Morgunblaðið - 09.07.1981, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 09.07.1981, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981 41 fclk í fréttum Furðu- farar- tæki + Nýlega efndi Honda- -fyrirtækið til hug- myndasamkeppni í Japan. Þar komu fram ótal hugmyndir og voru margar þeirra nytsamar og góðar en aðrar settar fram mest í gríni. Það síðar- nefnda á líklegast við um þetta furðufarar- tæki sem myndin er af en hraði þess er mæld- ur í skrefum á klst. í stað kílómetra á klst. Neyðist til að ganga nakinn + Þessi ungi drengur, Cristiano, á við sjaldgæfan sjúkdóm að stríða, nefni- lega ofnæmi fyrir fötum. Við að fara í föt, sama úr hvaða efni þau eru, bólgnar hann fyrst allur en fellur síðan í yfirlið. Hann verður því að láta sér lynda að ganga um á sérhannaðri sundskýlu einni fata og jafnvel í henni finnur hann til óþæginda. Hann kemst þó allra sinna ferða því hann finnur ekki fyrir kulda fyrr en um frostmark en þá verður hann að halda sig innandyra. Læknar standa algjörlega ráðþrota gagnvart þessum sjúkdómi og það eina sem þeir geta gert er að bíða og sjá hvort þetta eldist ekki af honum. Cristiano hefur nokkurn veginn vanist þessu og því að striplast um á meðan skólafélagar hans eru dúðaðir í sín hlýjustu föt á veturna. Hann, og ekki hvað síst foreldrar hans, verða þó oft fyrir óþægindum þegar til dæmis ókunnugt fólk ræðst á þau og býðst til að gefa þeim fyrir fötum á vesalings barnið eða þegar hneykslunargjarnir kalla á lögregluna þegar það sér hann. Og það er kannski að undra því eins og sést á meðfylgjandi myndum hlýtur hann að vekja athygli meðal ókunn- ugra hvar sem hann kemur. RISA-ÍS + Elli litli, sem býr í Kaliforníu, fékk þennan 100 kg frostpinna í afmælisgjöf frá foreldrum sínum, en þeim fannst þetta alveg tilvalið þar sem nú gengur þar yfir hitabylgja. Ella fannst það reyndar líka og bauð 30 gestum að sleikja með sér ísinn. Hestamót Snæfellings veröur haldið á Kaldármelum 18. júlí og hefst kl. 13.30. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 250 m skeið, 250 m unghrossahlaup, 350 m stökk, 800 m stökk, 800 m brokk. Ennfremur fer fram unglinga- keppni félagsins, 12 ára og yngri og 13—15 ára. Einnig gæðingakeppni, A og B flokkur. Þátttaka tilkynnist í síma 93-8252 eða 93-6730 fyrir 14. júlí. Hestamannafélagið Snæfellingur. Nýtið hitaveituna Sundlaug í bakgarðinn, í kjallarann, fyrir félags- heimilið eða bæjarfélagiö. Sundlaugar úr áli eöa stáli, meö plastpoka er auövelt aö koma fyrir og ódýr framkvæmd. Sundlaug er samkomustaður fjölskyldunnar og vinanna. Sund er heilsurækt. Útvegum allt til sundlauga. Hreinsitæki, ryksugur, forhitara, yfirbreiðslur, stiga, klór duft eða töflur, plastpoka í gömlu eöa nýju steinsteyptu laugina. Leitiö upplýsinga. / ^gunnai k.f Suðurlandsbraut 16, 105 Reykjavík LAUGAVEGI 47 SÍM117575

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.