Morgunblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981 19 Annað mál er svo það, að rómversk-kaþólskir menn eru án efa alla daga velkomnir í Skálholt, — enda veit ég ekki betur en biskupinn í Landakoti sé hingað boðinn til opinberrar þátttöku í hátiðahöldum á kristniboðsári nú innan fárra vikna. Við það tæki- færi munu þær taka höndum saman á helgri jörð, hin evangel- isk-kaþólska kirkja og systur- kirkjan rómversk-kaþólska á Is- landi. En þá er líka rétt, að báðir aðilar geri sér fullnaðargrein fyrir því, hvar þeir standa, og virði undanbragðalaust trúarviðhorf, erfðir og aðstöðu hvers um sig, eins og góðum grönnum sæmir. Umræðugrundvöllur í síðast greindu tilliti er ástæða tilað nefna sérstaklega hugtakið „postullega erfðaröð". Halldór Laxness skopast að „íslenzkum mótmælendaklerkum" og beitir til þess dálítið grautarlegri skírskot- un til postullegrar erfðaraðar. Ekki sér biskupinn í Landakoti ástæðu til að unna trúbræðrum sínum innan Þjóðkirkjunnar sannmælis og gera athugasemd við hnýfilyrði skáldsins. Þó hlýtur biskup að vita það, sem Laxness virðist aldrei hafa heyrt: Postulleg erfðaröð er engin séreign róm- versk-kaþólskra manna. Margar aðrar kirkjur búa að henni, og íslenzka Þjóðkirkjan er í þeirra hópi. Postulleg erfðaröð er hins vegar lögð út á mjög mismunandi vegu. Við höfum allt aðra skilgreiningu á þessu fyrirbæri en páfinn í Róm. Skal ekki tafið við það efni hér, en á hitt bent, að íslenzkir mótmæl- endur hafa mér vitanlega ekki lagt það í vana sinn að skopast að prestsvígslu Rómarkirkjunnar, — þótt okkur greini á við hana um skilning á postullegri erfðaröð. Veit ég vel, að rómverskir hafa lengi haft tilhneigingu til að lítilsvirða eða hafa að engu prests- vígslur annarra en sjálfra sín, og þá gjarnan m.a. skírskotað til þess, að þeirra útlistun á postul- legri erfðaröð væri ein rétt. Þetta héldu menn hins vegar, að Róm- arkirkjan hefði lagt af eftir til- komu Jóhannesar páfa XXIII og þings þess, sem hann kom af stað. Nú gerist Halldór Laxness til þess að sproksetja íslenzka presta, eins og umrætt þing aldrei hefði verið haldið. Honum er vorkunn. Hann veit ekkert, hvað hann er að segja. Biskupinn í Landakoti ætti hins vegar að vita það. Úr því að til hans var leitað, bar honum að leiðrétta þá misfellu, sem skopraði úr penna rómversk-kaþólska nóbelsverðlaunahafans að Gljúfrasteini. Biskupinn í Landakoti ýjar að ekumeniskum viðræðum. Vilji rómversk-kaþólskir prestar og biskupar við okkur tala í alvöru, ættu þeir að byrja á því að viðurkenna opinskátt prestdóm íslenzkra þjóðkirkjumanna, vígsl- ur allar og hefðir. Sjálfir erum við þess albúnir að virða erfðaröð þeirra, — viðurkenna hana sem þeirra hátt, skilning og atferli. Við hljótum að krefjast sömu viðurkenningar á okkar eigin arfi. Að öðrum kosti sé ég ekki, að um margt sé að tala. Hér fyrir utan mætti margt skemmtilegt skrifa af framan- greindu tilefni um Kiljan þann, er forðum tók skírn til rómversk- kaþólskrar trúar. Hann vitnar í orð Hamlets: „To be or not to be, that is the question". Ekki tekst honum betur en öðrum að þýða þau orð. En merking málsgreinar- innar er næsta ljós, — og Kiljan verður dálítið spaugilegur í því ljósi. Um það mun ég hins vegar ekkert skrafa, nema frekara til- efni gefist til. Skálholti i júlíbyrjun 1981. Reykjaskóli: Ólafur hættir — Bjami tekur við Staðarbakka. 7. júli. REYKJASKÓLI í Hrútafirði á 50 ára starfsafmæli á þessu ári. Sið- astliðin 25 ár hefur ólafur H. Kristjánsson verið þar skólastjóri. Ilann lætur nú af störfum. en við tekur Bjarni Aðalsteinsson, sem verið hefur kennari þar i mörg siðastliðin ár. í tilefni þess að þau hjón, Ólafur og Sólveig Kristjánsdóttir, kona hans, munu nú flytja burt úr héraö- inu, héldu sýslunefndir Vestur- Húnavatnssýslu og Strandasýslu þeim kveðjusamsæti í Reykjaskóla síðastliðinn sunnudag, 5. júli, þar sem mættir voru sýslunefndarmenn úr báðum sýslunum ásamt skóla- nefnd og nokkrum fleiri gestum. Auk skólastjórnar hefur Ólafur gegnt ýmsum fleiri trúnaðarstörf- um, verið sýslunefndarmaður í tvo áratugi, verið formaður byggða- safnsnefndar og fleira. í skólastjórnartíð hans hefur skól- inn tekið stórstígum breytingum. Aðsókn að skólanum hefur oftast verið miklu meiri en hægt hefur verið að fullnægja og sýnir það bezt hvert álit hann hefur sem mennta- stofnun. Uppbygging á staðnum hef- ur verið mikil og frágangur og umgengni í bezta lagi. Það kom glöggt fram í ræðum manna í kveðjusamsætinu hve al- mennra vinsælda þau hjón njóta í héraðinu og fólk kann vel að meta framlag þeirra til félags- og menn- ingarmála. Með bezta þakklæti fyrir mikið og árangursríkt starf og árnaðaróskum um gæfuríka framtíð var þeim hjónum færð bók að gjöf, er var árituð af sýslunefndar- mönnum. Veitingar voru framreidd- ar af Eddu-hótelinu á staðnum. Benedikt Jógastöðin Heilsubót kynnir austrænar alþýðulækningar Næstkomandi laugardag, eða þann 11. júli, verður haldin kynning á austrænum alþýðulækningum i jógastöðinni Heilsubót við Hátún, klukkan 9—5. Kynninguna annast Soffia Karls- dóttir og Bruce Wilson frá The Community Health Foundation i Iondon. En sú stofnun vinnur að fyrirbyggjandi aðgerðum á heilsu- sviði og hefur starfað siðan 1977. Segir í fréttatilkynningu frá að- standendum kynningarinnar að þó stofnun þessi sé ung að árum, þá hefur hún látið mjög til sín taka á sviði heilsumála. Hún hefur rekið skólann, The Kushi Institute, til þess að mæta vaxandi þörf á ráðgjöfum og kennurum í þessari grein. Fræði þau sem fjallað verður um á kynningardegi þessum, hafa breiðst út á vesturlöndum sem öðrum eins og segir í fréttatilkynningunni. Eru þessi fræði kölluð Makrobiotik eða Macrobiotics á ensku, sem mætti þýða: „Líf eða tilvera í víðara sam- hengi, það er að segja, það er ekki einungis tekið mið af líffræðilegum grunni, heldur einnig andlegum- fé- lags- og sálfræðilegum þáttum.“ Þessi fræði, og sá skóli sem kennir þau, hafa það að markmiði að sameina vestræna vísindaþekkingu annars vegar og austræna heimspeki og hefðbundna læknisfræði hins veg- ar, sem nota má við vestrænar aðstæður. INSTANT ÁLVINNURALLAR & SMNDECK BURDARPALLAR Reynist rosalega vel. Léttur í meðförum. Fljótlegt ad setja upp og taka niður. Reynist mjög vel í notkun. Ragnar Hafliðason, málarameistari Hafnarfirði: Öruggur og þægilegur, vegna léttleika auðveldur ( uppsetningu, fyrirferðarlítill I geymslu. Hvereining aöeins 25 kg. Notkunarstaðir allar húsaviðgerðir stórir salir. Aukin vinnuafköst um 40—50%. Allar nánari upplýsingar hjá RÁLMASON &VALSSON HF. KLAPPARSTÍC 16 S. 27745

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.