalda var þessi rafeinda- búnaður þeim ætlaður. Þegar rússneska skipið kom í höfn vildu skipverjar umsvifa- laust flytja varninginn í land á flutningabíl frá sendiráðinu, sem beið utan hafnarsvæðisins, en hafnarverðir neituðu því og sögðu, að búið væri að loka hafnarsvæðinu. Rússarnir undu því illa og kom til slagsmála milli þeirra og hafnarvarðanna þar til lögreglan skarst í leikinn og tók vöruna í sína vörslu. Svipað mál kom upp í Bangla- desh fyrir nokkrum dögum en lögregian j£.r > landi lagði þá hald á 10 tonn af fullkomnuni njósnabúnaði, merktum sem hyggingarefni og ætlaður var rússneska sendiráðinu. áfram rannsókn á meintu sam- særi gegn löglegum stjórnvöldum og þjóðhöfðingja landsins, Juan Carlos, Spánarkonungi. Þrír foringjar í hernum og þrír óbreyttir borgarar voru handtekn- ir strax eftir að upp komst um samsærið gegn konungi en í dag tilkynnti varnarmálaráðuneytið, að fjórði foringinn hefði verið tekinn fastur og yfirheyrður. Þjóðvarðliðarnir þrír eru sakað- ir um að hafa af misgáningi myrt þrjá menn, sem þeir töldu vera baskneska skæruliða. Líkin fund- ust sundurskotin og brunnin og höfðu tveir mannanna verið aflim- aðir. Þjóðvarðliðar hafa mátt heita friðhelgir allt síðan í borgara- styrjöldinni 1936—39 þrátt fyrir almennar ásakanir um að þeir pyntuðu fanga og misþyrmdu. Ákæran i dag er talin vís til að auka álit almennings á stjórn Calvo Sotelos. Sól í Reykjavík. Kappræð- ur milli Begins og Peresar í sjónvarpi Tel Aviv. 25. júni. AP. MENACIIEM Begin, forsætisráð- herra Israels, og Shimon Peres, leiðtogi stjórnarandstöðu Verka- mannaflokksins. áttu með sér kappræður i sjónvarpi i kvöld og deildu hart hvor á annan. Talið var, að þessar kappra'ður gætu ráðið nokkru um úrslitin i kosn- ingunum á þriðjudag en ekki hafa borist af þvi fréttir hvor mátti sin meira i augum isra- elskra kjósenda. Peres réðst harkalega á flestar ráðstafanir Begin-stjórnarinnar, árásina á kjarnorkuverið, ummæli Begins um erlenda þjóðarleiðtoga og ekki síst fyrir ófremdarástand í efnahagsmálum og gífurlega verð- bólgu. Begin lét ekki standa upp á sig og svaraði fullum hálsi. Hann sagði, að stjórn sín mundi grípa til þeirra ráða, sem henni þættu tiltæk til að verja þjóðina utanað- komandi hættu og fullyrti jafn- framt, að ástandið í efnahagsmál- um væri betra en látið væri í veðri vaka af stjórnarandstöðunni. Afganistan og Pólland höfuðmálin á EBE-fundi Brússol. 25. júní. AP. FRANCOIS Mitterrand, Frakklandsforseti, hefur fengið samþykki annarra frammámanna innan EBE við þvi, að ekki verði farið út í ítarlcgar umræður um fjár- lög handalagsins á fundi íeðstu manna þess, sem hefst i Luxcmhourg nk. mánudag. l>ess í stað munu Afganistan, Póiiand og ástandið í Austur- löndum nær verða hvað efst á baugi á fundinum. Talsmaður EBE í Brússel sagði í dag, að Mitterrand hefði sent stjórnum aðildarlanda EBE bréf og farið fram á frestun á umræðu Pólland: Þúsundir minntust uppþotanna í Radom Varsjá. 25. júni. AP. LECII Walesa, leiðtogi Samstöðu. var einn i hópi fimmtán þúsunda manna. sem i dag minntust þess i borginni Radom i Póllandi. að fimm ár eru liðin siðan til mikilla uppþota og óeirða kom þar og víðar í kjölfar mikillar verðhækk- unar á matvælum. Þessara athurða hefur ekki verið minnst fyrr. Vest- rænar lánastofnanir og lánar- drottnar Pólverja komu sér i dag saman um hvernig á skuldum þeirra skuli haldið, þ.e. þeim. sem eindaga eiga á þessu ári. Athöfnin í RáÍG.’n ! dag þykir til marks um þær breytingar, séíC orðið hafa í Póllandi á tæpu ári, eða frá því í verkföllunum, sem hófust í Gdansk í ágúst sl., og hún er einnig undanfari annarrar athafnar nú um helgina en þá verður þeirra minnst, sem létust í blóðugum óeirðum í borginni Poznan árið 1956. í dag var lögð askja með mold frá Gdansk og Poznan á stað þar sem fyrirhugað er að koma upp minnismerki um upp- þotin í Radom. Radom-borg var í hátíðarbúningi í dag, hvarvetna blöstu við rauðir og hvítir fánar og myndir, sem sýndu verkamann bak við járnrimla. í búðargluggum voru ljósmyndir af logandi byggingum og bílum og af lögreglumönnum í fjarska. Uppþot- jn í Radom voru hvatinn að stofnun „Varnarnefnáar VCrkamanna“, sem hefur barist fyrir frelsi véflC?' raanna, sem voru handteknir eftir óeirðirnar. Talsmaður Samstöðu sagöi í dag, að enn hefðu minnismerki um sov- éska hermenn verið svívirt í borg- inni Swidnica, en þar hefðu haka- krossar og andsovésk ummæli verið krössuð á þau. Oft áður hefur til slíks komið en leiðtogum Samstöðu er mjög annt um að komið verði í veg fyrir það af ótta við að Rússar líti á það sem ögrun. Fulltrúar vestrænna lánastofn- ana komu sér í dag saman um það á fundi í París hvernig haldið skuli á skuldagreiöslum Pólverja. Nánari fréttir hafa ekki borist um sam- komulagiö en talið er, að það feli í sér gjaldfrest til ársloka. um fjárlögin þar til honum hefði gefist betri tími til að kynna sér málin. Við þeirri beiðni hefði verið orðið. Af þessum sökum mun frum- kvæði EBE að ráðstefnu um Afg- anistan, áætlanir um aðstoð við Pólverja og viðræður um frið í Austurlöndum nær verða höfuð- mál fundarins, að sögn talsmanns- ins. Búist er við, að samþykkt verði tillaga Breta um ráðstefnu níu þjóða um innrás Sovétmanna í Afganistan og brottflutning þeirra þaðan. Kremlverjum hefur verið boðin þátttaka í þessari ráðstefnu en þeir hafa enn engu svarað því boði. Pólverjar hafa að undanförnu ítrekað beðið lánardrottna sína á Vesturlöndum um gjaldfrest og er búist við að Efnahagsbandalags- löndin muni reyna að koma sér saman um aðstoð við þá. Á EBE-fundinum verða einnig ræddar nýjar leiðir til að koma á friði í Austurlöndum nær og þá með þátttöku PLO, frelsissamtaka Palestínumanna, en til þessa hafa ísraelar ekki mátt heyra á það minnst. Nokkur forvitni leikur á EBE- fundinum nk. mánudag vegna komu Mitterrands en á fyrri fundum hafa þeir Giscard d’Ést- aing, fyrirrennari Mitterrands, og Helmut Schmidt, kanslari, jafnan snúið bökum saman í umræðum. Að sögn talsmanns EBE þykir víst, að „nú verði annað uppi á teningnum".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.