Morgunblaðið - 26.06.1981, Page 23

Morgunblaðið - 26.06.1981, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981 23 Gunnar Sörensen — Minning Fæddur. 7. apríl 1909. Dáinn. 17. júní 1981. Gunnar Sörensen, útvarpsvirkja- meistari, fæddur 7. apríl 1909 sonur Alberts Sörensen, sem var bryti á strandferðaskipi í eigu Sameinaða gufuskipafélagsins og Elínborgar Guðmundsdóttur frá Rifi. Gunnar ólst upp í Reykjavík og var einn af hinum hljóðlátu sonum þessarar borgar. Hann varð bráðkvaddur 17. júní sl. Á uppvaxtaráum hans var að ryðja sér til rúms í heiminum alveg ný tækni sem ennþá er í örri framþróun en það er útvarps og fjarskiptatæknin. Það munu á þessum árum margir íslendingar hafa fylgst vel með og af áhuga á því sem var að gerast á þessu sviði ekki síst hjá hinu enska Marcony- félagi. Gunnar var einn þeirra og hann fylltist áhuga á tækninni sjálfri. Réðist hann þá til Otto B. Arnars, sem nýlega hafði sett á stofn útvarpsrekstur og gekk Gunnar inn í þjónustustörf hjá honum og mun það hafa verið strax á hinum fyrstu árum eða um 1926. Hann óx því upp með tækninni allt frá byrjun hér á landi. Það voru ekki margir, sem höfðu efni á að eignast lampavið- tæki með gjallarhorni, heldur voru algengust kristalsviðtæki tengd við loftnet og heyrnartól. Það voru helst skipin, sem þurftu langdræg tæki og flóknari að gerð, en þau voru á þessum árum nokkuð bilanagjörn og þurftu sitt viðhald svo og senditækin eða MORS tækin. I þessari þjónustu var Gunnar Sörensen. Hann var eins og fæddur inn í þetta starf og varð brátt ómissandi. Til hans var leitað víða að og hvers manns vanda vildi hann leysa. Sjálfstæði útvarpsreksturinn var lagður niður og Ríkisútvarpið var stofnað 1930. Þangað réðst Gunnar ekki og veit ég ekki neinar ástæður fyrir því. En hann hélt þjónustustörf- unum áfram þrátt fyrir einkasölu ríkisins á öllum útvarpsbúnaði og stofnun Viðgerðarstofunnar. Þó voru mönnum í þessari atvinnu- grein ekki gerð störfin auðveld. Til koma fjarskiptalögin og banna öll sjálfstæð störf á þessu sviði hér á landi. Þá voru stríðstímar. Gunn- ar ræðst til starfa við uppsetn- ingar á talstöðvum hjá Pósti og síma og síðar til Gísla Halldórs- sonar í Jötunn h.f. Þar er hann eftirsóttur vinnukraftur vegna sinnar tæknikunnáttu. í sambandi við störf sín í Jötni er hann sendur til starfa á Akureyri en þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni Judith Jónsdóttur og gifta þau sig þriðja dag jóla 1947 og búa í Reykjavík. Þau eignuðust tvo syni, Jón Símon, leikara og Gunn- ar Stefán járniðnaðarmann, auk þess ólu þau upp systurdóttur Judithar, Helenu Símonarson. Gunnar hefur nú að nýju út- varpsvirkjastörf hjá Radíó- og raftækjavinnustofunni. Störfin urðu æ flóknari með margbrotnari tækjum, sem komu á markað eftir heimsstyrjöldina en Gunnar hélt kunnáttu sinni vel við. Margar gerðir tækja komu á markaðinn og fleiri en útvarps og fjarskipta- tæki. Segulbandstæki, margs kon- ar hljómtæki og nýsitæki fyrir skóla allt þurfti þetta sína þjón- ustu. Gunnar var til þjónustunnar reiðubúinn, hljóðlátur, léttstígur og nærgætinn við alla sem hann umgekkst. Hin síðari ár var hann enn i þjónustunni. Áfram að lagfæra, endurbæta, leggja kerfi og tengja. Fasta þjónustu hafði hann í þess- um störfum á Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna og hjá Loftleiðum. Hann var enn í þessum störfum á sínu skapadægri, þjóðhátíðardag- inn síðastliðinn. Þann morgun reis hann af rekkju eins og venjulega en áður en sól var komin í hádegisstað var hann allur. Gunn- ar var einstakur maður, sam- viskusamur, sannur og trúr. Hann var félagi í Meistarafélagi rafeindavirkja, fylgdist vel með öllu því sem var á döfinni. Hann var iðnaðarmaður, sem sá sæmd sína í því að vinna öll sín störf af trúleika og samviskusemi. Eitt nefndi hann við mig fyrir nokkr- um árum en það var, hve honum þótti óþægilegt að útseld vinna þyrfti mikið að hækka, það væri svo leitt, hve þessar tölur væru orðnar háar sem þyrfti að setja á reikninga fyrir viðgerðir. Á uppvaxtarárum sínum var hann félagi í KFUM og sótti fundi af trúmennsku hjá séra Friðrik Friðrikssyni, sagði mer félagi hans. Hann var líka í Hvat, fótboltafélaginu stofnað af séra Friðrik. Þar hefur Gunnar eins og svo margir aðrir ungir menn fengið hollt og gott veganesti er endst hefur gegnum lífið. Og þetta veganesti endurnýjast hverjum þeim sem leggur rækt við að halda því við. Nú syrgja góðan heimilisföður, eiginkona og börn. Umhyggju hans og elsku nýtur ekki lengur við, en minningin um hinn prúða mann sem alltaf var tilbúinn að aðstoða og hjálpa, hún varir og er geymd. Við samferðarmenn og félagar í Meistarafélagi rafeinda- virkja þökkum honum samfylgd- ina og góðan félagsskap en vottum virðingu minningunni um hann og alla samúð okkar ástvinum hans til handa. Guð styrki ykkur og styðji alla tíð. Sigursteinn Hersveinsson Nú þegar leiðir okkar Gunnars Sörensen skilja eftir áralangan kunningsskap sem varð að náinni vináttu, rifjast eðlilega margt upp frá kynnum okkar og samstarfi. Leiðir okkar Gunnars lágu fyrst saman hér á frumbýlisárum loftskeyta og útvarpstækni, þá starfaði ég hjá Otto B. Arnar loftskeytafræðingi og Gunnar réð- ist til Ottos sem aðstoðarmaður og ílentist svo sem lærlingur. Á ég Ijúfar minningar frá þess- um tima um Gunnar, en báðir störfuðum við þá hjá H/F Útvarp við útvarpsrekstur sem Otto starf- rækti, og var forveri Ríkisútvarps- ins. Á þessum tíma voru ýmsir tækniörðugleikar og þurfti oft að taka á honum stóra sínum til að halda jafnvægi og komu þá í Ijós á slíkum stundum góðir meðfæddir eiginleikar Gunnars. Hann var með fádæmum áhuga- samur útvarpsvirki og einn sam- viskusamasti maður sem ég hefi kynnst í starfi og hefi ég þó kynnst mörgum í gegnum tíðina. Um það leyti sem Ríkisútvarpið byrjaði og H/F Útvarp hætti hvarf Gunnar frá útvarpstækni- störfum, lá leið hans m.a. til Akureyrar, þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni Judith Jónsdóttur sem er af færeyskum ættum. Þau fluttu til Reykjavíkur 1948, þar eignaðist Gunnar mjög góðan lífsförunaut enda er Judith einstök dugnaðar- og sómakona. Gunnari og Judith varð tveggja sona auðið, Jóns Símonar leikara við Þjóðleikhúsið og Gunnars Stefáns járniðnaðarmanns auk þess sem þau ólu upp fósturdótt- urina Hellen. Það var ætíð ánægjulegt að koma á heimili Gunnars og Judith í Skipholti, reglusemi og góður andi ríkti þar. Árið 1948 gerðist Gunnar starfsmaður okkar Magnúsar Jó- hannssonar (Radio & raftækja- stofunnar) og starfaði þar um árabil m.a. við uppsetningu magn- arakerfa o.þ.h. í kirkjum Reykja- víkur, á Hótel Loftleiðum, Hótel Sögu, Hrafnistu og fl. stofnunum. Gunnar annaðist daglegt við- hald og eftirlit með þessum kerfi með sérstakri samviskusemi til hinstu stundar. Hér kom sér vel sérstök vand- virkni og þekking hans á þessu tæknisviði. Allsstaðar vann Gunn- ar sér traust enda var hann dagfarsprúður og þægilegur í um- gengni. Það fór ekki hjá þvi að náin persónuleg vinátta skapaðist milli heimila okkar við svo náið sam- starf. Mér er ekki kunnugt um að nokkur maður hafi borið óvildar- hug til Gunnars, en mjög marga vini og góðkunningja átti hann, ekki síst í gegnum sitt langa lífsstarf. Héðan frá Óðinsgötu 2 eru Gunnari færðar innilegustu þakk- ir fyrir langa vináttu sem aldri bar skugga á. Minningin um góðan dreng sem Gunnar mun lengi lifa. Sveinbjörn Ólafur Geir Hauks- son — Minningarorð Fæddur 30. sept. 1963. Dáinn 19. júni 1981. Kveðja frá systkinum. Hann. som var svo Koóur, mcð brosin Ijúí á brá bróAurhönd mór rétti líís á vckí. Á hinstu kvoAjustundu o« þakkir þér vil tjá nú þyngir hjarta sðknuöur ok treici. I>ér kveöju mina sendi um himindjúpin há af hjarta þakka liöin vinakynni. Til betri o»c feicri heima nú sál þin svlía má. t>ÍK siicni biessun Guös i eiliföinni. (Jóhannes Jónsson frá Asparvik) I dag kveðjum við elskulegan bróður okkar, Ólaf Geir, sem lést af slysförum föstudaginn 19. þ.m. ásamt vinnufélaga sínum. það er vissulega þungt og sárt að sjá á bak bróður svo óvænt og skyndilega. Við skiljum ekki þann skapadóm. En við trúum á Guð kærleikans og felum honum allt. Við eigum bjarta minningu. Það er okkur nú heilög eign. Við munum geyma bróðurbrosin hans, hlýja viðmótið og gleðina, sem hann átti í svo ríkum máli. Við sendum ástvinum Guð- mundar okkar innilegustu samúð. Guð gefi okkur öllum styrk í þessari þungu sorg. Scm loftbára rlsi vlð hörpuhlióm «W hverfi I eilifðarKeiminn. skal þverra hver kraftur <« kulna hvert hlúm — Þau komu til þess i heiminn. En (h') á sár vonir hvert lifsins Ijos, er lúta skal dauAans vcldi. er moldin sík hylur meA rós við rós, er roðna i sólareldi. EB. Það er erfitt að festa á blað minningar um latínn ástvin. Lífsskeið hans var ekki langt, við ættingjar hans fáum ekki skilið hví ungur og efnilegur piltur sé tekinn frá okkur. Óli, eins og hann var alltaf kallaður, var eitthvað svo sérstakur, glaður ljúfur, blíð- ur. Eftir skyldunámið ákvað hann að taka sér frí frá skólanámi og vinnu um skeið, og fara svo í iðnnám að hausti komandi. Hann vildi allt fyrir alla gera, sleppti oft bíóferðum og annari skemmtan til að hjálpa öðrum. í minningunum gleymum við aldrei fallega bros- inu viðkvæmu blíðu augunum full af lífsgleði og þrá. Hvar eru mörk hins mannlega lífs? Hver dæmir frá lífi? Hvers vegna eru veitt sár sem seinnt eða aldrei gróa? Slíkar spurningar sækja á, en við finnum ekki svar. Við kveðjum hann Óla um stund og þökkum gleðina sem hann gaf, og biðjum allar góðar vættir að fylgja honum yfir landa- mærin. Blessuð sé minning hans. Elsku Sigga, Haukur og börnin. Ég og fjölskylda mín, vottum ykkur okkur dýpstu samúð. Ok því er ohk eríitt aö dæma þann dóm. aö dauöinn HcthryjocÖareíni. þo IjÓHÍn slokkni ojc hlikni blóm. — Er ei bjartara land íyrir nteíni? I>ér foreldrar Krátiö. en Krátiö lájct. viÖ Kröfina dóttur «k nonar. þvi allt. sem á lif ok andardrátt. til odáinsheimanna vonar. E.B. Þórey Fyrir um það bil fjórum árum birtist í kunningjahópi dóttur minnar geðugur ungur piltur sem strax við fyrstu kynni bar af sér mjög góðan þokka, enda varð hann fljótlega heimilisvinur og sem einn af fjölskyldunni. Þessi prúði drengur var Ólafur Geir Hauksson sem lést á hörmu- legan hátt í umferðarslysi síðast- liðinn föstudag. Sú frétt varð mér og fjölskyldu minni þungbær. Óli, eins og við kölluðum hann, hafði byrjað fyrir tveimur árum að taka til hendi í fyrirtæki mínu, Arn- arprenti. Það leyndi sér ekki að þarna var á ferðinni vandaður ungur maður sem skilaði öllum sinum verkum af stakri kostgæfni og það gat ekki farið nema á einn veg, hann gat hvenær sem var gengið að sínu verki í Arnarprenti og síðastliðið ár mátti heita að hann væri þar fastur starfskraft- ur. Þar með var þessi góði drengur ekki aðeins fjölskylduvinur, held- ur var hann einnig orðinn traust- ur hlekkur í lífskeðju fjölskyld- unnar. Ólafur var með afbrigðum hjálpfús og bóngóður og þau eru ófá handtökin og sporin sem hann hefur lagt til okkar fjölskyldu. Ég vil þakka honum þau tryggðar- og vinarbönd sem lágu í slóð hans að okkar húsi. Því miður skynjar maður oft ekki þau bönd nógu vel fyrr en þan þeirra lætur í eyrum, eða þau bresta undan ofurþunga hins óbreytanlega lögmáls sem þetta líf býður okkur að þola. Hallgerður kona mín þakkar honum ánægjulegar samveru- stundir í prentsmiðjunni og alla þá hjálpfýsi sem hann hefur sýnt henni þessi ár. Það kemur sú stund að hin dökku ský sorgar og saknaðar verða að víkja fyrir bjartri minn- ingu um þennan góða dreng og það er nokkuð sem enginn getur frá okkur tekið. Við vottum foreldrum, systkin- um og aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau og leiða í gegnum þennan þungbæra missi. Örn Ingólfsson. Hallgerður Jónsdóttir. Kveðja frá félöKum. Það er svo erfitt að sætta sig við það að hann Óli skuli vera dáinn. Við sem höfum alltaf beðið eftir næsta degi með óþreyju, alveg eins og við höfðum beðið eftir Óla, því okkur fannst kvöldið ekki byrjað fyrr en hann var mættur til leiks með gleði sína og jafnað- argeð sem gaf okkur svo þægilega öryggiskennd. Nú hefur verið höggvið svo stórt skarð í hóp okkar að við stöndum hér ráðalaus og vitum ekki hvern- ig við eigum að raða brotunum saman. í fjögur ár höfum við hist svo gott sem hvert kvöld með örfáum undantekningum og borið saman bækur okkar um lífið og tilveruna og reynt að ráða í framtíðardrauma. í sameiningu var byggt upp framtíðarmynstur lífsmyndarinnar, sem nú hefur riðlast. Hver mynd á sér grunnlit sem ber upp heild hennar og ræður mestu um gerð hennar. Óli var okkar grunnlitur. Fátækleg kveðjuorð okkar fé- laganna vega lítið i hinni miklu sorg sem nú hefur kveðið dyra, en við geymum öll í huga okkar minningu um góðan dreng sem alltaf var boðinn og búinn til að hjálpa og gefa góð ráð. Við biðjum góðan Guð að hjálpa okkur að skilja það mikla tómarúm sem nú hefur myndast í lifi okkar. Við biðjum Guð að styrkja foreldra hans og systkin til að komast yfir sáran söknuð, og sendum þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur. Dagga mín, Guð styrki þig í sorg þinni. Megi minningin um þennan góða félaga og góða dreng lifa sem lengst og verða okkur hinum leiðarljós til góðra verka. Anna, Sjonni, Vala, Aggi. Ámi og Robbi. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Maðurinn minn hefur ekki helgistundir á heimili okkar, enda þótt hann segist vera kristinn, trúaður maður. Á ég að láta það afskiptalaust eða ætti ég að halda guðræknisstund- ir? Byrjið sjálf, ef hann hefur ekki á móti því, að þér standið fyrir heimilisguðrækni. Það gæti orðið til þess, að hann áttaði sig á stöðu sinni sem húsbónda á heimilinu. En þér ættuð alls ekki að hafa frumkvæð- ið, ef maðurinn yðar verður gramur og sár. Guð hefur lagt á hann þá ábyrgð að vera húsbóndinn. Ef þér „skerið upp herör", gæti svo farið, að hann fjarlægð- ist. Þegar við viljum öðlast það, sem hjarta okkar þráir, jafnast ekkert á við kærleika, þolinmæði og bæn. Eg á auðvitað ekki við, að þér hættið að eiga stundir með Guði í einrúmi. Þær taka öllu öðru fram, ef við viljum vinna sigur og hljóta andlegan þrótt — hvað sem við kunnum að þurfa að leggja á okkur til þess að eiga þessar stundir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.