Morgunblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1981
49
í einu af hinum fjölmörgu gródurhúsum Hvera?erðis.
Þá kvað hann miklar sveiflur hafa
verið á sykurverði og væri slíkt
óhagkvæmt en ákvörðunar um
sykurverksmiðjumálið kvað hann
að vænta fljótlega.
Ferðamál — miklir mögu-
leikar til uppfyllingar
Árni Johnsen ræddi um mögu-
leika ferðamála í Hveragerði, en
Hveragerði er sá staður á landinu
sem flestir ferðamenn koma til
utan Reykjavíkur. Fjallaði Árni
um hina fjölmörgu möguleika sem
Hveragerði ætti sem ferðamanna-
bær og vitnaði í samtöl sem hann
hefði átt um þessi mál við Birgi
Þorgilsson framkvæmdastjóra
Ferðamálaráðs, Kjartan Lárusson
forstjóra Ferðaskrifstofu ríkisins,
Gísla Sigurbjörnsson og Kristján
Jónsson hjá Kynnisferðum sem
flytja flesta ferðamennina til
Hveragerðis.
í erindi Árna kom fram að
uppbygging heilsustöðva gæti ver-
ið algjört sérmál fyrir Hveragerði
og þar sem ekki væri tryggt að
laða fólk frá útlöndum til heilsu-
baða í Hveragerði skyldi meiri
áhersla lögð á ferðalög íslendinga
þangað og með mjög ákveðnu
átaki ætti að vera unnt að lækka
kostnað og lengja um leið þann
tíma ársins sem ferðamanna er
von. Innan 70 km radíuss frá
Hveragerði búa um 60% lands-
manna og glæsileg baðaðstaða,
sólböð innanhúss, golfvöllur og
sitthvð fleira gæti orðið lyftistöng
fyrir Hveragerði.
Það er þó ljóst að ferðamál
leysa enga atvínnugrein af hólmi í
Hveragerði í náinni framtíð, en
gefa mikla möguleika til uppfyll-
ingar.
Árni taldi að á vantaði að sú
þjónusta sem Hveragerði byði upp
á væri kynnt nógu mikið og gera
þyrfti samræmt átak í skipulagn-
ingu þjónustu fyrir ferðamenn.
Taldi hann ástæðu til að kanna
ítarlega alla möguleika, bæði
varðandi móttöku ferðamanna og
á hvern hátt væri unnt að auka
tekjur af ferðamönnum og nefndi
hann sem dæmi að búinn yrði til
heitur lækur í Hveragerði, hin
skemmtilega sundlaug bæjarins
bætt og þannig mætti á marga
vegu auka tilþrifin, auka tilbreyt-
inguna og allt yrði það til þess að
tekjur af ferðamönnum ykjust.
Hveragerði hefði óskastöðu á
landakortinu því bærinn væri í
þjóðleið fólks af Stór-Reykjavík-
ursvæðinu á helgarkeyrslu og þar
sem fólk staldraði við eða færi í
sund fylgdi það í kjölfarið að fá
sér að borða og þannig stækkaði
boltinn ef hann væri einu sinni
farinn af stað.
Þá kom það fram að á vantaði
að Hveragerði væri eins snyrti-
legur bær og ástæða og efni væru
til, en á slíkt þyrfti að leggja
áherslu í framtíðinni.
Um 30 þúsund ferðamenn hafa
farið í gegn um Hveragerði á
hverju ári að undanförnu, en ætla
má að um 10 þúsund hafi staldrað
þar við til þess að fara í gróður-
hús, fá sér veitingar eða versla, en
með aukinni skipulagningu væri
hægt að stórauka tekjur af þessu
fólki, laða það til lengri dvalar,
meiri viðskipta, t.d. með hesta-
ferðum, sýningargróðurhúsum
sem virkiiega væri vandað til,
rennibraut í sundlauginni, bygg-
ingu glæsilegs hótels, minigolf-
brautar og fleira og fleira. I lok
erindis síns sagði Árni: „Ferða-
mannaþjónusta er eins konar
veiðimennska, en með ákveðinni
vinnu og skipulagningu má gera
hana arðvænlega fyrir íbúa
Hveragerðis, byggja upp betri og
fjölbreyttari bæ fyrir Hvergerð-
inga, en fiska um leið ferðamenn
út á þá uppbyggingu, kreista
svoiítið úr þeim hunangið."
„Lífskjaramál að nýta
orkulindir landsins“
„Það er full ástæða til þess fyrir
Frá hinni fjölsóttu Hveragerðisráðstefnu um orku- og atvinnumál
Reykjafoss í Varmá.
okkur íslendinga, almennt og í
einstökum byggðarlögum, að
fjalla um atvinnumál, því þótt
atvinnugreinar eins og sjávarút-
vegur og landbúnaður gæfu ekki
verulega aukna möguleika þá
mætti nýta mun betur ýmis önnur
atvinnutækifæri," sagði Pálmi
Jónsson landbúnaðarráðherra í
ræðu sinni á Hveragerðisráðstefn-
unni.
Benti Pálmi á erfiða samkeppn-
isaðstöðu iðnaðar hérlendis vegna
niðurgreiðslna og ríkisstyrkja til
iðnaðar erlendis. Taldi Pálmi því
þeim mun meiri ástæðu til þess að
gefa auga þeim möguleikum sem
Island byði upp á til atvinnuauka
og þá lægi beint við að kanna alla
möguleika varðandi orkulindir
landsins," sagði Pálmi, „og það eru
möguleikar við hvert fótmál."
Undirstrikaði Pálmi að sérstaða
Hveragerðis væri mikil og mögu-
leikarnir margir, aðalstöðvar yl-
ræktar í landinu væru í Ölfusár-
dal og Garðyrkjuskólinn væri rek-
inn af miklum myndarskap.
Nefndi Pálmi að baðaðstaða
ýmiss konar til heilsuræktar og
heilsubótar gæti jafnframt mætt
brýnni þörf fólks fyrir útilíf, því í
Hveragerði gæti verið árið um
kring ýmiss konar þjónusta sem
aðrir staðir gætu aðeins haft að
hluta til. Sagði Pálmi að framsýni
og áræði þyrfti til að nýta hina
ýmsu möguleika og kvaðst hann
telja heimamenn reiðubúna til
slíks.
Þá fjallaði ráðherra nokkuð um
ylræktarmál og nefndi að verið
væri að athuga rafmagnsþátt
málsins, kanna hugsanlega niður-
fellingu á hluta af aðflutningi,
möguleika bænda til þess að eiga
sameiginlega skákir í ylræktar-
veri og ýmislegt fleira kvað ráð-
herrann í athugun varðandi upp-
byggingu ylræktarvers sem hann
taldi líkur á að kæmist á skrið á
næsta ári ef þær athuganir sem
unnið væri að reyndust jákvæðar.
Tekið skal tillit til
sjónarmiða heimamanna
Margir tóku til máls að loknum
erindum framsögumannq: Stein-
þór Gestsson kvað það höfuðnauð-
syn að ætla sveitarfélögum stærri
hlut af tekjuöfluninni til þess að
unnt væri að stuðla betur að ýmiss
konar uppbyggingu og stefnu-
mörkun og kvaðst Steinþór telja
að gera þyrfti „gróft" átak til þess
að geta sinnt nauðsynlegustu
verkefnum.
Sigurður Pálsson sveitarstjóri
kvað íbúum Hveragerðis hafa
fjölgað um 60% á sl. 10 árum og
væri það langt yfir landsmeðal-
tali, en atvinnutækifærum hefði
ekki fjölgað að sama skapi. Taldi
hann uppbyggingu ylræktarvers
og sykurverksmiðju tvö stórmál
fyrir Hveragerði.
Magnús Magnússon áréttaði að
ríkið ætti á Hveragerðissvæðinu
borholur sem í raun væru tilbúnar
fyrir ylræktarver.
Bjarni Kristinsson bar fram
fyrirspurnir um það hvort reynd
hefði verið ræktun á sykurrófum
undir plasti og hvort dýrt væri að
skipta um jarðveg til ræktunar í
ylræktarveri.
Þorsteinn Bjarnason taldi
markvert að rætt hefði verið um
15—20 nýja atvinnumöguleika á
Hveragerðisráðstefnunni, en sagði
að sér líkaði ekki jarðarfararblær-
inn yfir sykurverksmiðjumálinu.
Vitnaði Þorsteinn til þings Al-
þýðusambands Suðurlands þar
sem fjallað hefði verið um nei-
kvæða útkomu á uppbyggingu
sykurverksmiðju, en ástæðuna
fyrir því taldi Þorsteinn vera
ranga mötun á upplýsingum í
tölvu. „Tölvan hefur verið mötuð á
skökkum forsendum, það er
grundvöllur fyrir sykurverksmiðj-
unni,“ sagði hann, „og við munum
fylgja því fast og ákveðið eftir
hvernig ráðuneytið fer með mál-
ið.“ Þá taldi Þorsteinn hagkvæmt
að byggja upp samtímis ylrækt-
arver og sykurverksmiðju, því t.d.
kostaði það 40 millj. kr. að koma
vatninu frá sykurhreinsuninni í
jörðina, en það væri upplagt að
nýta það í ylverinu.
Ingi S. Ingason kvað ræðumenn
hafa fjallað um lausn á ýmsum
vandamálum fyrir staðinn, en
hann kvaðst harma að ekkert
hefði verið fjallað um niðursuðu
og þyrrkun í garðyrkju.
Þórður Snæbjörnsson oddviti
þakkaði ráðstefnuna og fræðandi
og áhugaverð framsöguerindi.
Benti hann á að Dalholurnar
hefðu staðið ónotaðar í 20 ár, en
nýting jarðhitans væri nærtækust
í atvinnuuppbyggingu. Taldi Þórð-
ur sykurverksmiðju hagkvæmasta
kostinn til þess að bæta atvinnu-
ástandið án þess að kasta nokk-
urri rýrð á ylræktarver. Hafði
Þórður sitthvað að athuga við
túlkun embættismanna í sam-
bandi við uppbyggingu sykurverk-
smiðju og sagði hann að heima-
menn sættu sig ekki við þau
vinnubrögð sem hefðu viðgengist.
„Við viljum fá að kynna okkur öll
gögn,“ sagði hann, „og ætlumst til
þess að ríkisvaldið kynni sér
sjónarmið heimamanna, því meg-
inmarkmiðið væri að nýta alla þá
orku sem hugsanlegt væri að
nýta.“
Guðmundur Karlsson fjallaði
nokkuð um þá möguleika sem
Hveragerði hefur upp á að bjóða
og taldi að með tiltölulega litlum
tilkostnaði mætti auka möguleik-
ana verulega, t.d. varðandi laugar
og leirböð, sem byðu uppá nær
ótæmandi möguieika.
Þorsteinn Olafsson fulltrúi SÍS
kvað fundinn ákaflega fróðlegan
og væri hann reynslunni ríkari
eftir, en hann taldi hugmyndir
manna of mikið taka mið af því að
notið yrði forsjár ríkisvaldsins í
atvinnuuppbyggingu. Taldi hann
að forðast bæri stofnanaiðnþróun,
en hins vegar væri einstaklingur-
inn hæfastur til þess að hafa
forgöngu um að leysa málin. Kvað
hann SÍS vilja vinna að uppbygg-
ingu iðnaðar sem gæti stutt frek-
ari uppbyggingu á þeim vettvangi.
Þór Hagalín tók undir það að
menn mættu ekki um of mæna til
ríkisvaldsins og kvað samfélagið
hafa búið við fjandsamlegt ríkis-
vald sem hefði ekki verið vanda
sínum vaxið, vasaðist í allt öðru en
því bæri. Nefndi hann sem dæmi
að nú væri farið með unga fólkið
eins og þorskinn, um ofnýtingu
væri að ræða. Áréttaði Þór að það
væri hlutverk Sunnlendinga að
skapa atvinnutækifærin sjálfir, en
um hríð hefðu menn flotið sofandi
að feigðarósi og væri nú tími til
kominn að sættast um alvöru
iðnaðaruppbyggingu.
Grein: Árni Johnsen
Myndir: Sigurður Pálsson
og Árni Johnsen