Morgunblaðið - 09.07.1981, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981
45
Jón Sigurðsson var
ekki forseti lýðveldisins
rKennari“ skrifar:
Ég varð fyrir miklu áfalli þegar
útvarpið spurði vegfarendur
kringum þjóðhátíðardaginn okkar
hver Jón Sigurðsson hafi verið og í
ljós kom að svarendur höfðu varla
hugmynd um það. Jú, þeir höfðu
heyrt hann nefndan forseta og
margir héldu hann hafa verið
fyrsta forseta lýðveldisins. Af því
svari mátti þá ráða, að svarendur
höfðu heldur ekki hugmynd um
hvenær íslendingar urðu lýðveldi
og stofnuðu upp úr því til forseta-
embættis, og ekkert um það hve-
nær frelsisbarátta íslands var háð
með Jón Sigurðsson í broddi
fylkingar.
Eg hefi síðan verið að hugsa um
það af hverju þetta stafar, því
ekki dugar hneykslunin ein. Þarna
hlýtur að vera mikil veila í
íslenzku fræðslukerfi. Ég held að
ég megi segja, að þegar ég var í
skóla (ég er um 50 ára), þá hafi
þetta varla farið fram hjá okkur.
Nú virðist mér að þessi svokallaða
samfélagsfræði á kostnað ein-
stakra greina, og svo auðvitað
samvinnuverkefnin í skólunum,
svo góð sem þau eru, skilji eftir
óbætanleg göt í þekkingarforða
barnanna. Það geti semsagt verið
að eitthvert þeirra, sem áhuga
hefur á, viti mikið um Jón Sig-
urðsson, en önnur hreint ekki
neitt. Þau hafa kannski tekið
einhvern annan þátt í sameigin-
lega verkefninu. Ég held að við
kennarar þurfum að stanza við og
hugsa okkar mál.
Hitt er svo annað mál, að óvíst
er að þarna hafi eingöngu verið
um unga vegfarendur að ræða og
kannski enga. Þá dettur mér í hug
sem skýringu á því að fólki dettur
í hug að Jón Sigurðsson hafi verið
fyrsti forseti íslands, að á fyrstu
þjóðhátíðardögunum okkar var
alltaf stillt út í búðarglugga sam-
an mynd af Sveini Björnssyni og
Jóni Sigurðssyni og svo Asgeiri
Ásgeirssyni og Jóni Sigurðssyni,
og íslenzki fáninn á milli. Lítið var
svo um myndaútstillingar í búð-
argluggum eftir að Kristján Eld-
járn varð forseti að mér virðist.
En nú síðast veitti ég því athygli
að mynd var af Vigdísi forseta
einni, og farið að hafa hana ásamt
mynd af kanadíska landstjóran-
um, þegar hann kom í heimsókn.
Það er nýr siður á Islandi og ekki
að mínu skapi. Ég vil ekki of mikið
auglýsingabragð af forsetaemb-
ættinu. En kannski hafa fyrstu
lýðveldisárin ruglað einhverja
eldri. En þetta er alla vegana
mikið umhugsunarefni, fyrir alla
uppaiendur.
A góðum sumardögum. eins og verið hafa að undanförnu, hefur ríkt i miðbæ Reykjavikur glaðværð og
umstang. Eftir að göngugatan var gerð, sem sjálfstæðismenn fengu á sinum tíma ákúrur fyrir, í hita
kosningabaráttunnar, hafa skapast möguleikar til útiveru þar. Útimarkaðsmenn hafa sannarlega
nýtt það tækifæri, ásamt fjölda annarra. En því miður aðeins yfir hádaginn — vel mætti vera meira
um að vera þarna á kvöldin og um helgar. Ekki endilega skipulagðar skemmtanir, heldur
einkaframtak þeirra sem vilja njóta lífsins, sýna sig og sjá aðra.
Myndina tók ól.K.MaK-
Hundar og menn
„Morgunblaðslesandi skrif-
ar“:
„Mig langar til að leggja orð
í umræðurnar um opnunar-
tíma verzlana. Ég hef lesið allt
sem um það er skrifað. í
blaðinu í gær rak ég svo augun
í þau ágætu sannindi í mál-
flutningi lokunarmanna til
stuðnings, að reglur og samn-
inga ætti að halda þangað til
þeim er breytt. En hvernig
stendur þá á því, að lögreglu
er umsvifalaust sigað á okkur
neytendur við búðardyr af því
að reglur og samninga eigi að
halda, en þegar um er að ræða
hunda sem brjóta reglur, þá
lætur lögregla og þeir sem
vilja fylgja reglum og sam-
þykktum eins og þeir sjái þá
ekki? Ég horfi daglega á
hunda hlaupa lausa um garða
og götur borgarinnar, t.d. á
Landspítalatúninu, án þess að
nokkur lögregla skipti sér af
því. Ég spyr gilda ekki sömu
lög fyrir hunda og menn í
Reykjavík. Hvað segja borg-
arfuljtrúar um það? Og lög-
reglan, sem á að framfylgja
slíku? Af hverju gildir ekki
sama fyrir hunda og menn?“
Farðu
varlega
V.S. skrifar:
Vissulega er það hörmulegt
þegar pólitík blandast inn í
skákmót, og þegar um er að
ræða heimsmeistaraeinvígi, er
það raunalegt. Vissulega er það
hörmulegt að kona og sonur
Viktor Korchnois skuli ekki fá
að fara úr landi, eins og okkur
finnst slíkt einfalt og sjálfsagt
mál, við sem erum svo lánsöm
að búa í lýðræðisríki.
En í
Sovétríkjunum gilda þeirra lög,
og eftir þeim verða allir borgar-
ar Sovétríkjanna að fara, og
hver sem brýtur þau lög, er ekki
öfundsverður eftir það. Viktor
Korchnoi braut þessi lög, og
einnig sonur hans, og að áliti
Sovétmanna eru þeir sakamenn,
þó okkur finnist það fráleitt, og
þess vegna vona ég að okkar
ágæti Friðrik Ólafsson, forseti
Fide, standi sig, en virði samt
sjónarmið Sovétmanna eftir því
sem við verður komið, því vissu-
lega verður erfitt fyrir þá að
kyngja því að lög þeirra eru
harðneskjuleg og úrelt, vonandi
skilja þeir þetta fyrr eða síðar.
PERMA-DRI utanhúss- málningin sem endist og endist ARABIA IIREINLÆTISTÆKI BAÐVÖRURNAR FRÁ BAÐSTOFUNNI ]E)aðstofaFI ÁRMÚLA 23 - SÍMI 31810.
Frá Júgóslavíu
SMIÐJUVEGI6, SIMIU5U.
Kjörgarður Laugavegi, sími 16975. ?