Morgunblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JULI 1981 Séð yfir hæinn með narðyrkjuskólann i forjírunni. 99 Möguleikarnir £166 við hvert fótmál fc á j Grétar Unnsteinsson Majínús Magnússon Sverrir Þórhallsson Pálmi Jónsson Jafet Ólafsson V\ Hafsteinn Kristinsson 48 Hveragerðis- ráðstefnan um orku- og atvinnumál Fjolmenn ráðstefna um orku- og atvinnumál var haidin í Ilótel Ilveragerði fyrir skömmu á vegum Sjálfstæðisfélagsins Ing- ólfs. Nær hundrað manns sóttu ráðstefnuna, sem hafði það markmið, að sogn Jónasar Björnssonar sem setti hana, að fá fram hugmyndir í þessum efn- um um ný atvinnutæki- færi og meiri nýtingu á þeim möguleikum sem Ilveragerði býr yfir. Sjö framsögumenn fluttu er- indi um ýmsa þætti er varða orku- og atvinnumál Ilveragerðis og síðan urðu fjörugar umræður. Fund- arstjóri var Ilelgi I>or- steinsson og fundarritarar þeir Ævar Axelsson og Ilaligrimur Egilsson. „Ilitinn er okkar hvítagull“ Hafsteinn Kristinsson hrepps- nefndarfulltrúi var fyrsti fram- sögumaður. Rakti hann nokkur atriði í atvinnumálasögu Hvera- gerðis og minnti m.a. á að árið 1929 hefði verið ákveðið að byggja mjólkurbú á staðnum. Hefði það verið starfrækt í 8 ár, en þá hafi starfsgrundvöllur fallið niður, að- allega þar sem fyrsta tilraun til að nýta hitann mistókst með vanbún- um tækjakosti. Annan kapítula á atvinnuupp- byggingu með nýtingu jarðhitans hófst með stofnun Garðyrkjuskól- ans 1939, en á árunun 1940—1960 varð garðyrkjan stöðugt viðameiri þáttur í Hveragerði, en síðustu tuttugu árin hefur hún staðið að mestu í stað. Þriðja þáttinn í uppbyggingunni nefndi Hafsteinn stofnun Dvalar- og elliheimilis árið 1965 og Heilsuhælið, en þetta tvennt taldi hann máttarstólpa atvinnulífs í Hveragerði, enda ynnu þar um 130 manns alls. Hafsteinn kvað margt hafa ver- ið reynt til nýtingar hitans í Hveragerði en árangur hefði verið misjafn og sagði hann að tveir aðalatvinnuveitendurnir í Hvera- gerði, þjónustan við fólk á dvalar- heimilinu og garðyrkjan hefðu ekki gefið bæjarfélaginu nógu miklar tekjur. Greindi hann skipt- ingu mannafla í atvinnugreinum. I iðnaði í Hveragerði vinna 18% af mannafla (26% yfir landið), í landbúnaði 16% (10% yfir landið), enginn sækir sjó (6% yfir landið), í byggingariðnaði vinna 18% (11% yfir landið), í viðskiptum vinna 8% en 15% yfir landið, að sam- göngum vinna 6% (9% yfir landið) og við opinbera þjónustu vinna 34% (22% yfir landið) Hafsteinn taldi að iðnfyrirtæki myndu skipta miklu máli í fram- tíðinni fyrir staðinn og þörf væri á aukningu í þeim efnum. Aðalfyr- irtækin sem nú eru á staðnum í iðnaði eru Ullarþvottastöð SÍS, ísgerð, trésmiðja, Ofnasmiðja Suðurlands eða Funaofnar og fisk- þurrkun. Um 80 manns vinna við þessi fyrirtæki. Þá taldi Hafsteinn að tekjur af ferðamönnum væru litlar miðað við möguleikana, en alls eru um 1250 íbúar í Hveragerði. „Hitinn er okkar hvítagull," sagði Hafsteinn, „og verður okkar meginstoð í atvinnulífinu í fram- tíðinni. 150—170 stiga hiti í holun- um er ómetanlegur auður, en það skortir þekkingu og fjárhagslegt bolmagn til frekari nýtingar á þessari orku. Við höfum trú á staðnum og viljum því umfram allt nýta þessa miklu auðlind á skynsamlegan hátt.“ „Aukin tæknivæðing“ Grétar Unnsteinsson skólastjóri Garðyrkjuskólans rakti nokkuð sögu gróðurhúsa og nefndi hann í upphafi máls síns að eftir ferðalag fyrir skömmu um Norðurlönd og skoðun á gróðurhúsum þar lægi ljósar fyrir hjá honum um hvaða auð væri að ræða í Hveragerði þar sem hitaorkan væri. Þá fjallaði hann nokkuð um lýsingu í gróður- húsum og stóraukna möguleika með þeirri tækni. Taldi hann þörf á að nota gervilýsingu í æ ríkari mæli, en til þess þyrfti tæknibún- að. Taldi hann skylt að stefna að því að gróðurhúsin yrðu nýtt til fulls árið um kring. Þá fjallaði hann um aukna möguleika í rækt- un með koltvísýringsgjöf og rakti möguleikana í sambandi við aukna grænmetisræktun. Benti Grétar á að árið 1975 hefði neysla á kartöflum og öðru grænmeti hér á landi numið 83 kg á mann, í Noregi 106 kg og í Svíþjóð 117 kg. Með ávöxtum að auki var um að ræða 120 kg á mann hérlendis árið 1975,175 kg í Noregi og tæp 200 kg í Svíþjóð. Taldi Grétar það vera stórmál að auka neysluna með aukinni ræktun, lengri ræktunartíma og uppskerutíma. „Hér byggja menn mikið sjálfir," sagði Grétar, „en á Norðurlöndunum er þetta allt staðlað og mun auðveldara. Hér þarf að verða aukin tæknivæðing," sagði hann, „og breyting á lána- fyrirgreiðsiu, það þarf að lyfta þakinu þannig að garðyrkjumenn geti byggt stórar stöðvar, því stofnlánadeild Landbúnaðarins lánar aðeins um 50% af matsverði gróðurhúss og menn þurfa því að hafa yfir að ráða all miklu eigin fjármagni.“ Þá taldi Grétar að auknir mögu- leikar í matjurtaræktun væru fjölmargir. Einnig fjallaði Grétar nokkuð um stofnun ylræktarvers sem unnið hefur verið að. Benti hann á þá miklu möguleika sem slíkur rekstur byði upp á, en í hugmynd- um um framkvæmd málsins er gert ráð fyrir liðlega 33 hekturum fyrir t.d. aspargusræktun, rósir, krysantim, tómata, gúrkur og sal- öt, en tilraunir hafa sýnt að hagkvæmast er að rækta krysant- imgræðlinga og flytja þá út, t.d. til Hollands, en þarlendir hafa sýnt málinu mikinn áhuga. Sagði Grét- ar að hækkun orkuverðs erlendis hefði gjörbreytt samkeppnisstöðu íslendinga og þyrfti að athuga vel gang þeirra mála. „Ótaldir möguleikar vemna staðarkosta“ „Ég er starfsmaður hjá Þróun- ardeild Iðntæknistofnunar ís- lands. Markmið þeirrar deildar er að reyna að fjölga valkostum í nýiðnaði og auka nýsköpun í iðnaði,“ sagði Magnús Magnússon verkfræðingur hjá Iðntæknistofn- un íslands í ræðu sinni. „Þar sem ég hef starfað við nýtingu raforku við háhitafram- leiðslu þá mun spjall mitt í dag einkennast af þessu málefni. Auk þess mun ég reyna að tjá mig um það hvaða atriði Hvergerðingar ættu að nýta sér við uppbyggingu síns iðnaðar. Til framleiðslu þarf sex skilyrði: fjármagn, hráefni, orku, þekkingu og vinnuafl auk markaðar fyrir hina framleiddu vöru. Ákveðin framleiðsla þarf visst umhverfi til þess að þróast í og bera arð, eins hefur ákveðið byggðarlag framleiðsluvörur sem við framleiðslu gefa meiri arð þar en annarsstaðar, sem þýðir þá að samkeppnisaðstaða þessa byggð- arlags er mjög góð og grundvöllur fyrir áframhaldandi arðsemi. Við val á framleiðslu og þar með atvinnutækifærum ber að gera sér grein fyrir séraðstöðu landsins og í þrengri skilningi byggðarlagsins. Hvað er það sem Hveragerði hefur fram yfir aðra staði að bjóða og hvernig er það best nýtt? Jarðhiti, rafmagn, góðar samgöngur á landi og straumur ferðamanna eru með- al annars þessi séreinkenni. Hvernig er hægt að nýta sér þessa aðstöðu og hvar er sam- keppnisaðstaða þessara orkugjafa best? Notkun jarðvarmans með stuðningi rafafls og góðra sam- gangna ætti að sitja í fyrirrúmi. Skoða ætti framleiðsluvörur sem hafa hátt hlutfall af endanlegu söluverði bundið orkuverði og nýta jarðvarma að mestu. Ef við tökum raforkuna þá hafa margir sannfærst um það að innlend raforka eigi eftir að ráða miklum úrslitum um iðnþróun á Islandi, og að meðferð raforku- mála sé með veigameiri ákvörðun- um hérlendis. Síðustu tvö árin hefur þróunardeild TSÍ kannað ýmsa möguleika á notkun raforku við ýmiss konar framleiðslu, þá aðallega framleiðslu við háhita. Framleiðsla við háhita telst það þegar þarf til framleiðslunnar 1600—1800°C hita og þar yfir. Segja má að Hveragerði hafi nú þegar sérfræðiþekkingu á ræktun blóma- og ávaxta. Þegar ég tala um skipulega nýtingu orkunnar og söfnun stað- bundinnar sérfræðiþekkingar hér þá hef ég í huga meðalstór iðn- tækifæri sem einnig krefjast nokkurrar fjárfestingar. Ótaldir eru þeir möguleikar sem einstaklingar geta nýtt sér hér vegna staðarkosta. Helst er að minnast fjölda ferðamanna sem fara hér um og þá möguleika sem minjagripa- framleiðslan hér hefur. Það er leiðinlegt og óþarfi að útlendingar sem kaupa sér minjagrip um ferðina til landsins þurfi einnig að lesa um framleiðsluland hans, sem er oft allt annað. Landið fæddi af sér víkinga en nú fást afsteypur af þeim frá Spáni. Framleiðsla minjagripa þarf ekki að vera fjárfestingarfrek en hún krefst oft útsjónarsemi og frumleika.“ Þá fjaliaði Magnús nokkuð um þá möguleika sem um er að ræða til framleiðslu hér á landi eins og mál standa í dag: glerflöskur og glös, plastílát og flöskur, endur- vinnsla á plasti, barnableyjur og pappírsþurrkur, þanið polystyrene til pökkunar, pappírseldspýtur, snyrtivörur, búnaður til fisk- vinnslu og fyrir kjötiðnað, smá- vörur úr plasti, trefjaplast, lím- bönd, þakplötur, m.a. úr asfalti, ræktun á grasi og fóðri í gróður- húsum, fiskeldi, vélbúnaður fyrir landbúnað, búnaður til endurnota á húsdýraúrgangi. Þá nefndi Magnús sérstaklega hugsanlega möguleika fyrir Hveragerði. Með nýtingu jarðhita mætti auka plönturæktun, fisk- ræktun og hænsnarækt, þurrka fisk, mjólk og jarðefni, sjóða niður tómata og kjöt, steypa léttsteypu- einingar og vinna strengjasteypu og virkja mætti útfellingu og sigtun efna í gufu, siliköt og fleira. Með raforku mætti byggja upp bræðslu basalts, glers og fram- leiða minjagripi og háhitaþolna steina. Með raf- og jarðvarmaorku mætti byggja upp efnaiðnað, framleiða lífefni úr sláturúrgangi, vélbúnað svo sem pressur, gufu- túrbínur og varmadælur. Þá nefndi hann aðra möguleika svo sem varðandi ferðamenn, framleiðslu grjótkassa og annarra minjagripa, veiðitæki og rafeinda- tæki ýmiss konar. Jarðhitinn — augna- yndi ferðamanna Sverrir Þórhallsson efnaverk- fræðingur hjá Orkustofnun lagði áherslu á að undirstaða byggðar í Hveragerði væri jarðhitinn. Fjall- aði hann síðan nokkuð um hitann á Hveragerðissvæðinu og kvað hitann vera um 230 gráður efst í svæðinu, en 120—130 gráður í þorpinu sjálfu og því skipti miklu máli hvar holur væru staðsettar. Hann kvað hitann uppi í Dal vera mjög vannýttan og raunar aðeins augnayndi ferðamanna, en hol- urnar þar væru 600—800 m djúp- ar. Þá sagði Sverrir frá hegðun háhitasvæða landsins og sagði m.a. að lágur þrýstingur frá hol- um í Hveragerði væri vegna þess hve hitastigið væri hátt. Hann kvað Hveragerði ekki sérlega vel fallið til raforkuframleiðslu. Sverrir taldi að kostnaðurinn við borun á einni holu væri ámóta og við byggingu átta einbýlishúsa. Varmaorkuna í Hveragerði kvað hann mun ódýrari en í Reykjavík, og einnig væri gufan ódýr þótt hún kostaði sitt. Mótun iðnaðar til bættra lífskjara Jafet Ólafsson deildarstjóri í iðnaðarráðuneyti fjallaði nokkuð um stöðu athugana varðandi möguleika sykurverksmiðju í Hveragerði, en hann kvað það mál tengjast mótun iðnaðarstefnu næstu áratuga. Kvað hann það markmið íslensks iðnaðar að bæta undirstöðu lífskjara. Ræddi hann um ýmsa möguleika sem eru til könnunar, saltvinnslu, stál- bræðslu, steinullarverksmiðju og sykurhreinsunarverksmiðju. Kvað hann varmaorku fyrst og fremst inni í dæminu varðandi vinnslu á sykri, en hann kvað sykurverk- smiðjur aðeins hafa verið reistar í löndum sem ræktuðu hráefnið, og þyrfti 25 þúsund tonn af óunnu hráefni í 10 þúsund tonn af sykri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.