Morgunblaðið - 01.07.1981, Síða 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1981
í Færeyjum
eftir Asgeir
Þórhallsson
Fokker Friendship-flugvélin,
sem ég sat í, kom skyndilega niður
úr skýjunum. Blár hafflötur sást
og fuglager elti trillu lengst fyrir
neðan. Grasi gróinn klettur stóð
upp úr sjónum. Framundan sáust
blá fjöll skaga upp úr hafinu.
Vélin tók dýfur og ég fékk í
magann. Flugfreyjurnar toguðu
sig áfram á stólbökunum. Flogið
var inn þröngan fjörð og lent á
malbikaðri braut.
„Við erum lent í Færeyjum,"
sagði flugfreyjan.
Þórshöfn sýndist bær á stærð
við Hafnarfjörð. Húsin voru svip-
falleg og vel hirt, sum önguðu af
tjöru. Gömlum húsum var haldið
við og ég sá nokkur með torfþaki.
Gaman var að skoða gamla bæinn,
þar sem voru undarlega lítil timb-
urhús, máluð í skærum litum.
Nokkuð hafði verið byggt af nýtís-
kulegum einbýlishúsum. Mikið var
um brekkur og ég varð fljótt
þreyttur í fótunum. Ég sá gæsir
baða sig í á, hrút bundinn við
stein, konu raka hey, polla leika
sér á fleka, votar upp í hné.
Höfnin var full af trillum með
bananalagi og lágum húsum. A
skansinum stóðu tvær risastórar
fallbyssur síðan úr heimsstyrjöld-
inni; kolryðgaðar. Skammt fyrir
utan sást eyja með háu fjalli.
Eldri menn voru á ferli á skeili-
nöðrum. Tískan hjá strákunum
var svartur leðurjakki en græn
úlpa hjá stelpunum.
Ég hitti mann sem var að mála
þakniðurfall. Hann skildi ís-
lensku, hafði verið á vertíð á
íslandi. Við tókum tal saman.
„Áður fyrr fóru Færeyingar til
íslands til að vinna. En nú koma
íslendingar hingað eftir vinnu, því
tímakaupið er helmingi hærra.
Verðbólgan er að éta ísland upp,“
sagði hann.
Þegar við höfðum ræðst við um
stund spurði hann:
„Hvernig líst þér á færeysku
stelpurnar?"
„Bara ágætlega," sagði ég og
hafði ekkert pælt í því.
„Fallegasta kvenfólk í heimi,"
sagði hann stoltur.
„Ég sá hvað hann meinti einn
virkan dag í góðu veðri, er ég gekk
verzlunargötuna. Mikið skelfing
voru þær fallegar; ljóshærðar eða
dökkar og stór brjóst; eitthvað
seiðmagnað í fari þeirra. Ekki
minnkaði áhuginn, er mér var
sagt að þær væru með afbrigðum
trygglyndar. Fólk virtist trúað og
á sunnudögum sást varla hræða á
ferli, ekki einu sinni verið að mála
glugga eða slá bletti.
Oft var þoka i Þórshöfn. Einn
dag ókum við, ég, Sænskari og
Danskari, upp í sveit til að skoða
heita uppsprettu. Er við komum
út fyrir bæinn birti yfir og þar var
fínasta veður. Allir vegir voru
malbikaðir en víða lágu þeir utan í
bröttum fjallshlíðum og voru mjó-
ir. Við ókum yfir brú sem tengdi
tvær eyjar saman og gegnum
drungaleg göng, þar sem lak úr
lofti. Gróður var svipaður og
heima, en þetta bratta landslag
fallegt. Við þurftum að klöngrast
niður hlíð, loks fundum við poll
undir barði. Vatn streymdi upp úr
tveggja þumlunga holu. Þeir dýfðu
hendi og hrópuðu af hrifningu. En
ég fann að þetta var bara venju-
legt kalt vatn.
„Iss.“
„Það er um tólf gráðu heitt,“
sagði Sænskarinn og las í bækl-
ingi.
,,Við höfum miklu heitari hveri
á Islandi. Það er hægt að sjóða egg
í þeim,“ grobbaði ég.
Þeir trúðu mér ekki. En nokkru
seinna fréttist að Hekla væri
byrjuð að gjósa, hefði 6 kílómetra
löng sprunga rifnað og næði strók-
urinn 15 kílómetra upp í loftið. Þá
sögðu Færeyingar að skrattinn
væri kominn til að taka ísland.
Ólafsvakan var í lok júlí og stóð
yfir í tvo daga. Göturnar fylltust
af gangandi fólki í þjóðbúningum,
börnum með blöðrur og færeyska
fána. Aðalgötunni var breytt í
göngugötu. Söiutjöldum hafði ver-
ið slegið upp. Fúólk kom frá öllum
eyjunum og maður naut þess að
sýna sig og sjá aðra. Tvær og tvær
pískrandi stelpur leiddust arm í
arm. Búið var að setja upp stórt
grænt tjald með trégólfi og mér
var sagt að þar yrði dansaður
færeyskur dans.
Kappróður var í höfninni en ég
sá lítið fyrir þoku. Þó voru bryggj-
urnar fullar af fólki að hvetja og
var blásið í lúðra. Er kvölda tók,
fengu stúlkurnar blik í augu,
strákarnir fóru að slaga og settu
upp stráhatta. Ég var staddur í
skólaporti þar sem rokktónlist
glumdi úr leikfimisai. Gos var selt
í tjaldi og strákar voru að blanda
hér og þar. Færeyingur kom og
spurði hvort ég ætti brennivín til
að selja. Boðnar voru svimandi
upphæðir. Það sést víst á klæða-
burðinum að maður er íslending-
Ég fór inn í græna tjaldið sem
var eins ög braggi í laginu. Það
var fullt af fólki sem hélst í
hendur og myndaði stóran hring.
Margir voru í skrautbúningi,
karlmenn í rauðum sokkum. Slatti
var af útlendingum. Ég brá mér í
hringinn. Maður átti að taka tvö
skref til hægri en eitt til baka.
Röðin hlykkjaðist hægt. Fólkið
söng hástöfum endalaus kvæði,
erindin enduðu alltaf á þvi sama.
Stappið í gólfið var takturinn og
þurfti enga hljómsveit. Brátt féll
ég inn í taktinn og gleymdi mér.
Klukkan fimm um nóttina var ég
löðursveittur enn að dansa og
farinn að syngja með. Maður gat
dansað út bæði sorgir og gleði. Ég
vildi ekki hætta þó ég væri að
hníga niður. Við hlið mér dansaði
færeysk stúlka, mikið hafði hún
léttan fótaburð þó hún væri í
klossum. Hún kenndi mér að
dansa rétt.
Næsta dag voru fullir strákar á
hverju götuhorni og sumir ælandi
upp við húsvegg. Pappírsrusl rúli-
aði á götum. Hjálpræðisherinn
stóð undir háu tré, spilaði á gítar
og söng.
Nokkru síðar hitti ég Færeying
á lopapeysu í kaffivagni niðri við
höfn. Hann söng íslensk dægurlög
og var kenndur.
„Það er hægt að fá góða konu í
Færeyjum, trygglynda og góða.
En þú finnur hana ekki í djasshús-
inu,“ sagði hann.
Ég er ekki frá því að ég hafi
fundið eina slíka.
Færeyskur búningur
Greinar-
höfundur
vörnkynning
SS
í SS búðinni
Bræðraborgarstíg í dag kl 2-6
Komið og bragðið á