Morgunblaðið - 01.07.1981, Side 2

Morgunblaðið - 01.07.1981, Side 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1981 Loks sjá samtökin um að halda regluleKa félagsmálanámskeið og skemmtanir s.s. diskótek fyrir félagsmenn og aðra þá sem hafa áhuga. Á námskeiðunum, sem eru haldin nokkuð reglulega, er rætt um félagsmál almennt og reynt að þjálfa félagana til félagsmála- starfa af ýmsu tagi. Á diskótekun- um, sem voru haldin einu sinni í mánuði í Templarahöllinni í vetur, reyndum við að vekja unglingana til umhugsunar um bindindismál, m.a. með því að höfða til forvitni þeirra með ýmsum upplýsingum og ábendingum á aðgöngumiðun- um.“ — Hvert er markmið íslenskra ungtemplara? „í stefnuskránni okkar segir að markmiðið sé að skapa samfélag og menningu án vímuefnaneyslu. I þjóðfélaginu sjáum við allt of mikið af vandamálum, sem stafa beint af neyslu vímuefna, til þess að hægt sé að sitja aðgerðarlaus. Við vitnum oft í það sem kallað er áfengisvandamálið. í því felst ým- islegt, t.d. áfengissýki, glæpir eða það sem félagsfræðin kallar and- félagslega hegðun. Við viljum að úr þessu verði bætt, m.a. með því að safna þeim saman sem hafa áhuga á að vinna að bindindismálum og virkja þá til starfa. Við viljum líka hvetja fólk til að staðnæmast og taka nýja afstöðu til áfengisneyslu. Margir drekka án þess að gera sér grein fyrir því að þeir neyta áfengis einungis vegna þess að það er hefð, en þeir hafa í raun engan áhuga á því. Við viljum því þjálfa upp fólk sem getur fjallað um þessi mál og virkjað æ fleiri til starfa og umræðu. Þótt meginhluti starfseminnar sé þjónusta við deildirnar taka samtökin þátt í ýmsum verkefnum sem eru deildunum óviðkomandi. Við teljum að það sé fyrir öllu að sem flestir fáist til umræðna um áfengisvandann. Til dæmis héld- um við nýlega ráðstefnu ásamt Þingstúku Reykjavíkur. Heiti ráðstefnunnar var „Bindindi er náttúruvernd". Margir ráku upp stór augu þegar þeir sáu þessa yfirskrift en hún á sína skýringu í því sem rætt var um á ráðstefn- unni. Fulltrúi frá öryrkjabanda- lagi íslands ræddi þar t.d. um mál fatlaðra. Margir fatlaðir geta ein- mitt kennt áfengisneyslu um fötl- un sína. Einnig var mættur full- trúi frá útivistar- og náttúru- verndarsamtökum og i máli hans kom beriega í ljós að bindindismál snerta ekki síður þann félagsskap. Með þessari ráðstefnu vildum við sem sagt einfaldlega sýna fram á það að bindindismál eru ekki einangrað fyrirbæri. Þau snerta allt þjóðlífið og alla hópa þess á einhvern hátt.“ Jákvæð þróun — Hvað eru íslenskir ung- templarar margir? „Þeir eru rúmlega 300 í deildun- um. Þetta eru unglingar á aldrin- um 14—17 ára. En nokkrir eldri bindindismenn eiga beina aðild að samtökunum en starfa ekki innan deildanna." — Hvenær voru samtökin stofnuð? „Þau voru stofnuð á sumardag- inn fyrsta árið 1958. Ástæðan fyrir stofnuninni var m.a. sú að margir töldu stúkuformið ekki geta uppfyllt þarfir allra um félagsmál. Þeir vildu breyta til og hafa formið frjálslegra. Eg tel það sjálfur mjög mikilvægt að ungt bindindisfólk starfi í eigin sam- tökum, samtökum sem það stjórn- ar. Ef starfað er með eldra fólki vill það oftast fara svo að þeir eldri stjórni." — Árni var því næst spurður að því hvort ungtemplurum hefði orðið eitthvað ágengt í starfi sínu þessi 23 ár. „Það er vandi að svara því,“ sagði hann. „Ef við lítum á félagafjöldann þá he^ur okkur síður en svo orðið ágengt. Félagar hafa flestir verið 1200 en eru nú aðeins 300. En það að líta á félagafjöldann einungis er enginn mælikvarði. Ungu fólki gefst kostur á miklu fjölbreyttara félags- og tóm- stundastarfi nú en fyrr. Það hefur ekki tíma til að sinna öllu sem býðst. En við þurfum líka að glíma við þá gömlu grýlu að bindindissam- tök eru svert í augum ungs fólks. Því er bent á að stúkuformið hafi á sér vissan helgiblæ, það sé formfast og gamaldags. Þannig er það fælt frá þátttöku í þessum félögum. En þetta er algjör mis- skilningur. Ungtemplarasamtökin eru ekki formföst og gamaldags, þau eru mjög frjálsleg. Það má segja að ungtemplarafélögin séu nokkurs konar skemmtiklúbbar. En ef við lítum aftur á móti á áfengisneyslu þjóðarinnar er þróunin heldur jákvæðari. Undan- farin 2 ár hafa íslendingar ekki aukið áfengisneyslu sína en heldur ekki minnkað hana, hún hefur nokkurn veginn staðið í stað nú síðustu árin. Ég vona að við eigum okkar hlut í þeirri jákvæðu þróun, eins og aðrir sem að þessum málum hafa starfað. Það er líka jákvæð þróun að öll umræða um áfengismál er orðin mun frjálslegri en áður. Hún er ekki lengur spurning um það að vera með eða á móti eða karp um bann. Menn ræða málin fram og aftur frá öllum hliðum. Árangur sést líka í því að æ fleiri stofnanir og samtök láta þessi mál til sín taka og taka þátt í umræðunni. Það nýjasta er að 30 stofnanir og félög og allir stjórnmálaflokkarn- ir hafa sameinast um verkefni sem ber heitið „Átak gegn áfengi“. Bara það að 30 samtök geti sameinast um að vinna að því að draga úr áfengisneyslu í þjóðfé- laginu sínir töluverðan árangur. Átak sem þetta hefði gengið tiltölulega hægt fyrir sig fyrir nokkrum árum.“ Alheimsþing ung- templara á íslandi 1984 — Hvað er framundan hjá sam- tökunum? „Af því helsta sem framundan er má nefna áframhaldandi þátt- töku í „Átak gegn áfengi". Það er einmitt liður í okkar þætti þess verkefnis að unglingarnir fóru í áfengisútsölurnar. Einnig var gerð könnun á því meðal unglinga hvernig þeir útvegi sér áfengi. Við unnum þetta í samvinnu við Æskulýðsráð Reykjavíkur. Við vinnum sömuleiðis, ásamt Þingstúku Reykjavíkur, að 2ja ára verkefni sem ber heitið „Veröld án vímu“. Við væntum mikils af því verkefni. Eitt meginatriði þess er að við förum með nemendur 7., 8. og 9. bekkja grunnskóla Reykja- víkur út úr bænum eina helgi og ræðum þar um afstöðu ungl- inganna til vímuefnaneyslu. Nem- endurnir eru hvattir til að gera það upp við sig hvað standi að baki afstöðu þeirra og við ræðum um hlutverk vímugjafa og af hverju fólk neyti þeirra. Einnig reynum við að velta því fyrir okkur hvernig veröld án vímu liti út. Þessar helgarferðir hafa tekist mjög vel hingað til. Að vísu hafa þær ekki verið margar, aðallega vegna þess að þær eru kostnaðar- samar þótt mikið starf sé unnið í sjálfboðaliðavinnu. Við munum taka þátt í bindind- ismótinu í Galtalækjarskógi um verslunarmannahelgina eins og undanfarin ár. Mótið í ár verður með svipuðu sniði og venjulega, þ.e. bindindismót með það að markmiði að fólk komi til að skemmta sér án áfengis. Það er svo undir þeim komið sem mótið sækja hvort þeir virða þetta markmið. Við getum aldrei komið algerlega í veg fyrir það að áfengi sé haft um hönd, ef gestir mótsins ætla sér það á annað borð, það er íslenskir unKtemplarar vöktu á sér athygli ekki alls fyrir löngu er sex þeirra, á aldrinum 15—18 ára, fóru í áfengisútsölur þeirra erinda að kaupa áfengi. Fimm þeirra fengu afgreiðslu og gengu út með flöskur undir hendinni. En vitanlega var innihaldinu helt niður því þetta var liður í því verkefni ungtemplaranna að kanna hvernig ungl- ingar fara að því að komast yfir áfengi. Blaðamað- ur Mbl. gekk skömmu síðar á fund Árna Einarssonar framkvæmdastjóra og formanns ís- lenskra ungtemplara og ræddi við hann um starfsemi samtakanna og verkefni þeirra. „íslenskir ungtemplarar eru landssamtök og eiga 4 deildir, svonefnd ungtemplarafélög aðild að þeim,“ sagði Árni. „Starfsemi samtakanna er með svipuðum hætti og annarra lands- samtaka, þ.e. þjónusta við deild- irnar. Ef þær hafa eitthvað á sinni könnu geta þær komið á skrifstofu samtakanna í Templarahöllinni í Reykjavík og fengið aðstoð eða unnið verkefnið þaðan. Við sjáum líka um ýmiss konar samstarf við önnur félög og stofnanir. Við eigum t.d. aðild að Æskulýðssam- bandi Islands og Æskulýðsráði ríkisins. Fulltrúar okkar í þeim samtökum, og öðrum sem við eigum fulltrúa í, vinna, ef svo má segja, í gegnum okkur á skrifstof- unni. Þeir hafa samband við okkur og gefa okkur skýrslu um störf sín. Þá sjáum við um að hafa samstarf við erlendar bindindis- hreyfingar, oftast í formi móta, ráðstefna eða funda sem við annað hvort höldum eða sækjum. Einnig að afla upplýsinga um starfsemi þeirra og láta í té uppiýsingar um okkar mál. Töluverður hluti starfsins felst svo í að safna fé eins og hjá vel flestum öðrum félagasamtökum. Rætt við Arna Einarsson formann Islenskra emplara Árni Einarsson< formaður og framkvæmdastjóri íslenskra ungtemplara. Ljósm. Emilia. Bindindi er ekki sama feimnismálið meðal unglinga nú og fyrr t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.