Morgunblaðið - 09.07.1981, Page 34
34
Lífríki oií lífsha'ttir IAIN
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JULI 1981
Jón I>. Árnason:
Röskir sveinar á útrýminKarvfKstöðvunum
,yelferð“ og helferð
Fækkun um 150.000 líf-
verutegundir
til aldamóta
Spumingin er: Hversu
lengi enn telja atvinnulýð-
rœðismenn sér stætt á að
fóðra fylgi sitt á fyrirheit-
um úr froðu nær eingöngu?
Kenningar í fjölbreyttu úrvali,
einkum albatakenningar á sviði
efnahags- og stjórnmála, hafa
alllengi verið ofarlega á lista
yfir þær afurðir flokksmanna,
sem nægjanlegt framboð hefir
verið á. Eftirspurnin hefir einn-
ig verið mikil, en þó farið
þverrandi og með þeim afleið-
ingum, að tilfinninanlegt verð-
fall hefir gert vart við sig. Því
mun að mestu hafa valdið, að
gæði söluvarningsins hafa
reynzt eftirtakanlega rýrari en
auglýsingar gáfu til kynna.
Naumast leikur umtalsverður
efi á, að kommúnisminn og
liberalisminn, hinar markaðs-
ríkjandi allrameinabætur, sem
■ allir heimilisfastir í hugmynda-
rústum liðins tíma kjósa nú upp
á síðkastið að nefna félags-
hyggju og frjálshyggju — vænt-
anlega af brýnum þrifnaðar-
ástæðum — hafa hlotið þyngsta
dóma og refsingar reynslu og
raunveruleika.
Kant um kenningar
Hirtingarnar voru fyrirsjáan-
legar og því verðskuldaðar. Báð-
ar snældurnar snerust um sömu
kórvillurnar: Að hugsanlegt
væri, jafnvel tiltölulega auðvelt,
að uppræta alla eymd, volæði og
örbirgð; rangsleitni, hungur og
kúgun hvarvetna í heimi — með
skipulagskúnstum einum saman,
helzt „réttlátri tekju- og eigna-
skiptingu" (kommúnistar) og/
eða „eðlilegri verðmyndun og
fjölskrúðugu vöruvali" (liberal-
istar).
Allir fagnaðarboðendur voru
sannfærðir um, að sin kenning
væri altæk, engin ástæða væri
til að gefa mismunandi lands- og
lífsháttum sérstakan gaum, hún
fengi staðizt hvar og hvenær
sem væri, jafnt í Hong Kong sem
á Húsavík, Chicagolandi sem
Sviss, árið 1930 ekki síður en
árið 2030.
Erfitt hefði verið að staðfesta
rækilegar í reynd þá sannfær-
ingu prússneska heimspekings-
ins Immanuel Kant (1724—
1804), að manneskjan sæki kenn-
ingar sínar ekki í bók náttúr-
unnar, heldur klambri sér þeim
saman úr eigin óskatimbri og
rembist síðan við að þröngva
upp á náttúruríkið. Þarna munu
að vissu leyti liggja skýringar á
því, að botninn datt úr kapítal-
ismanum fyrr en þurft hefði að
verða, aðallega sökum þess að
viðnámslokur hans biluðu. Botn-
inn í sósíalismann hefir alltaf
vantað og hann hefir aldrei
fundizt.
Ég efast mjög um að Kant hafi
haft raunvísindamenn í huga,
þegar hann lét greinda skoðun í
ljós; til þess að vera dómbær í
því efni veit ég alltof lítið um
rökstuðning hans og myndi auk
þess ekki dirfast að gagnrýna
hann þó að ég vissi margfalt
meira. Hins vegar tel ég fyrst
um sinn enga fífldirfsku vera að
benda á, að raunvísindamenn
eru yfirleitt ófeimnir við að
varpa haldlausum kenningum út
í buskann og leita nýrra, gagn-
stætt „stjórnmálamönnum", sem
halda gagnrýnislaust af þræls-
legu trúarofstæki í einhvern
„isma“ eða „hyggju" löngu eftir
að fánýtið varð degi ljósara og
gat því aðeins orðið að gagni í
hlutverki varnaðarvítisins.
Töfraárið 2000
En það er gömul raunasaga
sér á blaði, sem reyndar alltaf er
ný, að leiðir vilja lifa allra
manna lengst eftir að þeir eru
dauðir. I því skyni leitaði félags- .
hyggjufólk og frjálshyggjusinn-
ar sér skjóls í samrunakerfi
sósíalisma og kapítalisma, er
þeir nefndu velferðarríki. „Vel-
Kenningar úr
pappírskörfunni.
ferðarríkið" reyndist undrafljótt
vera villuljós, og telst því naum-
ast furða, að þeir, sem elta
villuljós, ráfi villigötur.
Af samrunasáttum hefir leitt,
að við „velferðinni" má ekki
hrófla, um hana má ekki segja
neitt ljótt, enda þótt fátt sé
augljósara en að hús, sem að
hálfu er reist fyrir eignir for-
eldranna og að hálfu fyrir skuld-
ir barnanna, hljóti að verða
bústaður bölvunar. Um það
hugsar jöfnunarkynslóðin ekki.
Hún hefir látið æru sína í
skiptum fyrir stundarmakindi.
Hana skortir dirfsku og þrek til
að takast á við skyldug verkefni
nútíðar og framtíðar. Henni
finnst enginn skúti of skítugur
að ekki sé hann betri en að
berjast úti.
Afturhvarf frá heilbrigðum
lífsháttum á ekki sízt rætur að
rekja til þess, að lýður og
leiðtogar hafa látið heillast af
freistingum vélknúinnar efnis-
hyggju. I draumum sínum og
vonum lætur fjöldinn stjórnast
af mætti vísinda og tækni, en
ekki lengur af skynsamlegri til-
lits- og ræktarsemi við upphaf
og endi allra tilvistarmöguleika,
náttúruríkið sjálft, né virðir
heldur lífshætti á grunni fornra
dyggða, sem um aldaraðir voru
leiðarljós í umhverfi, er sköpun-
arverkið hafði búið úrvali en
ekki úrtíningi. Þess í stað gerir
hann sér himnahallir úr glamur-
yrðum og loforðaskvaldri flokks-
málamanna. Hin nýju trúar-
brögð hvíla á fullvissunni um
óendanlegar tæknibyltingar —
og þau rækir hann svikalaust.
Siík lífsviðhorf hljóta að eiga
sér endi eins og allt annað.
Náttúruríkið tekur í taumana
fyrr eða síðar. Líkur benda til,
að það muni fremur verða fyrr
en síðar. Einmitt í því er lán eða
ólán mannkynsins fólgið. Nátt-
úruránskapurinn getur ekki
stigmagnazt miklu lengur en
þegar er orðið.
Þetta vita ýmsir með vissu, en
fleiri finna það þó á sér. M.a. af
þeim ástæðum stara mýmargir
stjarfir á ártalið 2000, en þangað
til eru tæp 19 ár. Marglofaður
hagvöxtur, sem raunar þýðir
aukinn bruðlmáttur, og allur
lýður mænir uppnuminn á, var
aðeins tímabundinn og hafði því
aldrei skilyrði til að verða var-
anlegur, því að allt eyðist, sem af
er tekið.
Jafnvel hyggjumönnum í
frjálslyndi og jöfnunarbjástri,
svo og ýmsum öðrum óreiðusinn-
um, hlýtur t.d. flestum að skilj-
ast mjög bráðlega, að útrýming
dýra- og jurtalífs getur ekki
gefið óendanlegan gróða af sér
eða stuðlað að kauphækkunum
þeim til handa, sem minnstir eru
fyrir sér.
ÚtrýminKarstríð,
sem um munar
Þótt manneskan hafi framið
mörg og mikil heimskuleg her-
hlaup með grátlegum árangri, er
ósannað að nokkurt níðingsverk
hafi komizt í hálfkvisti við
útrýmingarstríð hennar gegn
samþegnum okkar í lífríkinu.
Tökum nú vel eftir og leggjum
fast á minnið, alveg sérstaklega
þeir fáu úr ofátsfylkingu hrað-
gróðamanna og verkalýðsrek-
enda, sem kynnu að reka nefið í
þetta greinarkorn:
A fyrstu 18 öldum frá upphafi
tímatals okkar varð að meðaltali
ein dýrategund aldauða á 55 ára
fresti, en á árunum 1900—1975
ein árlega. Síðan- hefir sókin
verið margefld. German J.
Krieglsteiner staðhæfir (í bók
sinni, „Fúnf Sekunden nach
Zwölf", Freiburg 1979), að nú
útrými manneskjan 5 dýrateg-
undum daglega.
Krieglsteiner telst ennfremur
svo til, að ef æðri og óæðri jurtir
sveppir, einfrumungar og aðrar
óþroskaðri lífverur eru taldar
með, hverfi 20 tegundir sérhvern
sólarhring óafturkallanlega af
jörðinni í gin hagvaxtar- og
kjarabótarisans, eða nálægt
7.300 á ári hverju. Ef svo heldur
áfram eins og allar líkur benda
til að verða muni, verður lífríkið
um 150.000 lífverutegundum fá-
tækara töfraárið 2000. Þannig
tekst „æðstu skepnu jarðarinn-
ar“ að 3.000 falda eðlilegan
úrtíningshraða. Varalið er nán-
ast ekkert, blátt áfram af því að
náttúrlegri þróun og nýsköpun
verður ekki hraðað, hvað svo
sem kröfum og þörfum verka-
lýðshreyfingar og vanþroska-
þjóða líður. Það er hægt að
misþyrma, jafnvel tortíma nátt-
úruríkinu, en aldrei nema „kór-
óna sköpunarverksins" gjaldi
fyrir eða fylgi með.
Líklega fallast flestar viti-
bornar manneskjur á, að í þess-
um tengslum hljóti sérhvert
fordæmingarorð að nálgast
smekkleysu. En framangreint er
þó ekki nema brotabrot úr sögu
óhemjuskapar veraldar undir
vinstrifánum. Af völdum stór-
virkrar framleiðslutækni og nær
takmarkalausra sóunarhneigða,
eykst áníðslan dag frá degi.
Fyrir nokkrum árum áætlaði
Aurelio Peccei, stofnandi og nú-
verandi forseti The Club of
Rome, að notkun málma og
annarra hráefna til iðnaðar
myndi hafa 70faldast árið 2000
úr því sem hún var árið 1900.
Síðar, eða eftir að takmörk
vaxtar, sem framleiðslu- og
viðskiptalíf rekur sig sí og æ á,
urðu sýnilegri en áður, endur-
skoðaði hann útreikninga sína
og taldi 40földun sennilegri.
Niðurstaðan varð samt sem áður
meira en nógu ógnvekjandi:
í aldarlok yrði eftirspurnin
ekki minni en 60.000.000.000
manna hefði verið árið 1900.
Af svo góðu gefst meira. í
nýútkominni bók sinni („Cent
pages pour l’avenir", þ. útg.
Wien-Munchen 1981) vitnar
Peccei í nokkra fróðleiskþyrsta
lærdómsmenn, sem hann telur
fara nærri réttu, þegar þeir
áætluðu, að frá því að homo
Ofátí
algleymingi.
sapiens hóf göngu sína, hafi
rúmlega 70.000.000.000 lifað á
jörðinni. Ef þessi ágizkun hefir
við alltraust rök að styðjast, er
auðvelt að sjá að núlifandi íbúa-
fjöldi jarðar, um 4.500.000.000,
nemi röskum 6,42% allra
manna, sem hafa prýtt og lýtt
hana með veru sinni frá upphafi
vega.
„Og ef gert er ráð fyrir“,
bætir Peccei við, „að nútíma-
maðurinn lifi að meðaltali
tvisvar sinnum iengur en íor-
genglar hans og að hann eyði
árlega tiu sinnum meira af
auðæfum nátturunnar og báðar
tilgáturnar hafa við talsvert að
styðjast — , þá verður niður-
staðan öldungis yfirgengileg:
Bara núlifandi jarðarbúar
munu á lifsskeiði sinu eyða
meiru af náttúruauðæfum jarð-
ar en allar gengnar kynslóðir
samanlagt hafa nýtt á milljón
árum.“
Ekki fer á milli mála, að
Aurelio Peccei er óttasleginn.
Það eru og flestir aðrir vísinda-
menn, sem um ástand og horfur
fjalla af þekkingu og samvizku-
semi, þó að þeir fari yfirleitt
ekki fram með hávaða.
Hins vegar ber meira á þeim,
sem telja öllu óhætt. Það eru
mennirnir, sem eiga kenning-
arnar og stefnuskrárnar, og
halda ræðurnar sínar mörgu og
löngu, og framleiða ályktanirnar
og samþykktirnar, framámenn
Sameinuðu þjóðanna og annarra
heimsbjörgunarfyrirtækja;
menn svipaðra burða og Willy
Brandt, Þórarinn Þórarinsson,
Olof Palme og Ólafur R. Gríms-
son.
En þeir, sem þurfa endilega að
svala þorsta sínum af upp-
sprettugosi slíkra vizkubrunna,
hefðu ekki verða af að hugleiða
við og við, að munurinn á
vísindamönnum og vellukjömm-
um verður aldrei nákvæmlega
mældur á kvarða metrakerfis-
ins.
Hann er stjarnfræðilegur.