Morgunblaðið - 01.07.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1981
61
Eitt Þórsmerk-
urhneyksli
Þessir hringdu
Ingjaldur Tómasson skrifar:
Ennþá einu sinni hefir sá átakan-
legi atburður gerzt, að herskörum af
vitfirrtum drykkjulýð er stefnt í
eina fegurstu gróður- og skógarvin
landsins, Þórsmörk, á einni af þrem
mestu stórhátíðum kristninnar og
þegar vorgróður merkurinnar er á
viðkvæmasta stigi eftir mikinn
svellavetur.
Sem oft áður spyr ég nú í fullri
alvöru: Hver ber ábyrgðina á síend-
urtekningu þessa æðislega framferð-
is hins drykkjusjúka lýðs? Áður en
ég svara spurningunni vil ég benda á
frásögn og myndir í Morgunblaðinu
10. júní 1981 af framferði hinna
ofurölvuðu ungherja Bakkusar i
Þórsmörkinni. Er það þó varla nema
brot af þeirri þjóðarniðurlægingu
„vormanna Islands**, sem þar átti sér
stað.
Frásögnin hefst með viðtali við
lögregluvarðstjórann á Hvolsvelli,
sem var eitthvað þessu líkt: Um-
gengnin var slæm, svo ekki sé meira
sagt. Þarna voru um 2000 manns,
jörð illa búin undir alla þessa
áníðslu, enda illa kalin. Pólkið var
mjög illa búið fatalega, en því betur
af Bakkusarmiði. Stolið var úr tjöld-
um. Að lokum lýsir varðstjórinn
undrun sinni yfir því að Þórsmörk-
inni var ekki lokað, eins og öðrum
útivistarsvæðum. Sjónarvottur sagði
ástandið „vægast sagt hræðilegt".
Margt var algerlega matarlaust og
klætt eins og í Mallorca-ferð. Á
sunnudag var svæðið orðið virkilega
sóðalegt, og úr frásögn Mbl.: „Fólk
hafði hent flöskum, ílátum og leifum
matar út um allt og klósettum varð
að loka vegna óþrifnaðar. Fólk var
meira að segja farið að æla og gera
þarfir sínar í lækinn, þar sem það
svalaði einnig þorsta sínum.“
Mbl. spurði Þórunni Lárusdóttur,
Ferðafélagi Islands, hver hefði ráðið
þvi að Þórsmörk var höfð opin, þegar
önnur útivistarsvæði voru lokuð.
Svarið var að skógræktarstjóri og
sýslumaður Rangárvallasýslu hefðu
haft með þau mál að gera.
Skógræktarstjóri var spurður
hversvegna Þórsmörkinni hefði ekki
verið lokað sem öðrum útivistar-
svæðum. Svar Sigurðar Blöndal
óbreytt: Já það var ekki hægt að loka
Þórsmörkinni, einhvers staðar varð
að vera opið fyrir það fólk sem
ætlaði úr bænum. Að sögn gekk
þetta nú alveg stórslysalaust. Og
ennfremur: Til að standa undir
kostnaði af gæzlu og hreinsun á
staðnum að hátíð lokinni kostar
gífurlegan pening. Eftirlitið ræður
ekki við fylleríið og áfengi ekki
bannað, enda þyrfti þá mannskap til
að leita í bilunum.
Hverjir eiga að fá félags-
skírteini á fréttastofum?
[1930
legt, að þeir gangi fyrir í
þessi störf, sem hafa góða
menntun og/eða starfs-
reynslu, og séu teknir fram
yfir þá, sem hvorugt hafa.
Þetta hlýtur að gilda um
þessi störf, eins og öll önnur
í þessu þjóðfélagi.
Nú mun ég reyna að svara spurn-
ingunni hverjir bera ábyrgð á síend-
urteknu Þórsmerkurhneyksli á einni
mestu hátíð Krists, þegar guðssól
vinnur hvað áhrifaríkast að endur-
lífgun alls jarðargróðurs eftir svella-
freða vetrarins. Aðalskammtíma-
sökina eiga yfirvald Rangárvalla-
sýslu og skógræktarstjóri. Það er
orðið hreinn óhugnaður hvernig yf-
irvöld skríða inn í velmegunarskel
sina, þegar hin ungu drukknu villi-
dýr verða á vegi þeirra. Þetta skeður
hér í borg á flestum helgum ársins.
Það eru skipaðar nefndir á nefndir
ofan og ráð á ráð ofan. Allt þetta
nefnda- og ráðafargan ásamt svo-
nefndri lögreglu gerir svo lítið annað
en að „vera úti“ annað veifið og „tala
við“ drykkjulýðinn. Það eru margir
fleiri sem koma við sögu í Þórsmerk-
urófremdardæminu. Þeir eru
ískyggilega margir, sem græða á
drykkjureisum unglinga.
Nú vil ég benda bæði skógræktar-
stjóra og lögregluyfirvöldum á lausn
í þessum alvarlegu gróðurskemmda-
málum unglinganna. Það eru fjöl-
margir staðir til fyrir hinn aumkun-
arverða drykkjulýð að drasla á.
Bendi aðeins á ágætan stað ofan við
Hafnarfjörð, austan Heiðmerkur.
Þarna er ekki ófagurt land og engin
hætta á landspjöllum. Ferðakostn-
aður lítill, bæði fyrir þátttakendur
og lögreglu og stutt í bæinn, ef
eitthvað fer úrskeiðis. Ég vil beina
því til allra yfirvalda og hinna
mörgu félaga, sem vinna gegn áfeng-
is- og umferðarslysabölinu, að
endurskoða stöðuna og herða róður-
inn með nýjum áhrifarikum hörðum
aðgerðum. Linkan og „jæja góði“-
stefnan hefur greinilega gengið sér
til húðar. Ég vona að skógrækt-
arstjóri beiti þekkingu sinni og
kröftum til að byggja ofan á hina
stórágætu undirstöðu í skógrækt-
armálum, sem forveri hans vann
með miklum glæsibrag. Að lokum
áskorun til skógræktarstjóra, að
bæði hann og lögleg yfirvöld sjái um
að Þórsmerkurhneykslið nú verði
það síðasta á viðkvæmum skógar-
svæðum á okkar landi.
Lokunarskylda
fjarstæða
Gunnar Jakohsson hringdi
og ræddi opnunartíma eða öllu
heldur lokunartíma verzlana í
Reykjavík. Honum þykir æði
harkalegt að kaupmenn, sem
vilja veita viðskiptavinum sín-
um þjónustu, skuli ekki mega
það. Þá mætti eins loka á
laugardögum mjólkursamsöl-
unni með allar sínar vörur,
blómabúðum með sitt vöruval,
benzínstöðvum með öll sín
verkfæri og dót, sagði hann.
Þetta er auðvitað fjarstæða að
skylda sumar verzlanir til
lokunar. Þarna er bara um það
að ræða að loka fyrir smá-
kaupmanninn á horninu og
gera honum ófært að veita
sínum viðskiptavinum þjón-
ustu.
Frábærir
þættir í
útvarpi
Anna Einarsdóttir skrif-
ar:
Góði Velvakandi, viltu
koma þessu á framfæri.
Mig langar til að vekja
athygli á þáttum, sem nú
eru í útvarpinu kl. 11 á
þriðjudögum. Það eru tvær
konur, sem annast þá. Þætt-
irnir eru alveg frábærir og
mér finnst að það megi alveg
eins minnast á það, sem vel
er gert, eins og að vera alltaf
að skamma útvarpið.
Gott að dvelja
á þeim stað
Salbjörg Jónatansdóttir,
herbergi 46 á Minni Grund
skrifar:
Mig langar að koma á fram-
færi þökkum til forstjóra elli-
heimilisins Grund, og fjöl-
skyldu hans. Sem vistmann-
eskja á elliheimilinu í nokkur
ár, hef ég orðið aðnjótandi
mikillar hlýju og umönnunar.
Verður sú hlýja og mannkær-
leiki aldrei greitt sem skyldi.
Ég finn það æ betur og betur
hve gott er að dveljast á
þessum stað, sem stundum er
kannski ekki metið að verð-
leikum.
Á elliheimilinu Grund er
mikið gert fyrir vistfólk, og er
öll starfsemi þar unnin af
alúð.
Að lokum vil ég svo biðja
fyrir kveðjur til alls starfs-
fólks á Litlu og Stóru Grund.
S\G6A V/öGA fi l/LVEfcÁW
l Lærið vélritun
Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 2. júlí. Kennsla
eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna.
Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13.
Vélritunarskólinn,
Suöurlandsbraut 20.
Canon
metsöluvélarnar AT-1,
AV-1, AE-1, A-1 og F-’.
CANON linsur, flösh
og fylgihlutir.
Góð greiðslukjör!
Landsins mesta úr val af Ijósmyndavörum
td: 35 gerðir myndavéla, 50 gerðir af linsum, 35
gerðir af töskum, 85 gerðir af filterum og um 100
gerðir af filmum — eitthvað fyrir alla!
Verslið hjá To, M fagmanninum
LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI 85811
d
A<\ ^
Zm
Verslið hjá
fagmanninum
LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F.
LAUGAVEGI 178 SÍMI 85811
kaup,
UTSÖLUSTAÐIR: BEYKJAVIK: Týll, Ljósmyndaþjónuslan, I
Bókabúð Jónasar Rofabæ, Rama s.f. Breiðholtl, Holtasport Breiðholti.
KÓPAVOGUR: Veda Hamraborg, Kaupgarður. MOSFELLSSVEIT: Snerra
HAFNARFJÖRÐUR: Myndahúslð. SELFOSS: Kauf. Arneslnga, Fossnestl.
SAUÐARKRÓKUR: Ljósm.st. Steláns Pedersen. DALVÍK: Ýllr.
AKUREYRI: Filmuhúsið. SEYÐISFJÖRÐUR: Verslunin Aldan.
ESKIFJÖRÐUR: Pöntunart. Eskfirðmga.
1 ^ EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU
VÍ/K/a 09Í.IW60K
m'bíO, GVWW,
mma mmA
v/MS K0/VK4
\ vmo
VAQ KOYl/\
VAGWtt A9 W
MtóKK ÍKK/ B\W
yrn vm skoæa-
súfoivi\i/£
h im
ALLT/K V<l6KK0R,<
M06SA OH vVÆ) É6