Morgunblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐjÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981
23
Pólitísk réttarhöld í frétt-
um í fyrsta sinn í Póllandi
FJÖLMIÐLAR í Póllandi Kreina
þessa dagana itarlega írá réttar-
höldum, sem hófust 15. júni <>k
standa enn, yfir Leszek Moczulski.
formanni Samtaka um óháð Pól-
land (KPN). oj? þremur flokks-
bra'ðrum hans. Þeir sátu í varð-
haldi svo mánuðum skipti. áður en
mál þeirra var tekið fyrir dóm-
stólana. en var sleppt 10 dóKum.
áður en réttarholdin hófust.
Áheyrendapallar í dómsalnum eru
ávallt fullskipaðir fólki. en litill
áhuKÍ virðist þó vera meðal al-
menninKs á Kótum úti. á máli
fjórmenninKanna.
Moczulski hefur einn svarað
spurningum saksóknara hingað til.
Hann er sagnfræðingur og fyrrver-
andi blaðamaður. Hann var hand-
tekinn ásamt félögum sínum síð-
astliðið haust, eftir að hann sagði í
viðtali við þýzka tímaritið Der
Spiegel, að sá dagur kynni að renna
upp, að Pólland segði sig úr Var-
sjárbandalaginu. Hann gagnrýndi
einnig forystu pólska kommúnista-
flokksins í viðtalinu
Samtökin um óháð Pólland eiga
sér fremur fáa fylgismenn, en þeir
eru duglegir að mæta í réttarsaln-
um. Þegar saksóknari vitnaði í orð
Moczulski um pólska leiðtoga og
sagði: „Þeir eru hvorki pólskir né
leiðtogar," brutust mikil fagnaðar-
læti út í salnum. Það var ekki, fyrr
en dómarinn hótaði að hreinsa
salinn, að áheyrendur þögnuðu og
hættu klappinu.
Verkföll í Póllandi í fyrra komu
því til leiðar, að yfirheyrslur í
dómsmálum eru nú opnar almenn-
ingi. Áður fóru þær fram fyrir
luktum dyrum og lítið sagt frá
þeim í fjölmiðlum. Samstaða, sam-
tök sjálfstæðra verkalýðsfélaga,
studdi kröfur Samtakanna um, að
fjórmenningarnir yrðu látnir lausir
í vor. Þó var þess vandlega gætt að
taka fram, að Samstaða styður ekki
stefnumál Samtakanna.
Stúdentar fóru í miklar mót-
mælagöngur í vor vegna fangavist-
ar fjórmenninganna og 26 meðlimir
í Samstöðu fóru í mótmælasvelti
víðsvegar um Pólland. Þegar fjór-
menningarnir voru loks látnir laus-
ir 5. júní, sagði Mieczyslaw Rak-
owski, aðstoðarforsætisráðherra,
sem þykir heldur frjálslyndur, að
þeir hefðu verið látnir lausir eftir
að „ótrúlega stór“ herferð var farin
fyrir þeirra málstað og nú væru
þeir frjálsir til að flækjast um
landið og rægja „hugsjónir komm-
únista og Sovétmanna".
Andófsmennirnir fjórir i réttarsalnum í Varsjá. Þeir eru talið frá vinstri: Leszek Moczulski, Roman Szeremietiew, Tadeusz Stanski og
Tadeusz Jandziszak. Þeir eru ákærðir fyrir undirróðursstarfsemi gegn ríkinu.
Óeirðir á N. írlandi á
hæla láts McDonnells
Holíast. 8. júlí. AP.
JOE McDonnell, írski hermd-
arverkamaðurinn, sem var i mót-
mælasvelti í 61 dag, lést á mið-
vikudagsmorgunn. Ilann er
fimmti írski lýðveldissinninn,
sem deyr í hungurverkfalli i
Norður írlandi á fjórum mánuð-
um. McDonnell var 30 ára. Ilann
sat í 14 ára fangelsi fyrir að hafa
skotvopn undir höndum.
Miklar óeirðir brutust út í
Belfast og Londonderry, þegar
fréttir af láti McDonnells spurð-
ust út. Einn unglingur lést í
átökunum og sex slösuðust. Kaþ-
ólskar konur gengu um götur
Belfast, blésu í flautur og börðu á
sorptunnulok, en það hefur löng-
um verið merki um hættu sem
steðjar að mönnum þeirra. Bresk-
ar hersveitir skutu á vörubíl
fullan af mönnum og unglingum,
sem höfðu ráðist að hermönnum
og varpað á þá bensínsprengju.
Breska stjórnin sagði sjö
hermdarverkamönnum, sem eru
enn í mótmælasvelti í Maze-
fangelsinu, að hún gæti ekki
gengið að skilmálum þeirra nema
þeir hættu aðgerðunum. Talsmað-
ur stjórnarinnar sagði, að
McDonnell hefði framið sjálfs-
morð með því að neyta hvorki
votts né þurrs. Talsmaður Sinn
Fein-arms, írska lýðveldishersins,
sagði hins vegar, að breska ríkis-
stjórnin hefði myrt McDonnell, af
því að hann neitaði að afsala
réttindum sínum sem írskur lýð-
veldisþegn.
Veður
víða um heim
Akureyri 7 alskýjað
Amsterdam 24 heiöskírt
Aþena 29 heiöskirt
Barcelona 28 heiöskirt
Berlín 28 heiöskírt
Brússel 30 heiöskírt
Chicago 34 heiöskirt
Denpasar 29 rigning
Dublin 19 skýjaö
Feneyjar 27 lóttskýjað
Frankfurt 26 heiöskírt
Fasreyjar 9 súld
Genf 26 heiöskírt
Helsinki vsntar
Hong Kong 30 heiöskirt
Jerúsalem 28 heiöskirt
Jóhannesarborg 17 þoka
Kairó vantar
Kaupmannahöfn 22 heiöskirt
Las Palmas 24 skýjaö
Lissabon 25 heiöskirt
London 26 skýjaö
Los Angeles 32 heiðskírt
Madrid 34 heíöskírt
Malaga 25 skýjaö
Mallorka 31 hálfskýjað
Mexicoborg 22 heiðakírt
Miami 30 skýjaö
Moskva 27 heiðskfrt
Nýja Dehll 36 skýjaö
New York 35 heiöskírt
Osló 20 skýjaö
París 28 heiöskirt
Perth 19 heiöskfrt
Reykjavik 13 skýjaö
Rió de Janeiro 22 heiöskirt
Rómaborg 31 heiöskirt
San Francisco 24 heiöskfrt
Stokkhólmur 22 heiðskfrt
Sydney 17 heiöskirt
Tel Aviv 28 heiöskfrt
Tókýó 31 heiöskfrt
Vancouver 19 heiöskfrt
Vínarborg 26 skýjaö
Begin
hættir
næst
Tel Avlv. 8. júlí. AP.
MENACHEM Begin. forsætisráð-
herra ísraels. sagði i dag að hann
hefði i hyggju að láta af émbætti.
eftir að hann hefði myndað nýja
ríkisstjórn og setið út næsta
kjörtímabil. Sagði Begin þetta í
viðtali við hlaðið Yedioth Zahron-
oth í dag. Tíðindi þessi koma ekki
á óvart, enda er Begin nærri
sjötugu og hefur lengi verið veill
fyrir hjarta.
Begin sagðist vera sannfærður
um að sá leiðtogi sem Likud veldi
eftirmann sinn myndi leiða
bandalagið til sigurs þriðja sinni.
Hann gaf ekki í skyn hvort
einhver ákveðinn kandidat væri
að koma fram á sjónarsviðið sem
væntanlegur arftaki hans.
Þá segir í fréttum frá Tel Aviv í
dag að Begin hafi ákveðið að láta
sem vind um eyru þjóta mikla
andstöðu innan Likud og skipa
Ariel Sharon næsta varnarmála-
ráðherra í ríkisstjórn þeirri sem
hann myndar að líkindum næstu
daga. Sharon hefur sl. tvö ár sótt
fast að fá að gegna þessu embætti,
en það telst næst valdamesta
ráðherraembættið á eftir forsæt-
isráðherrastarfinu. Begin hefur
sjálfur gegnt embætti varnar-
málaráðherra síðan Ezer Weiz-
man sagði af sér fyrir 14 mánuð-
um vegna ágreinings við Begin.
Sharon er 53 ára og hann
stjórnaði hersveitum ísraela sem
fóru yfir Súez-skurð 1973 og inn í
Egyptaland og framganga hans og
manna hans skipti að mörgu leyti
sköpum í stríðinu. Sharon er mjög
afdráttarlaus harðlínumaður og
að margra dómi ekki líklegur til
að verða samningslipur við Araba.
Frændi Carters
enn í klandri
Chico. Kalifornía. 7. júlí. AP.
WILLIAM Carter Spann, syst-
ursonur Carters fyrrverandi
Bandaríkjaforseta, hefur verið
fangelsaður meðan rannsakað
er þjófnaðarmál sem hann er
talinn aðili að. Spann lýsti
sjálfum sér fyrir nokkrum
árum sem „svarta sauðnum“ í
Carter-fjölskyldunni, enda hef-
ur hann átt í útistöðum við
lögin í meira en áratug og hvað
eftir annað fcngið dóma.
Að þessu sinni var Spann hand-
tekinn ásamt konu sinni er þau
voru að forða sér í fáti eftir að
brotizt hafði verið inn í hús sem
þau voru í, og ýmsum verðmætum
stolið.
Isabel Peron
til Spánar
Bucnos Aircs. 8. júlí. AP.
ISABEL Peron, fyrrverandi for-
seti Argentínu sem var á dögun-
um látin laus úr stofufangelsi
sem hún hefur mátt dúsa í
siðustu fimm ár, mun hafa i
hyggju að flytja búferlum til
Spánar og mun hafa pantað
flugmiða og viljað komast á brott
hið fyrsta. Ilefur hún í hyggju að
fara með Iberia til Madrid. á
fimmtudagskvöld.
Ásamt henni hafa átta manns
aðrir pantað far með sömu vél, þar
á meðal er lögfræðingur hennar,
Julio Arriola.
Um hríð hafði verið búizt við því
að hún yrði ekki látin laus og
þaðan af síður að hún færi úr
landi, en annar lögfræðingur
hennar sagði í dag, að það væri
aðeins formsatriði fyrir hana að
fá brottfararleyfi.
Hert varsla við lancja-
mæri Tyrklands og Irans
70 frambjóðendur ti
Bclrut. 8. júlí. AP.
í FRÉTTUM frá Teheran í kvöld
sagði að íranir hefðu stórlega
eflt landamæravörzlu við austur-
landamærin sem liggja að Tyrk-
landi til að koma i veg fyrir að
Bani Sadr, fyrrverandi forseti,
komist úr landi. Það var talsmað-
ur islömsku byltingarlögreglunn-
ar, sem kunngerði þetta í dag.
Ilann sagði að stjórnvöld teldu
sig hafa örugga vissu fyrir því að
fréttir um að Bani Sadr leyndist i
Kúrdistan væru réttar. Talsmað-
urinn minnti á að Bani Sadr
hcfði haft tengsl við Rahman
forseta?
Ghassemlou. leiðtoga lýðræðis-
flokks Kúrda. sem er bannaður.
og Massoud Rajavi, sem er for-
svarsmaður marxistasamtak-
anna Mujahedeen Khalq. Tals-
maðurinn sagði einnig að stuðn-
ingsmenn Bani Sadr væru farnir
að hafa hægar um sig en áður,
vegna þess þeir gerðu sér ljóst að
fólk myndi drepa þá hvar sem til
þeirra næðist. Sagði hann að
dómstólar hefðu sætt nokkurri
gagnrýni fyrir þá linkind og
ga'zku sem stuðningsmönnum
Bani Sadr hefði vcrið sýnd að
undanförnu.
Nýskipaður utanríkisráðherra
írans, Mir Hussein Musavi, sagði í
viðtali við útvarpið í dag að hann
myndi leggja sig alian fram við að
treysta bræðrabönd við Asíuþjóð-
ir og múhameðstrúarlönd og láta
samskipti við Vesturlönd sitja á
hakanum ef svo æxlaðist.
Þær fréttir bárust frá innanrík-
isráðuneyti írans í dag að um
sjötíu manns hygðust bjóða sig
fram í forsetakosningunum nú 24.
júlí. Fyrr í dag var vitað að 40
manns hefðu tilkynnt framboð
sitt. Nú mun byltingarráðið kanna
þessi framboð áður en ljóst verður
hvort stjórnvöld leggja blessun
sína yfir þau.