Morgunblaðið - 09.07.1981, Page 22

Morgunblaðið - 09.07.1981, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1981 Bangalore: 212 dánir eftir að drekka eitrað brugg Nýju Delhi, 8. júM. AP. í DAG létust 26 til viðbótar af völdum eitraðs heimabruggs sem þeir höfðu neytt i borginni Bangalore á Suður-Indlandi og hafa þá 212 manns dáið af þessum orsökum. Fréttastofa Indlands sagði að 54 hinna látnu væru konur. Fimmtiu manns liggja á sjúkrahúsum eftir heimabruggsdrykkju þessa, margir eru sagðir i lífshættu. Þetta er mesta „heimabruggs- inn sem svaraði milli 600—700 slys“ sem orðið hefur í landinu síðan í desember 1978, þegar 254 manns létu lífið. Lögreglan í Bangalore segir að 44 meintir bruggarar hafi verið teknir höndum fyrir að selja þetta baneitraða brugg. Tilkynnt var að aðstandendur hinna látnu myndu fá í skaðabætur fyrir ástvinamiss- krónum ísl. Enda þótt sjaldgæft sé að svo margir látist eftir heimabruggs- drykkju er það algengara en ekki að fólk deyi af þessum sökum. Vínneyzla Indverja er ekki vel séð og margir leita því á náðir brugg- ara til að útvega sér vökvun. Noregur: Patty Butler, 24 ára gömul stúlka í Kaliforníu, sést hér fljúga um loftin blá í svifdreka sínum og með kött sinn Krúsipús í sérstökum útbúnaði á bakinu. Krúsipús og Patty eru óaðskiljanleg, því að Patty tekur köttinn yfirleitt með sér í vinnuna. En samt finnst henni skemmtilegast þegar þær vinkonur fara að fljúga saman. O’Connor fyrsti bandaríski kvenhæstaréttardómarinn WashinKton. 8. júlí. AP. ÞINGMENN beggja bandarísku stjórnmálaflokkanna fögnuðu á miðvikudag ákvörðun Ronald Re- agans, Bandaríkjaforseta, að út- nefna Söndru D. O'Connor i sæti Stewart Potters, hæstaréttardóm- ara. sem sagði af sér embætti á föstudag. Öldungadeild þingsins mun væntanlega samþykkja emb- ættisveitinguna möglunarlaust, þegar hún kemur fyrir þingið i september. Siðgæðispostular og hreyfingar á móti fóstureyðingum gagnrýndu útnefninguna og sögðust ætia að berjast gegn því, að O’Connor tæki sæti í hæstarétti. O’Connor vildi ekki svara spurningum varðandi fóstureyðingar á blaðamanna- fundi, sem hún hélt að heimili sínu í Phönix, Arizona, á þriðju- dag. Larry Speakes, talsmaður forseta, sagði, að hún væri líklega á móti fóstureyðingum og Reagan sagði, að hann væri sáttur við skoðanir hennar á málinu. O’Connors verður væntanlega fyrsta konan til að taka sæti í hæstarétti Bandaríkjanna. Þeir, sem hafa kynnt sér starf hennar i Arizona, segja, að hún sé íhalds- söm í efnahagsmálum og ákveðin varðandi afbrotamál. Hert eftirlit með fyrirtækjum erlendis Osló 8. júlí. Frá fréttaritara Mbl. J.E. Laurie NORSK skattyfirvöld munu nú herða eftirlit með norskum fyrirtækj- um sem reka starfsemi og eiga eignir erlendis. Ástæðan fyrir þessu nú er mikið skattsvikamál sem komizt hefur upp i Noregi. Einn þekktasti athafnamaður Noregs, Trygve Brudevold, var handtekinn í gær grunaður um að hafa dregið stórar fúlgur undan skatti. Brudevold er í þessar mundir færa á byggingarframkvæmd- að byggja mörg hundruð íbúðir á Lanzarote sem er ein Kanarí- eyja, þ.e. 130 raðhúsaíbúðir, 19 lúxuseinbýlishús, veitingahús, tennisvelli ofl. Síðustu ár er talið að Brudevold hafi greitt sem svarar 5,6 miljónum norskra króna of lítið í skatt, með því að irnar tilbúna kostnaðarliði. Það er norska ríkisstjórnin sem hefur falið réttum yfirvöld- um að kanna þetta mál í víðara samhengi og leikur grunur á að sama muni koma í ljós hjá fleiri fyrirtækjum sem hafa starfs- semi sína að meginhluta til utan Noregs. Sovétmenn ásaka Jap- ani um fiskveiðibrot Sandra D. O’Connor Túkió. 8. júlí. AP. SOVÉTMENN staðhæfa að 27 japanskir bátar, sem eru á lax- veiðum, hafi stundað veiðar á miðum, þar sem siikar veiðar eru þeim bannaðar, suðaustur af Kamchatka, að þvi er japanska sjávarútvegsráðuneytið greindi frá. Var sagt að Sovétmcnn segð- ust hafa i fórum sínum myndir sem sýndu að japönsku bátarnir væru að veiðum á bannsvæðinu þann 3. júlí. Aðrar upplýsingar voru ekki gefnar í orðsendingu ráðuneytisins. Kyodo-fréttastofan japanska sagði að Sovétmenn héldu því fram að japanskir sjómenn hafi greitt Sovétmönnum gífurlegar upphæðir í bætur fyrir að hafa verið að ólögmætum veiðum þarna fyrr en tekið fram að enn hefði ekki verið krafizt greiðslna fyrir meint fiskveiðibrot nú. Ferðamenn slasast LarisKa. (irikklandi. 7.júli. AP. FÓLKSFLUTNINGABÍL með 29 erlendum ferðamönnum lenti í árekstri við stóran vöruflutn- ingabíl skammt frá Larissa í Mið-Grikklandi í dag og slösuðust allir sem í farþegavagninum voru. Ixjgreglan sagði að þar á meðal hefðu verið ellefu Hollend- ingar, átta Frakkar, tveir Banda- ríkjamenn og tveir Bretar. Voru allir fluttir í sjúkrahús og hefur ekki verið skýrt nánar frá slys- inu, en enginn mun þó lífshættu- lega slasaður. Við áreksturinn skall bíllinn út af veginum og valt ofan í á. Bíllinn var á leið frá París til Aþenu. Gullverð komið niður f yrir $400 GULLVERÐ heíur sigið mjög hratt á undanförnum vikum og hraðar en það hefur gert síðan í nóvember. I»að hrapaði um 36 dollara síðustu vikuna í júni og var únsan á 425,50 dollara 1. júlí. Nú er gullúnsan komin niður fyrir 400 dollara í fyrsta sinn í 19 mánuði, en kaupsýslumenn telja, að verðið muni ekki hrapa öllu neðar úr þessu. Gullverð hefur ekki verið eins lágt í London síðan seinni hiuta árs 1979. Svona langvarandi verðfall á gulli átti sér síðast stað á árunum 1975—76. Þá lækkaði verðið stöðugt í 20 mánuði og það liðu tvö ár, áður en gull var komið í sitt gamla verðgildi á nýjan leik. væntanlega standa eitthvað enn. Dollarinn sjálfur hefur einnig staðið traustum fótum undan- farið og gull þurft að láta í minni pokann fyrir honum. Gullsmiðir og iðnfyrirtæki, sem nota mikið gull í fram- leiðslu, drógu mikið úr notkun þess, þegar gullverð rauk upp úr öllu valdi fyrir 18 mánuðum. Gull, sem gefur ekkert af sér, getur ekki keppt við himinháa vexti í Bandaríkjunum. Kaup- sýslumenn geta nú fengið 10% ágóða með því að leika sér með peningana á gjaldeyrismörkuð- um eða með því að kaupa verðbréf í Bandaríkjunum, þrátt fyrir verðbólguna þar. Þessi samkeppni gulls við vexti mun Eftirspurn þeirra virðist ekki ætla að aukast á næstunni þrátt fyrir verðfallið. ítalir, sem fram- leiða meira af skartgripum en nokkur önnur þjóð, minnkuðu framleiðslu sína um meira en helming á árinu 1980, og hún hefur ekki aukist neitt á síðustu mánuðum. Þeir, sem fara verst út úr verðhrapinu, virðast vera seðla- bankar heimsins og Rússar. Rússar seldu í fyrra 90 tonn af gulli, og allt bendir til, að þeir þurfi að selja enn meira í ár til að standa undir innflutningi sínum á korni frá Vesturlöndum. Það eru helst ríku olíuþjóðirnar, sem nú kaupa gull. Áhugi þeirra á málminum minnkar ekki þótt verðið sé ótryggt og þær kunni að tapa á viðskiptunum. Ilpimildir AP og EconomÍNt. Aþena: Leitað brennuvarga Aþenu. 8. júlí. AP. GRÍSKA lögreglan leitar nú dyr- um og dyngjum að brcnnuvörg- um, sem undanfarið hafa leikið lausum hala i Aþenu og Pireus og kveikt i stórverzlunum og hótel- um og valdið hinu mesta eigna- tjóni. Hringt var i dagblað i Aþenu i dag og sagt að samtökin „Ungmennaherdeildin" stæðu fyrir þessum aðgerðum. I dag kveiktu þessir aðilar í tveimur verzlunum og nam eigna- tjón um 600 milljónum dollara. Brennuvargar þessir hafa verið á stjái öðru hverju síðan í desem- ber, en þá skildu þeir eftir eld- sprengjur sem stilltar voru þannig að þær sprungu að næturlagi þegar engir voru í verzlununum. Andreas Papandreu, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, gagnrýndi stjórnvöld í dag harðlega og sagði þau gersamlega óhæf um að halda uppi lögum og reglu í landinu. Sumir telja að með ræðu Pap- andreu í dag, sem var óvenju hvassyrt, hafi kosningabaráttan í landinu raunverulega hafizt en kosningar verða í Grikklandi í haust og er búizt við mikilli fylgisaukningu PASOKS, flokks Papandreu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.