Morgunblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981 3 Eru þeir að f á ’ann? Laxinn vænn í Þverá Veiðin í Þverá í Borgarfirði er heldur að glæðast, en hún hefur verið fremur dauf síðasta hálfan mánuðinn, samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunblaðið fékk í veiðihúsinu við ána, fiskurinn er vænn, en von er á smálaxinum innan tíðar. Nú hafa veiðst í Þverá neðanverðri tæplega 200 laxar, en í Kjarrá sem er efri hluti árinnar hafa veiðst um 240 fiskar. Stærri laxinn er fljótur að ganga upp ána og er kominn upp á Fjall á 2 dögum, en smálaxinn er hins vegar seinni. Þessi veiði í ánni telst nokkuð góð að því er veiðivörður tjáði Morgunblaðinu, en mun þó hafa gerst betri. Stærsti laxinn sem komið hefur úr Þverá í ár var 20 pund en sá stærsti úr Kjarrá vó 18 pund. Mikið vatn hefur verið í Þverá að undanförnu og áin skoluð en nú fer vatnsmagn minnkandi en veiðivonin vax- andi. Flestir laxanna hafa veiðst á maðk, en þó hafa nokkrir ginið við flugunni. 210 upp úr Laxá í Aðaldal Laxveiðitíminn í Laxá í Aðal- dal hefur byrjað þokkalega, sam- kvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið fékk í veiðihúsinu við Laxamýri. Um 210 laxar eru komnir á land í Laxá, en þar er nú veitt á 12 stengur, en frá 10.—20. júní var veitt á 3—4 stengur í ánni. Nokkur lax er genginn í ána og hefur mönnum tekist að slíta upp einn og einn ofarlega í ánni, en flestir fisk- arnir fást við Æðarfossa. Veðrið við ána í gær var sæmilegt en talsvert mikið vatn var í ánni. Stærsti laxinn sem veiðst hefur i Laxá það sem af er veiðitímabil- inu vó 19 pund, en ef að líkum lætur á stórlöxunum eftir að fjölga, því Laxá er ein þekktasta „stórlaxaá" á landinu. Þeir fisk- ar sem veiðst hafa nú hafa flestir tekið maðk, en þó mun eitthvað hafa fengist á flugu og spún. Heldur tregt í Vatns- dals- og Víðidalsá í Víðidalsá hefur verið frekar dræm veiði að undanförnu, en áin hefur verið fremur vatns- mikil og gruggug upp á siðkastið. Nú fer vatnið hins vegar minnk- andi, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Nú er 71 lax kominn upp úr Víðidalsá og sá stærsti vó 27 pund, en frá þeim laxi hefur verið skýrt. Fiskurinn er frekar vænn, til dæmis hafa veiðst ellefu 12 punda laxar. Laxá i Kjós í Vatnsdalsá hefur veiðin gengið heldur treglega eftir góða byrjun, en veiðin í Vatnsdalsá hófst þann 17. júní. 58 laxar hafa veiðst í Vatnsdalsá það sem af er, en ekki mun mikill lax genginn enn. Áin hefur verið Ljwnn.: Gunnar Þór GÍKlaxon vatnsmikil að undanförnu, en nú hefur heldur sjatnað í henni og munu skilyrðin vera ákjósanleg. Flestir laxarnir úr Vatnsdalsá hafa tekið maðk. í Vatnsdalsá er veitt á 6 stengur. - ÓJ. Læknaþjón- ustan sf. mun starfa áfram LÆKNAÞJÓNUSTAN sf., sem stofnuö var til að inna af hendi læknisþjónustu meðan stóö á uppsögnum lækna, mun starfa áfram sagöi Jóhann Heiðar Jóhannsson formaður félags- ins, en tíminn á næstu vikum fer i aö vinna að innheimtu rcikninga fyrir vinnu félags- manna. Hefur fjármálaráðu- neytinu verið stefnt fyrir dómi vegna reikninga þessara og bjóst Jóhann við að nokkrar vikur liðu áður en niðurstöður fengjust. Alls gerðust 194 læknar fé- lagsmenn Læknaþjónustunnar sf. og unnu þeir misjafnlega lengi á vegum hennar, enda sögðu læknar upp á misjöfnum tíma. Sumir aðeins í nokkra daga, aðrir fast að mánuði og hafa læknar því unnið allt frá nokkrum klukkustundum upp í 3 til 4 vinnuvikur á sjúkrahúsun- um án þess að fá greitt fyrir þá vinnu eða vita hvort greiðsla fæst fyrir hana, upplýsti Jóhann Heiðar. Sjónvarpið í sumarfrí á miðvikudaginn MIÐVIKUDAGINN 1. júlí hefjast sumarfri hjá Sjón- varpinu. Að þessu sinni mun fríið vara í fimm vikur í stað fjögurra áður. Er það liður í sparnaðarráðstöfun- um Sjónvarpsins. Aðspurður kvaðst Pétur Guðfinnsson framkvæmda- stjóri Sjónvarpsins vona, að þessi lenging á sumarfríinu og stytting dagskrárinnar undanfarna mánuði, væri aðeins tímabundið ástand. Sagði hann að gerð hefði verið áætlun fyrir næsta ár þar sem dagskráin verður svipuð að lengd og magni og hún var síðasta ár. Sagði Pétur að ekki hefði hann fundið mikið fyrir gagnrýni á lengingu sumarfrísins, „en ætti örugglega eftir að koma,“ sagði hann. Sumarfríi Sjónvarpsins lýkur 8. ágúst. AllOI.YSINÍiASlMINN KR: M4»d Loi' jW*r()twbUbit> Björgvin Guðmundsson verkstjóri í Stálsmiðjunni launagrcióslurog lán aó auki Hann Björgvin ( Stálsmiðjunni fær launin sín greidd reglulega inn á reikning í Samvinnu- bankanum. Björgvin getur því gengið að hag- stæðu Launaveltuláni hvenærsemhannþarf á að halda að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum. Hvereru skilyrðin? Ef launaviðskipti Björgvins hafa staðið lengur en 6 mánuði, hann er skuldlaus við Samvinnubankann og hefur ekki lent í van- skilum getur hann komið við í Samvinnu- bankanum, fyllt út umsóknareyðublað og fengið lánið lagt inn á reikninginn sinn eftir tvo daga. Ekkert vinnutap, engir snúningar, engar áhyggjur, enginn fyrirvari, - heldur sjálfkrafa lán fyrir fasta viðskiptavini Samvinnu- bankans. Náðu þér í upplýsingabækling í næstu af- greiðslu, eða hringdu og spurðu um Launa- veltuna. Samvinnubankhn Launavetta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.