Morgunblaðið - 09.07.1981, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981
29
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Pennavinir
um allan heim, sendiö mynd,
aldur, kyn, stööu áhugamál til:
Rainbow Ridge Advertising Ag-
ency, Box 1021, Honokaa, Ha-
waii, 96727m USA.
Ljósrítun — fjölritun
Fljót afgreiösla Bílastæöi. Ljós-
fell, Skipholfi 31, sími 27210.
Dyrasímaþjónustan
sími 43517
Uppsetning og viögeröir.
2ja herb. íbúð til leigu
í vesturbænum. Uppl. og tilboö
sendist augld. Mbl. merkt: .íbúö
— 6330".
Keflavík
Til sölu 2ja hæöa einbýlishús í
mjög góöu ástandi viö Lyngholt,
ásamt bílskúr. Skipti á nýlegri
3ja herb. íbúö koma til greina.
Vogar
3ja herb vönduö risíbúö ásamt
bílskúr. Allt sér m.a. lóö.
.Fasteignasalan
Hafnargötu 27, Keflavík
sími 1420.
fHúsnæói
; óskast
Húsnœöi óskast
Rólyndur og reglusamur maöur
á fimmtugsaldri í góöu starfi,
óskar eftir herbergi eöa einstakl-
ingsíbúö í Reykjavík. Uppl. (
síma 84756 á kvöldin.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR1179S og 19533.
Óska eftir
aö kaupa kýr.
Stefán Tryggvason, Skrauthól-
um,
Kjalarnesi, simi 66029.
Helgarferöir
10.—12. júlí
1. Þórsmörk. Gist í húsi.
2. Landmannalaugar. Gist í húsi.
3. Hveravellir — Þjófadalir. Gist
í húsi.
4. Þverbrekknamúli — Hrútfell
(gönguferö). Gist í húsum.
Allar upplýsingar og farmiöasala
á skrifstofunni, Öldugötu 3.
Feröafélag íslands
Fíladelfía
Guöspjónusta meö Rolf Karlson.
Byrjar kl. 20.00.
Hjálprœöisherinn
General Arnald Brown talar (
Neskirkju fimmtudag og föstu-
dag kl. 20.30.
Kommandör Sol Haug og frú og
Brigader Óskar Jónsson ásamt
fleiri foringjum og hermönnum
taka þátt í samkomunum. Mikill
söngur og hljóöfærasláttur. Allir
velkomnir.
NLFR
Grasferöir veröa farnar þ. 12. og
19. júlí. Þátttökutilk. í síma
16371.
NLFR.
Ljósaborg hf. er flutt
aö Laugavegi 168, Brautar-
holtsmegin. Ljósprentun — fjöl-
ritun. Sími 28844.
i.f).
UTIVISTARFERÐIR
Um næstu helgi
Þórsmörk; gist (skála.
Eiríksjökull; tjaldgisting.
Eiríksjökull — Reykjavatn —
Hveravellir; 6 dagar
Grænland; vikuferö 16. júlí.
Sviss; vikuferð 18. júlí.
Hornstrandir; 3 feröir.
Upplýsingar og farseölar á
skrifstofunni, Lækjargötu 6A,
sími 14606.
Útivist
Al't.l.VslN'i.ASIMINN KR:
22480 QjáJ
JHerjjimblatiit)
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar
tilkynningar
Grímseyjarferdir Drangs
Föstudaga frá Akureyri kl. 15, til baka frá
Grímsey kl. 12, laugardaga. Þriðjudaga frá
Akureyri kl. 08, til baka frá Grímsey kl. 18
sama dag.
Flóabáturinn Drangur.
Hestur tapaðist
Rauður hestur tapaðist úr Hafnarfiröi, 6 vetra
gamall. Mark: lögg aftan hægra, fjöður
framan, lögg aftan vinstra. Uppl. veittar hjá
lögreglunni í Hafnarfirði og í síma 52951 og
44201.
Handhafar
lóðaloforða
Bæjarráð Kópavogs óskar eftir að þeir aðilar
sem hafa samningsbundin loforð um bygg-
ingarlóðir í Kópavogi, leggi fram gögn þar
um, eigi síöar en 24. júlí 1981.
Bæjarstjórinn.
Heimdellingar
Viöverutími stjórnarmanna:
Gunnar Þorsteinsson og Sverrir Jónsson veröa tll viötals viö ungt
sjálfstæöisfólk í dag kl. 17—19 á skrifstofu Heimdallar í Valhöll.
Síminn er 82098.
Aðalfundur sjálfstæðis-
félags Skagafjarðarsýslu
veröur haldinn ( Sæborg Sauöárkcóki mánudaginn 13. júlí kl. 9
síðdegis.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Önnur mál.
Félagar eru hvattir til aö mæta vel og stundvíslega. .... .
Atvinnumálastefnan
1. fundur nefndar SUS um atvinnumálastefn-
una til undirbúnings SUS-þings veröur hald-
inn fimmtudaginn í dag kl. 17.30. Stjórnandi
Jón Ormur Halldórsson.
Stóru EF-in í
umferðarmálum
Eftir Svein ólafsson
Ekki get ég látið hjá líða að
flytja þakkir til Ólafs Guð-
mundssonar fv. lögreglumanns
fyrir athugasemdir hans og
ábendingar í Morgunblaðinu hinn
23. júní um reiðhjólaakstur á
gangstéttum sem nýverið hefir
verið heimilaður með breytingum
á umferðarlögum.
Ég get ekki annað en tekið undir
það sem hann segir þar um
áhyggjur sínar í þessu efni. Ég
verð að segja eins og hann, að mér
finnst verða að setja stórt EF við
það að þroski hjólreiðamanna sé
slíkur að þeim megi treysta til að
fara svo með gát í þessum efnum
að þeir ekki gangi á rétt gangandi
vegfarenda og skapi þar með
hættu fyrir þá sem gæti orðið
afdrifarík. — Tillitssemin er nú
heldur ekki upp á svo marga fiska
í umferðinni hér að manni gæti
dottið allt í hug í því efni. —
Reiðhjól eru ómerkt, og ef einhver
fyrir beinan ruddaskap brýtur af
sér, hvernig er þá hægt að koma
yfir hann ábyrgð að lögum? —
Ekki færi sá hinn sami væntan-
lega að segja manni til nafns og
heimilisfangs, eða finnst mönnum
það líklegt? — Nei, það verður þá
óhjákvæmilegt að skrásetja reið-
hjól og hafa merkingar á númer-
inu það greinilegar að auðvelt sé
að „taka numerið" og kæra við-
komandi. — Þetta er ekki hægt í
dag. —
Ég minnist nú í síðustu viku
lítils dæmis sem því miður er alls
ekki einsdæmi. Ég var að aka
niður Laugaveg við Barónstíg. Þar
voru tveir menn á hjóli og hjóluðu
hlið við hlið og tepptu umferðina
en fóru sér hægt. — Ég snerti
flautuna til að gera þeim ljóst að
þeir ættu að hafa annan akst-
ursmáta, en það var bara litið á
mann með furðusvip og engu
breytt: þeir áttu veginn yjreinilega
hreint alveg einir. — Ég veit að
sönnu ekki hvort hér var um að
kenna vankunnáttu, eða bara
hreinni stífni, en á allri hegðun
mátti þó frekar láta sér til hugar
koma að fremur hefði hið síðara
ráðið en hitt.
Ef þessu er nú á þennan veg
farið, hvernig ætli þetta verði
þegar allir geta hjólað um gang-
stéttir og farið að eigin geðþótta?
Hvernig ætli verði hægt að hafa
áhrif á þá, ef þeir bara „gefa
nánast náunganum langt nef“? —
Þeim væri auðvelt að gera slíkt,
EF ekki er hægt með neinum
Sveinn ólafsson
hætti að auðkenna þá og koma
yfir þá aga eða lögum, — þótt
enginn óski slíks — vegna leiðind-
anna og fyrirhafnarinnar. En svo
getur keyrt um þverbak frekjan að
fólki verði ekki annað fært, — því
ákvæði um að gæta tillitssemi og
varkárni stoði lítið.
Það er augljóst mál, að skilyrð-
islaus leyfi til að aka um gang-
stéttir án skrásetningarnúmera til
auðkenningar býður upp á þá
hættu að óskammfeilnir hjólreiða-
menn fari sínu fram og komist
hömlulaust upp með hvað eina.
Slíkt getur orðið alvarlegra
vandamál en menn e.t.v. grunar í
fljótu bragði, og ber því að víta
það hugsunarleysi stjórnvalda,
sem felst í þeirri fljótræðislegu og
á margan hátt óyfirveguðu úr-
lausn — ef úrlausn skyldi kalla —
að leyfa hjólreiðar á gangstéttum,
— nema með víðtækum varúðar-
ráðstöfunum og ströngum skilyrð-
um. Virðist hér hafa verið hrapað
að úrlausn vandamáls, sem að vísu
krefst aðgerða, en ljóst er að
stundum er betra að flýta sér ekki
um of. — Það er einnig ljóst að
pláss fyrir reiðhjól í umferðinni
hefir gleymst á undanfarinni
hálfri öld. Þar er hinsvegar greini-
lega um að kenna einnig íslenzku
veðurfari þetta langa tímabil. —
Hér hefir nánast vart verið hjól-
reiðafært nema með höppum og
glöppum allan þennan langa tíma,
en við breytingar, sem á fáum
árum hafa orðið á veðri hér, er
þetta orðið allt annað. Og ekki
hefir staðið á að reiðhjólin kæmi í
tísku í þúsunda- og aftur þúsunda-
tali. — Veðurfar á Suðvesturlandi
var sífelld rokþemba þetta tíma-
bil, og þótt breyting sé í bili, veit
enginn hvað lengi það helzt. — Því
er gleymskan nokkur vorkunn.
Málið þurfti samt að leysa, en
þessi lausn, að hleypa þessari
umferð upp á gangstéttir, er
vægast sagt varhugaverð og mikið
áhyggjuefni. Þá er það og mikið
áhyggjuefni að smábörnum eru nú
gefin reiðhjól að því er virðist, af
algjöru fyrirhyggjuleysi, og skap-
ar þetta mikla hættu í umferðinni,
sér í lagi. — Er undarlegt að
yfirvöld og lögregla skuli ekki
hafa sett skorður við svo hættu-
legum hlutum, og er þetta eitt
dæmi um andvaraleysi um öryggi
í umferð, sem er vart skiljanlegt.
Þetta ber að átelja um leið og
vonandi er, að þarna verði tekið
raunhæft og af fyrirhyggju á
hlutunum til að afstýra sorglegum
óhöppum, sem af þessu geta
orsakast. — Þessi litlu börn sjást
oft á fjölförnum götum og jafnvel
stórum umferðaræðum gerandi
kúnstir eins og að hjóla með
hendur af stýri, og gera sér
greinilega engan veginn ljóst að
ekki þarf nema lítið útaf að bera
svo illa fari, t.d. ef þau detta, sem
hendir.
. Því er þetta ekki tekið til
meðferðar, t.d. í útvarpi og sjón-
varpi auk þess sem gengið er eftir
að reglum um umferð í þessu sé
hlýtt og að nákvæm ákvæði verði
sett um skynsamlegan lágmarks-
aldur barna, sem mega vera á
reiðhjólum á götum úti? —
Ástæðan virðist ærin eins og
Ólafur vekur athygli á, — og spyr
sá sem ekki veit.
Hér virðist yfrin ástæða fyrir
lögreglu og umferðarnefndir til að
skoða málin vandlega áðuren
lengra er komið, því enn er eftir að
breyta lögreglusamþykktum
hinna ýmsu byggðarlaga og þar er
enn tækifæri til að a.m.k. hefla
eitthvað af verstu vanköntunum
af þessum hlutum og um leið setja
skorður til að tryggja almennt
öryggi með skynsamlegum reglum
og skilyrðum. Og síðast en ekki
sízt verður eftirlitið að vera þann-
ig að það sé í lagi og veiti meira en
málamyndaaðhald. — Agann
verður að tryggja.
Sveinn Ólafsson
Silfurtúni.