Morgunblaðið - 26.06.1981, Síða 17

Morgunblaðið - 26.06.1981, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981 17 LMjög míkil andstaðLs við aðlögunarg’L^Lv# innan EBE | sajtði Tómas Arnaaon. „Eðlileg og rétt- lætanleg - segir Hjörleifur Guttormsson um aðlögunargjaldið „enf jió r>^e*lr Dav/A - |P^A ^ncVtt(L„r,ðflQjj| i | Þörhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri: | Furðuleg ósvíjhi] i aö væna ráöherra um ósannindi „ÉG HEF talið og tel enn. að það væri eðlileg og réttlætan- leg aðgerð að setja á aðlögun- argjald og ég á ekki von á öðru. en að hún mætti skilningi ef á hana yrði látið reyna gagnvart handalögunum.“ sagði Iljörleif- ur Guttormsson, iðnaðarráð- herra. meðal annars í gær er Mbl. ræddi við hann um aðlög- unargjaldið, scm mjög hefur verið til umræðu síðustu daga. Iðnaðarráðherra flutti tillögu um það í ríkisstjórn fyrir „Yfirlýsing ráðherr- ans villanai í veiga- miklum atriðumr‘ - segir Davíð Scheving Thorsteinsson, form. Félags íslenzkra iðnrekenda _ÞAU tiökast nú hin breiðu spjótin. Eg hef verið vændur um ósannindi og aðdróttanir, ég á að hafa fjallað um málið af furðulegri ósvffni og vanþekkingu og fleira og fleira. Það er greinilegt. að ég hef komið nærri kviku viðskiptaráðherra og ráðuneytisstjóra viðskiptaráðu- neytisins með því að greina frá því, sem fyrir augu mín og eyru bar er ég, ásamt 16 öðrum Islendingum, heimsótti bækistöðvar EBE og EFTA á dögunum." sagði Davið Scheving Thorsteinsson, formaður Félags isl. iðnrekenda, m.a. er Morgunbiaðið ra‘ddi við hann i gær um aðlögunargjaldið, sem mikið hefur verið rætt siðustu viku. „I tilefni af yfirlýsingu viðskipta- ráðherra og ráðuneytisstjórans um aö hér sé um almennt innflutnings- gjald að ræða, er nauðsynlegt að vekja athygli á því, að aðlögunar- gjaldið var aldrei lagt á nema hluta innflutnings frá EBE og EFTA,“ sagði Davíð Scheving. „Mjög mikil- vægar rekstrarvörur atvinnulífsins voru undanþegnar þessu gjaldi, svo sem umbúðir, fóðurvörur, veiðar- færi, skip og margt fleira. Það hefur aldrei staðið til að leggja aðlögun- argjald á allan innflutning frá EBE og EFTA, heldur á ákveðna tiltekna vöruflokka. Að þessu leyti er yfirlýs- ing ráðherrans því villandi. Við- skiptaráðherra hlýtur að hafa gert forráðamönnum EBE grein fyrir þessu veigamikla atriði, eða getur verið að hann hafi gleymt því? Þá verður ekki komist hjá því að draga í efa hinn brennandi áhuga ráðherrans á því að ná þessu máli fram við EBE og EFTA. Annars vegar er hægt að benda á yfirlýs- ingar hans um persónulega andstöðu við málið og hins vegar á að heimild til álagningar gjaldsins var sam- þykkt um jólaleytið. Það var hins vegar fyrst í byrjun júní, fimm mánuðum síðar, sem ráðherrann sá ástæðu til að taka málið upp við EBE. í yfirlýsingu viðskiptaráðherra frá 24. júní er skýrt frá því, að fram hafi komið hugmyndir um að greiða fyrir samkomulagi innan EBE um fiskveiðistefnu, m.a. með því að skerða þau fríðindi, sem íslendingar hafa verið aðnjótandi. Viðskiptaráð- herra er hér að upplýsa, að honum hafi verið skýrt frá því, að uppi séu hugmyndir um að segja upp fríverzl- unarsamningi EBE við ísland. Með öðrum hætti verða fríðindi íslend- inga ekki skert. Þessar upplýsingar ráðherrans hljóta að teljast afar mikil tíðindi, þó ekki sé meira sagt, því EBE er lang stærsti viðskiptaað- ili Islendinga. Það vekur nokkra furðu, að ráðherrann skyldi ekki vekja sérstaka athygli á þessu á blaðamannafundi sínum í síðustu viku, en hann hlýtur þegar að hafa gert rikisstjórn fslands og alþingis- Hjalti Geir Krístjánsson, formaður VI: Stefna í álagningu á innflutning röng IIJALTI Geir Kristjánsson formað- ur Verslunarráös Íslands sagði um tvö prósent aðlögunargjaid á iðnað- inn, að Verslunarráðið hefði lagt mikla áherslu á það, að iðnaður hér á landi byggi ekki við sömu rekstr- arskilyrði og samkeppnisaðiiar i nágrannalöndunum. „Þetta á bæði við um útflutningsiðnaðinn og sam- keppnisiðnaöinn hér innanlands,“ sagði Iljalti Geir. „Við viljum líka benda á það sem dæmi að frá áramótum síðustu þá hafa Evrópugjaldmiðlar lækkað gagnvart íslensku krónunni á sama tíma og laun hafa hækkað og annar reksturskostnaður um 15 prósent. „Hér hefur ríkt mikill fjár- magnsskortur undanfarin ár í sam- bandi við framleiðsluiðnaðinn. Það er okkar álit að álagning gjalda á innflutning sé röng stefna. Þetta 2 prósent jöfnunargjald er einskis virði fyrir iðnaðinn. Þegar maður er til dæmis að tala um verðlags- ákvæði, sem búa þarf við, aðrar skattareglur og ranga gengisskrán- ingu gagnvart iðnaðinum, þá vigtar 2 prósent aðlögunargjald ekkert fyrir iðnaðinn." Við viljum, að gengisskráningin sé í samræmi við reksturskostnað fyrirtækja hér innanlands. Þegar á fyrstu fimm mánuðum ársins hefur reksturskostnaður hækkað hér um 15 prósent og gengið staðið óbreytt. Þetta er það sem við viljum benda á. Okkur finnst röng stefna að leysa slík mál með álagningu gjalda á innflutning. í þessu tilfelli álítum við, að þessi 2 prósent séu ekki neitt neitt fyrir iðnaðinn." mönnum grein fyrir þessum válegu tíðindum. Eins og áður hefur verið greint frá í fjölmiðlum hitti hópur íslendinga Folmer Bang-Hansen að máli í Brussel siðari hluta maímánaðar, en Bang-Hansen fer með málefni ís- lands fyrir EBE. Svör hans við fyrirspurn Jafets Ólafssonar hafa verið rakin, en þar sem þau hafa verið véfengd er rétt að nefna þá íslendinga, sem hlustuðu á svör hans, sem hafa orðið kveikja þessara umræðna ásamt yfirlýsingum Tóm- asar Árnasonar um andstöðu EBE við aðlögunargjaldið. I hópnum voru auk mín Valur Valsson framkvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda, Þórarinn Gunnarsson, skrifstofustjóri félags- ins, Haukur Eggertsson, forstjóri Plastprents hf., Jórunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Völu sf., Walter Jónsson, framkvæmdastjóri Mosaik, Magnús Ingimundarson, fram- kvæmdastjóri Fróns hf., Eggert Magnússon, sölustjóri Fróns hf., Bragi Hannesson, bankastjóri Iðn- aðarbankans, Þorvarður Alfonsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarsjóðs, Þórleifur Jónsson, framkvæmda- stjóri Landssambands iðnaðar- manna, Jónína Michaelsdóttir, fram- kvæmdastjóri Viðskipta og verzlun- ar, Leifur Agnarsson, framkvæmda- stjóri Kassageröar Reykjavíkur, Jaf- et Ólafsson, deildarstjóri í iðnaðar- ráðuneytinu, Ágúst I. Jónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Guömundur Svavarsson, skrifstofu- stjóri Útflutningsmiðstöðvar iðn- aðarins. Við heyrðum Bang-Hansen benda á leiðir til að réttlæta aðlögunar- gjaldið og það kom því mjög á óvart þegar hann dró sín fyrri ummæli til baka við íslenzka embættismenn í Brússel. Svo undarlegt sem það er, þá gerðist það daginn eftir að iðnaðarráðherra hafði lagt fram tillögu um aðlögunargjald í ríkis- stjórninni. Ef til vill hafa íslenzkir embættismenn krafizt þess af hon- um, en ráðuneytisstjóri viðskipta- ráðuneytisins var einmitt staddur í Brússel þessa daga. Það er augljóst að með því að láta þennan embætt- ismann EBE draga til baka þau ummæli, sem hann viðhafði við stóran hóp íslendinga, var málinu ekki til framdráttar þegar Tómas Árnason kom loks til Brússel nokkr- um dögum síðar. Ég hef trú á því, að fyrrnefndir þátttakendur í ferðinni til Sviss og Belgíu séu tilbúnir að staðfesta það, að viðhorf Efnahagsbandalagsins til íslands séu miklu vinsamlegri en viðskiptaráðherra og síðan ráðu- neytisstjórinn vilja vera láta,“ sagði Davíð Scheving Thorsteinsson að lokum. nokkru að 2% aðlögunargjald gilti frá 1. júlí nk. til ársloka 1982. en það mál hefur ekki verið afgreitt af hálfu ríkis- stjórnarinnar. „Ég flutti um það tillögu í ríkisstjórninni 3. nóvember 1980, að aðlögunargjaldið yrði framlengt og síðan stefnt að því að fella það niður í áföngum fram til loka ársins 1982. Það yrði þannig 2% á þessu ári, en 1% á því næsta. Um þetta urðu umræður í ríkisstjórninni, sem fluttust inn í þingið. Þar var síðan, í sambandi við framleng- ingu laga um jöfnunargjald, samþykkt heimild til að leggja á aðlögunargjald eða ígildi þess, allt að 2%. Ég ítrekaði þessa tillögu á fundi í ríkisstjórninni 26. maí síðastliðinn. Þar lagði ég til, að þetta ákvæði til bráðabirgða í lögum um jöfnunargjald kæmi til framkvæmda 1. júlí, þá allt að 2%, til ársloka 1982. Með tillögunni lét ég meðal annars fylgja umsögn um það, sem fram kom í ferð til höfuðstöðva EBE og EFTA í Genf, en Morgunþlaðið hefur vitnað í þá ferð. Fulltrúi frá iðnaðarráðu- neytinu var í þessari ferð og gaf iiann mér skriflega umsögn um þcssi efni. Ég hef látið það koma fram með ákveðnum hætti síðan, að ég telji að það beri að nota þessa heimild. Málið hefur ekki verið afgreitt í ríkisstjórninni og viðskiptaráðherra hefur ekki verið á ríkisstjórnarfundum eft- ir að hann kom úr ferð til þessara bandalaga og hefur átt samtöl við fjölmiðla urn Ég ítreka það sjónarmið mitt, að ég hef talið og tel enn, að þeita væri eðlileg og réttlætanleg að- gerð og ég á ekki von á öðru en að hún mætti skilningi hjá Efnahagsbandalaginu og Frí- verzlunarbandalaginu. Hér er í rauninni um það að ræða að mínu mati að stíga út úr þessu með eðlilegum hætti með eðlilegum aðlögunartima. Ég held, að það skipti þessa aðila mestu, að þeir sjái, að Island sé að þrepa sig niður úr þessu. Ég tel það líka hagstæð- ast fyrir þá hagsmuni, sem við erum hér að verja, að taka þannig á þessu máli. Mín tillaga um aðlögunar- gjaldið liggur fyrir ríkisstjórn- inni og hefur ekki verið af- greidd, en ég vænti þess, að það verði gert á næstunni. Kannski finna menn aðrar leiðir, sem geta leitt að sama marki. Ég vil stuðla að því að horft verði á efnislega hagsmuni íslenzks iðn- aðar og ekki ætla ég að hafa á móti því ef sýnt verður fram á að hægt sé að ná sama árangri með einhverjum öðrum hætti," sagði Hjörleifur Guttormsson, að lokum. Athugasemd frá viðskiptaráðuneytinu: Afstaða EBE til aðlögunargjaldsins VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ sendi Mbl. í gær eftirfarandi athuga- semd. þar sem meðal annars eru yfirlýsing starfsmanna EBE um fund með hópi íslendinga til Brussel og afstaða yfirmanns hans til sliks gjalds. „Tómas Árnason viðskiptaráð- herra hefur gert grein fyrir afstöðu ráðamanna Efnahags- bandalagsins og EFTA til tillög- unnar um álagningu nýs aðlögun- argjalds. Sú afstaða og samnings- bundnar skuldbindingar okkar skipta höfuðmáli, en alls ekki það, sem Bang Hansen fulltrúi hjá EBE á að hafa sagt íslenskum iðnrekendum. Samt telur við- skiptaráðuneytið ástæðu til vegna blaðaskrifa að birta yfir- lýsingu, sem Bang Hansen gaf sendiráðinu í Brússel, þegar það óskaði eftir staðfestingu á meint- um ummælum hans. Símskeyti sendiráðsins er dagsett 27. maí sl. „Að gefnu tilefni hefur Bang Hansen skýrt sendiráðinu frá, að ummæli hans á óformlegum fundi með iðnrekendum í síðustu viku hafi í höfuðatriðum verið sem hér segir (í íslenskri þýð- ingu): Ég rakti í stuttu máli viðhorf Efnahagsbandalagsins til jöfnun- argjaldsins og aðlögunargjalds- ins. Efnahagsbandalagið hafði viðurkennt jöfnunargjaldið, þar sem því var ætlað að vega á móti áhrifum íslenska söluskattsins. Hins vegar var afstaða Efna- hagsbandalagsins til aðlögun- argjaldsins neikvæð enda þótt viðbrögð þess hefðu verið mjög hógvær og engum gagnaðgerðum verið beitt. Ég mun hafa orðað það þannig: „Við fórum ekki í stríð út af því.“ Engar umræður áttu sér stað um álagningu nýs gjalds, en ég sagði almennt að engin vandkvæði yrðu á að sam- þykkja ráðstafanir, sem hægt væri að réttlæta með ákvæðum fríverslunarsamningsins. Bang Hansen hefur heimilað að þessi yfirlýsing sé eftir honum höfð, en að öðru leyti vísar hann til þeirrar neikvæðu afstöðu, sem kom fram í svari Duchateau yfirmanns hans á fundi sameig- inlegu nefndarinnar í morgun." Um afstöðu Pierre Duchateau, sem vísað er til, sendi sendiráðið viðskiptaráðuneytinu eftirfar- andi símskeyti: „Varðandi innflutningsgjaldið sagði Duchateau, að hann sæi fram á mikla erfiðleika í því sambandi fyrir bandalagið, bæði af lagalegum og efnahagslegum ástæðum. Fríverslunarsamning- urinn hefði ekki aðein) í för með sér hag fyrir aðilana heldur einnig lagalegar skuldbindingar. Slíkt gjald myndi geta valdið erfiðleikum í samskiptum íslands við Efnahagsbandalagið. Hann mæltist til þess, að ríkisstjórn Islands yrði gerð grein fyrir því, að hér sé um mjög erfitt mál að ræða. Varaði hann við því, að annar hvor aðili samningsins færi að grafa undan ákvæðum fríverslunarsamnings.ns með að- gerðum sem samræmdust ekki ákvæðum hans.“ Hér var um fyrstu óformlegu viðbrögð framkvæmdastjórnar EBE að ræða, en a'staða EBE var formlega staðfest t fundi Tómas- ar Árnasonar og Wilhelms Haf- enkaup 2. júní sl “

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.