Morgunblaðið - 01.07.1981, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1981
51
í höfuðstöðvum Zanu
- eftir Hafliða
Vilhelmsson
„ZANU og þjóðin er eitt og sama.“
Þannig hljóðar pólitískt slagorð
ZANU-stjórnmálaflokksins sem
nú ræður ríkjum í Zimbabwe. Og
það virðist vera einhver sannleik-
ur í slagorðinu því fyrir utan
aðalstöðvar ZANU í Manicastræti
er gangstéttin full af fólki sem
bíður þess að klukkan verði níu og
skrifstofurnar opnaðar. Allir virð-
ast eiga erindi við flokkinn, ungir
jafnt sem gamlir, heilbrigðir og
fatlaðir. Fólkið trúir að ZANU
geti leyst úr öllum vandræðum,
hver svo sem þau eru. Hvort sem
það er nýr gervifótur eins og
konuna fyrir framan mig vantar
eða nýtt land, sem bóndinn með
hirðingjastafinn að baki mér ætl-
ar að sækja um.
Ég átti það erindi að tala við hr.
Meya, pólitískan kommissara.
Hann hafði ætlað mér tíma klukk-
an hálftíu en því miður var hann
ekki viðlátinn þennan morgun.
Starfsfólkið lofaði mér því stöðugt
að Meya væri á leiðinni en klukk-
an varð hálfellefu fyrr en hann
léti sjá sig.
Hr. Meya kannaðist ekkert við
að ég ætti stefnumót við sig. Það
hefur gleymst að tilkynna mér
það, afsakaði hann sig með og
honum þótti það miður að hafa
engan tíma aflögu. Bæði væri
Zimcord-ráðstefnan í fullum
gangi auk þess sem hann væri á
förum til Bulawayo strax klukkan
tólf.
Zimcord, það er fundur nokk-
urra þjóða og International Mon-
etary Fund sem eru hér að ræða
þróun Zimbabwe og efnahagsmál-
in. Þegar þetta er skrifað var búið
að lofa Zimbabwe næstum því 990
milljón Z-dollurum í lán og styrki,
og veitir víst ekki af. Verkefnin
eru næg og ennþá er langt í land
að laga og endurreisa allt sem
eyðilagt var í stríðinu.
Hr. Meya þótti miður að geta
ekki aðstoðað mig neitt en hann
stakk upp á að ég talaði við tvo
herra úr miðstjórn ZANU, þá hr.
C. Chisese og Takavira.
Þeir herrar sátu saman inni á
skrifstofu á sama gangi. Allir
gluggar á gátt og þungur umferð-
arniður drundi inn um þá. Þetta
voru brosmildir og ljúfir menn og
þeir höfðu í fyrstunni greinilega
gaman að því að leysa úr spurn-
ingum mínum. Sérstaklega þó hr.
C. Chisese, hann svaraði með
löngum útskýringum og góðum
aðdraganda eins og kennarar
gera.
Þeir sögðu mér gömlu söguna
um stofnun ZANU árið 1963 og
fastfylgjandi bann þegar árið 1964
sem eðlilegt var. Öll pólitísk
samtök voru bönnuð á dögum
minnihlutastjórnarinnar. Þeir
sögðu mér af baráttunni, hr.
Takavira talaði af eigin reynslu,
hann hafði gerst skæruliði árið
1972.
Þeir sögðu mér frá Lancaster-
sáttmálanum, kosningunum og yf-
irburðasigri ZANU-PF í kosning-
unum árið 1980.
Hvernig ZANU er byggt upp
sem partí? Jú, ZANU er eiginlega
grasrótarhreyfing. Flokkurinn
nær til Va landsmanna þótt erfitt
sé að gera sér grein fyrir nákvæm-
um fjölda félagsmanna.
Spjaldskráin er í ólagi, þú skilur.
En hvert þorp hefur sína
ZANU-skrifstofu, þær eru grunn-
einingar flokksins. Þar fyrir ofan
eru sveitarráð ZANU (branches,
sögðu þeir), landsráð (provinces)
en efst og ráðamest er miðnefnd
ZANU sem í sitja 23 meðlimir,
með Robert Gabriel Mugabe sem
formann.
Má þá segja að miðnefndin sé
það sama og ríkisstjórnin? Verða
miðnefndarmenn sjálfkrafa ráð-
herrar?
Nei, reyndar ekki, sagði hr. C.
Chisese. Að vísu eru ráðherrar i
stjórn Zimbabwe 23, en af þeim
eru átta frá ZAPU-PF.
Hvernig gengur samstarfið við
ZAPU?
Vonum betur, þeir sækja styrk
sinn til vestursvæða Zimbabwe.
Við ZANU-menn höfum átt dálítið
erfitt með að vinna fólkið þar á
okkar band, en það kemur hægt og
hægt, sagði C. Chisese fullviss.
En fer ekki fylgi flokkanna eftir
þjóðerni? Shonafólk kýs ZANU en
Nemelemenn ZAPU?
Jú, sumt fólk trúir meir á
tungumál sitt en stjórnmálastefn-
ur, það er leiður misskilningur. En
þessi margumræddi klofningur
milli Shona og Nebele er stórum
ýktur. Andstæðurnar eru ekki eins
miklar og látið er að liggja í
vestrænum blöðum.
Hvenær verða næstu kosn-
ingar?
Arið 1984 verða almennar kosn-
ingar, og við eigum von á að auka
fylgi okkar, svarar hr. Yakavira.
Að vísu erum við bundnir af
stjórnarskránni, Lancaster Con-
ference Constitution, næstu tíu
árin. Það þýðir auðvitað að hvítir
eiga vís tuttugu sæti í þinginu. Ef
fylgt væri þingræðislegum reglum
fengju þeir auðvitað engan«mann
á þing, jú kannski einn.
Þið ætlið að sætta ykkur við
þessa stjórnarskrá? Ekkert hugs-
að um að nema hana úr gildi og
setja nýja og lýðræðislegri?
Nei, það er ekki á stefnuskrá
ZANU að lýsa yfir einhliða sjálf-
stæði eins og Smith árið 1965. Við
höldum okkur við þá samninga
sem við höfum skrifað undir.
Já, tekur hr. C. Chiese undir.
Framundan eru kosningar í borg-
arráð Salisbury, þar eru um 23
sæti að kjósa í. Við erum ráð fyrir
að fá þau öll og í þessum kosning-
um eru hvítum ekki tryggð nein
sérréttindi.
Nú á Zimbabwe í miklum efna-
hagserfiðleikum. Erlendar skuldir
eru himinháar, verðbólgan er vax-
andi, mér er sagt að matprísar
hafi tvö- og þrefaldast á síðasta
ári. Uppbyggingarstarfið sem er
framundan er gífurlegt, með tilliti
til þess að landsbyggðin var eigin-
lega lögð í rúst meðan á stríðinu
stóð, akrar eyðilagðir, hús sprengd
og kvikfénaður felldur ...
Stríð er stríð, braust hr. Taka-
vira fram í ræðu mína og stöðvaði
þusið í mér. Hvað viðkemur verð-
bólgunni þá er hún ekki til að tala
um, verðlag á mat er hvergi lægra
í heiminum en hér ...
Og það sama gildir um kaup,
skaut ég að, honum til lítillar
ánægju. Ég efast um að fyrirfinn-
ist lægra kaup nema þá sunnan
landamæra.
Hr. C. Chisese brosti við en hr.
Takavira lét sem hann heyrði
ekki.
Skuldirnar eru arfur frá
Smith-stjórninni. Hann eyddi
milljörðum ofan á milljarða til að
kaupa hergögn, það eru þær skuld-
ir sem við sligumst með. Auðvitað
er það sárgrætilegt að þurfa að
borga fyrir byssukúlurnar sem
hvíta fasistastjórnin hafði ætlað
okkur.
Hr. Takavira yppti öxlum og
brosti biturlega. Þannig verður
það víst að vera, við höldum okkur
við Lancaster-samkomulagið.
Nú er ZANU svokallað sósíal-
ískt partí, og það er á stefnuskrá
flokksins að gera Zimbabwe bæði
pólitískt og efnahagslega sjálf-
stætt. En í sama mund er það
viðurkennt að Zimbabwe sé háð
erlendu fjármagni, aðallega s-afr-
ísku, bresku og bandarísku. Síðan
les maður í Herald Mail að
Þjóðverjar séu að sækja inn með
verksmiðjur, til dæmis fyrirtæki
með misjafnt orð eins og Siemens.
Er von á að stjórnin fari að láta til
sín taka í þessum efnum? Til
dæmis með þjóðnýtingu?
Það komu vöflur á herrana, þeir
skiptust á augngotum en svo
svaraði hr. C. Chisese því til að
þessari spurningu skyldi ég beina
til fjármálaráðherrans.
Nú, jæja, en hvað með ZANU
sem flokk? Er hann grundvallaður
á einhverjum erlendum flokki? Á
hann sér fyrirmynd til dæmis í
Kína eða SSSR? ‘
Heyrðu mig. Hr. C. Chisese
baðaði út örmunum. Þetta er
Zimbabwe, hvorki Kína né Ráð-
stjórnarríkin. Okkar sósíalismi er
innlendur, við tilheyrum ekki
neinni línu að utan. Við erum vinir
allra sem vilja vera vinir okkar.
Og þú veist sjálfsagt að Zimbabwe
er í samtökum hlutlausra þjóða?
Það er ekki ætlun okkar að fylgja
einum eða neinum að máli í því
kalda stríði sem verið er að elda í
Washington.
, Við ræddum meira saman, en
margt var aðeins snakk. Eins og
til dæmis hvort auðvelt væri að
gerast innflytjandi í Zimbabwe
o.s.frv. Þeir kváðu alla velkomna.
Þegar vikið var að stöðu kon-
unnar í samfélaginu urðu þeir
heldur kindarlegir. Því þeim var
víst fullkunnugt um að staða
konunnar, að minnsta kosti úti á
landsbyggðinni, er við hlið hús-
dýranna, með þeim fyrirvara þó
að geitur og kýr hafa það aðeins
náðugra en kvenfólkið.
Já, konur eru frjálsar í Zimba-
bwe, þær mega gera allt sem þær
vilja, svaraði hr. Takavira hálf-
aulalega og vandræðalegur. Það er
ekkert sem bannar þeim það.
Annars væri best fyrir þig að
snúa þér að nýskipuðu ráðuneyti
sem sýslar með kvennamálin. Þeir
geta hjálpað þér í þeim efnum.
Þannig vísuðu þeir leiðinda-
spursmáli framhjá sér og ég lét
þar við sitja. En hvað viðkemur
þessu nýstofnaða ráðuneyti, þá
hafði ég kannað það daginn áður
og komist að því að ráðuneytið
sem heitir The Ministry for the
Development of Women and
Womens’ Affairs á ekkert skylt
við kvenfrelsishreyfinguna. Verk-
efni ráðuneytisins er að útbreiða
kunnáttu í eldamennsku og kenna
konum á saumavélar, ásamt því að
sníða föt. Einskonar yfirumsjá
með verkefnum þeim sem hús-
mæðraskólum er ætlað að leysa í
þróaðri löndum.
Þar sem ég vissi að þeir voru
orðnir leiðir á mér, fannst mér
tími til að kveðja og herramenn-
irnir fylgdu mér til dyra. Ég gekk
niður tröppurnar að þriðju hæð,
gegnum mýgrút manna sem var á
fartinni upp og niður eða sat á
göngunum og reykti Madison- og
Kentucky-sígarettur.
Litlu seinna sat ég á kínversk-
um restaurant, uppfartaður af
fimm liprum svörtum þjónum og
gæddi mér á Chow Mein. Þarna
inni voru matargestir allir hvítir,
af þeirri sort sem fyllti raðir The
Rhodesian Front. í gegnum oxon-
ískt skvaldrið greindi ég orð og
orð á stangli, investment, profit
o.s.frv.
Fyrirferðarmiklir mennirnir
sem belgdu sig út á kínverskum
mat og drukku long drinks á eftir,
voru sér greinilega óafvitandi um
að til væri ríkið Zimbabwe, þeir
voru allir rhódesískir.
Endir.
Höfuðstöðvar Zanu í Salisbury
FRJALS UM EVROPU
ÓTAKMARKAÐ FERÐALAG MEÐ JÁRNBRAUTUM í 30 DAGA
Noregur, Sviþjóð, Finnland, Danmörk, V-Þyskaland, Holland, Belgia, Luxemborg, Austurriki, Ungverjaland, Rumenia, '
Frakkland, Sviss, italia, Júgóslavia, Grikkland, Portúgal, Spánn, Marokkó.
Brottfarir: 20., 27. maí -10., 24. júní - 8., 28. júií - 5., 26. ágúst.
Innifalið: Flug fram og aftur Luxemburg.
Járnbrautarfarseðill og farfuglahandbók um Evrópu
AUÐVITAÐ FER UNGT FOLK MFÐ URVAL
URVAL við Austurvöll S 26900.