Morgunblaðið - 09.07.1981, Side 17
MORGUNBLAtgÐ^BUVIMTUDAGUR 9. JULI 1981
17
veita einmitt þróunarhjálp sinni
aðallega í gegnum starfsemi
kristniboðsins. Einnig bárust
fréttir um að formanni skipulags-
nefndar þróunarhjálpar í Eþíópíu
var sparkað vegna þess að hann
tók ekki vel í tilboð frá Þjóðverj-
um um aðstoð. Þetta sýnir, að
stjórnvöldin vilja og þurfa á
aðstoð að halda og þess vegna geta
þeir illa amast mjög við kristni-
boðunum.
Hefur kristniboðum í heild
fjölgað eða fækkað eftir bylting-
una?
— Þeir eru nú færri en þeir
voru við upphaf byltingarinnar.
Fyrst eftir hana var ástandið
ótryggt og Norska lútherska
kristniboðssambandið, sem ís-
lendingar starfa náið með, ákvað
að kalla kristniboða heim, en nú er
jafnvel farið að senda nýja
kristniboða til Eþíópíu.
Hversu lengi verður kristniboða
þörf í landinu? Nú hefur innlenda
kirkjan starfað í allmörg ár,
verður hún alltaf háð aðstoð?
Áframhaldandi
stuðningur
nauðsynlegur
— Mekane Yesus-kirkjan er
sjálfstæð stofnun í Eþíópíu og hún
fær að starfa sem slík. Kristniboð-
ið hefur byggt upp starfsemi
hennar og hún hefur yfirtekið
eignir kristniboðsins, en til þess
að reka alla starfsemi kirkjunnar
þarf talsvert mikið fé. Landið er
fátækt og því held ég að enn verði
að koma til stuðningur frá kristni-
boðinu um langa hríð. Ég held
líka, að kristniboðið sjái frekar en
kirkjan þörf þess að hefja starf á
nýjum stöðum út um landið og
þess vegna hefur kristniboðið enn
verk að vinna í Eþíópíu þrátt fyrir
að kirkjan sé orðin öflug stofnun.
En hvað hefur annað breytzt
með tilkomu nýrra stjórnvalda,
eru menntamálum og heilsugæzlu-
málum betur komið en áður var ?
Minnkandi ólæsi
— Heilsugæzlan hefur aukist,
hún hefur færzt meira út í sveitir
en áður var og sennilega nær hún
því til fleiri manna og sama má
segja um kennsluna, þeir eru fleiri
sem njóta hennar nú, en gæðin eru
kannski ekki að sama skapi mikil.
En ég hef stundum undrazt hversu
fljótt yfirvöld ná til fólksins. Þau
geta nú komið hvers kyns upplýs-
ingum á framfæri og þær ná til
þjóðarinnar gegnum blöð og út-
varp, enda hefur ólæsi í landinu
stórlega minnkað. Kennarar eru
nú skyldaðir til að kenna á sumrin
og öðrum frítíma sínum og sama
má segja um eldri nemendur
barnaskóla, þeim er skylt að fara
og kenna öðrum að lesa, skrifa og
reikna. Þetta má telja lofsvert.
Einnig nefnir Jóhannes Ólafs-
son að með aukinni lestrarþekk-
ingu fólksins gefist meiri tækifæri
til að dreifa lesefni. Þess vegna
hafi biblíufélögin lagt vaxandi
áherzlu á að gefa út biblíuhluta á
ýmsum tungumálum þjóðarbrota
og hefur staðið yfir mikil vinna
við þýðingar á mörg tungumál.
Þar hefur m.a. bróðir Jóhannesar,
Haraldur, komið við sögu, en á
þessum sviðum er kristniboðið á
undan öðrum.
En hvað segir læknirinn um
heilsufar og ástand fólksins og
hvaða munur er að starfa sem
læknir í Afríkulandi eða á Vestur-
löndum?
Smitsjúkdómar og
hörgulsjúkdómar
— Aðalverkefni okkar má telja
hvers kyns smitsjúkdóma, en þó
hefur það nokkuð breytzt seinustu
árin. Með aukinni heilsugæzlu
hafa yfirvöldin tekið að sér varnir
við smitsjúkdómum og þannig
erum við smám saman að snúa
okkur að fleiri verkefnum. Hörg-
ulsjúkdómar eru einnig mjög al-
gengir.
Við sjúkrahúsið í Arba Minch
starfa 2 læknar og 5 hjúkrunar-
konur auk innlendra starfsmanna,
sem aðallega eru sjúkraliðar.
Starfið gengur þannig fyrir sig að
sjúkraliðarnir skoða fólkið í upp-
hafi og flýta þannig mjög fyrir, en
síðan athugum við hvað gera þarf
fyrir sjúklingana. Við höfum 73
sjúkrarúm og þrátt fyrir að
sjúkrahúsið sé það bezta á stóru
svæði þarna er öll rannsóknarað-
staða ófullkomin og þar er munur-
inn e.t.v. mestur milli okkar og
sjúkrahúsa á Vesturlöndum.
Sjúkraskrár eru þó ekki eins
ítarlegar, en í aðalatriðum er
starfsemi á sjúkrahúsi í Afríku lík
starfsemi á hverju öðru sjúkra-
húsi. Um sérhæfingu er náttúr-
lega ekki að ræða þar sem við
erum aðeins tveir og skiptumst við
á um vinnu á skurðstofu og við
lyflækningar, en hlutfall sjúklinga
í hvorum hópi er svipað.
En hvernig eru heimamenn í
stakk búnir til að taka við þessu
verkefni sem kristniboðar hafa
sinnt, sjúkrastarfinu?
Ákveðin uppfræðsla
— Heilbrigðisyfirvöldin taka
smám saman við ýmsum og fleiri
þáttum þessara mála og segja má
að við höfum á þessu sviði gegnt
ákveðnu uppfræðsluhlutverki. Nú
sjá yfirvöld og almenningur að
þörfin er brýn fyrir hvers konar
læknishjálp og heilsugæzlu. Við
höfum sýnt fram á að hægt er að
hjálpa fólki með ýmsa sjúkdóma
og lina þjáningar og þannig má
segja að við höfum skapað
ákveðna þörf eða eftirspurn hjá
þjóðinni fyrir læknishjálp. En það
verður einnig bið á að þjóðin geti
tekið algjörlega við þessu starfi,
enda lét heilbrigðisráðherra
landsins þau orð falla við fram-
kvæmdastjóra norska kristniboðs-
ins í Eþíópíu, eftir heimsókn til
okkar, að hann óskaði eindregið
eftir að- við héldum áfram og
fremur jykjum starfið en hitt.
Jóhannes ólafsson og fjölskylda
hans dvelja hérlendis fram eftir
júlímánuði, en þau munu síðan
setjast að í Kristiansand í Noregi.
Þau dvelja um þessar mundir í
Vestmannaeyjum og taka þar þátt
í samkomum fimmtudags- og
föstudagskvöld.
jt
hvert er ásigkomulag
þeirra o.fl.
Að lokum vill Ferðamála-
ráð benda á það að á
undanförnum árum hefur
ráðið lagt fram stórfé, mið-
að við fjárhagsgetu þess, til
að koma upp hreinlætis-
aðstöðu í svokölluðum Völ-
undarhúsum víða um landið
og hefur orðið af því nokkur
bót. Hinsvegar er það
áhyggjuefni Ferðamála-
ráðs, hve það hefur lítið fé
handa á milli til að bæta
hreinlætisaðstöðu í óbyggð-
um, en það stendur væntan-
lega til bóta.
Þá vill Ferðamálaráð
geta þess að ráðið hefur
látið gera kvikmynd til að
vekja athygli á betri um-
gengni um landið, birt
hvatningar í útvarpi og
bent á nauðsyn landvernd-
ar með auglýsingum á
mjólkurfernum auk fjölda
auglýsinga í blöðum og
tímaritum.
Með framangreindum at-
hugasemdum vill Ferða-
málaráð koma á framfæri
við landsmenn þeirri stað-
reynd, að það hefur full-
komlega staðið að málum
eftir því sem fjárhagsgeta
hefur leyft hverju sinni og
lög segja til um að skuli
vera í verkahring þess.
„Gengur illa að fá stuðn-
ing hins opinbera“
— segir Sturla Einarsson sem er að reisa tilraunahús
Sturla Einarsson, bygginga-
meistari, hefur ákveöið að hefja
byggingu á sérstöku tiirauna-
húsi sem er framhald tilrauna
hans með „samlokuvegg". Rann-
sóknaraðilar ásamt Sturlu eru
Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins, Húsnæðismáia-
stofnun ríkisins. Brunamála-
stofnun ríkisins og ýmsir einka-
aðilar.
Af þessu tilefni átti Mbl. sam-
tal við Sturlu og sagði hann að
tilraunir væru fyrirhugaðar með
stífar steinullarmottur til ein-
angrunar í útveggjum í stað
plasteinangrunar. Ætlunin væri
að nota hitaþolin plaströr, svo-
kölluð „pexrör" til notkunar í
hitunar- og neysluvatnsiagnir,
perslustein til einangrunar í þök
og kæmi hann í stað innfluttrar
glerullar. Þá sagði Sturla að
meiningin væri að nota svokall-
aða léttsteypu, þ.e. vikursteypu
til steypu í útveggjum og að
lokum, nefndi hann, verða notuð
sérstök „plastik" og/eða „akryl-
blönduð" teygjuþolin yfirborð-
sefni til húðunar innan og utan
húss, einkum væri það hentugt,
sagði Sturla, á léttsteypuna.
„Ætlunin er að reyna ýmsa
nýja viðkvæma þætti og væri
bygging þessa hús því algjör
tilraunabygging.
Mér hefur gengið illa að kom-
ast af stað með bygginguna og
hef ég engan styrk frá hinu
opinbera fengið. Fyndist mér
ekki óeðlilegt að það gerði eitt-
hvað þar sem t.d. hitakostnaður i
svona húsi yrði miklu minni
vegna betri einangrunar. Það eru
heimildarákvæði í lögum um
Húsnæðismálastofnun ríkisins
um að lána fé til tilraunabygg-
ingar. En aðeins heimildarákv-
æði og því er hætt við, sem er og
raunin, að hún lánar ekki neitt.
Ég er með bréf frá Iðnaðarráðu-
neytinu þar sem mælt er með að
fjármagn verði lánað, en það
virðist duga skammt þegar
„báknið" er annars vegar. Eg fæ
að vísu sem og aðrir húsbyggj-
endur framkvæmdalán en það
dugar ákaflega skammt.
Finnst mér það vera lítið til
byggingar þegar vitað er að
hitakostnaður í þessu húsi verður
allt að 30% minni en í venjulegu
húsi. Þá verður notað í þetta hús
miklu meira af innlendu bygg-
ingarefni en tíðkast hefur venju-
lega við húsbyggingar hér á
landi. Það er að mínu mati, og
e.t.v. einhverra fleiri, hagkvæm-
ara að skapa atvinnu hér á landi
við framleiðslu byggingarefna í
stað þess að láta gjaldeyri sem
við eigum of litið af í kaup á
hlutum sem við getum framleitt
sjálfir. Það ætti hver heilvita
maður að sjá nema að undan-
skildum kerfisköllunum," sagði
Sturla Einarsson, bygginga-
meistari að lokum.
FRÁ
CHAMHON
USA:
sportíatnaöui í
miklu úrvali
lierra
hiisió,
7.145