Morgunblaðið - 01.07.1981, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1981
63
* 35—50%
.ukningti
Námskcið
Námskeið í stefnumótun fyrir-
tækja voru haldin í apríl og maí.
16 fyrirtæki tóku þátt í þeim.
Námskeið í framleiðslustjórnun
var haldið í júní og ágúst, alls 10
dagar. 16 þátttakendur frá 6
fyrirtækjum, flokksstjóranám-
skeið í september, 15 þátttakendur
frá 9 fyrirtækjum. 1 september
var haldið markaðsnámskeið fyrir
húsgagnaframleiðendur, þátttak-
endur voru um 14 frá 9 fyrirtækj-
um. í byrjun nóvember var haldið
námskeið í vöruþróun fyrir 10
fyrirtæki, þátttakendur voru 19.
Vöruþróunarnámskeiðið stóð í
þrjá daga, þ.e. almenni hlutinn, en
síðan var notaður 1 'k dagur fyrir
hvert fyrirtæki og skilað tillögum
um vöruþróunar- og markaðsað-
gerðir til þeirra, sem síðan voru
teknar fyrir í heimsókn markaðs-
ráðgjafans til fyrirtækjanna í
desember. Þessi aðferð, að leggja
höfuðáherslu á mál einstakra
fyrirtækja, lofar góðu og árangurs
er að vænta í flestum fyrirtækj-
anna.
Gert var ráð fyrir, að með
framangreindum námskeiðum
yrði lokið námskeiðahaldi á veg-
um verkefnisins, en í ljós hefur
komið, að þörf er á námskeiði í
framleiðslustjórnun, sem fram-
hald af þeim námskeiðum, sem
áður hafa verið haldin um þetta
efni. Verkstjórar í þeim fyrirtækj-
um, sem lengst eru komin í
framleiðsluhagræðingu, þurfa á
viðbótarþjálfun að halda til að
geta sinnt raunverulegu hlutverki
verkstjóra í þjálfun starfsmanna
og framleiðslueftirliti. Námskeið-
ið yrði haldið af íslensku sam-
starfsaðilunum eftir samkomu-
lagi. Námskeið í sölumennsku er
einnig fyrirhugað og þá einkum
ætlað þeim, sem vinna í verslun-
um framleiðenda. Sérstaka
áherslu hefur orðið að leggja á
þýðingu og túlkun námskeiðisefn-
is, og hefur fengist styrkur frá
Nordisk Industrifond til þess og
túlkun tækniráðgjafa í fyrirtækj-
um.
Ráðjíjöf ok þjálfun
Úttektir hafa verið fram-
kvæmdar í 18 fyrirtækjum á
vegum verkefnisins og lagðar
fram tillögur um framleiðslu-
skipulag, bættar framleiðsluað-
ferðir og fjárfestingar í vélum og
hjálpartækjum. Nokkur fyrirtæki
hófu aðgerðir í samræmi við
tillögurnar og hefur verið unnið í
þeim frá október við skipulag
vinnustöðva og þróun aðferða.
Erlendu ráðgjafarnir hafa unn-
ið 86 dagsverk í fyrirtækjunum og
ljóst orðið, að ætla þarf meiri tíma
í skipulag vinnustöðva og starf-
þjálfun ásamt þjálfun verkstjóra
en upphaflega var áætlað, eða alls
um 345 daga á árinu 1981. Sam-
starfsaðilarnar frá FÍI, Lands-
sambandi iðnaðarmanna og
starfsmenn trétæknideildar Iðnt-
æknistofnunar hafa verið með
erlendu ráðgjöfunum í fyrirtækj-
unum og unnið í þeim milli
heimsókna, einkum hefur mikið af
undirbúningi fyrir ráð-
gjafaheimsóknirnar hvílt á starfs-
mönnum trétæknideildarinnar.
Markmiðið með þessu starfi sam-
starfsaðilanna er tvíþætt, annars
vegar þjálfun þeirra í ráðgjafa-
störfum og hins vegar, að tryggja
og jafnvel flýta árangri af þessum
aðgerðum.
Vöruþróunarstarfið hefur verið
að mestu unnið í einstökum fyrir-
tækjum og hófst með 3ja daga
námskeiði í nóvember. 10 fyrir-
tæki tóku þátt í því og heimsóknir
markaðsráðgjafa og tækniráðgj-
afa voru framkvæmdar í 9 fyrir-
tækjum, þar eð eitt þátttökufyr-
irtækjanna baðst undan þessari
heimsókn. Alls hafa verið notaðir
5 ráðgjafadagar á fyrirtæki. Farið
var yfir framleiðsluvörur, sölu-
skipulag og kynningaraðferðir.
í annari heimsókn, að loknum
umræðum og hugmyndaleit mark-
aðsráðgjafa og tækniráðgjafa,
voru tillögur um aðgerðir kynntar,
þ.e. breytingar á framleiðsluvör-
um, ný hönnun og nýjar kynn-
ingar- og söluaðferðir. í desember
komu markaðs- og tækniráðgjafar
aftur og fóru yfir verkefnisáætl-
anir fyrirtækjanna og komu með
upplýsingar og tillögur um fram-
hald.
í 5 fyrirtækjum af 8, sem unnið
hafa að markaðs- og vöruþróunar-
starfinu af alhug, er þegar farinn
að koma árangur í ljós og von um
að 3—4 þeirra komi til með að
hafa útflutningshæfa vöru á þessu
ári.
í markaðs- og vöruþróunarað-
stoð á árinu 1982 eru áætlaðir
5—6 ráðgjafadagar á fyrirtæki og
gert ráð fyrir, að heimsóknir verði
á 6—8 vikna fresti. Markaðs- og
tækniráðgjafar vinna með for-
ráðamönnum fyrirtækjanna að
þeim verkefnum, sem ákveðin
voru í upphafi. Mikil hreyfing er á
vöruþróunar- og markaðsmálum
verkefnisins og útlit fyrir, að á
árinu 1981 verði þau fyrirtæki,
sem hyggja á útflutning, búin að
taka fyrstu skrefin í þeirri bar-
áttu.
Við gerð fjárhagsáætlunar hús-
gagnaverkefnis í júní 1980 var
miðað við þátttöku 10 fyrirtækja í
öllum þáttum verkefnisins. Eins
og áður hefur komið fram, fóru
úttektir á framleiðsluaðstöðu
fram í 18 fyrirtækjum, en mis-
jafnlega mörg tóku þátt í nám-
skeiðum.
Heildarkostnaður nemur nú 145
milljónum, þar af er námskeiðs-
kostnaður 3,5 milljónir. Úttektir í
fyrirtækjum 26,4 milljónir og
tækniráðgjöf í fyrirtækjum 40,6
milljónir, markaðs- og vöruþróun-
arráðgjöf 9,5 milljónir, kostnaður
vegna samstarfsaðila 12,2 milljón-
ir og stjórnunarkostnaður 22,0
milljónir, allt í gkr. Fyrirtækin
haf greitt 49,5 milljónir, hlutur
Iðnrekstrarsjóðs er um 57 milljón-
ir og styrkur Nordisk Industrifond
vegna miðlunar tækniþekkingar
10,4 milljónir. Framlag Iðnaðar-
ráðuneytis til stjórnunarkostnað-
ar nam 17,5 milljónum gkr.
Úr verzlun Ingvars og Gylfa sf. við Grensásveg.
Ingvar og Gylfí sf.:
Sérhæfa sig í svefn-
herbergishúsgögnum
Ilúsgagnavinnustofa
Ingvars og Gylfa sf. hefur
um árabil verið þekkt
fyrir framleiðslu sína á
rúmum og svefnherbergis-
húsgögnum, en hún var
eitt þeirra fyrirtækja, sem
heimsótt var í heimsókn-
inni. Fyrirtækið var stofn-
að árið 1957 af núvcrandi
eigendum þess, þeim Ing-
vari Þorsteinssyni, sem
tók á móti gestum og
Gylfa Einarssyni.
Ingvar sagði, að í upphafi
hafi fyrirtækið framleitt
húsgögn af ýmsu tagi, en
starfsmenn voru þá aðeins
fjórir. Nú eru starfsmenn
23 og fyrirtækið framleiðir
svo til eingöngu svefnher-
bergishúsgögn.
— Hjá fyrirtækinu
starfa nú 23 starfsmenn
eins og áður gat um, þar af
14 í framleiðslu. Heildar-
velta fyrirtækisins á síð-
asta ári var í kringum 800
milljónir gkróna.
Fyrirtækið rekur eigin
verzlun að Grensásvegi,
þar sem framleiðslan fer
fram, en auk þess er vara
þess seld í verzlunum um
allt land.
Helztu breytingar á hús-
næði fyrirtækisins í gegn-
um tíðina eru þær, að 1966
var flutt úr bílskúr við
Bogahlíð að Grensásvegi 3 í
500 fermetra nýbyggingu.
Var síðan byggt við húsið
1972 og það þá stækkað um
100 fermetra. Á síðasta ári
var húsnæðið svo enn
stækkað og nú um 200
fermetra.
Kristján Siggeirsson hf.:
Kynna nýja skrif-
stofuhúsgagnalínu
KRISTJÁN Siggeirsson
hf. var eitt þeirra fyrir-
tækja, sem heimsótt voru,
en það hefur framleitt
húsgögn í yfir 50 ár og
verið lengst af með vörur
fyrir heimili og skrifstof-
ur. Iljalti Geir Kristjáns-
son, forstjóri fyrirtækis-
ins, bauð gesti velkomna,
og sagði við það tækifæri.
að með örum breytingum á
markaðinum hafi fyrir-
tækið aðlagað afurðir sín-
ar að breyttum þörfum og
aukinni samkeppni.
— Á síðasta ári hafa verið
þróuð húsgögn fyrir skrifstofur,
bókasöfn og stofnanir, sem fyrir-
tækið mun einbeita sér að að
framleiða og selja á næstu árum.
Á sama tíma hefur „Markaðsátak
í húsgagnaiðnaði" komið inn í
flest stig framleiðslu og sölu og er
árangur af því starfi að koma í
ljós. Hefur það kostað fyrirtækið
milli 100.000 og 150.000 krónur, ef
allt er með talið. Fyrirtækið hefur
einbeitt kröftum sínum að undan-
förnu að þremur mikilvægum
þáttum:
— Vöruþróun, en forsenda ár-
angursríks reksturs er að hafa
rétta vöru fyrir þann markað, sem
starfað er á. Áætlað er að kostn-
aður við vöruþróun á sl. ári hafi
verið tæpar 200.000 krónur, eða
um 1 mannár í ailt. Þessu starfi er
ekki endanlega lokið. Hönnun og
þróun nýrra afurða er í höndum
starfsmanna fyrirtækisins og
Gunnars Magnússonar arkitekts
og þróa þeir allar afurðir, sem
verksmiðjan framleiðir.
— Framleiðslu, en nýjar vörur
eru þróaðar með hliðsjón af vélum
og tækjum, sem hefur í för með
sér hagkvæmni og samkeppnis-
hæfari afurðir. Jafnframt hefur
vélakosti og vinnubrögðum verið
hagrætt til að stytta framleiðslu-
tíma og auðvelda starfsmönnum
vinnuna.
— Sölustarf, en nýir markaðir
hafa í för með sér breyttar
söluleiðir, sem mikilvægt er að ná
tökum á. Auk húsgagna fyrir
skrifstofur framleiðir fyrirtækið
vegghillur og raðskápa fyrir heim-
ili, en sá markaður er í mikilli
óvissu um þessar mundir.