Morgunblaðið - 26.06.1981, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1981
62 skip fá leyfi
til loðnuveiða
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur birt rejíluKerð um loðnuveið-
ar á vertíðinni 1981 til 1982 ojí verða veiðarnar leyfðar frá 10. ájíúst
nk. í rej;luKerðinni eru einnij; birt nöfn þeirra skipa sem stunda mej;a
veiðarnar oj; leyfilej;t aflamaj;n þeirra. Fari aflinn framúr leyfilegu
maj;ni verður umframaflinn j;erður upptækur samkvæmt löj;um um
upptöku ólöj;Iej;s sjávarafla. Ilér fer á eftir listi yfir veiðiskipin á
vertíðinni.
Nafn skips i>k umdamisnúmrr:
Albert GK 31 ...........
Ársæll KE 17 ...........
Beitir NK 123 ..........
Bergur VE 44 ...........
Bjarni Ólafsson AK 70 ..
Borkur NK 122 ..........
Dagfari ÞH 70 ..........
Eldborg HF 13 ..........
Fífill GK 54 ...........
Gígja RE 340 ...........
Gísli Árni RE 375 ......
Grindvíkingur GK 606 ...
Guðmundur RE 29 ........
Gullberg VE 292 ........
Hafrún IS 400 ..........
Haförn RE 69 ...........
Harpa RE 342 ...........
Hákon ÞH 250 ...........
Heimaey VE 54 ..........
Helga II RE 373 ........
Helga Guðmundsd. BA 77
Hilmir SU 171 ..........
Hilmir II SU 177 .......
Hrafn GK 12 ............
Huginn VE 55 ...........
Húnaröst ÁR 150 ........
ísleifur VE 63 .........
Jón Finnsson RE 506 ....
Jón Kjartansson SU 111 ..
Júpiter RE 161 .........
Kap II VE 4 ............
Keflvíkingur KE 100 ....
Krossanes SU 5 .........
Ljósfari RE 102 ........
Magnús NK 72 ...........
Óskar Halldórsson RE 157
Pétur Jónsson RE 14 ....
Rauðsey AK 14 ..........
Seley SU 10 ............
Sigurður RE 4 ..........
Sigurfari AK 95 ........
Skarðsvík SH 205 .......
Skírnir AK 16 ..........
Súlan EA 300 ...........
Svanur RE 45 ...........
Sæberg SU 9 ............
Sæbjörg VE 56 ..........
Víkingur AK 100 .........
Víkurberg GK 1 .........
Þórður Jónasson EA 350 ...
Þórshamar GK 75 ........
Örn KE 13 ..............
skipaskrárnr.: LpyfileKt aflamagn:
1046 10.800
0965 9.400
0226 16.800
0968 10.000
1504 14.800
1293 15.100
1037 10.200
1525 18.800
1048 11.000
1011 11.900
1002 11.000
1512 14.800
1272 13.300
1401 10.800
1050 11.000
1061 11.400
1033 11.100
1059 12.400
1035 10.200
1018 10.300
1076 11.900
1551 16.500
1044 10.500
1006 11.300
1411 10.800
1070 11.000
1056 9.400
1283 10.800
0155 14.800
0130 16.500
1062 11.400
0967 10.100
1020 10.600
0973 10.400
1031 10.200
0962 9.400
1069 12.500
1030 10.500
1361 9.400
0183 17.300
1413 12.900
1416 10.800
0233 9.500
1060 12.400
1029 11.400
0252 10.700
0989 10.900
0220 16.800
0979 10.200
0264 9.900
1501 10.700
1012 10.600
Þeir fara á Norðurlandamót yngri spilara. Talið frá vinstri: Sævar
Þorbjörnssou. sem jafnframt er fyrirliði. Þorlákur Jónsson, Skúli
Einarsson og Guðmundur Sv. Hermannsson. Sævar og Guðmundur eru
einnig í landsliði íslands sem spilar á Evrópumótinu i Englandi
11. — 27. júlí. Ljósm. Arnúr.
Unglingalandsliðið í
bridge til Finnlands
ÍSLENZKA unglingalandsliðið í
bridge heldur í dag til Finnlands
að taka þátt i Norðurlandamóti
yngri spilara. Alls taka 9 sveitir
þátt í keppninni, eitt lið frá
Islandi og tvö frá hinum Norður-
löndunum.
íslenzka liðið er skipað eftir-
töldum spilurum: Skúli Einarsson,
Þorlákur Jónsson, Guðmundur Sv.
Hermannsson og Sævar Þor-
björnsson en hann er jafnframt
fyrirliði sveitarinnar.
Liðið mun spila átta 24 spila
leiki en mótið stendur yfir frá 27.
júní til 2. júlí. Spilað er í bæ
skammt frá Helsinki.
hina glæsilegu íþróttahöll.
Ljósm. Mbl. Sverrlr Pálsson.
Akureyri
Hermann Sigtryggsson. formaður byggingarnefndar, við
íþróttahöll á
Akureyri, 18. júni.
MIKIÐ mannvirki er nú að rísa
á horni Þórunnarstrætis og
Hrafnagilsstrætis, þar sem er
íþróttahöllin nýja, og þykir
ýmsum sem hún beri nokkurn
ægishjálm yfir umhverfi sitt.
Eitt er víst, að þar verða
margar og margvíslegar vist-
arverur og glæsileg salarkynni,
og þar virðist vera séð fyrir
margs konar þörfum íþrótta-
fólks og áhorfenda til langs
tíma, eftir því sem unnt er á
annað borð að sjá langt fram í
tímann og þarfir framtíðarinn-
ar. Unnið hefir verið að verkinu
af kappi og dugnaði samfara
hyggindum, þannig að segja má,
að hið mikla fjármagn, sem
runnið hefir til byggingarinnar,
hafi nýst vel.
Nú er líka farið að hilla undir
fyrstu afnot hallarinnar, þó að í
litlu sé. Á landsmóti ungmenna-
félaganna 10.—12. júlí er ætlun-
in að nota húsið til sýninga og
skemmtanahalds, en einnig að
hluta til keppni í einstökum
greinum, svo sem júdó, lyfting-
um o.fl., þó að byggingarstig
hússins leyfi það tæpast. — I
haust er svo áætlað að taka í
notkun húsnæði undir þrekæf-
ingar og e.t.v. lyftingar, og
einnig verður þar til húsa
íþróttabraut á uppeldissviði á
vegum Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar, sem taka mun til starfa á
næsta skólaári.
Ekki er unnt að sjá enn með
neinni vissu, hvenær höllin
verður vígð og tekin til al-
mennra nota fyrir skóla,
íþróttafélög og almenning, en
byggingarnefndin vonar, að það
gæti orðið haustið 1982. Enn er
eftir mikið verk við að fullgera
höllina, og til þess þarf líka
mikið fjármagn. Það hefir kom-
ið og mun koma að langmestu
leyti úr bæjarsjóði Akureyrar,
en að hluta úr ríkissjóði og
íþróttasjóði. Eftir er að semja
um, hver skipting eignarhluta
verður milli bæjar og ríkis.
Þessar upplýsingar og þær,
sem hér fara á eftir, veitti
formaður byggingarnefndar
íþróttahallarinnar, Hermann
Sigtryggsson, íþrótta- og æsku-
lýðsfulltrúi Akureyri, en aðrir
nefndarmenn eru Haraldur M.
Sigurðsson, ísak Guðmann,
Óðinn Árnason og Tryggvi
Gíslason. Hún kom fyrst saman
3. ágúst 1973, og hefur verið
skipuð sömu mönnum síðan.
Hönnuðir íþróttahallarinnar
eru Ágúst Berg, húsameistari
Akureyrarbæjar, og Haukur
Haraldsson, tæknifræðingur.
Eftirlitsmaður húsameistara
hefir verið frá upphafi Gylfi
Snorrason. Lóðin er 18000 fer-
metrar, en grunnflötur hallar-
innar er 5787 fermetrar.
Rúmmálið er 31850 rúmmetrar.
Heildarbyggingarkostnaður er
orðinn um 930 milljónir gam-
alla króna.
Byggingarvinna hófst í júní-
mánuði 1977. Fyrirtækin Norð-
urverk og Möl og sandur tóku
að sér að grafa grunninn og
steypa upp kjallara, en síðan
hefur Híbýli hf. (Gísli Bragi
Hjartarson, Hörður Tulinius og
Páll Alfreðsson) séð um allar
byggingarframkvæmdir sam-
kvæmt samningi, og hafa þær
gengið skínandi vel, enda miklir
dugnaðar- og driftarmenn við
stjórn verksins með úrvalslið
góðra verkmanna sér við hlið.
Aðalhluti hússins er vita-
skuld stóri salurinn, þar sem
gólfflöturinn er 45x27 metrar,
sem er nægileg og lögleg vall-
arstærð fyrir alþjóðlega keppni
í handbolta og flestum íþrótta-
greinum öðrum, sem stundaðar
eru innanhúss, nema helst
frjálsum íþróttum. Þar er þó 65
metra hlaupabraut, þar sem
hægt er að keppa í 50 metra
hlaupi. Salnum er hægt að
skipta í þrennt með skilrúmum,
sem hleypt er niður úr loftinu,
og er þetta aðallega gert vegna
þarfa skólanna, sem þarna
munu hafa verulegan hluta af
íþróttakennslu sinni, einkum
Menntaskólinn og Gagnfræða-
skólinn. I hverju hólfi verður
nægilegt svigrúm fyrir blak- og
körfuboltavöll af löglegri stærð.
Vestan við salinn verður stórt
svið, þar sem fram geta farið
leiksýningar, hljómleikar og
fleira þess háttar. Salurinn er
ekki aðeins hugsaður sem
íþróttasvæði, heldur einnig hús-
næði undir hljómleika með
stærra sniðinu, fjöldasamkom-
ur og stórar vörusýningar. Þar
verður einnig mjög góð aðstaða
og búnaður fyrir útvarps- og
sjónvarpsupptökur.
Áhorfendapallar eiga að taka
800 manns í sæti og útdregnir
aukapallar um 600, þannig að
alls eiga að geta setið um 1400
manns, en þar rúmast hátt í
2000 manns, ef staðið er.
Lýsingu er stjórnað úr her-
bergi húsvarðar, og býður hún
upp á mikla fjölbreytni ljós-
magns eftir breytilegum þörf-
um hverju sinni. Loftræsikerfið
er mikið mannvirki og flókið, og
undir gólfi eru manngengar
loftrásir og þaðan stokkar í
allar áttir. Höllin er hituð með
vatni frá Hitaveitu Akureyrar.
Ef eldur kemur upp í húsinu eða
reykur myndast, opnast hlerar
á þaki á sjálfvirkan hátt. Þetta
er gert samkvæmt kröfu eld-
varnareftirlitsins, og fyllsta ör-
yggis er á allan hátt gætt í
höllinni, eftir því sem unnt er.
Á gólfi salarins verður gervi-
efni, en ekki hefir enn verið
ákveðið, hverrar gerðar það
verður.
Til hliðar við salinn að austan
eru 6 (3x2) búningsklefar með
tilheyrandi böðum og snyrtiher-
bergjum. Þar eru 2 litlir æf-
ingasalir með þrekþjálfunar-
tækjum, gufubað, ljósböð, nudd-
stofa o.fl. Þar verður einnig
inngangur fyrir iðkendur, hús-
varðarskrifstofa og afgreiðsla.
Til hliðar við salinn að vestan
verða áhaldageymslur.
Undir austanverðu húsinu er
stór kjallari, þar sem geyma
skal hin stærri áhöld úr sal. Þar
er jafnframt rými fyrir lyft-
ingamenn (um 150 fm) og salur
undir ýmsa breytilega starf-
semi, svo sem sýningar, borð-
tennis, skotbakka o.fl. í kjallar-
anum er líka stjórnstöð fyrir
hið mikla hitunar-, loftræsti- og
rafkerfi hallarinnar og ýmis-
legur útbúnaður annar vegna
hússins.
Á efri hæð í vesturálmu eru
tvö 70 fermetra gistiherbergi
íþróttamannahópa sem hvor
um sig tekur 20—30 manns, og
þessum herbergjum fylgja böð,
snyrtingar og eldhúskrókar.
Að austan er aðalanddyri
hallarinnar, og er gengið í það
af jafnsléttu um dyr á suður-
stafni. Þar er góð aðkoma fyrir
fatlaða, og þeirra vegna m.a. er
líka lyfta inni í húsinu. I
anddyri er aðgöngumiðasala og
inngöngudyr á áhorfendasvæði.
I útbyggingu er veitingabúð
fyrir um 180 manns, fatahengi,
eldhús, geymslur, snyrtingar,
fundaherbergi, lítill salur og
skrifstofur.
í íþróttahöllinni geta alltaf
verið a.m.k. 4 hópar í senn við
íþróttaiðkanir, jafnvel fleiri.
Áuk hins þrískipta aðalsalar
eru þar þrír minni salir undir
sérgreinar (þrekstöðvar), sem
hver um sig gæti tekið allt að 20
manns. Jafnvel sviðið mætti
nota sem sérstakan sal, en það
er 7x15 metrar að gólffleti.
Ætlast er til, að almenningur
geti notað höllina sem mest, en
einnig skólar og íþróttafélög,
sem þar fá aðstöðu til fullkom-
innar þjálfunar.
Sv.P.