Morgunblaðið - 09.07.1981, Síða 18

Morgunblaðið - 09.07.1981, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9.-JÚLÍ 1981_ Kirkja Islands varðveitir Skálholt — nú sem þá eftir séra Heimi Steinsson Upp er komin lágvær senna en óvenjuleg. Svo er að sjá sem hún snúist um eignarhald á Skálholti. Teflt er fram sögulegum rökum og tæpt á lagarétti. Enginn fer sér þó tiltakanlega óðslega, og er það vel. Upphafi máls veldur Halldór Laxness. Hann skrifar grein í Morgunblaðið sunnudaginn 28. júní og virðist gera kröfu til Skálholts fyir hönd rómversk- kaþólsku kirkjunnar. Framhaldið er m.a. að finna í samtali blaða- manns og rómversk-kaþólska biskupsins í Landakoti. Hinn síðar nefndi tekur í streng með Hall- dóri, en fer varlega. Nú er það ekki tiltökumál, þótt Halldór Laxness skrifi nokkuð við eigin tón um kirkjuleg efni. Hann hefur lengi klappað undarlega steina í þeirri smiðju, enda er maðurinn skáld og fékk þá veg- semd staðfesta sér til óbóta fyrir hartnær þremur áratugum. Raun- ar tekur hann upp í sunnudags- grein sinni völur, er liggja við hvers manns götu og fágar þær með leyfi að segja litlum mun hönduglegar en gerist og gengur. Allt að einu má með góðum vilja vista ritsmíð hans einhvers staðar á þeim mörkum gamans og alvöru, veruleika og hugaróra, sem stund- um einkenna þokkalegan skáld- skap. Hitt er meiri athygli vert, þegar biskup Rómarkirkjunnar á Islandi fetar seint og skynsamlega í fótspor skáldsins og lýsir því yfir, að ekki sé það „ríkiskirkjan, sem ætti að vera“ í Skálholti, en klykkir út með vangaveltu þess efnis, að nú sé „auðveldara að leysa þennan vanda með Skálholt" en löngum fyrr. Hér talar maður, sem hvorki getur skotið sér bak við skáldaleyfi né heldur er öld- ungis einn á ferð. Hann er á kreiki í umboði voldugustu kirkjudeildar veraldar. Og þótt hógværlega sé barið að dyrum, mun merking þeirra orða, sem eftir biskupi eru höfð, vera nokkuð ótvíræð. Ummæli hins rómversk-kaþ- ólska biskups koma undirrituðum raunar töluvert á óvart. Satt að segja var mér ekki kunnugt um það, að hann og lagsmenn hans byggju yfir þeim draumi að heimta Skálholt í eigin hendur. En nú kemur þessi hugsmíð á loft, þótt hóglega sé að verkinu unnið. Punctum saliens í rauninni er ástæðulaust að orðlengja um þetta mál. Þó tel ég óhjákvæmilegt að undirstrika ein- falda staðreynd: Kirkja íslands í dag er Þjóðkirkjan. Hennar flokk fyllir allur þorri landsmanna. Sé um það að ræða, að íslenzk kirkja eigi tilkall til staða eða annarra góðra hluta, hlýtur sú kirkja að vera Þjóðkirkjan um aðra söfnuði fram. Með þessu er ekkert mis- jafnt sagt um rómverska kristni, Heimir Steinsson — þaðan af síður um enn aðrar kirkjudeildir og miður steigurlát- ar. Hér er einfaldlega höfðað til ástands mála eins og það er. Samkvæmt þessu kemur Skál- holt í hlut íslenzku Þjóðkirkjunn- ar, — ef það á að vera í höndum einhverrar kirkju yfirleitt. Sam- kvæmt þessu var staðurinn og afhentur Þjóðkirkjunni með lög- um árið 1963. Þessi tilhögun mála verður varla véfengd af neinum þeim, er á annað borð fellst á löggjafarvald Alþingis og sjálf- stæði Lýðveldisins íslands. Eríðir og saga En hér má fleiru við auka, — og sjálfsögð sanngirni að varpa ljósi á aðrar hliðar máls: Það er hverju orði sannara, að Gissur Isleifsson afhenti Skálholtsstað þeirri ís- lenzku kirkju, sem á hans dögum laut valdi Rómar. Slíkan skóla- bókalærdóm er raunar óþarft að taka fram. Öðrum kirkjudeildum var tæpast til að dreifa á Vestur- löndum í þann tíma. Það er jafn satt, að íslenzka miðaldakirkjan lagði grundvöll þeirrar hámenn- ingar, sem um allar aldir er bakfiskurinn í tilveru lands- manna. Síðast en ekki sízt er það óvéfengjanlegt, að siðbreyting- unni var komið í kring á íslandi með þeim hætti, að tæpast mun nokkur nútímamaður fást til að skrifa undir starfsaðferðirnar: Hrakningar Ögmundar biskups og morðin í Skálholti 7. nóvember 1550 eru einhverjir myrkustu skuggarnir í sögu þessa lands. Eignaupptaka og skefjalaus yfir- gangur framandi konungsvalds eru af sama toga spunnin. Ekkert af þessu verður varið, og mér er ekki kunnugt um, að íslenzkir kirkjumenn síðari alda hafi lagt sig fram við að réttlæta þau ósköp. En hitt má þá miklu síður gleymast, er eftir fór: Blóðug og beygð rís íslenzk kirkja upp og réttir við eftir rothögg. Guðbrand- ur Þorláksson leggur grundvöllinn að íslenzkri menningu næstu alda. Hallgrímur Pétursson og meistari Jón leika á þá hörpu, sem lands- trúin stillir. Séra Jón Steingríms- son leiðir fátæka menn um dimm- an dal. Prestar 19. aldarinnar eru framarlega í flokki í baráttu fyrir endurheimt landsréttinda. Séra Matthías kveður samlöndum sín- um trú og kjark á þann veg, að ekki verður betur gert um hríð. Tuttugasta öldin lítur kirkjuna í nýrri og lifandi mynd umbreyttra tíma. Fleira mætti telja. En skyldu ekki þessi dæmin nægja til stað- festingar því, að sú íslenzka Þjóð- kirkja, sem við nú búum að, er í senn að sínu leyti handhafi ís- lenzkrar menningar og viðunandi fulltrúi landsmanna upp til hópa, en þar með í öllum efnum löngu komin í stað þeirrar kirkju, sem Gissur ísleifsson stýrði og þjón- aði. Ef við sleppum hvoru tveggja, sögulegum skírskotunum og laga- rétti, en látum trúna eina tala, er hinn forni helgistaður, Skálholt, eign Jesú Krists. Kirkja íslands varðveitti þessa eign á elleftu öld. Og kirkja Islands varðveitir sömu eign enn þann dag í dag. Tímaskokkja Hefði grein Halldórs Laxness birzt í Morgunblaðinu þann 8. nóvember 1550 — fimmtán hundr- uð og fimmtíu — væri hún orð í tíma talað. Núna er hún nokkuð seint á ferð, og ummæli róm- versk-kaþólska biskupsins í Landakoti hið sama. Það þarf meira til að róa vík á kirkju þeirra Guðbrandar, Hallgríms, meistara Jóns og Matthíasar en vindhögg fyrrverandi skáldsnillings eða frómar óskir fyrirliða lítils safn- aðar í Reykjavík — þó aldrei nema hinn síðar nefndi fari með páfa- legu umboði. JíeUrJJorkStmeð Baráttan við blóðþrýstinginn Minna salt í matvælum Ritstjórnargrein Þegar saltið hverfur Eftir Karen de Witt Washington — N.Y.T. Umræðuefnið var matarsalt, og vandamálið það, hvort unnt væri að draga úr saltmagni i matvæium án boða og banna. Á undanförnum árum hafa fulltrúar neytenda, opinberra aðila og matvælaiðnaðarins margsinnis deilt um matarsalt og áhrif þess á háan blóðþrýst- ing. Nú fyrir skömmu gerðist það hinsvegar i fyrsta sinn að starfsmenn matvæia- og lyfja- ráðuneytis Bandaríkjanna buðu um 200 fulltrúum mat- vælaiðnaðarins til viðræðna um það, hvernig minnka mætti salt- magnið í matvælum. „Þegar rætt er um að draga úr saltmagni í unnum matvælum, álít ég að iðnaðurinn sé í beztri aðstöðu til að gera áhrifaríkar ráðstafanir," sagði Richard S. Scheiker heilbrigðismálaráð- herra. „Því það eruð þið, sem eruð í nánustum tengslum við eldhúsin." Við opnun ráðstefn- unnar, sem hann kallaði „sam- ræður“, sagði Scheiker að 60 milljónir Bandaríkjamanna þjáðust af of háum blóðþrýst- ingi, sem gæti leitt til heilablæð- inga og hjartaáfalla. Hann benti á að verulega mætti draga úr blóðþrýstingi með minnkaðri neyzlu matarsalts. Samtök neytenda hafa um langt skeið bent á að sambandið milli saltneyzlu og of hás blóð- þrýstings gæfi fulla ástæðu til aðgerða af hálfu opinberra aðila, sem ættu að krefjast þess að saltmagns yrði getið í merkingu matvæla. Bæði Schweiker og Arthur B. Hayes, fulltrúi ráðu- neytisins sem hefur eftirlit með matvælum, sögðu að þeir vildu frekar að iðnaðurinn gerði af sjálfsdáðun ráðstafanir til að draga úr saltmagninu, í stað þess að setja einhverjar opinber- ar reglur í því skyni. Sagði Schweiker að iðnaðurinn og rík- isstjórnin ættu að vera „sam- starfsaðilar, ekki andstæðingar" í þessu máli. Hayes notaði orðið „dótturfyrirtæki" um samband- ið, sem ráðuneytið óskað eftir við matvælaiðnaðinn til að koma á merkingu á saltmagni í mat- vælum. Sagði hann það stefnuna að fá þann aðilann, sem bezt væri hæfur til að leysa vandann, til að gera það. „Þið, sem vinnið matvælin og merkið þau, eru í beztri aðstöðu til að ná þessu merka heilbrigð- ismarki,“ sagði Hayes, og bætti því við að matvæli með litlu saltinnihaldi gæfi “fleiri kosta völ á markaðnum." Hayes, sem var forstöðumaður sérstakrar deilda fyrir blóð- þrýstingsvandamál við Hershey læknamiðstöðina í Pennsylvaniu áður en hann var skipaður í embætti við ráðuneytið, sagði að í sínum augum væru minnkun saltmagns og merkingar á salt- innihaldi áríðandi mál, þar sem hann hefði sjálfur unnið með sjúklingum, sem þyrftu á þess- konar matvörum að halda. Nokkrum dögum fyrir þessa ráðstefnu lögðu tveir af þing- mönnum demókrata í Fulltrúa- deildinni, þeir Albert Gore frá Tennessee og Neal Smith frá Iowa, fram frumvarp á þingi þar sem þess er krafizt að matvæla- framleiðendur geti þess á merkimiða ef saltmagnið í vör- unni fer yfir ákveðin takmörk. Einnig hafði Gore efnt til tveggja daga könnunarviðræðna í fyrra mánuði um saltmerking- ar. Um 80% allrar unninnar mat- vöru heyrir undir eftirlit mat- væla- og lyfjaráðuneytisins. Fulltrúi landbúnaðarráðuneytis- ins á viðræðufundinum á dögun- um, bætti því við að ráðuneyti hans hefði í hyggju að mæla með upplýsingamerkingu varðandi saltmagn þeirra kjötvara, sem lytu eftirliti landbúnaðarráðu- neytisins á svipaðan hátt og matvæla- og lyfjaráðuneytið væri að undirbúa. Hayes sagði að hættan á of háum blóðþrýst- ingi virtist fara vaxandi og óskaði eftir því að fulltrúar iðnaðarins létu frá sér heyra. Spunnust allmiklar umræður um málið, og margar spurningar fram bornar, meðal annars um það hvernig ætti að skilgreina lítið saltmagn í fæðu, hve langan tíma iðnaðurinn hefði til að- gerða, hvort fulllnægjandi sann- anir væru fyrir sambandi salt- neyzlu og hás blóðþrýstings, og hvort saltmerking matvæla kæmi að nokkru meira gagni en hættumerkingar á sígarettum. Fram kom að matvæla- og lyfjaráðuneytið hefur samið drög að reglugerð, sem skyldar framleiðendur til að saltmerkja vörur sínar, en til að öðlast gildi þarf reglugerð staðfestingu stjórnunar- og fjárhagsskrif- stofu Hvíta hússins. Daginn sem við lesum um það að matvæla- og lyf jaráðu- neytið óski eftir því að ma't- vælaiðnaðurinn dragi úr saltnotkun við vinnslu mat- væla, og skýri frá saltmagni i fæðu á merkimiðum, snæðum við hádegisverð með vini okkar, sem fylgir eindregið reglum um litla saltnotkun í mataræði sínu. „Þegar læknir minn tjáði mér að ég gæti lækkað blóð- þrýstinginn með því að skera niður saltneyzlu," sagði hann og hellti svolitlu ediki yfir salatið sitt, „var hálfgerður vonleysistónn í rödd hans. Hann veit að flestum finnst erfitt að minnka saltmagnið nægilega til að það lækki blóðþrýstinginn — og það ekki vegna viljaskorts. „En eftir svo sem eina viku án salt- stautsins, saknarðu ekki bragðsins. Þvert á móti, þú kemst að raun um að venju- legur matur bragðast enn bet- ur en þig grunaði. Ástæðan fyrir því hve erfitt það er að minnka saltneyzluna er sú, að salt er svo víða ofnotað. Salti er yfirleitt bætt út í niðursoðið grænmeti — niðursoðnar súpur eru hrein- asta hörmung. Gleymið sinn- epi, tómatsósu og majonesu — pylsur, niðurskorið álegg og ostur eru bannvara — pikkles er banvænt. Kökur, smákökur og kex senda saltmagnið upp úr öllu, því bökunarger er engu betra en borðsalt. Það fæst ekki einu sinni brauð, sem er öruggt. „Svo læknirinn varð undrandi þegar blóð- þrýstingurinn féll án nokkurr- ar lyfjatöku, sem getur haft leiðinlegar hliðarverkanir. Og ég borða prýðismat." Lausnin er að framreiða saltlausan mat, rétt blandað- an til að draga fram eðlilegt bragð, og læra að þekkja ýms krydd og kryddjurtir. Þú verð- ur að lesa heima bækur, þar sem skýrt er frá saltmagni og gefnar upp saltlausar matar- uppskriftir. Craig Clayborne hefur fundið aðferðir til að búa kræsingar úr saltlausum mat. Og þú verður að leggja hart að þér — ég baka mitt eigið brauð og bý til mitt sinnep. Satt að segja á ég ekki í neinum vandræðum með að láta saltið eiga sig — vand- ræðin eru fyrirhöfnin." „Og ég á bágt með að skilja hversvegna ríkisstjórnin ætti að þurfa að leggja hart að iðnaðinum til að fá þá til að draga úr saltmagni og salt- merkja vörurnar. Eru ekki miklir markaðsmöguleikar hjá þeim 50 milljónum, sem hafa of háan blóðþrýsting? Sumsstaðar fást matvæli með litlu saltmagni. En þau eru of hátt verðlögð, og erfitt að finna þau. Af hverju geta ekki þeir, sem gáfu okkur kost á „Rice-a-roni“ og „Froot Loops" gefið okkur mat á borð við það, sem ég verð að malla í eldhúsinu mínu, og kalla það sætt spaghetti eða saltlausa kássu? Hvað hefur orðið um framtaksandann?"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.