Morgunblaðið - 01.07.1981, Page 10

Morgunblaðið - 01.07.1981, Page 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1981 Nokkur atriði varðandi ákvarðanir í orkumálum „Það er okkar hlutverk, sem vinnum að stjórn og rekstri raforkufyrirtækja að undirbúa ákvörðunartöku á þessu sviði og reyna að tryggja, að hún stuðli að f járhagslegri arðsemi raforkukerfisins í heild, en í því felst bezta tryggingin fyrir því, að sú uppbygging, sem framundan er, verði hagsældar.44 Það er varla ofmælt, að orkumál hafi sjaldan eða aldrei verið fyrir- ferðarmeiri í þjóðmálaumræðu hér á landi en nú síðustu mánuð- ina. Komið hefur fram bæði á Alþingi og utan þess ótvíræður vilji til þess að beina kröftum þjóðarinnar að því að nýta hinar auðugu, óbeizluðu orkulindir landsins, bæði til almennra nota og til stórfelldrar nýrrar iðn- þróunar. Jafnframt hefur verið kappsamlega unnið að því að undanförnu að rannsaka orkulind- ir landsins og gera áætlanir um virkjanir, er geti orðið grundvöll- ur ákvörðunartöku um næstu stóráfanga í orkuöflun. Verk- fræðilegum undirbúningi þriggja stórvirkjana er nú komið svo langt áleiðis, að þess er skammt að bíða, að þær verði allar komnar á verkhönnunarstig. Allt virðast þetta fjárhagslega og tæknilega hagkvæmar virkjanir, og hefur ekki áður við ákvörðunartöku í virkjunarmálum verið um svo marga hagkvæma, vel undirbúna virkjunarkosti að velja. Vissulega ber okkur, sem að uppbyggingu og rekstri raforku- kerfisins vinnum, að fagna þeim áhuga, sem nú er meðal þings og þjóðar, á auknum framkvæmdum á sviði orkumála. Hinu verður þó ekki neitað, að þessi mikli áhugi er oft ter.gdur mjög óljósum hug- myndum um nýtingu orkunnar og fjárhagslega hagkvæmni fram- kvæmdanna. Jafnframt hefur fjöldi virkjunarkosta orðið til þess að ýta undir héraðaríg og átök um staðsetningu orkuvera oft án mik- ils tillits til fjárhagslegrar hag- kvæmni. Það er okkar hlutverk, sem vinnum að stjórn og rekstri raf- orkufyrirtækja að undirbúa ákvörðunartöku á þessu sviði og reyna að tryggja, að hún stuðli að fjárhagslegri arðsemi raforku- kerfisins í heild, en í því felst bezta tryggingin fyrir því, að sú uppbygging, sem framundan er, verði þjóðinni til aukinnar hag- sældar. Þótt verkfræðilegar áætl- anir og samanburður á stofn- kostnaði sé undirstöðuþáttur í mati á virkjunarleiðum, skipta viðskiptalegar og fjárhagslegar forsendur ekki minna máli. Aður en raunhæfar ákvarðanir verða teknar er því nauðsynlegt að gera rækilegar áætlanir um helztu atr- iði, er varða rekstur og fjármögn- un, svo sem um markað, fjáröflun- arleiðir, sjóðstreymi og arðgjöf. Nú þegar virkjunaráætlununum sjálfum er komið svo langt áleiðis, er orðið brýnt að sinna þessum þáttum meira en gert hefur verið, ef vel á að takast. Mikilvægur þáttur í þessari undirbúningsvinnu hlýtur að vera könnun á því, hvernig núverandi raforkukerfi er undir það búið, fjárhagslega og skipulagslega, að takast á við þau stóru verkefni, sem framundan eru. Á undanförn- um 15 árum hefur þróunin í raforkumálum hér á landi verið örari en nokkru sinni fyrr. Á þessum tíma hefur orkufram- leiðslan fimmfaldazt, dreifikerfið verið stórlega styrkt og öll orku- veitusvæði landsins tengd saman í eitt landskerfi. En þessi þróun hefur skilið eftir ýmsa vaxtar- verki og skipulagi og fjárhagslegri þjóðinni til aukinnar uPPby8g>nKu kerfisins er enn í mörgu ábótavant. Ástæða er til þess að drepa stuttlega á nokkur þessara vandamála. Hin gífurlega öra uppbygging, sem orðið hefur bæði í orkuöflun og dreifingu undanfarinn áratug, hefur átt sér stað án þess að innlent raforkuverð hafi hækkað umfram almennar verðhækkanir, og heildsöluverð hefur reyndar lækkað um 30% frá árslokum 1970 til ársloka 1980, ef miðað er við vísitölu byggingarkostnaðar. Eig- infjármögnun kerfisins hefur því verið lítil og meginhluti þessarar miklu fjárfestingar verið borinn uppi af lántökum. Heildarskuldir raforkukerfisins hafa af þessum sökum farið ört vaxandi, en sam- kvæmt bráðabirgðatölum telst okkur til, að þær hafi alls numið um það bil 3 milljörðum kr. (eða 300 milljörðum gkr.) í lok síðast- liðins árs. Af þeirri fjárhæð voru erlend lán nálægt 2,6 milljörðum, en erlendar skuldir raforkukerfis- ins voru þá um 44% af heildar- skuldum þjóðarbúsins út á við. Þessari miklu skuldasöfnun hef- ur að sjálfsögðu fylgt ört vaxandi greiðslubyrði, einkum síðustu ár- in, þegar við skuldaaukninguna hafa bætzt síhækkandi vextir og óhagstæðari lánstími heldur en unnt var að fá fyrir nokkrum árum. Enn hefur þessi skulda- byrði þó ekki komið fram í rekstri raforkufyrirtækja nema að nokkr- um hluta. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd 1 skiptast heildarskuldir raforkukerfisins í tvo svo til jafnstóra hluta í lok síðasta árs. Ánnars vegar eru þær skuldir, sem komnar eru inn í rekstur raforkufyrirtækjannna, er námu rúmum 1500 millj. nýkr., og er meginhluti þeirra á vegum Landsvirkjunar og Rarik, á hinn bóginn er allt að því jafnhá fjárhæð, sem er ekki staðið undir í rekstri. Af þessum skuldum eru 600 millj. kr. vegna Hrauneyja- fossvirkjunar, sem enn er í bygg- ingu, en tekin verður inn í rekstur Landsvirkjunar í áföngum á þessu og næsta ári. Rúmar 800 millj. eru vegna byggðalína og Kröflu, sem enn eru skipulagslega og fjárhags- lega utan við raforkukerfið. Fjár- magnskostnaði þessara mann- virkja er mætt með nýjum erlend- um lánum og felur í sér sívaxandi skuldasöfnun. Það má því reikna með því, að greiðslubyrði raforku- kerfisins mundi meira en tvöfald- ast, ef það ætti á næstunni að taka á sig vexti og afborganir af þeim mannvirkjum, sem nú eru utan rekstrar. Öllum má ljóst vera, að ákvörðunum um fjarhagslega stöðu byggðaiínanna og Kröflu verður ekki skotið á frest öllu lengur. Taka verður afstöðu til þess, hvort ríkið á til frambúðar að standa straum af fjármagns- kostnaði þessara mannvirkja að einhverju eða öllu leyti, eða hvort rétt sé að taka þau inn í rekstur þeirra raforkufyrirtækja, sem starfandi eru í landinu. Hvað ofan á verður í þessu efni skiptir að sjálfsögðu miklu máli fyrir fjár- hagslega stöðu þessara fyrirtækja. En lítum nokkru nánar á rekst- ur raforkugeirans. Á mynd 2 er gerð tilraun til þess að draga saman heildarmynd af rekstri raforkufyrirtækja, eins og hún var á síðastliðnu ári. Ef á heildina er litið sýnir þessi mynd, að nokkur reikningslegur hagnaður hafi ver- ið á rekstri raforkufyrirtækja, ef verðjöfnunargjaldið er talið með heildartekjum. Þessum hagnaði var hins vegar mjög misskipt, og var meginhluti hans hjá dreifi- veitum í þéttbýli. Afskriftir voru auk þess ónógar til þess að standa undir afborgunum af lánum, svo að líklega hefur ekkert eigið fé verið aflögu til fjárfestingar, ef á heildina er litið. Útkoman væri þó mun lakari, ef fjármagnskostnað- ur vegna byggðalína og Kröflu væri tekinn inn í myndina. Út- koman úr því dæmi er sýnd á mynd 3, en af henni sést, að rekstrarhalli hefði þá orðið um 100 millj. kr., eða um 10 milljarðar gkr. Það er hins vegar athyglis- vert, að söluskattur af raforkusölu hefur nægt til þess að standa undir um helmingi hallans. Augljóst er af þessu, að mikil nauðsyn er á rækilegri könnun á fjárhagsstöðu og afkomuhorfum raforkufyrirtækja í landinu, en þær heildartölur, sem ég hefi nú rakið, gefa aðeins grófa mynd af stöðunni, þar sem fjárhagur ein- stakra fyrirtækja er mjög mis- munandi. Ef unnt á að vera að gera viðunandi fjárhagsáætlanir fyrir rekstur raforkufyrirtækja fram í tímann, er geti verið undirstaða fjárfestingarákvarð- ana og samninga um lántökur til nýrra virkjana, er nauðsynlegt að eyða margs konar óvissu, sem nú ríkir um fjárhagsstöðu og horfur í þessum rekstri. Eitt af megin- vandamálunum þar er sú óvissa, sem ríkir um stefnu stjórnvalda varðandi verðlagningu á orku. Enginn vafi er á því, að æski- legasta lausnin á því máli væri sú, að settar yrðu ákveðnar viðmiðun- arreglur um arðgjöf og afskriftir, er tryggi viðunandi afkomu og sjóðstreymi í eðlilegu hlutfalli við verðbreytingar á hverjum tíma. Þess má geta, að samkvæmt regl- um, sem Landsvirkjun er bundin af, t.d. í lánssamningum, verður arðgjöf af endurmetnum, en af- skrifuðum eignum fyrirtækisins, að vera a.m.k. 8% á ári. Því miður hefur þessari arðgjöf sjaldnast verið náð vegna verðlagstakmark- ana, og hefur það átt þátt í því að veikja greiðslustöðu og auka lán- tökur fyrirtækisins. Fróðlegt er að reyna að átta sig á því, hvern arð við höfum raun- verulega fengið af þeirri fjárfest- ingu, sem bundin er í raforku- mannvirkjum hér á landi í dag. Á meðfylgjandi mynd 4 er sýndur lauslegur útreikningur á arðgjöf raforkugeirans árið 1980, sem gefur nokkra hugmynd um þetta .mál. Reynt hefur verið að meta allar eignir raforkufyrirtækja til verðlags í árslok 1980 af afskrift- um frádregnum. Bendir lauslegur reikningur til þess, að verðmæti þeirra hafi verið nálægt 6 millj- örðum króna, eða jafngildi 600 milljarða gkr. Er þá hvorki Hrauneyjafoss eða Krafla meðtal- ið. Nettótekjur úr rekstri, þ.e.a.s. eftir að búið er að draga frá rekstrarútgjöld og afskriftir, námu hins vegar 142 milljónum, svo að arðgjöfin á árinu varð aðeins 2,4% af raunvirði heildar- eigna miðað við endurkaupsverð. Hér er vissulega um mjög lága arðgjöf að ræða, en til þess að ná t.d. 6% arðgjöf hefðu sölutekjur þurft að aukast um meira en 50%. Nú er það að sjálfsögðu mats- atriði, sem ekki er hægt að fjalla um að neinu gagni að þessu sinni, hve háar arðgjafarkröfur sé réft að gera. Eftir því sem vextir eru hærri og skuldabyrði þyngri er nauðsynlegt að gera hærri kröfur til arðgjafar, ef sjóðstreynji úr rekstri á að vera viðunandi. Á Erindi dr. Jóhannes- ar Nordal, stjórnar- formanns Landsvirkj- unar, á aðalfundi Sambands ísl. raf- veitna hinn bóginn verður að taka af- stöðu til þess, hvort menn vilja líta á hluta af fjármunamyndun- inni í raforkukerfinu sem félags- lega fjárfestingu, t.d. til jöfnunar á raforkuverði um landið, þannig að ekki sé ástæða til þess að reikna af henni eðlilegan arð. Á þessa og aðra þætti, sem hér skipta máli, verður að sjálfsögðu að leggja mat, áður en hægt er að gera tillögur um raunhæft mark- mið í þessu efni. Nátengd þeim fjárhagslegu við- fangsefnum, sem ég hef nú laus- lega drepið á, eru ýmis skipulags- vandamál, sem enn eru óleyst. Fyrst er þá að nefna byggðalín- urnar, sem enn eru reknar á bráðabirgðagrundvelli án ákvörð- unar um greiðslu fjármagnskostn- aðar eða rekstrarform. Flest virð- ist mæla með því, að byggðalín- urnar færist smám saman á hend- ur sama fyrirtækis og meginorku- framleiðslan, sérstaklega eftir að samið hefur verið um sameiningu Laxárvirkjunar við Landsvirkjun. Um leið verður þá að ákveða, hvort ríkið á ekki að taka á sig verulegan hluta af fjármagns- kostnaði byggðalínanna með tilliti til framlags þeirra til jöfnunar raforkuverðs milli landshluta. Ennþá erfiðara vandamál blasir við varðandi rekstur Kröfluvirkj- unar, en óvissan um afkastagetu hennar veldur því, að óhugsandi má telja, að neitt raforkufyrirtæki geti tekið við rekstri hennar nema með mjög sérstökum skilyrðum. Takist hins vegar að auka fram- leiðslugetu virkjunarinnar að ein- hverju ráði er nauðsynlegt, að rekstur hennar verði með ein- hverjum hætti samræmdur rekstri annarra orkuvera í land- inu. Sannleikurinn er sá, að í samtengdu landskerfi, eins og nú er komið á hér á landi, er nauðsynlegt, að í gildi séu ákveðn- ir samningar eða reglur um sam- keyrslu stöðva, ef tryggja á sem hagkvæmasta nýtingu kerfisins og jafnræði í viðskiptum. I sambandi við þetta er rétt að benda á þá athyglisverðu samninga, sem gerðir voru milli Landsvirkjunar og Hitaveitu Suðurnesja um rekstur raforkuversins í Svarts- engi. Samkvæmt þeim kaupir Landsvirkjun alla orku, sem stöð- in framleiðir, á verði, sem er óháð raunverulegum nýtingartíma, en ræður um leið nýtingu stöðvarinn- ar og samkeyrslu við önnur orku- ver á svæðinu. Ennþá eru orkusölusamningar Landsvirkjun- ar og Rafmagnsveitna ríkisins um orkusölu inn á Norðurlínu á bráðabirgðagrundvelli, en æski- legt er, að öllum þessum málum verði komið á fastan grundvöll eftir að Hrauneyjafossvirkjun kemst í rekstur og sameining Landsvirkjunar og Laxárvirkjun- ar kemur til framkvæmda. Mikil- vægt er, að ekki dragist að taka þessi skipulagsmál öll til meðferð- ar á næstunni, þar sem þau eru mikilvæg forsenda þess, að hægt sé að gera raunhæfar áætlanir um rekstur raforkukerfisins fram í tímann, en án slíkra áætlana verða ákvarðanir í virkjanamálum aldrei á traustum grunni reistar. Kem ég þá að síðasta þætti þessa erindis, þar sem ég mun ræða stuttlega um þróun raforku- markaðsins og tímasetningu virkjanaframkvæmda. í umræð- um þeim, sem farið hafa fram um orkumál að undanförnu, hefur komið fram gífurlegur áhugi á því, að sem fyrst verði ráðizt í nýja stórvirkjun og jafnvel verði byggðar fleiri virkjanir samtímis á næsta áratug. Flestum ætti hins vegar að vera ljóst, að bygging nýrra orkuvera er algerlega háð því, hver þróun orkumarkaðsins verður. Vatnsorkuver eru sér- staklega fjármagnsfrekar fram- kvæmdir, og það er því dýrt spaug að byggja orkuver, sem engan markað hefur. Rétt tímasetning raforkuframkvæmda með tilliti til markaðsþróunar, er því ein mikil- vægasta forsenda hagkvæmrar orkuframleiðslu. Hins vegar er áætlanagerð á þessu sviði alls ekki jiuðveld, þar sem taka þarf ákvarðanir um stærri virkjunar- framkvæmdir fimm til sex árum áður en framleiðsla getur hafizt. Ovissa um markaðsþróun hlýtur því ætíð að vera mikil á svo löngu tímabili. Með þetta í huga skulum við líta á mynd 5, sem sýnir annars vegar þróun almennrar orkueftirspurnar samkvæmt orkuspá ásamt raforkusölu til núverandi stóriðju, en hins vegar vinnslugetu landskerfisins að við- bættri Hrauneyjafossvirkjun og ýmsum aðgerðum til aukinnar orkuframleiðslu án nýrra orku- vera. Á myndinni kemur fram sú athyglisverða niðurstaða, að unnt sé með tiltölulega ódýrum aðgerð- um ofan orkuveranna í Þjórsá og Tungná, ef til vill ásamt nokkurri aflaukningu, að auka framleiðslu landskerfisins nægilega til þess að fullnægja fyrirsjáanlegri orkuþörf án nýrrar stóriðju eitthvað fram yfir 1990. Takist hins vegar jafn- framt á þessu tímabili að auka orkuframleiðslu Kröfluvirkjunar upp í þau 70 MW, sem hún er hönnuð fyrir, getur þetta lands- kerfi annað fyrirsjáanlegri orkueftirspurn án nýrrar stóriðju fram um miðjan næsta áratug. Af þessu má í fyrsta lagi draga þá ályktun, að ekkert kalli á skjóta ákvörðun um næstu stórvirkjun á eftir Hrauneyjafossi, nema ákveðnar fyrirætlanir séu uppi um nýjan orkufrekan iðnað, er rétt- læti slíka virkjun. í öðru lagi verður mjög erfitt að ákveða hagkvæmustu tímasetn- ingu næstu virkjunar, fyrr en meira er vitað um hugsanlega tímasetningu nýs markaðs. Auk þess veldur óvissan um fram- leiðslugetu Kröfluvirkjunar óneit- anlega verulegum vanda í allri áætlanagerð um tímasetningu og nýtingu nýrra virkjana. Ljóst er, að ákvarðanataka í stóriðjumálum krefst mikils und- irbúnings, og engu verður slegið föstu um hagkvæmni slíkra fram- kvæmda, fyrr en að þeim undir- búningi loknum. Að vísu má gera ráð fyrir, að hægt væri á einu til einu og hálfu ári að komast að raun um það, hvort menn telja hagkvæmt og æskilegt að stækka þau stóriðjuver, sem fyrir eru í landinu, þ.e.a.s. Álbræðsluna í Straumsvík eða Járnblendiverk- smiðjuna við Grundartanga. Að- dragandinn að byggingu algerlega nýrrar verksmiðju, t.d. álbræðslu eða kísilmálmbræðslu á Norður- landi eða Austurlandi hlýtur hins vegar að taka miklu lengri tíma, jafnvel þrjú ár eða lengur. Þetta t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.