Morgunblaðið - 01.07.1981, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1981
53
Reykjavík 1960 — 1980 — 2000
Hugleiðingar um fram-
tíðarþróun Reykjavíkur
eftir dr. Bjarna
Reynisson
landfræðing
Hinn 30. apríl síðastlið-
inn var samþykkt i borg-
arstjórn Reykjavíkur nýtt
aðalskipulag fyrir ný-
byggingasvæði borgarinn-
ar fyrir næstu 20 árin,
svokölluð Austursvæði.
Tilefni þessa greinarkorns er sú
mikla, en því miður oft á tíðum
ómálefnalega, umraeða í fjölmiðl-
um um þessa skipulagsáætlun. í
þessari umræðu hefur ýmislegt
skolast til um forsendur skipu-
lagsáætlunarinnar og nær ekkert
verið fjallað um markmið skipu-
lagins né æskilega þróun borgar-
innar. Ekki virðast heldur allir
gera sér grein fyrir því, að hér er á
ferðinni hluti af aðalskipulagi
borgarinnar og að á næstu áratug-
um muni hluti uppbyggingarinnar
í Reykjavík verða innan núverandi
byggðamarka vestan Elliðaáa.
Umræðan hefur aðallega snúist
um einstök deiluatriði, en málin
yfirleitt ekki rædd í heild í
sögulegu samhengi né með hlið-
sjón af skipulagsmarkmiðunum.
Eina höfuðorsökina fyrir því, að
umræðan fór strax í þennan far-
veg, tel ég vara þá, að starfs-
mönnum borgarinnar er unnu að
þessu skipulagi gafst ekki ráðrúm
til að kynna almenningi skipu-
lagstillöguna, markmið hennar og
forsendur áður en stjórnmála-
menn tóku að kýta um einstök
atriði skipulagsins í fjölmiðlum.
Tilgangur þessara skrifa minna
er að kynna borgarbúum helstu
markmið og forsendur þessa nýja
skipulags og ekki síður að rifja
upp ýmislegt um þróun byggðar í
Reykjavík síðustu tvo áratugina
og bera þessa þróun saman við
forsendur og markmið þess aðal-
skipulags sem enn er í gildi fyrir
Reykjavík, þ.e. Aðalskipulag
Reykjavíkur 1962—1983, (hér eftir
kallað AR ’65). í seinni hluta
greinarinnar fjalla ég um líklega
þróun Reykjavíkur næstu tvo ára-
tugi og ber þessa þróun saman við
áætlanir aðalskipulagsins sem
samþykkt var í borgarstjórn 1977
(AR ’77), en ekki varð staðfest af
ráðherra og þahn hluta af aðal-
skipulagi Reykjavíkur, Austur-
svæði (AR ’81), sem nú er til
umfjöllunar hjá skipulagsstjórn
ríkisins.
I stuttri blaðagrein sem þessari
er óhjákvæmilegt annað en að
þrengja eitthvað þetta viðamikla
viðfangsefni og verða þá aðallega
gerð að umtalsefni þróun íbúa- og
húsnæðismála.
Reykjavík
1960 til 1980
Núgildandi aðalskipulag
Reykjavíkur (AR ’65) spannar
tímabilið 1962 til 1983 og er því nú
komið að lokum skipulagstíma-
bilsins. Hér að neðan verða for-
sendur skipulagsins og áætlanir
bornar saman við raunverulega
þróun borgarinnar síðustu tvo
áratugina, undir yfirskriftinni
íbúamál, húsnæðismál, dreifing
byggðar og sambýlishættir.
íbúamál
Þær mannfjöldaspár er gengið var
út frá í AR ’65 sýndu 150 þúsund
manns á höfuðborgarsvæðinu árið
1983 og um 110 þúsund manns í
Reykjavík og 40 þúsund manns í
grannsveitarfélögunum árið 1983
(sjá mynd 1).
150
100
50
MannfjöK höfudbor Jaspár fyr garsvœdid ír Ir150 ÞÚS. 157 þús. H
mb
Höfudborg Brsvædid r' 1110 þús.^ ^21 Þú8. n 102 Þú®>
-e- Bía — „ Dfb
83^500
Reyk javik I AÐALS H AÐALS 5IPULAQ REYKJAV il KIPULAG REYKJAV í UR 65 KUR '77
ma FRAMK mb FRAMK IVa AÐALS VÆMDASTOFN RIKIS VÆMDA STOFN. R Í K II KIPULAG REYKJAVÍ INS 80 ;ins 80 (UR 81
1 FVb AÐALS KIPULAG REYKJAVÍK UR '81
1950
1960
1970
92 þús.
82 þús.
1980
1990
2000
Hinn 1. des. 1980 bjuggu rúm
121 þúsund manns á höfuðborgar-
svæðinu og 83.500 manns í Reykja-
vík, þannig að þessir framreikn-
ingar á mannfjölda koma til með
að ofmeta íbúafjölda á höfuðborg-
arsvæðinu árið 1983 um tæp 30
þúsund og í Reykjavík um 25
þúsund manns.
Samskonar ofmat á íbúafjölda
kemur fram í flestum mannfjölda-
spám í nágrannalöndum okkar frá
svipuðum tíma, því í framreikn-
ingum var gert ráð fyrir því, að
tíðni fæðinga yrði áfram svipuð og
var um 1960, en þá var „barna-
bylgja“ (the babyboom) eftir-
stríðsáranna í hámarki. í kringum
1960 fæddust að meðaltali um
1800 börn í Reykjavík, en síðustu 5
ár fæddust að meðaltali um 1450
börn í borginni þrátt fyrir fleiri
konur á barnseignaaldri. Um 1960
var árleg náttúruleg fjölgun borg-
arbúa (mismunur á fjölda fæddra
og dauðsfalla) um 1300 manns, en
nú seinustu ár hefur þessi tala
lækkað niður í 6—700 manns á ári.
Um 1960 voru líkur á því, að
konur á Islandi myndu eiga að
meðaltali 4 börn á lífsleiðinni
(total fertility rate), en nú er
samsvarandi tala fyrir konur í
Reykjavík komin niður í 2,1 barn á
konu að meðaltali. Tölur um
fæðingartíðni kvenna á Norður-
löndum eru komnar enn neðar en
hér á landi eða um 1,7 barn á konu
að meðaltali, sem mun leiða til
mannfækkunar í þeim löndum
innan fárra ára.
Reykjavík hefur misst af fólki
vegna búferlaflutninga öll ár
nema 3 frá 1960. Mest tap af fólki
var á tímabilinu 1975 til 1978, um
1160 manns á ári að meðaltali, en
síðustu 2 ár hefur þetta hlutfall
lækkað um helming, í um 550
manns á ári. Mest fækkun vegna
búferlaflutninga hefur verið í ald-
urshópnum 0—9 ára og 25 til 34
ára, en aðflutningur af fólki 50 ára
og eldra.
Árið 1960 var rúmlega 41%
borgarbúa 19 ára og yngri miðað
við 32% borgarbúa í dag. Þá voru
aðeins 7% íbúa Reykjavíkur 65
ára og eldri miðað við 13% í dag
(1980). Meðalaldur Reykvíkinga
var því stöðugt að hækka síðustu
20 árin (sjá mynd 2).
Á sjöunda áratugnum fjölgaði
íbúum á höfuðborgarsvæðinu ár-
iega um 2,4% og íbúum Reykja-
víkur um 1,4%. Á áttunda ára-
tugnum fór að draga verulega úr
mannfjölgun. Þannig hefur íbúum
höfuðþorgarsvæðisins aðeins
fjölgað um 0,6% að meðaltali
/Conctsr
tUcLis-
r?m xú*:
'Z.y't ?$•**:■ ý'yV .>}$<: ■■<;>:■:< .<&&: :$
m:< ma tm w* tm s
3 2 10 12 3 + S
7o af héoCoLxr/j óCoUC’
Aldursskipting i Reykjavík 1960
2a
Á:a/-L<zf •
30- 34
75 - 79
To-yzr
65-69
60 - 64
/o af fuicCoCas'/jðCcUis
Aldursskipting í Reykjavík 1979
2b
/ctzríar
Azonccr
4 5
af /tciicCarfjóioias
Aldursskipting i Reykjavík 1998 (samkvwnt apá n a>
2c
síðustu 5 árin. Ibúum Reykjavíkur
hefur fjölgað um 300 manns síð-
ustu tvö árin, eftir 1500 manna
fækkun árin 1976 til 1978 og hefur
borgarbúum aðeins fjölgað um
rúmlega 1700 manns nú síðasta
áratuginn, miðað við rúmlega 9000
manna fjölgun áratuginn á undan.
Húsnæðismál
Milli 1960 og 1979 voru byggðar
um 14.000 íbúðir í Reykjavík, um
3000 fleiri íbúðir en nam mann-
fjölgun í borginni á sama tíma
(sjá töflu 1). I AR ’65 var áætlað
að þyrfti að byggja 16.500 íbúðir á
tímabilinu 1962 til 1983 og þá yrði
hlutfallið íbúar á íbúð 3,4. Þrátt
fyrir mun hægari mannfjölgun í
borginni en áætlað hafði verið, var
byggingarþörfin á skipulags-
tímabilinu mun meiri en ráð var
fyrir gert, sem sést á hinum mikla
straumi fólks frá Reykjavík til
grannsveitarfélaganna á þessu
tímabili. Breytingar á sambýlis-
háttum í borginni síðustu tvo
áratugi hafa leitt til stöðugt minni
sambýliseininga (2,7 íbúar á íbúð
1980) er krefjast stöðugt fleiri
íbúða og kem ég betur að þessu
atriði síðar.
Síðustu tvo áratugi hafa um
tveir þriðju hlutar nýrra íbúða í
Reykjavík verið í fjölbýlishúsum
þrátt fyrir að stöðugt meiri eftir-
spurn yrði eftir sérbýli í borginni.
Þessi mikla uppbygging fjölbýlis-
húsa á sér stað þrátt fyrir að í
aðalskipulagsbókinni frá 1965 segi
svo, á bls. 127:
„Eðlilegt virðist að gera ráð
fyrir, að íbúðarbyggð borgarinnar
muni framvegis að miklu leyti
verða allþétt byggð einnar til
tveggja hæða húsa ...“
í aðalskipulaginu ’65 var gert
ráð fyrir það miklum fjölda íbúa á
ibúð, að 20 þúsund manns myndu
rúmast í Neðra-Breiðholti og
Seljahverfi, en í dag búa þar um
10.000 manns. Efra-Breiðholt er
sýnt á landnotkunaruppdrætti
sem svæði til framtíðarbygginga
eftir 1983, en það er fullbyggt í
dag eins og menn vita. Virðist
landrýmisþörf nýrra íbúðar-
hverfa hafa verið gróflega van-
metin i AR ’65, því álíka margar
íbúðir hafa verið byggðar og gert
var ráð fyrir.
DreifinK íbúa
I AR ’65 var gert ráð fyrir, að 84
þúsund manns byggju í Reykjavík
vestan Elliðavogs og 26 þúsund
manns í Árbæjar- og Breiðholts-
hverfum árið 1983. Talan fyrir
Árbæjar- og Breiðholtshverfi er
nærri lagi, því að árið 1979 bjuggu
24 þúsund manns í þeim hverfum,
en aftur á móti hefur ekki verið
tekið tillit til ibúafækkunar (út-
þynningu) í eldri hverfum borgar-
innar nema í Gamla bænum innan
Hringbrautar-Snorrabrautar (sjá
töflu 2). Í árslok 1979 voru íbúar í
Reykjavík vestan Elliðavogs að-
eins um 59 þúsund og verða líklega
um 55 þúsund í lok skipulagstíma-
bils AR ’65 eða um 30 þúsund
færri en áætlað var. í aðalskipu-
lagsbókinni á bls. 65 er talað um
það, að íbúafjöldi í nýbyggðum
hverfum muni ná hámarki 5—20
árum eftir að þau eru fullbyggð.
Hér er skotið yfir markið miðað
við þá þróun sem orðið hefur, því
íbúafækkunar gætir í nýjum
hverfum í Reykjavík 2—3 árum
eftir að þau eru fullbyggð.
íbúar þeirra þéttingasvæða,
sem nú í ár er verið að úthluta
lóðum á (500 íbúðir), munu aðeins
vega upp á móti rúmlega eins árs
íbúafækkun miðað við núverandi
hraða íbúafækkunar vestan Ell-
iðavogs.
Tilfærsla á þyngdarpunkti
(miðpunkti) íbúadreifingar á fyrr-
nefndu tímabili sýnir vel hina
gífurlegu útþenslu íbúðarbyggðar-
innar austur á bóginn. Um 1960
var þyngdarpunkturinn á móts við
Kjarvalsstaði á Klambratúni, en
árið 1979 er þyngdarpunkturinn
kominn á móts við mitt Heiðar-
gerði sunnan Miklubrautar.
Þyngdarpunktur íbúadreifingar
fyrir allt höfuðborgarsvæðið var
kominn niður í Fossvogsdal sunn-
SJÁ NÆSTU SÍÐU