Morgunblaðið - 09.07.1981, Page 15

Morgunblaðið - 09.07.1981, Page 15
MORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981 15 Kleifarvegsheimilið: Nú má taka til við að bæta það og auka hag eftir Elínu Pálmadóttur Felld var í borgarstjórn Reykja- víkur sl. fimmtudagskvöld tillaga fræðsluráðs, meirihlutinn þar hafði samþykkt að leggja Kleif- arvegsheimilið fyrir taugaveikluð börn niður og taka upp í húsinu dagskóla. Alþýðubandalagsmenn- irnir, sem höfðu stutt það, sáu sumir sem betur fer að sér og greiddu í borgarstjórn 3 af fimm atkvæðum með okkur Sjálfstæðis- mönnum. Enda hafði verið mikill þrýstingur fagfólks og þeirra, sem gerst þekkja aðstæður um að þessari ákvörðun yrði hnekkt. Raunar ekki von að það fólk, sem ekki hefur kynnt sér þetta heimili og viðhorf aðstandenda þess áður en ákvörðun var tekin, áttuðu sig á mikilvægi þess, svo miklum blekkingum sem búið var að beita í vetur í málatilbúnaði til að koma þessu í kring án þess að mikið bæri á. Nú hélt ég að málið væri búið. En ég sé að enn er blekkingum ekki lokið og hlýt að leiðrétta þá síðustu, sem kemur fram í frá- sögnum tveggja meirihlutablað- anna af afgreiðslu málsins, sem segja að sjálfstæðismennirnir í borgarstjórn vilji ekki stækka og bæta heimilið, birta raunar ekki einu sinni í fréttinni opinbera bókun, þar sem sjálfstæðismenn skýra afstöðu sína til tillögu Sigurðar Tómassonar, en það er hún sem um ræðir þarna. Segir það sína sögu. „Ég lít svo á að heim- ilinu sénú bjargað frá að vera lagt niður, og þá að fræðslustjóri og fræðsluráð taki til við að byggja það upp og bæta .. Tillaga sú, um að fela fræðslu- stjóra í samráði við stjórn Heimil- issjóðs taugaveiklaðra barna og stjórn Hvítabandsins að hefja undirbúning að stofnun nýs með- ferðarheimilis fyrir taugaveikluð börn í tengslum við Bústaðaskóla í Reykjavík fyrir haustið 1982, er gömul hugmynd, Kristjáns J. Gunnarssonar fræðslustjóra, sem hafði verið nokkuð unnin í fræðsluráði áður en núverandi meirihluti komst þar að. Var búið að þreifa á málinu við gefendur, fyrrnefnda tvo sjóði, og var hug- myndin sú að annar þeirra gæti látið í framkvæmdina kjallara- íbúð sem hann á, þannig að byrja mætti á teiknivinnu og vinna grunninn að hausti, en selja svo Kleifarvegshúsið að vori og ná því að byggja um sumarið, svo heimil- ið þyrfti ekki að leggjast niður. Síðan núverandi meirihluti varð í borgarstjórn, hefur málinu verið hreyft í undirnefnd fræðsluráðs, sem fjallaði um þetta mál. En það hefur stöðvast undanfarin 3 ár vegna þess, að ekki var vilji fyrir því hjá nýjum meirihluta að reka heimilið — hvar sem það væri. En þess mun hentugri rekstur yrði í nýju húsi, sem sérstaklega væri byggt fyrir starfsemina og þar sem forstöðumaður gæti búið á staðn- um. Þegar allt var komið í óefni hjá meirihlutanum um að leggja heimilið niður, eftir að búið var að samþykkja það í fræðsluráði af m.a. Sigurði Tómassyni, en sýni- lega ekki fylgi fyrir því í borgar- stjórn, skellti hann fram loðinni tillögu um þetta sama mál, sem hefur verið í vinnslu undanfarin ár. Sama gerir hann svo í borgar- stjórn, og Guðrún Helgadóttir tekur undir og bætir við. En kjarni málsins er sá, að þessi tillaga er í fyrsta lagi óþörf, ef búið er að hrinda árásinni á heimilið og það fær að lifa. Þá getur fræðsluráð einfaldlega hald- ið áfram að vinna að málinu, sem stöðvað var þegar upp kom að leggja það niður. Tillagan var því aðeins sett fram fyrir fréttalag- færingu, eins og kom á daginn. Það hefði svosem verið allt í lagi að samþykkja hana, þótt hún gerði ekkert gagn ef það mætti verða einhverjum til hugarhægð- ar. En hún var bara enn svo ruglingsleg og óljós að fræðsluráð hefði verið mun verr sett með að fá hana, ef það ætlaði í raun að vinna áfram að því að byggja upp betra heimili við Bústaði. I fyrsta lagi er bara talað um stofnun „nýs meðferðarheimilis" en ekki „sólar- hringsheimili fyrir taugaveikluð börn“, þótt ég hefði marg bent flutningsmanni á það í fræðslu- ráði að það væri nauðsynlegt í ljósi þess að alltaf í meðferð málsins var verið að reyna að blekkja með tali um að breyta sólarhringsheimili fyrir tauga- veikluð börn í dagskóla fyrir börn með hegðunarvandkvæði. í öðru lagi sagði þar að rekstur skyldi tryggður í samráði við mennta- málaráðuncytið, „enda er tryggur rekstur forsenda farsæls starfs", eins og það er orðað. Hvað þýðir það, ef menntamálaráðuneytið vill ekki makka rétt? Er þá reksturinn og allt - hitt fyrir bý? Fleira var þarna skilyrt og af reynslu minni af öllum blekkingarvefnum vildi ég ekki taka neina áhættu um orðhengilshátt síðar, enda bætir tillagan ekkert við það sem af- greitt hafði verið. Því tóku sjálf- stæðismenn þá ákvörðun að fella hana hreinlega með bókun, sem skýrði afstöðuna, þar sem segir að þessi tillaga stefni framtíð heimil- isins í áframhaldandi óvissu. En hin mikla óvissa í þessum efnum hafi einmitt mjög háð starfsemi heimilisins að undanförnu. Ég lit svo á að heimilinu sé nú bjargað frá að vera lagt niður, og þá að fræðslustjóri og fræðsluráð taki til við að byggja það upp og bæta, eins og unnið var að þegar þetta nudd um að ekki væri rekstursgrundvöllur fyrir það, upphófst fyrir 2 árum. Að fyrsta skrefið sé að dusta rykið af tillögu fræðslustjóra um nýbyggingu við Bústaðaveg — og fær þá Sigurður Tómasson og aðrir í meirihluta fræðsluráðs tækifæri til að sýna í verki að þeir vilja bæta og auka veg heimilisins. Og það strax í haust við gerð fjárhagsáætlunar. Ur því ég tek mér penna í hönd um þessi mál, vil ég að lokum leyfa mér að láta í ljós eftirsjá eftir sérkennslufulltrúa Þorsteini Sigurðssyni sem ég hefi átt mikið og gott samstarf við í uppbygg- ingu á sérkennslumálum í skólum Reykjavíkur á undanförnum ár- um. Svo sem fram kemur í bréfi hans er niðurstaða Kleifarvegs- heimilisins aðeins dropinn sem fyllti mælinn í átökum um alla þessa þjónustu undanfarin 2 ár enda hefur fræðsluráð stutt hug- myndir Þorsteins fram að því. Það kynni þó ekki að vera að hann hafi líka trúað blaðafregnum í blaðinu sínu með útleggingu á niðurstöð- um atkvæðagreiðslu í borgar- stjórn, um að meirihluti borgar- fulltrúa vildi ekki bæta og auka rekstur heimilisins fyrir tauga- veikluð börn,er hann sagði upp. Ég vona að þetta mikilvæga heimili fái nú frið — og betri framtíð, eftir að gerningaveðrinu kring um það á þessum vetri linnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.