Morgunblaðið - 26.06.1981, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981
10
„A meðan einn setjari fylgist
með vélinni horfir annar á“
l>ekktur danskur rekstrarhaK-
fræðinKur heimsótti ísland fyrir
stuttu og dvaldi hér i viku.
Bjarke Fog heitir hann og var
hér í boói Iláskóla íslands. Hann
hélt fyrirlestra i Háskólanum um
sérsvið sitt rekstrarhagfræði, en
auk þess átti hann fund með
Félagi islenskra iðnrekenda, þar
sem mái iðnaðarins bar á góma.
Fog hefur skrifað bækur um
rekstrarhagfræði og hafa nokkrar
þeirra verið notaðar við kennslu í
Háskólanum. Um þessar mundir
er unnið að því að þýða kennslu-
bók eftir hann á íslensku.
Rætt við Bjarke
Fog, danskan
rekstrarhag-
fræðing
í viðtali við Mbl. sagði Fog að
hann hefði alltaf lagt mikla
áherslu á að reyna að tengja
fræðisetningar aðstæðum í dag-
legu lífi, þannig að sem mest gagn
mætti hafa af þeim. Sagði hann að
mikilvægt væri fyrir ísland að góð
samvinna næðist með hinum
Norðurlöndunum jafnt á sviði
iðnaðar sem öðrum, þar sem
ísland væri svo lítið land að það
gæti engan veginn staðið undir
hinum ýmsu rannsóknum og til-
raunum, sem nauðsynlegar eru til
þess að fylgjast með því sem er að
gerast hjá öðrum löndum.
I Danmörku starfar Fog mikið
að því að veita sérfræðilega ráð-
gjöf um málefni tengd rekstrar-
hagfræði. Meðal annars er hann
ráðgjafi stjórnar Tívolí og á sæti í
stjórn Berlinske Tidende. Eins og
flestum mun vera kunnugt eru nú
miklar blikur á lofti á dönskum
blaðamarkaði og væri því fróðlegt
að fá álit Fog á því máli. Aðspurð-
ur sagði hann að tæknivæðing í
útgáfustarfsemi hefði haft mörg
vandamál í för með sér.
„Hjá útgáfufyrirtæki Berlinske
Tidende er nú búið að setja upp
nýjar og fullkomnar vélar, sem að
miklu leyti leysa starf setjara af
hólmi. Setjarar höfðu áður náð
samkomulagi þess eðlis að ekki
mætti segja þeim upp störfum
vegna hinna nýju véla. Aftur á
móti gátu nýju vélarnar skilað
verki þeirra á mun hraðvirkari
hátt, þannig að starfskraftar
þeirra nýttust ekki sem skyldi. Til
dæmis get ég nefnt að ástandið
var orðið þannig að á meðan einn
setjari fylgdist með vélinni stóð
annar og horfði á. Setjararnir eru
tiltölulega hátt launaðir, þannig
að blöðin gátu engan veginn staðið
undir slíku fyrirkomulagi til
lengdar, en áttu erfitt um vik, þar
sem ekki má segja upp setjurum
og ekki er hægt að nýta starfs-
krafta þeirra á öðrum sviðum
innan fyrirtækisins. Þetta hefur
haft í för með sér hvert verkfallið
á fætur öðru og er ástandið nú
orðið næsta ískyggilegt."
„Hlaðið kemur út
án setjara“
Sams konar vandamál og hjá
okkur á Berlinske Tidende kom
upp hjá blaðaútgefendum í
Svendborg. Eftir að þeir höfðu
sett upp nýjar vélar hjá sér þurftu
þeir aöeins á helmingi setjara
sinna að halda. Stjórn útgáfufyr-
irtækisins reyndi þá að semja svo
við setjara sína að fá að segja upp
helming þeirra en því neituðu
setjararnir eindregið. Þá voru
allir látnir hætta, en þróunin
síðan hefur verið mjög merkileg,
því að blaðið í Svendborg er fyrsta
blaðið í Danmörku, sem kemur út
án þess að setjarar komi þar
nærri. í fyrstu reyndu setjarar að
hefta útgáfu blaðsins með því til
dæmis að standa vörð um
prentsmiðjuna. En með því að
skipta sífellt um prentsmiðjur og
bíla til útkeyrslu tókst forráða-
mönnum blaðsins að rugla setjara
svo í ríminu að blaðið komst alltaf
út og kemur út enn þann dag í dag.
Hefðu setjarar hins vegar viljað
semja væri ekki nema helmingur
þeirra atvinnulaus í dag.“
Að sögn Fog eru flest útgáfufyr-
irtæki á danska blaðamarkaðnum
í dag rekin með halla, en sérstak-
lega er ástandið slæmt hjá dag-
blöðunum. Danska stjórnin hefur
því komið á fót nefnd, sem fjalla á
um málið og reyna að finna leiðir
til úrbóta, en Fog á sæti í nefnd
þessari. Sagði hann að ýmislegt
hefði verið rætt í þessu sambandi,
til dæmis að grípa til sömu ráða
og gert var í Svíþjóð, en þar fá
blöðin styrk frá ríkinu.
„Ég held þó að mikilvægast sé
að reyna að fá setjara til þess að
finna lausn á sínum málum sjálf-
ir. En á meðan atvinnuleysi í
Danmörku er 10% er vissulega
erfitt fyrir þá að fá aðra vinnu og
því er eðlilegt að þeir vilji halda í
þá vinnu sem þeir hafa alltaf haft.
Það sem gerir málið enn erfiðara
viðfangs er að flestir eru setjar-
arnir á miðjum aldri, sem gerir
aðlögun a8 nýju starfi enn erfiðari
en ef þeir væru yngri.
Setjarar hafa fram til þessa
notið stuðnings almennings, sér-
staklega ungs fólks sem telur að
hér sé um að ræða baráttu setjara
„Flest blöð í Danmörku eru nú
rekin með halla.“ Bjarke Fog
rekstrarhagfræðingur frá Dan-
mörku. I.jwm. Mbl. Gubión
fyrir tilverurétti sínum. Hins veg-
ar held ég að nú á síðustu árum
séu setjarar að tapa samúð fólks
vegna þess að þeir hafa verið mjög
harðir og einstrengingslegir í öll-
um samningaviðræðum sínum.
„Vonlaust fyrir setjara
að ná sínu fram“
Sagði Fog það vera persónulega
skoðun sína á þessu máli að
setjarar yrðu að fara að gera sér
það ljóst að það væri vonlaust
fyrir þá að vinna þessa deilu.
„Þess vegna eiga þeir að reyna að
ná samkomulagi um til dæmis
hægfara aðlögun að þeim breyt-
ingum sem hin nýja tækni hefur
haft í för með sér. Til dæmis hefur
þeim verið boðið upp á 10%
uppsagnir á ári til þess að gefa
þeim einhvern aðlögunartíma, en
þeir hingað til neitað þeim tilboð-
um. Nú hljóta þeir vonandi að fara
að átta sig á hlutunum og semja.“
Fog sagði ennfremur að i sjálfu
sér væru setjarar ekki á móti því
að taka í notkun nýjar vélar, þeir
vildu bara ekki að neinum yrði
sagt upp vegna þess. „Frekar vilja
þeir sitja aðgerðarlausir á fullum
launum."
Forráðamenn útgáfufyrirtækj-
anna eiga vissulega sinn þátt í
þeirri þróun sem orðið hefur. Þeir
hefðu til dæmis getað komið í veg
fyrir ýmis vandamál með því að
undirbúa setjara betur til þess að
takast á við breyttar aðstæður.
Því miður áttuðu blöðin sig ekki á
þessu fyrr en of seint og því fór
sem fór.“
Styrkur til
bindindis-
kennara
Bindindisfélag norskra kennara
efnir til ráðstefnu og námskeiðs í
Asane Folkehögskole við Bergen,
dagana 3. til 8. ágúst í sumar.
Einum íslenskum bindindiskenn-
ara er boðið á ráðstefnuna og fær
hann fararstyrk eitt þúsund
norskar krónur.
Þeir kennarar sem hafa áhuga á
að þiggja þetta boð gefi sig sem
fyrst fram við formann BÍK,
Sigurð Gunnarsson, Álfheimum
66, 104 Reykjavík.
(Tilkynning.)
Lausná
sjónvarpslokun:
{^NESCO(<íWN
Einstakt tilboð sem gerir
sjónvarpslokunina að engu og þig að
dagskrárstjóra.
Laugavegi 10 Sími: 27788
Þriggjavi
• •
Góð hótel oq íbúðir, með eða án fæðis.
íslenskt leiguflug alla leið í sólna og sjóinn.
oppun
FERÐflMIÐSTOÐIN
AÐALSTRÆTI9
SÍM128133 11255