Morgunblaðið - 09.07.1981, Side 1

Morgunblaðið - 09.07.1981, Side 1
48 SIÐUR 150. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sovésk sókn í Kunardal Islamahad. 8. júlí. AP. SOVÉSKIR og aíganskir stjórnarhermenn hafa nú hafið sókn í Kunar-dal, sem er um 200 kílómetra norðaustur af Kabúl, höf- uðborg Afganistans en skæruliðar náðu hernaðar- lega mikilvægum stöðum í dalnum á sitt vald í síð- ustu viku. Sókn Sovét- manna er studd skriðdrek- um og orustuþotum. Að siign vestrænna diplómata. hafa Sovétmenn ekki mætt neinni andspyrnu. Skæru- liðar eru sagðir hafa hörf- að undan ofureflinu. Hins vegar hafa skæruliðar Pech-dalinn á sínu valdi. Að sögn fransks læknis, sem dvaldist ný- lega með skæruliðum, náðu þeir dalnum á sitt vald um miðjan júní og halda honum enn. Síldveiðikvóti í Norðursjó ákveðinn Frá Jan Erik Laurie. fréttaritara Mhl. í OnIó. 8. júli. ALÞJÓÐA hafrannsóknarráðið situr nú á fundum i Kaupmanna- höfn. Ráðið hefur heimiiað veiðar á 20 þúsund tonnum af Norður- sjávarsíld. Jafnframt hefur ráðið heimilað veiðar á 65 þúsund tonnum af síld vestur af Skot- landi. Norðmenn munu um miðjan júlí hefja viðræður við Efnahags- bandalag Evrópu um heimild til síldveiða en síldin sem um ræðir veiðist í suðurhluta Norðursjávar. Norðmenn halda því fram að hér sé um að ræða sameiginlegan síldarstofn Norðmanna og EBE. Norðmenn hafa einnig sýnt áhuga á að veiða síldina vestur af Skotlandi og er búist við að samningar takist um gagnkvæmar veiðar Norðmanna og ríkja EBE. Carrington lávarður hélt í dag ræðu á Evrópuþinginu í Stras- bourg. Hann sagði, að ekki kæmi til greina að taka upp eðlileg samskipti við Sovétmenn eftir hin neikvæðu viðbrögð sovéskra stjórnvalda við tillögum Efna- hagsbandalags Evrópu um ráð- stefnu um Afganistan. Svíi hefur verið 37 daga í mót- mælasvelti Stukkhólmi. 8. júli. AI>. SÆNSKI guðfræðistúdent- inn Bengt Anderson hefur nú verið í 37 daga mót- mælasvelti í Ilarlanda- fangelsinu í Gautaborg. Anderson afplánar fjög- urra mánaða fangelsisdóm fyrir að neita að gegna herþjónustu og með svelti sínu vill hann mótmæia dóminum. Anderson hefur farið fram á náðun og sænska ríkisstjórnin mun fjalla um beiðni hans á ríkisstjórnarfundi á morg- un. Fyrir neitun sinni ber And- erson við fimmta boðorðinu. Hann hóf mótmælasvelti dag- inn sem hann var færður í fangelsi, þann 2. júní, til að „undirstrika hve rangt það er að þjálfa fólk í að drepa," eins og hann komst að orði við fréttamann. Anderson var á sínum tíma boðið að gegna þjónustu án þess að bera vopn en hann neitaði á þeim for- sendum að í raun væri enginn munur þar á. Árlega eru um 50 þúsund Svíar kallaðir í herinn og nokkur hundruð eru fangelsað- ir fyrir að neita að gegna herþjónustu. Slökkviliðsmenn vinna að því að slökkva elda í Manchester, en á neðri myndinni er stund milli stríða; löKreglumenn í Liv- erpool hvílast eftir átök við unglinga. S(mamynd AIV Óeirðir berast til Manchester Lundúnum. Manchcster, 8. júli. AP. HUNDRUÐ unglinga, einkum þeldökkir, köstuðu grjóti og benzínsprengjum að lögreglumönnum í Manchester á Englandi og þar með höfðu óeirðirnar, sem undanfarið hafa geisað i Lundúnum og Liverpool, borizt til þriðju stórborgarinnar á Englandi. Unglingarnir kveiktu í húsum og rændu verzlanir í Moss-hverfinu í Manchest- er. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn, köstuðu unglingarnir grjóti að þeim og einnig köstuðu þeir benzínsprengjum að lögreglu. Að sögn lögreglunnar urðu ekki alvarieg meiðsli á fólki. James Anderton, lögreglustjóri Man- þess að skapa fleiri atvinnutæki- færi fyrir ungmenni. Sagði að slíkt hefði aðeins í för með sér aukið atvinnuleysi og hækkað verðlag. Ekki stoðaði að prenta seðla, það væri engin lausn. Vinna yrði bug á efnahagsvanda lands- manna hið bráðasta. Verkíall í hafnar- borgum Póllands Varsjé, 8. júli. AP. HAFNARVERKAMENN í Gdansk, Gdynia, Stettin og Kolobrzeg efndu I dag til klukkustundarverkfalls til að leggja áherzlu á kröfur sinar um bætta vinnuaðstöðu, bónusgreiðslur og eftirlaunagreiðslur. Verkfall hafnarverkamanna hófst eftir að samningaviðræður fóru út um þúfur i morgun en talsmaður verkamanna sagði, að stjórnvöld hefðu hafnað málamiðlunartillögu. Alls tóku um 46 þúsund hafnar- verkamenn þátt í verkfallinu, sem er hið fyrsta í Póllandi síðan í marz síðastliðnum þegar milljónir Pólverja lögðu niður vinnu til að mótmæla barsmíðum á þremur verkamönnum í Bydgoszcz. í næstu viku hefst þing pólska kommúnistaflokksins. Búizt er við að Stanislaw Kania verði endur- kjörinn flokksleiðtogi. Þá er fast- lega reiknað með, að þingið muni leggja blessun sína yfir hinar margvíslegu félagslegu og efna- hagslegu umbætur, sem stjórn- völd hafa samið um við Samstöðu, hin óháðu verkalýðsfélög í land- inu. Embættismenn í Varsjá létu í ljósi ugg um, að verkföllin kynnu að styrkja harðlínumenn. Prag- útvarpið gagnrýndi í dag harðlega verkfallsmenn og ásakaði verka- menn um óraunhæfar kröfur. Þá birti Trybuna Ludu, málgagn kommúnistaflokksins, greinar í dag eftir harðlínumenn, sem gagnrýndu „andsovésk öfl“ í land- inu og einnig „undanlátssemi stjórnvalda". Starfsmenn ríkisflugfélagsins LOT munu efna til verkfalls á morgun, fimmtudag. Þeir eiga nú í deilu við stjórnvöld um skipan framkvæmdastjóra flugfélagsins. Starfsmenn samþykktu að mæla með Bronislaw Klimaszewski sem framkvæmdastjóra LOT en stjórnvöld gátu ekki sætt sig við það og skipuðu tvo hershöfðingja í embætti framkvæmdastjóra. chester, sagði að ekki hefði verið um kynþáttaóeirðir að ræða, held- ur virtist sem helsta markmið unglinganna hefði verið að ræna og eyðileggja. Þá kom til óeirða í Lundúnum í nótt, sjötta daginn í röð. Hundruð unglinga, einkum þeldökkir, fóru um stræti verzlunarhverfisins Wood Green í norðurhluta Lund- úna. Þeir brutu rúður í verzlunum, köstuðu grjóti og benzínsprengj- um að lögreglu. Til harðra átaka kom. Fjórir særðust, einn þeirra var skorinn á háls, annar stung- inn, en þrátt fyrir það eru þeir ekki taldir í lífshættu. Lögreglan handtók 50 manns. „Þeir voru kolvitlausir. Þetta voru engar kynþáttaóeirðir, held- ur hreint og klárt ofbeldi. Ungl- ingarnir vilja eyðileggja; vilja eitthvað æsandi," sagði einn sjón- arvotta við fréttamann AP. Margrét Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, ávarpaði þjóð sína í kvöld. Hún hvatti foreldra til að kenna börnum sínum að virða landsins lög. „Frjálst sam- félag fær því aðeins staðizt, að þegnar þess virði lögin. Þess vegna verður að binda enda á óeirðir í borgum okkar,“ sagði Thatcher m.a. Hún sagði, að ekki kæmi til greina að hækka fjárframlög til Flýði í MIG-17 þotu til S-Afríku Hoedspruit. 8. júlí. AP. MÓZAMBÍSKUR orustuflug maður flýði í dag í MIG-17- orustuþotu sinni til S-Afríku. Flugmaðurinn, Adriano Bomba. lenti flugvél sinni á Hoedspruit-flugstöðinni i S-Afríku eítir að tva'r s-afr- ískar orustuþotur höfðu farið til móts við hann og vísað honum leiðina til flugstöðvar- innar. Bomba hefur beðið um hæli í S-Afríku sem pólitiskur flóttamaður. „Ég flýði til S-Afríku vegna þess að ég er andvígur stefnu Frelimo í landi mínu. Ekkert hefur breyst í Mózambik þau sex ár sem Frelimo hefur verið við völd. Þvert á móti; ástandið fer stöðugt versnandi," sagði Bomba við fréttamenn. Mózambísk yfirvöld hafa stað- fest flótta Bomba.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.