Morgunblaðið - 09.07.1981, Page 12

Morgunblaðið - 09.07.1981, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1981 „F ólkið er hreinlegt og áreiðanlegt af öllum þjóðernum og á öllum aldri“ LITIÐ VIÐ Á TJALDSTÆÐINU í LAUGARDAL Tjaldstæðið i LauRardal er áfangastaður margra er- lendra ferðaianKa, er ísland sækja heim. Á sumrin er þar ávallt iðandi mannlíf og svo var einnig í góða veðrinu á þriðjudaginn, er hlaðamaður og ljósmyndari Mbl. litu þar við og spjölluðu við rokkra ferðalanga. Að sögn Árna Péturssonar, „hótelstjóra*4 á staðnum, voru þar um áttatiu tjöld nóttina áður, en algengt er að fólk komi á kvöldin, slái upp tjöldum yfir blánóttina og haldi svo af stað i leit að nýjum ævintýrum strax næsta morgunn. Sagði Árni að um helgar væru oft um 150 tjöld á tjaldstæðinu, en í hans verka- hring er að sjá um reglusemi á Ljósm. Mbl.: Guðjón „Skemmtilegust finnst mér alltaf hin sigilda spurning: Hvernig kemst ég til Reykjavíkur?“ Árni Pétursson „hótelstjóri“ á tjald- stæðinu i Laugardai. staðnum og liðsinna fólki eftir þörfum. „Það er alveg ótrúlegt hvað fólk spyr um. Margir spyrja mig hvar hægt sé að komast í þvottahús, en skemmtilegust finnst mér þó alltaf hin sígilda spurning: Hvernig kemst ég til Reykjavíkur? Annars get ég ekki annað sagt en að á allan hátt er ákaflega gott að um- gangast það fólk, sem hér dvelst. Það er hreinlegt og áreiðanlegt, af öllum þjóðern- um og á öllum aldri. Það er útbreiddur misskilningur að hér dveljist aðeins þeir, sem ekki hafi efni á að dveljast á hótelum. Margir virðast hafa nóg af peningum, en finnst ákveðið sport að vera í tjöld- um og koma þá gjarnan á eigin bílum." „Margra ára draumur hefur nú ræst“ Litið við hjá Ystgaard-fjölskyldunni Volvo-bíllinn, sem stóð við tjaldið. gaf til kynna að íbúar þess væru frá Skandinaviu og við nánari eftirgrennslan kom i ljós að þeir voru frá Mið-Noregi. „Við komum frá Noregi með Smyrli fyrir viku síðan og höfum ekið töluvert um Suðurland á leið okkar til Reykjavíkur. í borginni erum við búið að vera síðan í gær, en hyggjumst nú eyða viku í að keyra um Norður- land á leið okkar til baka til Seyðisfjarðar, þar sem við tök- um Smyril aftur til Noregs." Það er fjölskyldufaðirinn Hans- Magnus Ystgaard sem hefur orðið, en ásamt honum eru í ferðinni kona hans Kari og fjögur börn. Ystgaard sagði veðrið hafa verið mjög kalt þegar þau komu til landsins, en sem betur fer hefði hlýnað og nú væri varla hægt að óska sér betra veðurs. „Okkur hjónin hafði dreymt um það í mörg ár að komast til Islands og nú má eiginlega segja að margra ára draumur hafi ræst. Það sem helst vakti áhuga okkar fyrir landinu eru hin fornu tengsl þess við Noreg, sem lesa má um í fornbókmenntun- um. Auk þess er ísland öðruvísi en það sem búast má við að finna annars staðar og það er alltaf gaman að upplifa eitthvað öðruvísi," sagði Ystgaard, en kona hans bætti við að draumur- inn hefði nú breyst í að koma aftur seinna og dvelja þá lengur. „Að ferðast með börn er mjög krefjandi, því þau vilja alltafsjá eitthvað nýtt. Ég vildi gjarnan vera lengur á hverjum stað og komast þannig í nánari snert- ingu við umhverfið," sagði Kari Ystgaard og hófst nú handa við að skera niður og smyrja brauð, því börnin voru orðin svöng. Islenska brauðið virtist bragðast vel og fyrr en varði var heill brauðhleifur horfinn eins og dögg fyrir sólu. Á hringferð um ísland. Kari og Hans-Magnus Ystgaard ásamt börnum sínum fjórum. Færir i flestan sjó. Jeppinn, kvikmyndatökuvélin og Nico van Eijk. „Ég get betur myndað ef ég er einn“ Nico van Eijk, belgískur áhugamaður um kvikmyndagerð tekinn tali Hann stóð við bláa jeppann sinn, sem augljóslega var fær í flestan sjó, enda búinn að flytja eiganda sinn um hálendi íslands undanfarna daga. Eigandinn, Nico van Eijk frá Belgiu, virtist ekki líklegur til þess að þræða þjóðvegina eingöngu, enda sagð- ist hann hafa mikinn áhuga fyrir erfiðum fjallaferðum. „Ég ferðast oftast einn, þegar ég er að kvikmynda, því þá er enginn til að trufla mig og ég get betur einbeitt mér að því að mynda," sagði van Eijk, sem um þessar mundir vinnur að gerð kvikmynd- ar um ísland. „Ég er nú enginn atvinnukvikmyndagerðarmaður, heldur er það áhugamennskan sem togar mig áfram. Heima í Belgíu rek ég eigið fyrirtæki en er nú hér í annað sinn og á örugglega eftir að koma hingað miklu oftar," bætti hann við og tók upp klút til þess að þurrka af allvirðulegri kvikmyndatökuvél, sem virtist hafa farið víða. „Kvikmyndin sem ég er að gera á að heita „Land elds og ísa“ og ef hún verður góð, sem auðvitað er takmarkið, verður hún jafnvel sýnd í belgíska sjónvarpinu." Van Eijk sagðist hafa heillast af landi og þjóð þegar hann kom hér í fyrsta sinn og á Islandi væri rólegt og gott að vera. „Fóikið hér er ekki mikið fyrir að trana sér fram við útlendinga, en þegar maður þarf á hjálp þess að halda er það mjög vingjarnlegt og hjálp- legt. Náttúra landsins er einnig stórfengleg og mjög ólík þeirri náttúru sem ég á að venjast á heimaslóðum," sagði van Eijk og svipbrigði hans gáfu til kynna að hann hefði upplifað ýmislegt á ferðalagi sínu um hálendið. „Nei, biddu mig ekki að bera þetta tvennt saman, það væri ekki hlutlaus samanburður. í fyllstu einlægni get ég þó sagt þér að í góðu veðri hefur ísland vinning- inn, en við skulum bara sleppa vonda veðrinu," sagði van Éijk brosandi og sneri sér að nokkrum Þjóðverjum, sem virtust nýkomn- ir. Eitthvað virtust þeir vera í vandræðum með að rata, en van Eijk var nú ekki lengi að bjarga því. -Jll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.