Morgunblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981 ást er. ... aö láta sig dreyma saman. TM Rea U.S. Pat. Off.—aH rlghts reserved ® 1981 Los Angeies Tlmes Syndicate 546 Rétt er það. Ég tilkynnti hvarí stráksins. En éj? saKÖi ekki eitt einasta orð um að gerð yrði leit að honum! Hestamannamótin eru nú hafin um allt land og á vegum má sjá reiðmenn á ferð. Um leið og Velvakandi hvetur þá til að ganga vel um landið og virða gróður og land, birtir hann hér fulltrúa reiðmanna, eins og ijósmyndari blaðsins Kristján Einarsson festi hann á filmu. Þessir hringdu . . . Misbrúkun á börnum Reykvísk móðir hringdi. Hún kvaðst alveg forviða á hvernig kaupéi"dur dagblaða gætu þvælt blaðburðabornuiiu.71 t>el?ar Þau kæmu að rukka. Þótt flestif u?.r5’ greiðlega eru alltaf einhverjir sem þvæli þeim fram og aftur. Þótt þeir segi krökkunum að koma á ákveðnum tíma, þá séu þeir annað hvort ekki heima eða finnist ekkert til um það þótt þeir borgi ekki. Segi krökkunum að koma aftur og aftur og alltaf sé þetta sama fólkið. Sagði hún þetta mikla misbrúkun á börnum. Fólk verður hvort sem er að borga blaðið sitt fyrr eða síðar, og getur þá alveg eins vel staðið við það að gera það þegar það hefur sagt börnunum að koma. Það er ekki mjög uppörvandi fyrir krakkana þegar svona er komið fram við þau. Önnur kona hringdi fyrir nokkr- um dögum og kvað furðulegt að blaðburðabörnin virtust sum standa sig miklu verr eftir að komið er gott veður óg bjartir morgnar en á vetrum, þegar óveð- ur er og vond færð. Hún kvaðst oft dást að þessum krökkum, sem kæmu alltaf kl. 7—8 á skammdeg- ismorgnum með blöðin. Aftur á móti ekki vorkenna þeim á sumar- morgnum. En þá brygði svo við í hennar hverfi að hún hætti að fá blöðin sín áður en hún færi í vinnu kl. 9. Og dagblöð eru auðvitað ekki til nokkurs gagns, ef maður fær þau ekki fyrr en að kvöldinu. í sambýlishúsi hennar eru allir bíl- ar farnir af bílastæðinu milli 8.15 og 9 og kæmu ekki aftur fyrr en síðdegis. Blöðin þyrftu því að koma fyrr. Ein telpan hefði sagt að mamma vekti sig ekki, þegar hún ætti ekki að fara í skóla og þyrfti að vera búin að bera út áður. En, sagði konan, það hlýtur að vera hluti af uppeldi að venja börn á að standa við það sem þau hafa tekið að sér. Hunangið og börnin Gunnela Johannsson i Kópa- vogi hringdi: Kvaðst hún hafa séð frétt í blaðinu, þar sem fólk er varað við að gefa börnum hunang og kvaðst hafa allt aðra reynslu. Hún hafi alltaf gefið yngstu dóttur sinni hunang í pelann, um teskeið í hvert sinn, og hefði henni orðið ákaflega gott af því. Þegar barnið fékk kighósta, fékk hún hann ákaflega vægan, en eldri systir hennar, sem ekkert hunang hafði viljað, var miklu verri. Vildi hún þakka þetta hunanginu sem hefði heilsusamleg áhrif. Sagði hún að dóttir sín gæfi sínu barni núna hunang á pelann og yrði því gott af. Opnir og áframgengir „Kona ein, sem sat og var að lesa Morgunblaðið með morgun- kaffinu sínu í gær, greip símann og las Velvakanda fyrir eftirfar- andi: Nær allir sem senda Velvak- anda bréf eru að kvarta undan einhverju eða hneykslast á ein- hverju. Að vísu var það ekki alfarið í blaðinu í dag, þar sem m.a. er hrósað gangbrautavörzlu. En þegar ég svo fletti blaðinu og las aðrar greinar, stanzaði ég við viðtal við sr. Sigurð Pálsson átt- ræðan. Og ég ákvað að benda lesendum Velvakanda á það hve áttræður maður getur verið já- kvæður og opinn fyrir hræringum í nútímaþjóðfélagi. Það er ekki mjög algengt að 'aldnir séu svo opnir fyrir hræringum nútímans og því sem ólíkt er því sem þeir hafa vanizt áður, — raunar ekki þeir sem yngri eru heldur. Hann dáist að þeim sem eru opnir og áframgengir. Sr. Sigurður segir: „Ég hef ferðast nokkuð til út- landa til að safna efniviði í þessa bók. Fór til Kaupmannahafnar og Oxford. Þar er gaman að koma í bókasöfn og gott að vinna. En þó hafði það að koma til Bandaríkj- anna einna mest áhrif á mig. Það var mikið stökk fyrir mig, líkt og tilurð Bandaríkjanna var mikið stökk í sögu heimsins. Á hinum fornu menningarhöfuðbólum Evr- ópu verður maður var við vissa stöðnun, sem kemur til af því á hve gömlum og rótgrónum grunni allt þar er reist. En því er ekki að heilsa í Bandaríkjunum, þar er allt í rífandi þróun og frum- byggjakrafturinn ennþá ríkjandi. Bandarikjamenn eru svo opnir og áframgengir og einnig á sviði menntunar búa þeir að baráttunni við að nema nýtt land, því allt hangir þetta saman," segir séra Sigurður." Inn flaug lítill fugl Guðbjörg Guðnadóttir, Háaleitisbraut 155 (sími 32519) hafði samband við Velvakanda í fyrradag. Lítill fugl hafði flogið inn um kjall- aragluggann hjá henni. Þetta er fallegur fugl og virðist vera finka. Eftir að fuglsins varð vart, gat heímilisfólkið fengið lánað búr handa honum. Lúið hefur verið í blöðin, en ekki virðist náfs Ve.rið auglýst eftir fuglinum. Hann g£etj hafa sloppið fyrr og verið úti ein- hvern tíma, áður en hann flaug inn í kjallarann hjá Guðbjörgu. Ekki er gott í efni, því á heimilinu er köttur, og vill Guðbjörg því losna við fuglinn sem fyrst eða áður en slys kemur fyrir hann. Og biður eigandann um að hringja til sín. Á daginn vinn- ur hún í ísafold í Austur- stræti. Þótt Velvakandi geti ekki tekið að sér upplýsingar um týnda hluti vill hann endilega bjarga fuglinum áður en kötturinn kann að ná í hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.