Morgunblaðið - 09.07.1981, Side 32
32 „ ___MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981_
Brauð með appelsínusultu o.fl.
Eftir Haflióa
VUhelmsson
Morgunverðarborðið minnir
mig á Enid Blyton-sögurnar. Upp
úr leirskálinni fyrir framan mig
rýkur af gráum hafragrautnum og
við hliðina er mátulega ristað
brauð. Mjólk í penni könnu,
ávaxtasaft og súrmjólk. Miðja
borðsins er þétthlaðin staukum og
baukum sem geyma alls slags
hollar korntegundir sem fyrirtak
er að sáldra út á grautinn.
Ég vel mér dísætt hunáng út á
grautinn. Sannleikurinn er sá að
ég hef aldrei getað borðað hafra-
graut. En nú verð ég að gleypa
hann fyrir siðasakir. Ég vil ekki
særa fjölskylduna sem sýnt hefur
mér svo konunglega gestrisni síð-
ustu tvo daga. Aukinheldur er
ekki svo erfitt að kyngja hafra-
grautnum þegar hunangið kæfir
allt óbragð.
Ég sit til borðs með C.J. Cole-
man og fjölskyldu. Eiginkonan
Shirley heldur á yngstu stelpunni
í fanginu, henni hrokkinhærðu
Alice. Til beggja hliða hjónanna
eru systurnar Margarethe og
Sarah, og bróðirinn John.
Mjög svo falleg og þrifaleg
fjölskylda sem alltaf biður borð-
bænar eins og góðu foreldrarnir í
unglingabókunum. Biður góðan
guð að blessa matinn og vaka yfir
fjölskyldunni þennan dag sem
aðra. Einnig minnast þeirra sem
búa við minna og hafa hvorki til
hnífs né skeiðar.
Blítt amen og við lyftum, niður-
lútum höfðunum og tökum til
matarins.
Pass me the marmalade, please,
fer húsbóndinn fram á við mig.
Mister C.J. Coleman, eða ein-
faldlega C.J. eins og hann er
kallaður meðal vina, þessi hálf-
fimmtugi, íþróttamannslegi hressi
S-Afríkumaður sem keypti þetta
land árið 1963 fyrir litla sjö
hundruð dollara og hefur síðan
byggt 1500 hektara jörðina sína af
eljusemi og dugnaði.
Þegar ég kom hingað var landið
algerlega villt, bara búskur. Það
var mikil vinna fyrstu árin að
ryðja landið með berum höndun-
um. Við áttum ekki neitt í þá
daga, darling, mannstu að ég
keypti ekki föt fyrstu fimm árin?
Jú, segir Shirley, og lifðum á
sadsa og dúfum sem við skutum
hér í skóginum. Hún hlær við
endurminningunni. En nú getum
við sem betur fer borðað staðgóð-
an morgunverð hvern einasta dag.
Það er nauðsynlegt þeim sem
vinna mikið.
Jess, my darling love, tekur C.J.
undir og mænir heimilislegum
augum á eiginkonu sína. Ef ég fæ
ekki minn porridge á hverjum
morgni verð ég hreint ómögu-
legur.
Það er sennilegast mikill kraft-
ur í þessum hafragraut ef mið má
taka af starfsþreki bóndans. Á
hverjum morgni fer hann á fætur
við fyrsta hanagal og vippar sér á
Hondu mótorhjólið sitt og þeysir
til fundar við býkúpurnar sínar
800.
Stundum gefur hann samt skít í
fjaðraða verkjaraklukkuna og
læðist út um fjögurleytið með
haglabyssu í hönd, leysir veiði-
hundana sína fimmtán og leggur í
skóginn eða maísakrana til að
fella villisvín.
En hversdagslega snýst vinnan
um maísinn. Maísinn er aðalbú-
grein bóndans á Hill Grove Farm,
meginhluti alls ræktaðs lands eða
um 500 ha. er notaður fyrir
maísinn. Að vísu dundar hann
einnig við hveitirækt en hveitið er
ekki eins arðsamt. Það er maísinn
sem gefur peningana og J.C. getur
glaðst yfir uppskerunni í ár. Hún
var mikil í fyrra en þetta er
metár.
Fyrir hvert tonn af maísnum
fær C.J. farmer Z$ 120 við afhend-
ingu til Grain Marketing Board of
Zimbabwe sem verðleggur upp-
skeruna. Og þessi prís, 120 dollar-
ar er mikið hærri en C.J. gæti
fengið á frjálsum markaði, og
hver segir að opinberar verðlags-
nefndir séu einungis til ills?
Enda eru bændur áhugasamir
um ræktun mars og það er gert ráð
fyrir að landsuppskeran nái nítján
hundruð milljón tonnum í ár. Það
þýðir að Zimbabwe mun hafa um
1,2 milljón tonn til að selja úr
landi.
En því miður er fyrirsjáanlegur
skortur á hveiti. Bændum hefur
mikils til láðst að sá hveiti, svo nú
íhugar Grain Marketing Board að
setja niður maísprísinn en hækka
hveitiprísinn, í þeirri von að
bændur muni eftir hveitinu að
komandi ári.
Þennan mánuðinn eru húskarl-
ar og vinnumenn C.J. í óða önn að
handplokka maisinn af háum
stönglunum og setja í poka. Af
hverjum hektara fær C.J. um
áttatíu poka, sem vega að minnsta
kosti sjö eða átta tonn samanlagð-
ir.
Þetta er ærinn starfi og streð-
samur í brakandi þurrkinum en
margar hendur vinna létt verk
undir athugulli yfirstjórn C.J. sem
sportar um land sitt í T-skyrtu
með viðeigandi áletrun á magan-
um: „I’m the Boss".
Ég hef sextíu húsbóndaholla
vinnumenn á launaskrá, segir C.J.
og hellir sér súrmjólk í glas.
Tuttugu lausamenn til staðar þeg-
ar mest er um að vera.
Er þetta ekki djöfulsins púl?
spyr ég og sleiki hunangið úr
munnvikunum. Væri ekki nær að
notast við stórvirka vél, eins og
ekta USA-bóndi?
Ég feginn vildi, fullvissar C.J.
mig og það birtist búmannslegt
áhugablik í glaðværum augunum.
En vélar eru dýrar, maður. Auk
þess neyðist maður til að múta
með að minnsta kosti þúsund
dollurum ef vantar bíl eða mask-
ínu. Þeir nýta sér gjaldeyrisskort-
inn, þessir óprúttnu embættis-
menn. Ég tek ekki þátt í svindli og
svínaríi, segir C.J. og hristir
höfuðið í hneykslan.
Þá er handaflið betra, klykkir
Shirley love út fyrir bónda sinn.
Já, en daddy, kveður Sarah upp
úr. Nítján ára, ögn búlduleg og
heimóttaleg og sækir menntaskóla
í Salisbury en hefur fullan hug á
að leggja fyrir sig sígildan söng.
Mér er tjáð að hún hafi efni-
legustu söngrödd í Zimbabwe. Ef
lágmarkslaun verkamannanna
verða hækkuð einu sinni enn,
verður langtum ódýrara að notast
við vélar en handaflið, ekki satt?
Þú hefur lög að mæla, elsku
Sarah. C.J. verður hugsi á svipinn.
Hnífurinn með appelsínusultunni
staðnæmist yfir brauðinu sem
hann er að smyrja, sultan dropar
á glóðarsteikt brauðið.
Svei mér þá, darling Sarah,
segir C.J. og það birtir yfir andliti
hans, sem var þó bjart fyrir. Þú
hefðir átt að fara í landbúnað-
arskólann, grínast hann og leggur
sterklegan arminn fyrir flöskuaxl-
ir dótturinnar.
Þarna hafði Sarah óvart imprað
á stórum sannleik í ródesískum
landbúnaði, sem varla er landbún-
aður í okkar skilningi á íslandi.
Landbúnaður hvíta mannsins hef-
ur alla tíð verið rekinn sem
kapítalskt fyrirtæki, með tilheyr-
andi styrkjum og góðum lánum
sem vilja gleymast.
Landsvæði í Zimbabwe var á
nýlendutímanum skipt til helm-
inga. Helminginn fengu hvítir,
helminginn þeir sigruðu, þ.e.
svörtu og þarf ekki að taka það
fram að þeir voru í gífurlegum
meirihluta.
Sá hluti sem féll í hendur
evrópskra var að sjálfsögðu frjó-
samari hlutinn. Landið á háslétt-
unni þar sem veðrið er guðlegt,
temprað loftslag með hæfilegu
úrfelli. Þessi svokölluðu evrópsku
svæði (andstætt ættbálkasvæðum,
þau lönd sem svartir fengu að
halda, þar eru landgæði yfirleitt
rýr og meiri hætta á langvarandi
þurrkum) voru einnig vel útrústuð
með nauðsynjar, eins og vegi og
járnbrautir, mjólkurbú, sláturhús,
áveitukerfi o.s.frv. Ættbálkasvæð-
in fengu hins vegar að mestu að
vera ósnert af mannvirkjum og
öðru sem spillt gæti fegurð þeirra.
Þetta grimmdarlega jarðrán
nýlendutímans, sem linnti ekki
fyrr en um og eftir 1970, þessi
óforskammaða skipting landsins í
góð svæði fyrir örfáa hvíta og
ófrjósöm svæði fyrir innfædda
sem telja milljónir, er líklega eitt
stærsta og mikilsverðasta vanda-
mál sem stjórn Mugabes hefur að
glíma við núna.
Árið 1979 töldust bóndabæir
hvítra vera um sex þúsund talsins,
meðalstærð hvers býlis um 2000
hektarar. Þessi býli eru setin af
um það bil fimm þúsund fjölskyld-
um og þessi búskapur þeirra
notast við um það bil 40% af
vinnuafli svartra í landinu. Þetta
þýðir að um það bil 350.000
blakkir eru í illa launaðri vinnu á
þessum sex þúsund býlum, að
meðaltali hundrað og fimmtíu á
hverjum bæ.
Hins vegar kúldrast hálf fjórða
milljón svartra smábænda á 165
svonefndum ættbálkasvæðum. Á
jörðum sem eru svo rýrar að
ródesíska stjórnin viðurkenndi í
hitteðfyrra að ættbálkajarðirnar
gætu aðeins brauðfætt um eina
milljón manna af öllum þeim
fjölda sem þar býr.
Afleiðingin er sú, þeim hvítu til
góða, að rétt um 10% svartra geta
dregið fram lífið af landbúnaði
sínum. Flestir karlmenn eða
vinnufært fólk neyðist því til að
sækja laun í vinnu hjá þeim hvítu,
aðallega til búgarðanna eða þá í
námurnar og verksmiðjurnar.
Og þeim hvítu tekst að halda
laununum við sultarmarkið vegna
þess að framboð vinnuaflsins er
meira en nokkurn tímann eftir-
spurnin, og hingað til hafa svartir
ekki verið skipulagðir í verkalýðs-
félögum, hálfgert nítjándu aldar
ástand í þeim málum.
Vandamálið liggur ljóst fyrir.
Svartir þarfnast jarðnæðis hinna
hvítu. Auðvelt vandamál er lausn-
in sýnist vera fjöllum ofar. Ekki
eins auðfundin og lesandi spurði í
lesendadálki Herald: „Af hverju
hrifsum við ekki land þeirra
hvítu? Um hvað var barist annað
en jarðnæði, og hverjir unnu
stríðið?"
Þjóðnýting ætti samkvæmt öllu
að vera auðveldasta leiðin út úr
þeim ógöngum sem svartir eru í
hvað varðar land til afnota. Sam-
kvæmt pappírum finnst nægjan-
legt land í Zimbabwe fyrir alla.
Svo vill líka til að stór hluti
jarðnæðis á „evrópsku" landsvæð-
unum er alls ekki nýttur til
ræktunar heldur fær að liggja eins
og guð skapaði það en Darwin
þróaði. Óbrotið land, leikvangur
villidýranna.
Bændasamtök hvítra, Comm-
ercial Farmes Union, gaf upp fyrir
ári að 38% af því landi sem er á
„evrópsku" svæði væri ekki nýtt
eða þá vannýtt. Stjórnin gæti
byrjað á því að taka þetta land
eignarnámi, því það myndi ekki
skaða hvíta forréttindabændur á
neinn hátt.
En stjórnin er hikandi og hrædd
að hreyfa við hvítum bændum.
Samtakamáttur þeirra er mikill
og þeir geta hótað að leggja niður
framleiðslu, gera stræk, eða yfir-
gefið landið í flokkum. Ef slíkt
gerðist myndi matvælaframleiðsl-
an falla niður úr öllu valdi.
Nokkuð sem stjórn Zimbabwe
hættir ekki á. Hvítir standa fyrir
90% af aliri framleiðslu, og þjóð-
nýting ef yrði, myndi skaða fram-
leiðsluna. Reynslan alls staðar frá
sannar að þjóðnýting hefur í för
með sér framleiðslufall fyrstu
árin eftir að hún er gerð.
Annað er, ef stjórnin vill þjóð-
nýta þessi 38% lands sem hvítir
gína yfir en rækta ekki, að hvergi
í lögum finnst skilgreining á því
hvað teljist ræktað land og hvað
ekki. Til að úrskurða um það
þyrfti að koma til dómur hæsta-
réttar. Sá dómur yrði núverandi
stjórnvöldum vægast sagt óhag-
sstæður, því að í hæstarétti er
aðeins einn svartur dómari. Af-
gangurinn er hvítur, arfur frá Ian
Smith og hans rasistísku stjórn.
Og samkvæmt Lancaster House
samkomulaginu um sjálfstæði
Zimbabwe er ekki hægt að setja af
dómara í hæstarétti.
En þótt stjórnin léti til skarar
skríða og þjóðnýtti þessi 38% af ó-
og vannýttu landi hvítra myndi
það ekki nægja til að leysa þá
jarðnæðiskreppu sem svartir búa
við. Ef allir svartir eiga að fá land
undir sig þarf að minnsta kosti að
taka 75% af „evrópsku" landsvæð-
unum og gefa til þeirra svörtu.
Hves vegna tekur Mugabe-
stjórnin ekki á sig rögg og þjóð-
nýtir allt það land sem svartir
þarfnast? Svarið liggur í þessum
alræmda Lancaster House samn-
ingi, sem setur skilmála fyrir
sjálfstæði Zimbabwe. Samkvæmt
Lancaster House sáttmálanum
verður stjórnin að greiða að fullu
(þ.e. það verð sem eigandinn setur
upp) og það í erlendum gjaldeyri
ef þess er óskað, allt það land sem
tekið er eignarnámi. Þar stendur
dálkurinn í kúnni.
Stjórnin hefur ekki það mikil
auraráð að hún geti greitt fyrir
stolið landið, og hvað svörtum
einstaklingum viðkemur, sem
kannski hefðu hug á að kaupa
þessa sömu búgarða, er sömu sögu
að segja.
Stjórn Ian Smith nam árið 1977
þau lög úr gildi sem meinuðu
svörtum að kaupa jarðir á „evr-
ópskum“ landssvæðum. En samt
sem áður hafa aðeins um fimmtíu
svartir getað notfært sér þau
réttindi, peningar eru einfaldlega
ekki í buxnavösunum þeirra
svörtu.
En er þá engin leið út úr
þokunni og gjörningaveðri Lan-
caster House skilmálanna? Verður
svarti meirihlutinn að horfa upp á
það að hvítir hlakka yfir jörðum
sínum, yfir meira landi en þeir
komast yfir að nýta, meðan svart-
ir bændur draga fram lífið á tólf
til tuttugu hekturum? Stjórnin
má ekki þjóðnýta og hún hefur
ekki efni á að kaupa aftur sitt
eigið land sem hvítir rændu frá
íbúunum.
Landbúnaðarráðherra Zim-
babwe hefur sagt að ef stjórnin á
að greiða fyrir allt það land, sem
þörf er fyrir, það er um 75% af
„evrópsku" landsvæðunum, þá sé
lítið hægt að gera. En ráðherrann
hefur ráð í pokahorninu. Að leggja
þunga skatta á allt land sem ekki
er nýtt, þannig að hvítir bændur
yrðu fegnir að sleppa af því
hendinni. Hitt er að útvega pen-
inga, með erlendum lánum til
dæmis, sem gera myndu stjórn-
inni kleift að kaupa landssvæði
þeirra hvítu. Þá væri hægt að
útdeila landino ókeypis til fjölda
þeirra svartra sem nú líða fyrir
landsskort.
En hvenær það verður er spurn-
ing sem fjöldinn spyr og heimtar
skýr svör frá stjórninni. Óþolin-
mæðin er greinilega vaxandi. Fólk
er óánægt með hvað breytingar
eru seint á ferðinni. Zimbabwe
heldur upp á eins árs sjálfstæði
þann 18. apríl, en það er eins og
ekkert hafi breyst, þrátt fyrir
sigurinn yfir hvítum, bæði hern-
aðarlega og við kjörborðið.
Já, vandamálin eru mörg, verð-
ur mér hugsað þarna við morgun-
verðarborðið og gleypi síðustu
skeiðina af hafragrautnum sem nú
er hættur að rjúka. Því miður fæ
ég hann óblandaðan upp í munn-
inn, ekkert hunang, og ég á í
erfiðleikum að halda aftur af
grettunni sem hótar að brjótast
fram í brosmilt andlitið.
Segðu mér C.J., spyr ég upp úr
þönkum mínum um landbúnað í
Zimbabwe. Óttastu ekki að þessi
búgarður sem þú hefur byggt upp
í átján ár verði tekinn af þér?
Þjóðnýttur?
Ha, ha, hlær C.J. hrossalega
eins og ég ímynda mér að Hem-
ingway hafi hlegið á sínum karl-
mennskuárum. Nei, ef þeir taka
minn farm, verða þeir fyrst að
taka alla hina. Þetta er ekki það
stór búgarður.
Ekki stór, segir hann. Ræktar
maís fyrir þúsundir dollara, rekur
þrifalega hunangsverksmiðju,
heldur fimm hundruð fjár og þrjú
hundruð nautgripa, fitar upp átta
hundruð grísi og ræktar stóð sér
og börnunum til skemmtunar.
Notast við ótal dráttarvéla og
hefur tvo vörubíla í þjónustu
sinni.
Ekki stór, og mér verður hugsað
til Gríms frænda sem húkir í
Vallholti með fimm hundruð fjár
og tuttugu beljur, og telst mektar-
bóndi í sinni sveit.
Which do you prefer, coffe or
tea? spyr húsmóðirin alveg eins og
hún sé að lesa upp úr kennslubók
Boga Ólafssonar.
og Shirley hringir litlu silfurborð-
bjöllunni. Kokkurinn, halti Thom-
as, kemur innan úr eldhúsi og
frúin skipar honum fyrir á Shona-
máli. Thomas buktar sig og beygir
í húsbóndahollri undirgefni og
hverfur aftur. Meðan við bíðum
eftir hressingunni, segir C.J. að ég
geti látið James þvo þvottinn
minn, en í fyrramálið eru villi-
svínaveiðar á dagskrá hjá okkur.
Ég halla mér makindalega aftur
í bakháa stólinn og nýt tilverunn-
ar. Virði fyrir mér þessa duglegu
og myndarlegu fjölskyldu, ensk-
asta af öllu ensku, þótt hún hafi
aidrei litið Bretland augum.
Ég teygi mig eftir appelsínu-
marmelaðinu og nýt þess að ég
skuli vera fæddur með mjólkur-
hvíta og fallega húð, hérna kemur
það sér aldeilis til góða.
Endir.
Heimur hvíta mannsins i Zimbabwe.