Morgunblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981 t Móöir okkar. EMELÍA ÞOROARDÓTTIR, Hallveigarstíg 4, Reykjavík, lést í Landspítalanum aöfaranótt fimmtudags 25. júní. María Ingibergsdóttir, Guólaug Ingíbergsdóttir, Þorvaldur Ingibergsson. t Eiginmaöur minn, SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, Melgeröi 6, Kópavogi, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 25. júní. Fyrir hönd barna minna, tengdabarna og barnabarna. Olga Gísladóttir. t Eiginkona mín og móðir okkar, GUDRÚN JÓNSDÓTTIR frá Eyjum, Heióarvegi 14, Keflavík, andaöist í Sjúkrahúsi Keflavíkur, mánudaginn 22. júní. Jarðarförin fer fram laugardaginn 27. júní kl. 2 e.h. Pðll Guðjónsson og börn. t Elskuleg dóttir mín, BJARNDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR. veröur jarösungin frá Mosfellskirkju, Mosfellssveit, laugardaginn 27. júní kl. 11 f.h. Sigriöur Bjarnadóttir. t Móöir okkar, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 27. júní kl. 2.00. Guöbjörg Þorsteinsdótlir, Þórarinn Þorsteinsson, Þorsteinn Þorsteinsson. Eiginmaöur minn og faöir, KNÚTUR BJARNASON, Oddabraut 10, Þorlákshöfn, veröur jarösunginn frá Strandarkirkju laugardaginn 27. júní kl. 15.00. Jarösett veröur frá Þorlákshöfn. Fyrir hönd annarra vandamanna, Petrea Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Knútsson. t Minningarathöfn um ÞORSTEINN JÓN BJÓRGULFSSON, er fórst meö Þernu AR 22 20. mars sl. fer fram í Eyrarbakkakirkju og Vopnafjaröarkirkju laugardaginn 27. júní kl. 2. Regína Guðjónsdóttir og börn, Þórhalla Þorsteinsdóttir, Björgúlfur Jónsson. og systkini. t Þökkum al alhug auösýnda samúö og hlýhug viö andlát móöur minnar, LÁRUJÓNSDOTTUR, Ashamrí 75, Vestmannaeyjum. Jón Ingi Steindórsson, og vandamenn. Lokað eftir hádegi í dag, föstudag, vegna jaröarfarar Pálínu Magnúsdóttur. Varmi, bíiasprautun. Minning: Hjörtur Sigurðsson frd Auðholtshjáleigu Fæddur 4. janúar 1898. Dáinn 19. júni 1981. Tenjrdafaðir minn, Hjörtur Sig- urðsson, lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 19. þessa mánaðar á áttugasta og fjórða aldursári eftir áratuga sjúkdómsbaráttu. Mér er það ljúft að minnast, Hjartar minn, svo margar ánægju- og alvörustundir sem við áttum saman allt frá því að ég kom í fyrsta sinn á heimili hans að Auðholtshjáleigu i árslok 1958 og þar til nú 4 dögum fyrir andlátið, að við hjónin komum í heimsókn til hans á sjúkrahúsiö. Það var sama hvað á gekk í lífi Hjartar, öllu tók hann með sama jafnaðargeðinu, stillingu sem ein- stakt var að kynnast og læra af. Við síðustu samverustund okkar sá ég að hverju stefndi, ég fann að hann vissi slíkt hið sama án þess að orð væru höfð um. Yfir þessari síðustu stund hvíldi yfir honum sérstök ró og friður, ró og friður yfir sálu manns sem veit að hann hefur lokið dagsverki sínu, sáttur við allt og alla, bíðandi eftir vagninum yfir móðuna miklu, trúandi því að fá góðar móttökur handan. Hjörtur fæddist að Holti í Ölfusi 4. janúar 1898 og átti síðan heima í Ölfusinu samfleytt til ársins 1960 að hann varð að bregða búi vegna vanheilsu og fluttu þá að Selfossi. Hinn 9. desember 1923 gekk Hjörtur að eiga Jóhönnu Ástu Hannesdóttur frá Sandvík. Bjuggu þau um nokk- urra ára skeið á Bakka í Ölfusi en mestan sinn búskap að Auðholts- hjáleigu, þar sem þau bjuggu félagsbúi og tóku síðan við búi af Sigurði Hjartarsyni og Jóhönnu Ólafsdóttur, stjúpforeldrum Hjartar. Eftir að Hjörtur og Jóhanna fluttu að Selfossi keyptu þau íbúð, en ekki urðu samveru- stundirnar margar þar því ári seinna veiktist Jóhanna hastar-- lega og dvaldist á spítala það sem hún átti eftir ólifað, en hún lést 1966. Áður en Jóhanna giftist Hirti var hún gift Guðmundi Guðmundssyni frá Nýjabæ, er lést úr veikindum. Áttu þau Guðmund- ur og Jóhanna einn son, Hannes. Kom Hjörtur honum í föðurstað. Hannes er verkamaður og býr í Hafnarfirði, kvæntur Steinþóru Níelsdóttur. Hjörtur og Jóhanna áttu saman 7 börn, öll á lífi. Þau eru: Guð- mundur, bóndi að Grænhóli í Ölfusi, kvæntur Jónínu Guð- mundsdóttur, Sigurður, múrari í Reykjavík, kvæntur Freyju Þor- steinsdóttur, Jón Ástvaldur, vöru- bílstjóri á Selfossi, kvæntur Guð- ríði Magnúsdóttur, Rósanna, hús- frú á Selfossi, var gift Jóni S. Ágústssyni er lést 1966, sambýlis- maður Kristján Oddsson, Ástríð- ur, húsfrú í Keflavík, gift Guðleifi Sigurjónssyni, Steindór, verk- stjóri í Reykjavík, var kvæntur Þyrí Ágústsdóttur er lést 1972, Jónína, húsfrú í Reykjavík, gift Gísla Erlendssyni. Auk þessa stóra barnahóps sem þau Jóhanna og Hjörtur komu upp eru ótalin öll þau gamalmenni sem á sínum tíma áttu athvarf sitt og samastað hjá þeim hjónum. Með þessum fátæklegu orðum mínum vil ég kveðja Hjört vin minn, við kveðjum hann öll og vitum að hann kemur til með að bíða okkar handan. Blessuð sé minning hans. Gísli Erlendsson Bergsveinn Jónsson skipstjóri - Minning Ekki kom mér mjög á óvart andlát Bergsveins skipstjóra Jónssonar. Hann veiktist skyndi- lega sl. vetur og lá þá nokkrar vikur á Landspítalanum. Eftir þá legu komst hann þó heim og jafnaði sig nokkuð. Vinir hans væntu þess, að hann ætti langa og rólega ellidaga fyrir höndum. En hann var annar maður en skömmu áður, þegar ég heimsótti hann á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem hann átti athvarf síðustu árin. Hann hafði ekki verið kvellisjúkur um dagana, en nú var honum brugðið. Mér virtist hann vera allur, þessi hrausti æðrulausi Breiðfirðingur. Bergsveinn Jónsson var fæddur í þeirri fornfrægu verstöð, Bjarn- eyjum á Breiðafirði 10. mars 1899. Foreldrar hans voru Guðmundur Jón Skúlason, einn af kunnustu skútuskipstjórum vestanlands á skútuöldinni og Ingibjörg M. Bergsveinsdóttir, Ólafssonar bónda og bátasmiðs í Bjarneyjum. Atkvæðasjómenn voru í báðum ættum. Kornungur fluttist Bergsveinn með foreldrum sínum suður yfir Breiðafjörð til Fagureyjar í Stykkishólmshreppi og ólst þar upp. Móðir hans stóð þar löngum fyrir búskapnum, en faðir hans var skipstjóri, oftast á skútum frá Vestfjörðum og var sjaldan heima um annatímann í eyjunni. 13 ára fór Bergsveinn fyrst á skútu með föður sínum, og sagði hann mér einhvern tíma að þá hefði hann verið svo sjóveikur fyrstu túrana, að hann hét því að stíga aldrei út í fiskiskútu framar. Og faðir hans hafði stundum orð á því í gamni, að betur mundi henta honum að heyja sér afdalakot til fjalla, þar sem ekki sæi á sjó og hann gæti tínt krækiber í móum en að stíga ölduna úti fyrir ströndum íslands. En þetta fór á aðra leið. Sjóveikin lét undan síga og eftir tilskilinn siglingatíma, með föður sínum og öðrum, hóf Bergsveinn nám í siglingafræði hjá frændum sínum í Stykkis- hólmi og tók þar próf. Fram af því hófst skipstjóraferill hans sem stóð óslitið í nær 30 ár á ýmsum skipum, á þorskveiðum úti fyrir Vesturlandi og á síldveiðum fyrir Norðurlandi og loks í flutningum á Breiðafirði. — Lengst af mun hann hafa verið skipstjóri á m.s. Olívette, er hann átti í félagi með Sigurði Ágústssyni kaupmanni og alþingismanni í Stykkishólmi. Ekki mun nafni minn hafa þótt aflamaður meiri en í meðallagi. Af öðru fór meira orð í fari hans. Því heyrði ég viðbrugðið, að öll skip sem hann fór með bæru af öðrum skipum sökum hirðusemi, þrifnað- ar og snyrtimennsku hvers konar, og því hefði útkoman hjá honum að hverri vertíð lokinni ekki verið verri en hjá þeim sem fleiri fiska drógu á skip sitt. Og vel hélst honum á mönnum. Og þótt honum færist öll skipstjórn vel úr hendi, þykir mér ekki ólíklegt að betur hefði honum látið að stýra far- þegaskipum um úthöfin milli landa en skakskútum við ísland. En við því hlutverki tók Rögnvald- ur sonur hans, sem um mörg ár hefur verið skipstjóri hjá Hafskip hf. í Reykjavík við góðan orðstír. Þegar hinn þjóðkunni skipstjóri og hafnsögumaður í Breiðafirði, Oddur Valentínusson í Stykkis- hólmi lét af hafnsögumannsstarf- inu þar og fluttist til Reykjavíkur, gerðist Bergsveinn hafnsögumað- ur á þeim leiðum sem Oddur hafði haft leiðsögn á. Var þó ekki heiglum hent að taka við því starfi af Oddi, sem gegnt hafði því vandasama starfi um margra ára skeið með miklum sóma og við vaxandi vinsældir. En Bergsveinn þræddi dyggilega í kjölfar fyrir- rennara síns á því sviði. Lánið fylgdi honum á þröngum og illa lýstum leiðum Breiðafjarðar eigi síður en að öðrum störfum sem hann hafði haft með höndum. Skip sem hann stýrði steytti aldrei við steini á hinum viðsjálu leiðum. Og það hygg ég, að engum sé gert rangt til þó sagt sé að engir tveir menn hafi verið kunnugri á öllum leiðum á innanverðum Breiðafirði en hann og Oddur Valentínusson. Bergsveinn Jónsson átti heima í Fagurey til ársins 1929. Þá fluttist hann alfarinn til Stykkishólms. Árið eftir kvæntist hann Vilborgu Rögnvaldsdóttur skipasmiðs Lárussonar í Stykkishólmi, mikil- hæfri mannkostakonu. Þau hjuggu í Stykkishólmi til 1968, en fluttu þá heimili sitt til Reykja- víkur. Vilborg dó 19. september 1972. Þau eignuðust þrjú börn: Rögnvald skipstjóra, sem nefndur hefur verið hér að framan, Jón Lárus vélstjóra og Ingibjörgu, er stundaði skrifstofustörf hér í Reykjavík meðan kraftar leyfðu. En hún missti heilsuna langt um aldur fram og dvelur nú í Hátúni 12 hér í borg. Bergsveins Jónssonar skipstjóra frá Fagurey mun ævinlega verða minnst meðal farsælustu og traustustu sjómanna Breiðafjarð- ar, lífs og liðinna. Hann andaðist 26. maí 1981. Bergsveinn Skúlason Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á því, að afma lis og minningargreinar verða að berast blaðinu með goðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið. af marggefnu tiiefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.