Morgunblaðið - 09.07.1981, Síða 33

Morgunblaðið - 09.07.1981, Síða 33
í dag, fimmtudaginn 9. júlí, er Halldór Bech, fyrrverandi flug- stjóri hjá Loftleiðum, og nú bif- reiðarstjóri, Víðinesi, Kjalarnesi, 60 ára. Ég hef átt þess kost gegnum árin að kynnast mðrgu góðu fólki en ég held að sjaldan eða aldrei hafi ég verið jafn lánsamur og þegar ég kynntist Halldóri fyrir um 7 árum, og stuttu síðar kynnist ég eiginkonu Halldórs — Láru Bech — hinni mestu sómakonu, og má segja að síðan hafi ég verið hálfgerður uppeldissonur þeirra. Þau eiga tvö börn, sem bæði eru uppkomin — Guðnýju og Þórarin — sem einnig hafa reynst mér mjög vel. Svo eru barnabörnin — Anna sem er 11 ára og þeim þykir Sextugur: Halldór mjög vænt um og litli sólargeisl- inn þeirra, Halldór Bech yngri, sem er aðeins tæplega 2ja ára. Halldór er þeim góðu eiginleik- um gæddur að vera alltaf léttur í lund og í góðu skapi, þannig að þeir sem umgangast hann komast ósjálfrátt í gott skap. Þegar það hefur staðið illa á hjá mér, hefir hann ætíð komið mér til hjálpar, og ég vona að einhvern tímann þegar lánið og gæfan er mér hliðholl, komi sá tími að ég geti launað honum það. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Halldóri og Láru fyrir okkar góðu kynni, og allt það sem þau hafa gert fyrir mig. Styrkir til menningar- og vísindastarfs Dan.sk-íslenski sjóðurinn (Dansk-Islandsk Fond) ákvað á fundi sinum þann 19. mai síðast- liðinn að veita framlög og styrki til menningar- og vfsindamálefna að upphæð 14.500 nýkrónur. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki: Danska þjóðminjasafnið, til út- gáfu á rímnakveðskap, að upphæð krónur 5.000.-. Sex kvensagnfræð- ingar hlutu styrk til að taka þátt í norrænni ráðstefnu í Reykjavík, að upphæð krónur 3.600.-. Félags- samtökin Theophrastos hlutu styrk til að senda 25 meðlimi félagsins í rannsóknarferð til ís- lands, nemur styrkfjárhæðin krónum 6.000.-. Danadrottning sæmir íslenska konu Danne- brogsorðunni í fréttatilkynningu frá danska sendiráðinu segir, að Margrét Danadrottning hafi veitt frú Grethe Hjalte- sted, Ásvallagötu 73 í Reykjavík, Dannebrogsorð- una. Frú Grethe Hjaltested hef- ur verið meðlimur í Danska kvennaklúbbnum á íslandi í mörg ár auk þess sem hún hefur verið formaður þess félagsskapar. Það var sendiherra Dana á Islandi, herra Janus Palu- dan, sem veitti frú Grethe Hjaltested orðuna við hátíð- legt tækifæri þann 25. júní síðastliðinn. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981 3 3 Sjötugur: Ólafur Jónsson fv. umdæmistemplar Bech Hjartanlega til hamingju með afmælið Halli minn og Guð og gæfan fylgi þér og þinni fjölskyldu um ókomna framtíð. Þinn vinur, Daniel Benjamínsson Ólafur Jónsson er fæddur í Auðkúlu í Arnarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Jón Bjarni Matthíasson og María Gísladóttir. Systkini hans voru 9, þar af munu nú 4 á lífi. Frá Arnarfirði fluttist fjölskyldan til Þingeyrar en 1931 settst Ólafur að í Hafnarfirði og þar hefur hann búið æ síðan. Fyrst í stað vann Ólafur sem verkamaður. Fljótt kom í ljós mikill félagsmálaáhugi hjá þess- um unga Vestfirðingi. Samfellt frá 1937 til 1954 sat Ólafur í stjórn verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, ýmist sem ritari, gjaldkeri, varaformaður eða for- maður. Síðar vann Ólafur nokkur ár hjá bróður sínum, Páli, í trésmiðju hans í Kópavogi. En síðasta áratuginn hefur hann ver- ið starfsmaður á pósthúsinu í Hafnarfirði. í mörg ár hefur Ólafur verið einn af burðarásum bindindis- hreyfingarinnar á íslandi. Hvar væru bindindismótin um verslun- armannahelgar á vegi stödd, ef Ólafs hefði ekki notið við? í 12 ár eða þar um bil var Ólafur um- dæmistemplar umdæmisstúku Suðurlands. Mörg sumur hefur Ólafur dvalið í fríum sínum uppi við Galtalæk við margvíslega vinnu þar. í sinni heimabyggð, Hafnarfirði, hefur hann lagt ótrúlega mikið af mörkum til æskulýðsmála. Kemur mér þá fyrst í hug starf hans við barna- stúkuna Kærleiksbandið og stúk- una Danielsher. Fyrir um það bil tuttugu árum lágu leiðir okkar Ólafs saman og frá því samstarfi á ég margar skemmtilegar minningar. A þess- um tímamótum munu margir þakka Ólafi samstarf á liðnum árum. Persónulega langar mig að þakka vináttu hans og holl ráð. Hilmar Jónsson er ekk\ émunQ'S n|^dPautaB^ \eQU P'°tu be rra .18«««'y* 18a8H« aöe'ós ^uum' He«Vd*ö'udTe* xJt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.